Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 25
Björn Jónsson í Bæ
Hann á níu líf
eins og kötturinn
Þáttur af Jóhanni
Eiríkssyni á Hofsósi
gjöld fyrir dónaskapinn.
Hvem fjandann meinti fíflið
með þessu? En Chasseloup
sýndi engin móðgunarmerki.
Hann starði aðeins fast á hinn,
sem þá flýtti sér að bæta við:
„Náðug frúin spyr, hvort þú
viljir koma yfir nú á síundinni.
Ég skal vísa þér leið.“
Chasseloup hikaði brot úr
sekúndu og rétti úr sér, sagði
stiðan: „Af stað, þá.“
E>að var augljóst, að hann
hafði ekki minnstu hugmynd
um, i hvaða ævintýri hann var
að hella sér. Á leiðinni yfir
götuna hvíslaði ég:
„Hvað á þetta eiginlega að
þýða?“
Hann hvíslaði á mðti:
„Ég veit það ekki, en ég
held við fáum þriðja sjússinn.“
Við fórum inn I stórt og
glæsilegt fjölbýlishús og þar i
lyftu. Á svipstundu vorum við
komnir upp á 5. hæð og drifn-
ir þar inn í hol með þykkum
gólfteppum. Húsþjónninn fór
og kom ekki aftur fyrr en eft-
ir 3 eða 4 mínútur. Þegar hann
svo kom, var hann ákaflega var
kár. Hann stundi upp við
Chasseloup:
„Hm, er yður ekki sama, þó
vinur yðar bíði fyrir utan,
herra?“
Chasseloup sagði fastmæltur:
„Nei, segið göfugri frúnni, að
þar sem Limpo fari, fylgi einn-
ig Blotto."
Aftur var hlé, og þá kom hús
þjónninn enn og bað okk-
ur báða að fylgja sér. Við fór-
um inn í stóran reyksal með
strjálum húsgögnum. 1 herberg
inu voru fyrir 3 karlmenn. f>eir
voru allir stórvaxnir, og allir
stóðu þeir. Á arinmottunni stóð
einhver sú ískyggilegasta
mannvera, sem ég hef nokkurn
tíma augum litið. Hann var grið
arhár, tröllgildur um herðar,
með kolsvart glæpaskegg og
öndótt augu. Eitthvað var það
í stellingum þessara manna,
sem mér gazt ekki að.
Þetta virtist allt vera vandlega
undirbúið. Stóri maðurinn, sem
var furðu mjóróma eftir fyrir-
ferð, sagði stríðnislega:
„Ó, komið þér inn, hr. hm. —
Limpo. Júlíus Lindt ætti ég
kannski að segja. Mig tekur
sárt að þurfa að segja yður, að
hennar göfgi er ekki viðstödd,
óhjákvæmilega forfölluð, skilj-
ið þér?“
Chasseloup hneigði sig með
kurt og pi og sagði ískaldri
röddu: „Mér þykir leitt að
heyra það.“
„Hm, hm, já. Já, einmitt rétt.
Ég get vel trúað þvi. Ég býst
við, að þér lesið Times vel og
vandlega, hr., hm, Limpo,
Lindt á ég víst að segja.“
„Ég les Times á hverjum
degi,“ svaraði Chasseloup
kurteislega.
„Já, og skrifið fyrir þá
greinar líka, hr., já, Lindt. Fal-
legar, vingjarnlegar, elskuleg-
ar, litlar klausur ekki satt?“
Hann rétti fram blað af
Times og hélt upp útsíðunni.
Utan um smágrein hafði verið
dregið blátt blýantsstrik. Stóri
maðurinn þrýsti þvi upp að
andlitinu á Chasseloup og
sagði:
„Lesið þér þetta upphátt,
hr„ hm . . .“
Það var andstyggilegur,
skaðvænn hreimur í röddinni.
