Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Side 28

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Side 28
^TTniníiiTTT? ÍHHimiiijlíS VÍNLINDIN 1 Karsamáe nálæpt Valtvedi héldu menn einu sinni brúð- kaup. Stúlkurnar sungu, spil- uðu, spjölluðu og skreyttu sig sveigum. Karlmennirnir leit- uðu gleðinnar í drykkju. Vin og öl flæddi í stríðum straum- um. Ein kannan á fætur ann- arri var borin inn, en enn voru þó mörg ker ósnert. Fögnuður brúðgumans og brúðkaupsgest- anna var í algleymingi. Allt í einu gekk gráhærður öldungur inn í veizlusalinn og bað um næturgistingu. Gestim ir buðu honum i dansinn. „Gét það ekki. Fg er þreytt- ur. Mig langar að hvila mig!“ mælti öldungurinn. „Ot með þig, heiðingi!" hróp- aði brúðguminn og rak gamla manninn á dyr. 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desemiber 1970 að kalla það Emajögi, móður ratnsins, ekki aðeins þeir sem snúa að morgunroðanum, held- ur lika hinir sem eru Perun- megin, kalla það því nafni. — Það var ekki fyrr en seinna að nafngiftin rofnaði og neðri hluti fljótsins fékk nafn af bænum Perun. Vatnið milli beggja fljótskvíslanna var kallað til forna Emujarv eða Móðurvatnið og hafði að geyma krystalstært vatn. Þeg- ar það missti tærleika sinn, var nafninu breytt í Virtsjárv. BLÁA LINDIN HJÁ LAIUSE Á liðnum öldum olli þurrk- urinn oft jörðinni og þjóðinni miklum vandræðum. Menn mögluðu árlega yfir honum. Faðir guðanna heyrði mögl þeirra og ákvað að senda hjálp — að minnsta kosti íbú- unum í Laiuse, en þar hafði þurrkurinn valdið mestum skaða. Dag nokkurn seig dimmt ský niður í dalinn milli hæðanna í Laiuse og fyllti hann vatni til hálfs á nokkrum augnablikum. Þegar menn virtu það fyrir sér, sáu þeir, að það var himinblátt á litinn og það iðaði eins og í uppsprettu. Því kölluðu menn vatnið Blálind og það nafn ber það enn i dag. Mögl íbúanna í Laiuse þagn- aði, eftir að þeir höfðu fengið lindina. Hún veitti þeim bætta heilsu og hressingu, og með hennar hjálp gátu þeir breytt veðurfarinu að eigin vild. Þeg- ar of mikið rigndi, gengu þrjár ekkjur, sem allar hétu sama nafni til lindarinnar og þrengdu uppgönguauga henn- ar. Þá hætti strax að rigna. Þegar aftur á móti var þurrk- tið, urðu þrjár ekkjur með sama nafni að halda til lind- arinnar og hreinsa hana. Þær tóku með sér reku, hrifu, haka og brauðbita. Siðar varð það siður að taka sálmabókina með, og lindin var hreinsuð á sunnu dögum meðan guðsþjónusta stóð yfir. Að hreinsun lokinni fór undir eins að rigna. Einu sinni hreinsuðu ekkj- urnar lindina óvarlega, og það fór að heliirigna dag eftir dag. Vatnsgangurinn eyðilagði upp- skeruna algjörlega. Ibúarnir í Laiuse urðu ekkjunum fok- reiðir fyrir að stifla æðar hennar og ætluðu að varpa þeim í lindina. Ekkjurnar lok- uðu nú auga lindarinnar og það hætti að rigna. Einu sinni ætluðu Laiuse- menn að mæla dýpt lindarinn- ar. Þeir hnýttu saman löng reipi, bundu stein í annan endann og sökktu í vatnið. Þeir fundu engan botn og á taug- inni var ekkert, þegar hún var dregin upp. Menn mældu öðru sinni. Bundu grýtu í endann á band- inu og þegar þeir drógu það upp aftur, sáu þeir sér til hrell ingar blóðugan hrútshaus í stað grýtunnar. Þrátt fyrir þetta langaði þá að reyna ennþá einu sinni. Þeir