Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Side 14
Sögusviðið er í upphafi nær myrkt eða réttara dimmblátt með aragrúa örlítilla ljósdíla, sem greinast dreift um myrkr- ið. Ljósdílarnir eru flestir rauð- ir en sumir gulir, aðrir bláir eða hvítleitir. Innan um og ut- an yfir marga dilana má greina að vefst eins konar mistur eða gegnsæ hula, misþykk og er í öllum regnbogans litum. Ljósdílarnir eru misstórir eða misskærir, með margvís- legri lögun, flestir eins og stór ir punktar í bók, margir tveir eða þrír saman, aðrir aflangir og sporöskjulaga. 1 þessari ferð okkar skulum við ekki dvelja um of, við skul um ákveða að athuga einn þess ara dila nánar og reyna að nálgast hann betur. Við veljum einn sem virðist örlítill og raun ar engu athyglisverðari en flestir hinna. Hann er það held ur ekki frá þessu sjónarhorni okkar. Við nálgumst hann með hraða, sem verður ekki skilinn né mældur; díllinn virðist þenj ast út, líkrt og tóm blaðra, sem blásin er upp. Staðreyndin er þessi, hvernig sem hún er til komin. Díllinn, sem áður var varla greinanlegur frá öllum hinum, er nú orðinn um 22,5 cm að þvermáli. Hann er hvítur, hnattlaga og lýsandi. Við skul- um skyggnast umhverfis þenn- an hlut, er hann hér einn síns liðs eða hefur hann samfylgd i þessum óendanlega, þögla veruleika? Ef við beitum mikilli skarp- skyggni, getur verið að við komum auga á tvær þústir nokkuð frá hlutnum. Þessar þústir eru dimmar, virðast líf- lausar og ekki ýkja merkileg- ar. Við greinum aðrar tvær nokkru minni og fjær hinum lýsandi hlut. Ef við athugum vettvanginn enn nánar, getur verið að við sjáum fáeina ör- litla díla til viðbótar, eins og dökk svifandi rykkorn. Þessar litlu agnir eru varla athygii verðar samanborið við ógrynni hinna lýsandi belgja, en samt sem áður veldur ein- hver tilviljun því, að við fáum áhuga fyrir nánari kynningu við einn þessara dimmu leir- dropa. Sá er reyndar ekki nema um 2 mm enn og í tæp- lega 24 (23,7) metra fjarlægð, frá hinum lýsandi belg, mælt með mælikvarðanum sem við notuðum áðan. Berum magnara á þetta ryk- korn og reynum að nálgast það. Litur þess er margbreytileg- ur en mest ber á hvitri slæðu frá þessum sjónarhóli, einnig eru blátt og brúnt áberandi lit ir. Brúnu flekkirnir og þeir bláu eru nokkuð aðskildir en þeir hvítu vefjast um þá, ekki ósvipað og gagnsæju hulurnar áður um Ijósdeplana. Brúnu reitirnir eru svokallað land, þeir bláu kallast höf, leirdrop- inn nefnist jörð. Þetta er pláneta byggð lifandi verum, er nefnast dýr á málum einnar tegundarinnar. Sú tegund hef- ur náð miklum þróunarlegum yfirráðum yfir öðrum tegund- um og plánetu þessari; stjórn- ar þar flestu og notfærir sér til hins ýtrasta forskot sitt, sjálfri sér til framdráttar. Teg- undin er maður. Tegund þessi gengur upp- rétt, meirihlutinn klæðist ein- hverjum fötum en sumir engum eða fáum. Hluti, nánar þriðji- parturinn, hefur meira en nóg líkama sínum til framdráttar en flestir hinna, um tveir þriðju af 3,6 milljörðum hafa lítið nær ekkert til fæðis dag frá degi. Þúsundir deyja dag- lega úr hungri. Ýmsum belli- brögðum beitir tegund þessi sér til aðstoðar í lífsbarátt- unni, sér til dægrastyttingar og sér til þæginda. Með tækni sinni býr hún og til tól, sem flýta fyrir dauða alls þess sem lifir og til þess að þau séu ekki látin ónotuð né liggi undir skemmdum láta þeir, sem búa til tólin, þá hafa þau, er stunda það að stytta líf náung- ans. Reyna að auki að telja þeim trú um að slíkt sé hin mesta nauðsyn. Heildarútgjöld tegundarinn- innar til morðtólabúnaðar eru 1800 milljónir króna á klukku- stund. Þau hafa aukist um 50% síðan 1962. Ef hætt væri við að framleiða eina einustu sprengjuflugvél, mætti verja andvirðinu í árslaun 250.000 kennara. Helmingur barna inn Mannkynið stynur undan byrðinni miklu. Auk þess þarí' smá- vegis í pottimi — maður verður að liía. Birgir Bjarnason Til umhugsunar á, jólunum an 14 ára aldurs i svokölluð- um vanþróunarríkjum fá berklaveiki. Yfir 700 milljónir manna eru ólæsir og óskrifandi og f jölgar stöðugt. 