Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 4
>
Sumar kirkjur hafa sett á
fót siðbótarnefndir til að
vinna að umbótum á eigin
kirkju og Ráðsmennsku-
hreyfingin hefur sett svip á
leikmannastarfið.
Sr. Jóhann
Hannesson, prófessor
TÍÐINDI
FRÁ
TRÚARBRÖGÐUM
i.
Úr víðri veröld berast mikil
tiðindi og sundurleit af trúar-
legum hreyfingum, þótt fátt af
þeim fréttum komist inn i ís-
ienzk blöð. Þó er þeirra stund
um getið ef byltingar og stór-
glœpir eru í tengslum við ein-
hverja afkáralega trúarflokka.
Og það er réttmætt að segja
frá þessu, því að það er ein
veigamesta breytingin á siðast
liðnum árum, að ýmsar róttæk
ar hreyfingar hafa tekið inn í
sig allmikfS" af trúarlegum hug
myndum. Það hefir lika oft
gerzt áður í sögunni, að radik
alismi ungra manna hefir búið
um sig í trúarlegum hreyfing-
i)m. Menn geta auðveldlega
kynnt sér þetta með því að
lesa nokkuð í kirkjusögunni
um betlimunkahreyfingar’
kristninnar, eða um upptök
Búddhadóms. — í samtíð vorri
gefur að líta ritsmiðar ungra
manna, sem eru sérkennilega
róttækar í hugsun, en grund-
vallaðar á sígildri trúarlegri
hugsun.
Svo sterk hefir krafan um
trúarlega upplýsingu orðið
vestan hafs að ríkisháskóiar
hafa orðið að láta undan og
veita fræðslu í þeim. Annars
hefir það verið stefna ríkishá-
skólanna að láta trúarbrögðin
afskiptalaus. Hins vegar hafa
fornfrægir sjálfstæðir háskóiar
vestra löngum haft guðfræði-
skóla (schools of divinity),
nánast sem sjálfstæðar stofnan
ir, nátengdar háskólunum.
Almenn trúarbragðafræði
eru stunduð likt og hver önn-
ur veraldleg vísindi við há-
skóla, og þurfa ekki að vera í
sambandi við neina kirkju-
deild né trúarflokk. Óskir
ungra manna um að nema þessi
fræði sanna því ekki, að um sé
að ræða trúarlegan áhuga.
Áhuginn gæti alveg eins verið
félagslegur, og er það senni-
lega þegar menn leita einkum
að hamingjutrúarbrögðum, en
hirða lítt um sannleikssrildið i
þeim. Ný samsteyputrúarbrögð
frá Japan og öðrum löndum
Austur-Asíu eru flest af þeirri
gerð að þau má telja til ham-
ingjutrúarbragða.
Mikið kapp leggja menn á að
kynna sér goðsagnir og helgi-
siðaform (myther og ritual).
Þegar ég spurði ungan Breta
hvers vegna hann hefði í kerfi
sínu tvö fornaldargoð, þau Isis
og Ósiris, og ekki frekar ein-
hver önnur nærtækari, var
svarið á þá lund að hann tryði
raunverulega á þessi goð og
engin önnur gætu komið í
þeirra stað. Nú getur hver sem
vill lesið um þessi goð á ís-
lenzku og gert sér í hugarlund
hvers vegna pilturinn hafði
tekið tryggð við þau. Hann
hefði tæplega tekið trú á
„þann rauðskeggjaða” þótt
honum hefði verið boðuð hún
og oss hefði fundizt að Ásaþór
kæmist vel fyrri í kerfinu,
fyrst pilturinn trúði á annað
borð á marga guði!
Mjög veigamikil vísindaleg
og trúarleg spurning er þessi:
hvernig breiðast ný trúar-
brögð út? Ef vér vitum engin
deili á því, þá er varla von til
að vér vitum hvernig ísland varð
á sínum tíma kristið land. Þá
er önnur spurning forvitnileg:
Hvernig lifir gamall átrúnaður
innan um nýjan? Hvernig
stendur á þvi að skemennska
og animismi hefir lifað jafn
lengi á Islandi og raun ber
vitni?
Soka-gakkai trúarbrögðin,
sem ég hef áður skrifað um,
eru sterk í heimalandi sínu,
Japan, en breiðast hægar út
nú en áður. Hins vegar virðist
Zen búddhadómur eiga fylgi að
fagna í Vesturheimi sökum mik
illa samskipta Japans og
Bandaríkjanna. Zen hefir átt
þvi láni að fagna að eiga með-
al talsmanna sinna hinn mikil
hæfa rithöfund, Suznki, en
bækur hans hafa verið kunnar
á Vesturlöndum um fimm ára-
tuga s'keið og eru nú mjög út-
breiddar.
