Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 18
undarlegi klæðaburður blátt áfram hræðilegur og mér fannst nunnur vera sérstök manngerð, sem ég ætti enga samleið með. Ég gekk aldrei í skóla hjá nunnum og kvnntist þeim ekki. Þó var sjúkrahús í nágrenninu, sem rekið var af nunnum. Það voru vingjamleg ar manneskjur. Ég var ákveð- in í að vera heima og hugsa um foreldra mína meðan þeir lifðu, þvi ég gat ekki fellt mig við þá hugsun að þau stæðu ein uppi eftir að hafa alið upp átta böm. En óafvitandi og eins og ósjálfrátt vaknaði hjá mér sivaxandi löngun til að helga líf mitt Jesú og hon- um einum. Ég gerði mér ekki ennþá ljóst, að ldausturlíf Myti að fylgja í kjölfar þess- arar löngunar og þegar mér skildist þetta, vildi ég ekki ræða það við nokkum mann. Að lokum trúði ég þó föður mínum fyrir leyndarmálinu, og þó að honum þætti fyryir þvi að sjá á bak yngstu dóttur sinn, gaf hann mér samþykki sitt. Móður minni sagði ég frá þessu alllöngu seinna, og ég var feimin við að segja systkin um mínum hvemig komið var, þvi ósjaldan höfðum við haft um hönd gamanyrði um nunn- ur, og nú var ég sjálf ákveð- in í að gerast nunna! — En þegar sannfæringin er annars vegar, hverfa erfiðleikamir í skuggann, og satt að segja sýndu foreldrar mínir og systk ini mér aldrei annað en hjálp- fýsi, stuðning og virðingu gagn vart ákvörðun minni. Regluval ið var mér auðvelt. f Karmel- klaustrinu get ég lifað ein- földu, venjulegu lífi eins og ■hver önnur venjuleg mann- eskja, en helgað innsta hugar far mitt guði, sem kallað hafði mig til þessa lifs. Þetta líf er mín dýpsta hamingja í blíðu sem stríðu og vekur hjá mér brennandi löngun til að láta alla menn eignast hlutdeild i þessari hamingju." „Ja, — hvers vegna varðst þú til dæmis læknir, stjórn- málamaður, kennari eða hjúkr ■unarkona? Það dregur mann til sín án þess að hægt sé að skýra endanlega hvers vegna. Þú vilt þjóna mannkyninu á einhvern hátt. Maðurinn lifir ekki aðeins fyrir sjálfan sig.“ „Þetta er lifsfylling, leið til að njóta hamingju vegna kær- leika guðs og miðia henni með al annarra manna.“ „Þeim kærleika, sem ég hef öðlazt fyrir náð guðs, vil ég miðla öðrum mönnum og til þess er bænin hin árangurs- rika leið. Sú staðreynd, að við höfum búið um okkur hér á íslandi og gerzt íslenzkir rikis borgarar, er að sjálfsögðu sönn un þess, að við leggjum okkur alveg sérstaklega fram í bæn um okkar fyrir fólkinu á Is- landi. Það er min heitasta ósk, að mennirnir verði sér meðvit- andi um nauðsyn bænarinnar. Að biðja er að vera í sam- bandi við guð, uppsprettulind allrar hamingju. Ég óska þess, að öllum mönnum megi skilj- ast þessi nauðsyn og þeim lær ist að biðja daglega, þótt ekki sé nema stutta stund, sjálfum sér til blessunar.“ „Þegar ég segi, að ég hafi verið „útvalin“ tíl að gerast Karmelsystir, er mér ljóst, að þetta muni vera torskilið þeim, sem ekki trúa á persónulegan guð. Sumum finnst það jafnvel nálgast hroka að halda því fram, að mér hafi hlotnazt þessi blessun fram yfir þúsund ir annarra: að hafa fundið köll un minni leið og sannað fyrir sjálfri mér, að þessi köllun var ósvikin. Því manni getur skjátlazt og uppgötvað að það, sem virtist vera köllun, reyn ist vera blekking. Reynslutím- inn í klaustrinu, sem er f jögur og hálft ár, er til þess ætlaður að ganga úr skugga um þetta. Hvernig skynjar maður köll un? Gegnum