1 hinum svokallaða menntaða heimi hefur einstaka manni orð ið ljóst hve gífurlegt óréttlæti rikir á þessu rykkorni. Þeir hafa leitazt við að bæta á vog- arskál þriðja heimsins og reynt að vekja samvizku samborgara sinna. Fjársafnanir ganga með- al riku þjóðanna, sem vita sum- ar hverjar ekki hvað gera skal við offramleiðslu á mat og gripa því stundum til þess ráðs að eyðileggja hana. Riku þjóð- irnar kreista þó út úr sér í lán um rúmlega %% af brúttóþjóð- arframleiðslu, en tveir þriðju hlutar af því fjármagni, sem flutt er til fátæku rikjanna, rennur þó aftur til baka í formi vaxta og afborgana. Þetta er baráýta, En við hvern eða hvað er barizt? Það er barizt við vatnsskort og úrelta landbúnaðar- og framleiðsluheetti vanþróuðu landanna, sem ætti þó að vera auðvelt að bæta með heil- brigðri hugsun og skilningi á báða bóga. Það er barizt við gróðafíkn iðnvæddu ríkjanna, og tilbúna blekkin'/u þ.e. sjálfs elsku og heimsku. Við heimska tækifærismennsku leiðtoga liinna nýfrjálsu manna, og það er barizt við þjóðernisstefnur. 1 stuttu máli, það er barizt við fávísi og öfugsnúna leit að verðmætum. Tegundin heíur fundið út með snilli sinni, að með áfram- haldandi óbreyttri fjölgun verði hún, eftir rétt rúmlega hundrað ár orðin 16 milljarð- ar, þ.e. 16 með níu núllum fyr- ir aftan, og 125 árum síðar, ár- ið 2200, mun hún telja um 32 milljarða manna. Og ef við telj um 8% yfirborðs jarðarinnar sæmiiega og vel byggilegt, verða um 785 menn á hvern ferkílómetra. Auk þess mun þessi fjöldi dreifast mörgum sinnum misjafnar en sá fjöldi sem nú er á jörðinni. Meðan núverandi brambolt á sér stað hjá tegundinni er ekki hægt að koma öllum þessum fjölda fyr- ir. Það er heldur enginn að segja að þetta verði svona. Tækniþróunin léttir sífellt und ir með manninum og gerir að- stæðurnar viðráðanlegri og e.t.v. mun maðurinn verða mað ur til að taka fjölgun sína í eigin hendur. En þróun offjölg unar er þegar hafin, þess vegna verður fjöldinn að fá vitneskju um hana strax og reyna að efla með sér sam- ábyrgð. Það fer að þrengja svo að manninum að hann getur ekki öllu lengur notað dráps-tæki til að segja „öðrum“ hvernig ,,þeir" eigi að vera og haga sér. Þessi aðferð er ekki ein- ungis óhagkvæm frá sjónarmiði heildarinnar, heldur og frá bæjardyrum einstaklinganna, þeirra sem hafa drápstækin og hinna sem þeim er beint að. Tækin eru orðin þannig sum hver, að sé þeim beitt á annað borð granda þau í flestum til- fellum framkvæmandanum og þolandanum. Eftir að hafa úr fjarlægð virt fyrir okkur háttarlag þessarar tegundar, mannsins, í nokkurn tíma, má virðast svo, sem ekki sé mikið gefið fyrir hugsana- hátt hans; að ekki ríki hjá hon- um neinar samúðar eða siðferð- is hugsanir heldur aðeins hugs- unin um baráttuna fyrir lífi og tilveru. En við skulum forðast fordóma og athuga málið af eig in raun. Við skulum skygnast inn í huga einstaka manns og ekki takmarka okkur við tíma í þeim athugunum. Hinn fyrsti er matvælasér- fræðingur og hefur skrifað svo; ,,Við verðum að líta á heim- inn sem eina heild og byggja smám saman upp traust þjóða í milli. Við höfum ekki ráð á þvi að leyfa stéttabaráttu . . . Jörðin á ekki eftir nein ný ónumin lönd. Við erum í rauri réttri komin að yztu mörkum. Það sem er eftir, er smáræði fyrir heim sem vex um milljarð á áratug . . . Vígbúnaðarkapp- hlaupið milli Ameríku og Rúss- iands verður að stöðva, mann- kynið hefur ekki efni á slíkum kostnaði ... I hverju er hjálp- in þá fólgin? Fyrst af öllu verð ur að fara fram gagnger end- urskoðun á þvi sem mannkyn- ið sækist eftir." Þetta segir maður sem telst hafa vit á málinu en rödd hans hverfur meðal milljarðanna og veldur ekki neinni breytingu að þvi er séð verður. Þannig hafa aðrir staðið uppi á hinum andlega kassa á hinu siðferði- lega Lækjartorgi mannlifsins og hrópað. En vegfarendur 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desemiber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.