Almenn trúarbragðasaga er
ekki aðeins nauðsynleg mennta
mönnum, heldur einnig öðrum
þeim, sem vilja hafa fyrir því
að skilja sína sioritíð. Fyrren
varir kann maður að hitta, jafn
vel hér á Islandi, einhvern sem
tilheyrir einhverjum nýjum
eða ævafornum átrúnaði. Og
maður skilur ekki hinn fram
andi mann nema með því að
vita nokkur deili á þeim átrún
aði sem hann aðhyl'llst.
II.
Það væri þrátt fyrir allt mis-
skilningur að ætla að samtíð vor
sé trúhneigð eða trúarlega leit
andi. Samtíðarmenn vorir eru
umfram allt afþreyingarmann-
eskjur, fóðraðar á æsifréttum
og auglýsingum. Manneskjuleg
sambönd eru sundur slitin, sum
ir segja að allt að því 80% af
þeim samböndum sem voru
milli manna, séu nú liðin undir
lok. lætta hefir verið rannsak-
að af félagsvísindamönnum og
árangurinn fram settur í verk-
um, sem fjalla um firringn
samtíðarmanna vorra. Meðal
vottanna eru líka margir lista
menn, sem helga sig þeirri
íþrótt að semja „absúrdrit" og
bækur um tilgangslaust líf. Af-
þreyingarmanneskja Vestur-
landa er kaldranaleg, úttroðin
af fjölmiðluðu efni, óánægð,
gráðug í hluti og fjármuni og
gerir endalausar kröfur, rétt-
mætar og óréttmætar. Hún lík
ist yfirstéttinni í Frakklandi á
17. og 18. öld, sem Pascal og
fleiri höfundar þeirra tíma hafa
lýst snilldarlega. Mætir menn
tala um kvíða, geig og ótta
samtiðarmanna vorra, en fæst
af þessu ristir djúpt. Svo er
einnig um mikið af trúrækni
tímanna. Hún snýst oftar um
hamingjuleit en fórn og ber
því ekki þann ávöxt sem trúin
bar einatt áður.
Þetta er nauðsynlegt að gera
sér ljóst, einkum þeim sem hafa
löngun til að veita náunganum
trúarlega þjónustu, svo að þeir
gangi ekki inn í sjálfsblekk-
ingu. Vera má að ráðamenn
fjölmiðlanna hafi ekki gert
samsæri gegn hugsjónum, sið-
gæði og trú, miskunnsemi og
mannkærleika, en útkoman
verður samt líkust því sem
þeir hefðu tekið sig saman um
að halda öllum þessum þáttum
menningarinnar niðri í lág-
marki, geyma það í neðstu
skúffunum. „Bókvitið verður í
askana látið — og asklokin
verða að himnum gerð.“ Þessi
hugsun er vissulega nútímaleg,
eða minnast menn ekki 1. des?
En hún boðar enga „trú, sem
blessar og reisir þjóðir.“
m.
Hér með er ekki komið að
kristnihaldi Vesturlanda né
kannaður sá jökull, sem yfir
því hvílir, glacies infidelitatis,
ís vantrúarinnar. Orðin eru
tekin úr miðaldariti eftir
ókunnan höfund, í tilefni þess
að þá bræddi varmi trúarinn-
ar (calor fidei) þennan ís að
verulegu leyti. Nú hefir um
alllangt skeið ísinn þykknað
og orðið að fargi. Þetta vita
sum ungmennin og segja frá
þvi, áður en þau týna sér I
dópinu. „Þið hafið tekið pen-
inga, afþreyingu og vélar fram
yfir okkur, sem erum þó ykk-
ar eigin börn“ — eða „ykkar
eigin hold og blóð“. 1 þessurn
og öðrum álíka setningum er
dregið saman kvein sumra
þeirra unglinga, sem hafa orð-
ið fórnarlömb firringarinnar.
Þótt einstaka foreldrar
kunni að vilja taka ráð í tima
og tala við þau um æðstu gildi
lifsins, kunna slíkar tilraunir
að renna út í sandinn fyrir fá
fræði sakir, ef allt þeirra vit
hefir verið í askana látið. Það
er sagt að margt samtíðarfólk
vort sé stafrófsleysingjar (an-
alfabeter) í andlegum efnum,
og það er erfitt fyrir stafrófs-
leysingja að vera kennari eða
andlegur leiðtogi. Þá vantar
hina djúpu reynslu tilbeiðsl-
unnar inn í líf margra, sem
eðlilegt er, ef menn hafa ekki
langtímum saman tilbeðið Guð.
Menn minnast e.t.v. sins eigin
andlega lífs sem fjarlægrar for
tíðar, sem er farin að mást út
úr vitundinni. Þó er betra að
eiga slíkar minningar en alls
engar.
Skal nú vikið að nokkrum
þáttum, sem eru áberandi í lífi
kristninnar á vorri öld.
a). Biblían í nútímalegum
þýðingum og útgáfum er mjög
eftirsótt. Sá æskulýður sem
heldur tryggð við kirkjuna, er
betur að sér í biblíufræðum en
ungt fólk fyrir 30 árum var á
sínum tíma.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. desember 1970
>