Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 30
r hve lengi, án þeirrar vissu að eitthvað sé til ofar sérhverjum stað, hverri reynslu og hugsun sem teflír þessum f jöllum fram, þessu hafi fjarlægð og nálægð, öllu — lífi og dauða leikur þvi fram fyrir augum mér öruggri hendi ? 1 vissu þess, að hér spyrji skáldið þeirrar spurjpingar, sem máli skiptir, hafa þessi dæmi um trú í íslenskum bók- menntum, verið nefnd. Hannes Pétursson hefur í þessu ljóði orðað þann vanda, sem hvert skáld verður að taka afstöðu til — um ieið hefur hann sannað mikilvægi trúar íyrir manninn. Hlið við hlið Framh. af bls. 25 varð niðamyrkur í herberg- inu. Það er hættulegur og erf- iður leikur fyrir hóp manna að berjast í myrkri. Þú veizt ekki hver er með þér og hver á móti þér. Menn börðust fremur með blótsyrðum en höggum, og Drekinn öskraði: ,,Hvar er Dawson? Hvar er þessi — þjónn?“ Síðan bölvaði hann og sýndi með þvi heimsku sína, að koma upp um verustað sinn. Einhver auli kveikti á eidspýtu, og varð það til þess eins að sýna á honum kjammann, enda var það hagnýtt til fullnustu. Hann fór niður og út. Við vor- um nú tveir á móti tveimur, og annar þeirra hafði glóðarauga, sem mundi endast honum marg- ar vikur. Drekinn var blindur af bræði. Hann öskraði: „Allir út i hol.“ Hann brölti þangað, sló um sig með handleggjunum og manaði okkur á móti sér. Við fórum allir á eftir honum. Mað- urinn með glóðaraugað hafði fengið sig fullkeyptan, og ég sat hinum megin í holinu einnig aðeins áhorfandi, þvi að skyndilega virtist vera orðið um það gagnkvæmt samkomu- lag, að þetta væri einkamál Drekans og Chasseloups. Þá langaði báða til að berjast. Ég hefði getað hrópað upp, að þetta væri allt saman mistök, miss'kilningur, að Chasseloup væri ekki maðurinn, sem hefði verið i þingum við konu hins, en hefði ég gert það, þá fannst mér, að Chasseloup mundi aldrei hafa fyrirgefið mér. Hann var þegar farinn úr jakk anum og Drekinn einnig. Og þeir börðust. Viðureign af þessu tagi, miili slíkra beljaka, stendur sjaldan iengi. Hún fer svo mikið eftir þvl, hver nær fyrsta góða högginu. Og í þessu dæmi stóð slagurinn ekki fullar þrjár mínútur. Það var viðbjóðslegt. Ég veit ekki, hvort Drekinn var mikill box- ari. Vissulega sýndist hann þó hafa fengið einhverja nasasjón af þeim leik, en h»rm kom aldrei höggi á. Eftir stutta bar- smíð fékk hann bylmings- högg á nefið, og blóðið streymdi ofan á skyrtuna hans. Þá sló hann um sig æðisiega, en fékk í sama svip þrjú ægi- leg högg í röð, eitt á hökuna, annað á kjálkann og loks hörkudrag rétt ofan við hjart- að, og það gerði út af við hann. Við hrósuðum algerum sigri á vígvellinum, þvi að maðurinn með glóðaraugað var nú eini óvinurinn með meðvitund í íbúðinni, og hann gat ekki bar- izt meira þann daginn. „Nú, hvar er svo þessi þjónn?" sagði Chasseloup. „Ó, komdu i guðs bænum!" hrópaði ég og sá fyrir mér enn meiri blóðsúthellingar. „Láttu þjóninn eiga sig. Við skulum fara.“ „Ég fer ekki fet, fyrr en ég er búinn að fá það, sem ég kom „Hvað var það?“ „Sjússinn maður." Maðurinn með glóðaraugað, sem virtist helzt vera «jnhvers konar leiguglæpon, glotti af veikum mætti. „Allt í lagi, landsstjóri, ég get bjargað því fyrir þig.“ Hann fór inn í borðstofu og kom aftur með flöskugrind og nokkur glös. Chasseloup blandaði sér tvöfaldan viský, nákvæmlega mældan, og ekki dropa umfram. Þvi næst fór hann í jakkann og greiddi sér fyrir framan spegilinn. Andlit hans var óskrámað. „Það er eitthvað ótrúlega fráhrindandi við þig,“ hugsaði ég. Þegar við fórum út úr íbúð- inni, var Drekinn kominn að hálfu til meðvitundar og taut- aði eitthvað um lögreglu, bj'ss- ur og hefnd. Vi,ð fórum niður i lyftunni. Rétt í því að við geng um út úr forstofunni, kom dæmigerður heimsborgaraslæp- ingi upp tröppurnar. Hann stakk við. Chasseloup tók of- an. „Hr. Lindt, er það ekki?