Mér féll hann alls ekki. Ég fór
að hugsa hlýlega til tónlistar-
félagsins Mínervu, litlu gylltu
stólanna og F-moll sónötu Cyr-
uisiar P.Q.H. Robinsons. Chaissie
loup var alveg rólegur. Hann
leit aldrei af andliti hins manns
ins. Haain sagði kuldalega:
„Blotto, vinur minn ætlar að
lesa það.“
Mér var fengið blaðið, og ég
las upphátt úr þessum óheilla-
dálki: „Molly. Ég þrái þig svo
heitt. Verð í klúbbnum á sunnu
dagskvöldið. Ef Drekinn er í
burtu, sendu þá eftir mér. Ást-
arkveðjuir. Limpo.“
Ég var of skelkaður til að
sjá, hvað ástandið var skop-
legt. Hér var hinn kokkálaði
eiginmaður, og með einstakri
slægvizku hafði hainn veitt vit-
lausan kokkál! Hvernig gátum
við útskýrt þetta? Hin sorg-
lega helti Chaisseloups sýndist
alltof djöfull gott sönnunar-
gagn. Hann hafði farið á stað-
inn af ásettu ráði og stungið
hausnum í snöruna. Ástandið
var geigvænlegt. Hið versta
var, að undir slíkum kringum-
stséðum stanza menn ekki til að
hugsa og álykta. Ástríða og
skrílslög eru gamlir fylgifisk-
ar. Sú staðreynd fékk fullnað-
arsönnun næstu sekúndurnar.
Allt virtist þetta gerast i einu
vetfangi. Drekinn teygði út
höndina í áttina að stuttu, staf-
laga keyri, sem hafði verið fal-
ið bak við arininn, hinir tveir
laumuðust til að umkringja
Chasseloup, og þá, sá hinn
fjórði — var það þjónninn? —
greip utan um hálsinn á mér
aftan frá, og mér var kastað í
átt til dyra. Hugmyndin var að
fjarlægja mig, meðan hinir kag
hýddu Chasseloup. Ég datt aft-
ur á bak, út í holið, og hurðin
sveiflaðist. Að lokum var hún
næstum skollin í lás. Henni var
skellt með hroðalegum ofsa,
en á síðasta augnabliki var
fæti skotið á milli. Aflið, sem
henni var skellt með, hefði möl
brotið alla venjulega fætur, en
nú stóð svo á, að fóturinn, sem
þrýst var milli stafs og hurð-
ar, var úr tré og með stálgrind.
Handleggirnir fyrir ofan
höfðu sýnilega nóg að gera
annars staðar. Fóturinn þarna,
sem hafði nú heldur en ekki
fengið nýtt og óvænt gildi,
hvatti mig til dáða. Ég rak oln
bogana af öllu afli í siðurnar á
árásarmanni mínum. Ég heyrði
hann stynja og hljóp aftur inn
að dyrunum. Ég held það hljóti
að hafa verið húsþjónninn. Ég
hef ekki séð hann síðan. Þegar
ég tróðst aftur inn í herbergið,
þá held ég, að sálræn áhrif af
nærveru minni hafi verið okk-
ur dýrmætari heldur en þau
líkamsafrek, sem ég væri lík-
legur til að vinna. Þrír menn
gegn tveimur, það var ekki yf-
irþyrmandi Iiðsmunur. Maður-
inn, sem var rétt innan við
dyrnar og hafði tekið Chasse-
loup hryggspennutökum, hik-
aði og fékk i syndagjöld vel
útilokið högg fyrir ofan vinstra
augað. Hinir tveir voru að um-
kringja þá, er Chasseloup rétti
sig upp og losnaði. Þá var
það, að ég sá manninn eins og
hann raunverulega var. Augu
hans loguðu af ofsakæti. Nú
skemmti hann sér óskorað.
Óvænit og skyndiilega sveiflaði
hann sér til hliðar, greip blóma
vasa og mölbraut með honum
peruna i ljósastaiðinu. Það
Framli. á bls. 30
Hann er fæddur 20. septem-
ber 1901, hefir marga hildi háð,
vanur við fugl og fisk, bóndi,
útgerðarmaður og sjómaður, af
lífi og sál. Skallinn er rétt að
byrja að sýna sig; hann er far-
inn að safna ýstru eins og
kaupmanni og embættismanni
sæmir, léttlyndur er hann, en
ekki get ég neitað þvi að stund
um finnst mér hann fuli orð-
hvatur og öfgasinnaður, en þar
ræður miklu um dugnaður
hans og óhlifni við sjálfan sig.