óviðráðaniega löngun, fullvissu um að ekk- ert annað geti komið til greina, að maður mundi verða ólýsanlega óhamingjusamur, ef kölluninni væri ekki hlýtt. Jafnframt standa skuggahlið- amar og erfiðleikamir ljóslif- andi fyrir augum. Það er svo margt, sem ein manneskja verð ur að fóma og slíta sig frá í sinu gamla umhverfi um leið og hið endanlega skref er stig- ið: Starfsframi, nýting góðra hæfileika, jafnvel trúlofun, fjölskyldulif og ótal heimsins lysösemdir. — Fyrsta tákn- merkið um köllun mína gerði vart við sig þegar ég hafði ný- lega gerzt kaþólsk og dvaldist hjá fjölskyldu nokkurri í ka- þólskum bæ, þar sem klukkur í nunnuklaustri hljómuðu á hverjum degi með föstu milli- bili. Það var sem nálægð klausturlifsms settist að í sál minni. Um svipað leyti las ég sjálfsævisögur tveggja mikil- hæfra Karmelsystra, hinnar heilögu Teresíu frá Avila, 1515—1582, stofnanda reglunn- ar, og Theresiu frá Lisieux, 1873—1897, sem vöktu mikla að dáun mína. Að vísu gáfu þess- ar bækur til kynna þvílíkar kröfur til systurhlutverksins, að mér virtisf næsta ótrúlegt, að ég gæti nokkurn tíma kom- ið þar til greina. En þegar ég frétti, að kona úr mínu borgar hverfi -—- venjuleg kona eins og ég — hefði gengið í Karm- elklaustur, var sem rynni upp fyrir mér ljós, og ég sannfærð ist endanlega um að þettaværi einnig mín köllun.“ Hér lýkur hinum persónu- lega vitnisburði systranna um köllun sina. Sama aflið hefur dregið þær allar til sín, þótt aðdragandinn hafi verið mis- munandi. Ekkert gat stöðvað göngu þeirra og aðeins þessi eina leið gat komið tíl greina. Ef þessi frásögn hefur á ein- hvem hátt aukið skilning áhugasamra lesenda á þessum sérstæðu Hafnfirðingum okkar, þá er vel. Inn í persónulegar frásagnir systranna hefur einnig fléttazt samtal um hlutverk kaþólsku kirkjunnar almennt. Segja má, að það skiptist í þrjá aðal- þætti: Almennt kirkjustarf, líknarstarf og huglejðslustarf (kontemplatift starf). Karmel- reglan er skýrt dæmi um hið síðastnefnda. Kjami starfsins er fólginn í hinum svonefndu kórbænum, sem Æuttar em reglulega á hverjum degi og oft á dag í bænahúsi systr- anna, kómum. Bænum sínum beina þær til allra íslendinga og alls mannkyns. Hið sama er að gerast í öðrum klaustrum viðs vegar um heiminn og þann ig myndar reglan bænakeðju eða net, sem spannar allan hnöttinn. Systurnar trúa á gildi slíkrar samstillingar og kerfisbundinnar einbeitingar. „Meðal almennings er það nokkuð útbreidd skoðun, að klausturlifnaður sé ekkert ann að en útilokun og flótti frá lif- inu og skyldum við þjóðfélag- ið, svo seim hiutverki móður og eiginkonu. Hvað hafið þið um þetta að segja?“ „í fyrsta lagi mundum við vilja segja, að við höfum hvorki úti'lokað okkur né flúið frá lífinu og skyldum okkar við þjóðfélagið. Þvert á móti. Við lifum í heiminum og fyrir heiminn. Á þessum tímum skefjalausrar efrwshyggju virð ist okkur nauðsynlegt að til sé fólk, sem vill leggja allt í söl- urnar fyrir andleg verðmæti, svo sem bænina. Þetta krefst mikillar einbeitingar, ekki síð- ur en til dæmis ástundun æðstu lista og vísinda. Ástæð- an fyrir þvl, að við höfum fórn að hjónabandslífi og móðurhlut verki er ekki sú, að við van- metum þessi mikilvægu mann- legu verðmæti. Þvert á móti metum við þau mjög mikils. En ef maður vill binda sig Kristi og ríki hans algjörlega, krefst það óbundinna handa gagnvart öðrum