festu stóran ketil við bandið. Allt í einu heyrðu þeir ein- hvem hrópa úr lindinni: „Ef þið hættið ekki að mæla djúp- in min, tek ég ykkur alla. Menn hlupu fehntsfullir heim til sín. Upp frá þessu hef- ur enginn þorað að reyna að mæla dýpt Blálindar. að fóma, mundi fjársjóðurinn skila sér. Stórbóndinn i Loodi hugði gott til glóðarinnar að eignast fjársjóðinn, en enginn vildi fóma lifi sínu fyrir hann. En stórbóndanum datt gott ráð í hug til þess að komast yfir hann. Hann kallaði fyrir sig ánauðugan mann, Jiiri að nafni og sagði við hann: „Þú veizt, að mér geðjast vel að þér. Ég vil gera þig að riddara!“ Juri skildi þegar í stað, hvað bóndinn var að fara, en þræll- inn gat ekki staðið gegn vilja húsbónda síns. Hann hlaut að gera sér að góðu að verða ridd ari og fá vænan hest. Stórbóndinn fer nú með nýja riddaranum að lindinni og skipar honum að ríða yfir hana á eikarbjálkanum. Hann gerir sér vonir um, að riddarinn muni falla ofan í lindina og drukkna. Með þvi voru skilyrð in fyrir því að eignast gullket- ilinn uppfyllt. — Stórbóndinn skipar: „Ríð þú þrisvar sinn- um yfir lindina. Ef þú kemst yfir heilu og höldnu, veiti ég þér frelsi og gef þér bóndabýli hér í grenndinni, í þokkabót!" Júri ríður af stað, gerir krossmark fyrir sér og segir: „Faðir, Sonur og Heilagur Kross!“ Stórbóndinn reiðist af þvi að þræ'llinn kallar á hjálp. En Júrvi kemst heill á húfi yfir lindina í fyrsta sinn. Þegar hann ríður yfir i annað sinn, sekkur bjáikinn dálitið ofan í vaitniið. Hinn Öiskirar túfl. hans, að hann skuli ríða. Nær nú vatnið upp á miðjar síður á hestinum. Riddarinn biður: „Hjálpa mér Faðir, Sonur og Heilagur Kross!“ Bjálkinn brotnar um miðjuna, ketillinn með gullinu í, kemur í ljós á yfirborðinu, en sekkur á næsta augnabliki í lindina, með hvellum hljómi. Hesturinn hoppar upp á bakkann með riddarann á baki sér. Júri hefur gengið úr greipum dauð- ans. Stórbóndinn verður nú al- veg æfur yfir þvi að hafa misst gulJketilinn. En hann hafði gef ið þræl sinum loforð um frelsi og vill nú standa við það. Júri fær frelsi og bændabýlið í grenndinni. Upp frá þessum degi er þar kallað Riitligarður, þ.e. Ridd- aragarður, þar eð Juri ávann sér hann með því að leika ridd- arann. LINDIN HJÁ LOODI Loodibúar lifðu til forna í löstum og synd. Vanaisa ákvað að refsa þeim. Nálægt fjallinu í Loodi skapaði hann lind með tæru, bláu vatni. En einn teyg- ur af vatninu olli lungnasjúk- dómi í mönnum, og brátt kom að þvi, að enginn þorði að nálgast þessa hræðilegu lind. Svo var það eitt sinn i stríð- inu við pólska, að þeir brutust inn i landið, en voru sigraðir. Á flóttanum sökktu þeir stór- um eirkatli, fullum af gulli, nið ur í Loodilind, því að þeim var kunnugt um ótta fólksins við hana, og vonuðu, að enginn mundi þora að nema brott fjár- sjóðinn. Gegnum handfangið á katlinum stungu þeir löngum eikarbjálka, og hvíldu endar hans á bökkum lindarinnar. Þegar Pólverjar sökktu fjár- sjóðnum hétu þeir þvi að fórna nykrinum riddara og hesti hans, ef þeir heimtu fjársjóð- inn aftur. Með þvi móti einu Allir Islendingar þekkja PBIIVCE POLO FRAMLEIÐANDI: AGROS, WARSZAWA, POLLANDI UMBOÐ: ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. REYKJAVÍK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.