Jóhann hefir alltaf verið fram-
gjarn og hefir þvi hlotið sæti i
mörgum félagsstjórnum og
nefndum. Hann sat lengi í
hreppsnefnd, formaður Búnað-
arfélags Hofsóss, i sóknarnefnd
og meðhjálpari. Hann var
í stjórn Verkamannafélags,
Slysavarnarfélags og hefur
mikið starfað að hvers konar
söngmálum sveitar sinnar. Þó
hér sé nokkuð upptalið hefir
hann af dugnaði og ósérhlifni
lagt hönd og huga að ýmsum
fleiri nytjamálum, og nú nær
' sjötugur, rekur hann smáverzl-
un og selur olíur og bensin
fyrir Shell. Jóhann getur ekki
aðgerðarlaus verið og iðar I
skinninu af starfsáhuga. Eins
og ég sagði í byrjun hefir
hann marga hildi háð og nokkr
ar skrokkskjóður hefir hann
fengið um ævina.
Þau voru sjö systkinin og er
hann einn eftir af þeim, en var
þó þeirra elztur. Haustið 1920
vildi það sviplega slys til, að
bræður hans þrír ásamt einum
manni öðrum, drukknuðu í
fiskiróðri á Skagafirði. Sunn-
an frostsperringur var og þeir
höfðu náð i nýja smásíld til
beitu. Líklega hafa þeir ofhlað-
ið bátinn, því að í heimahöfn
komust þeir aldrei. Daginn eft-
ir fór Jóhann til leitar ásamt
fleirum í slæmu veðri, en án
árangurs. Var þetta mikið áfall
fyrir fjölskylduna. Foreldrar
Jóhanns, Eiríkur og Ingunn,
bjuggu á býli rétt Utan við
Hofsós. Það heitir Berlín. Ekki
voru þar háreist húsadtynni og
efnin voru líka litil, en þó
komst fjölskyldan vel af vegna
dugnaðar heimilisföðurins og
drengjanna, er þeir komust á
legg.
Til Drangeyjar var róið á
vorin, en þaðan fékkst margur
málsverður á þeim árum. Tii
fiskjar var róið úr Naustavík
hvenær sem veður gaf og byss-
an var þeim feðgum heldur
ekki ónýt, því að oft fékkst
selur, hnýsa eða fugl.
Ungur fór Jóhann á vertið,
sem kallað var, það er, að fara
til sjóróðra til Vestmannaeyja
eða Suðurnesja. Þá var það i
eitt skipti, að hann fór með
M/b Höskuldi frá Reykjavik
til Vestmannaeyja en skip-
stjóri var Gisli Magnússon frá
Skálholti í Eyjum. Þeir voru
ellefu á bátnum; fóru á stað á
miðvikudagsmorgni fyrir jól,
en voru að hrekjast á hafinu
með bilaða vél fram á jóladags-
kvöld, en þá bar jóladag upp
á sunnudag. Matarlausir voru
þeir orðnir fyrir nokkru, segl-
In rifin i tætlur og ljósin
I ólagi. Oftar en einu sinni var
mjög tvisýnt um að báturinn
kæmist heill úr þessum háska.
Jöhann er raunar einn eftir
lifandi af þessum hrakninga-
mönnum.
Á þessum árum réðst hann
eitt sinn á norskt síldarskip. Á
þeirri vertíð fengu þeir aftaka
veður af suðri og nokkrir
menn voru sendir niður í nóta-
bátana til að lagfæra þar og
ausa. En bátamir slitnuðu frá
skipinu og fyllti þá hvað eftir
annað og nótin fór í hafið. Við
illan Ieik og mikla vosbúð
mannanna, sem í bátnum voru,
náðust þeir þó um borð í skip-
ið. Þennan dag fórst báturinn
Ýmir frá Siglufirði með áhöfn.
1 Vestmannaeyjaferðum sín-
um var Jóhann svo heppinn að
kynnast konu sinni, Sigur-
laugu Einarsdóttur, ættaðri
undan Eyjafjöllum. Hún var af
burða dugleg og myndarleg
stúlka, en er nú dáin fyrir ári.