lífsförunaut. Hvenær sem maður velur eitt- hvað sérstakt, útilokar maður einhverja aðra möguleika, hversu mikiir og góðir sem þeir kunna að vera. Með þvi að lifa einlífi viljum við í einu og öllu tilheyra guði, einnig vegna meðbræðra okkar, eins og áður hefur komið fram í þess’u samtali." „Berið þið engan kvíðboga fyrir framtíðinni? Verður lífs- form klaustursins ekki orðið úr elt eftir nokkur ár í þvi fé- lagslega ölduróti, sem á sér stað nú á dögum? Mundi nokk ur ung stúlka vilja ganga I klaustur af þessu tagi eins og hugsunarhátturinn er orðinn í dag?“ „Við erum alls ókvíðnar um framtíðina og nú þegar höfum við gert stórt átak til að að- laga lífsform okkar nýjum fé- lagslegum hugsunarhættd. Við teljum, að starfs okkar verði jafnvel ennþá meiri þörf á komandi árum. Það er augljóst hverjum hugsandi manni, að andleg örvænting fer sívax- andi meðal ungs fólks í heim- inum, og fyrr eða síðar hlýtur það að leita svars og huggun- ar við þá einu lind, sem svalað getur þorsta þess og þrá eftir betra og göfugra mannlífi. Þótt viðhorf og hegðan ungu kyn- slóðarinnar virðist í mörgu öf- ugsnúin og jafnvel fjandsam- leg vegum guðs, þá er það þrá eftir nýju og betra lífi, sem rekur hana stundum út á hál- an ís vegna reynsluleysis og skorts á leiðsögn. Við viljum gera allt, sem í okkar valdi stendur til að lýsa þessu fólki rétta leið í krafti bæna og hugleiðslu. Við viljum ræða við ungt fólk á fslandi og kynn- ast því nánar. — Það er að visu rétt, að ungar stúlkur hafa ekki bætzt i hóp okkar nýlega og við vitum ekki I dag hvað verðta mun í framitiðinind. Hdtt er víst, að víðast hvar ann ars staðar í heiminum leitar fólk enn til klaustranna á sama hátt og af sömu hvötum og við gerðum sjálfar. Þess eru meðal annars mörg dæmi, að fólk sem stundað hafði svokallað ,,hippía“-líf, hefur fundið köll- un sína innan vébanda klaustr anna, og þetta virðist eiga sér stað i vaxandi mæli. Enn sem fyrr er það þó fólk úr venju- legu umhverfi, sem fyrst og fremst bætist i hópinn, enda hafa klaustrin nú þegar aðlag- að sig nýjum og auknum kröf um um ytri aðbúnað." „Og að endingu: Hvernig fx-amfleytið þið lífinu fjái'hags- lega?“ „Því er fljótsvarað. Við vinn um fyrir okkur með alls kyns handavinnu, sem við seljum í verzluninni hér i klaustrinu. Innrömmun mynda er mjög stór þáttur i þessu starfi. Auk þess ræktum við mikið af grænmeti, sem er afar drjúgt búsílag. Svo má ekki gleyma þvi, að við lif um mjög íburðarlausu lifi i mat og drýkk, þótt okkur skorti ekki neitt af því, sem við raun verulega þurfum. Nýlega barst okkur höfðingleg gjöf, en það eru nýir kirkjumunir, sem standa i kapellupni. Þeir eru gerðir af snjöllum, þýzk- um listamanni og eru tvimæla- laust mjög athyglisverð lista- verk, gerð í nútimastíl." __ Útisysturnar tvær, sem sjá um aðdrætti til klausturs- ins, fylgja gestínum til dyra og kveðja með hlýju handa- bandi. Það er alstirndur him- inn og tunglið leggur milda birtu yfir fjörðinn fyrir neðan. Hálfbirtan endurspeglast í gluggum klaustursins eins og þeir séu að reyna að magna þessa daufu skimu og lýsa bet ur upp umhverfið. Klaustur- klukkurnar taka að hringja og hljómur þeiira berst út yfir bæ inn. En inni í klaustrinu ganga Karmelsystur til tíða. 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS L 22. desemiber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.