Eignuðust þau tvö börn, Öldu
og Einar, sem eru nú bæði gift
og eiga afkomendur.
Þau Jóhann og Sigurlaug
keyptu sér jörðina Þöngla-
skála 1927, hún er rétt utan
við Hofsós. Þar bjuggu þau í
21 ár, og voru siðar kennd við
þann bæ. Jðrð þessi er stutt
frá uppeldisheimili Jóhanns.
Þetta var því hagræði fyrir sjð
manninn, enda var nú ósleiti-
lega unnið, bæði til sjós og
lands. Mörg ævintýri segir
hann mér frá búskap sínum.
Eitt sinn hafði hann keypt
sláttuvél, sem var tengd við
dráttarvél og var hann að slá
á sléttu, sem náði fram á sjáv-
arbakka, en margar mannhæð-
ir niður í fjöru. Sjóblautt var
á jörðu og hált í grasi. Vildi þá
svo til, að er hann ætlaði að
setja í afturábakgír, fór vélin
að renna áður en það tækist.
Eins og áður segir, voru þama
fleiri mannhæðir niður í stór-
grýtta fjöruna. En ekki var
langur umhugsunarfrestur —
annaðhvort var að kasta sér
af vélinni eða fara niður með
henni — og niður fór hann. En
á löngum kafla sjávarbakkans
hitti hann á litla gilskoru, og'
var hún eini staðurinn þar sem
likur voru til, aS hann kæmist
lifandi úr þessum voða. Hann
gat á einhvern hátt stýrt vél-
inni niður, þannig að hún
hvorki valt, né steyptist yfir
sig. Nokkuð meiddist Jóhann
en var þó kominn til vinnu dag
inn eftir. 1 annað skipti var
Jóhann að slá á túninu með
dráttarvél sinni. Kom þá eitt-
hvað i greiðuna, sem þurfti að
ná burtu. Hann álpaðist til að
troða fingri niður á milli tind-
anna en um leið hreyfðist ljár-
inn og fingurinn var fastur.
Skarst þar inn að beini báðum
megin, en fingurinn var fastur
og þarna mátti hann dúsa þar
til fólk varð vart við hann í
aumkunnarlegu ástandi, „og
mikið fjári leið mér illa þenn-
an tíma,“ segir Jóhann.
Eftir að þau hjón hættu bú-
skap og fluttust til Hofsóss,
keyptu þeir feðgar 19 tonna
bát, Harald Ólafsson, sem þeir
gerðu út með þeim veiðarfærum
sem þá og þá þóttu hentugust
til fanga. Eitt sinn voru þeir á
Haraldi að kasta dragnót úti á
Skagafirði. Kom þá lykkja á
dragnótatógið, sem slóst um fót
á Jöhanni ofan við hné. Herti
þar strax að og skipti engum
togum, að maðurinn fór í hafið
með nótinni. Á einhvern óskilj-
anlegan hátt lánaðist honum að
losa sig, enda missti hann ekki
meðvitund og hafði fulla hugs-
un á þvi hvað var að gerast.
Báturinn var á fullri ferð og
varð þvi nokkur aðdragandi
að ná Jóhanni. Var hann búinn
að drekka nokkuð af sjó er
honum skaut upp úr kafinu, en
hélt þó rænu að mestu. Af
þessu svamli fékk Jóhann
snert af lungnabólgu og var
auk þess mikið marinn. Hefir
hann ekki að fullu náð sér eft-
ir þetta ævintýri og ber ennþá
greinilega merki á fæti eftir
snöruna. Af framansögðu er
augljóst, að Jóhann hefir feng-
ið æði margar skrokkskjóður
en þó sloppið furðanlega. Ef
þið komið i búðina til hans
núna, er hann vís til að segja
ykkur fulla meiningu sína um
málefni dagsins, en þetta er
allt græskulaust. 1 gegnum lifs
ins öldurót er lundin á stund-
um orðin meir og hefir kannske
alltaf verið það. En þrátt fyrir
allt mun hann veifa glað-
lega til ykkar hendi eða húf-
unni, ef hún er þá tiltæk, þvl
karlinn er bezti náungi og á
sér, að ég held, engan óvild-
armann.
22. desember 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25