“ Ungi maðurinn gekk af stað, og Chasseloup brosti mjög elskulega. „Hennar göfgi bíður eítir yður í reyksalnum," sagði hann. „Þakka yður kærlega fyrir herra, þakka yður fyrir." Manntetrið roðnaði og flýtti sér áfram. „En, guð minn góður!" hróp- aði ég, þegar við vorum komn- ir út á götu. „Þetta er ekki vel heiðarlegt. Þeir hálídrepa hann." „Hann um það,“ sagði Chasseloup. „Auk þess er hon- um það rétt mátulogt, fyrr að fífla annarra manna konur." Þegar ég rifja þetta upp nú, finnst mér það eiginlega óhugs andi, en frá þeirri stundu er við fórum af Mínervu-tónleik- unum, og þar tdl við komum aft ur, leið nokkru skemmri stund en heill klukkutími. Og þegar við komum aftur, var ekki að sjá, að nokkur skapaður hlut- ur hefði gerzt. Allir virtust ósköp rólegir, og enginn þó eins og Coiin St.Clair Chasse- loup, þar sem hann hékk leti- lega í setsófa fyrir enda salar- ins. Það vildi svo til, að þeir voru rétt að enda við eitthvert nýtízkuverkið, og svo var hlé. Konur okkar beggja Komu m okkar, og við kynntum þær. Kona Chasseloups var töfr- andi. Hún sagði: „Þið eruð Ijót ir strákar, hvar hafið þið verið?" Án þess að bíða eftir svari, bætti hún við himinlifandi: „Gleðifréttir fyrir þig, Colin. Paul Tingleton er lasinn og getur ekki stjórnað kvintettin- um sínum. Og ég hef fengið Östler til þess að enda tónleik- ana á Badhfúgunni, sem þú heldur svo mikið upp á.“ Fólkið, það eru undarlegir fiskar. Nokkrum mínútum seinna vorum við að drekka gos og kaffi og farin að tala um ekki ómerkara hjart- ans mál en blæbrigði laglin- unnar, en fyrir aðeins fjórð- ungi stundar . . . Síðan geng- um við aftur inn i hljómleika- salinn, Chasseloup og kona hans, kona mín og ég, og sá mikli östler byrjaði að spila Bach. Og undarlegast af þessu öllu saman var — Chasseloup! Fyrir aðeins fáum mínútum hafði ég séð andJit hans log- andi af heift og grimmd, en nú glúpnaði hann og varð blíður og hrærður. Hann hallaði sér áfram opnum vörum, og konan hans sat við hliðina á honum, og andlit hennar lét í ljós ná- kvæmlega sömu tilfinningar. Og þá sá ég, að hönd hans laumaðist í kjöltu hennar, og hún greip hana með báðum sin- um höndum og þrýsti hana af ástríðu. Og þarna sátu þau, hlið við hlið, alsæl, eins og krakkar, sem hlusta bergnum- in á álfasögu. Gísli Jónsson þýddi. Gísli Brynjólfsson Framh. af bls. 26 Lengi að þreyja’ í þessum skugga þykir mörgum hart, samt er á mínum sálarglugga sæmilega bjart. 9. Jón yngri f. 1815 — d. 1889. Hans verður síðar getið. 10. Gísli yngri f. 1816 — d. 1877. Hann giftist Þórunni Sigurðardóttur frá Steig í Mýrdal. Hún var þá búandi ekkja á Fljótsdal i Fljótshlíð. Þau fluttust síðar austur að Ytri-Ásum, það an að Býjarskerjum á Miðnesi, áttu 6 böm. Eitt þeirra var Þórunn grasa- læknir, kona Filippusar í Kálfafeils- koti í Fljótshverfi. Þeirra sonur var Stefán, sem á sínum tíma lagði til mikið efni í Lesbók með viðburðarikum frá- sögnum, sem Árni Óla skráði. 11. Ragnhildur f. 1820. Hún varð kona Isleifs Guðmundssonar. Þau bjuggu á Suður-Götum i Mýrdal, síðar I Hlíð í Selvogi. Þau áttu 11 böm, sem bjuggu víða um Suðurland og Suður- nes. Meðal þeirra var hinn kunni for- maður og athafnamaður Guðmundur á Háeyri á Eyrarbakka. Til hans kvað Gestur (G. Björnsson) Háeyrardrápu og er þetta upphaf að: Guðmundur heitir — garpurinn frægi úti á gamla — Eyrarbakka. Eí hans er kuggur — kyrr i lægi þorir enginn — við Unnir makka. 12. Signrður f. 1822 — d. 1856. Hann bjó á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Kona hans var Anna Árnadóttir frá Hrífunesi. Þau eignuðust 6 börn. Meðal þeirra voru Árnar tveir, sá eidri var aiþekktur umferðamaður á Austurlandi undir nafninu Árni romm eða Ámi allra frændi. Hann varð úti á Fjarðarheiði. Um hann orti Guðmundur læknir Scheving: Auminginn hann Árni romm úti varð og deyði af ergi og víni orðinn domm uppi á Fjarðarheiði. 13. Oddur f. 1823 — d. 1828. 14. Þorlákur f. 1824 — d. 1868. Hann var fyrir búi hjá móður sinni í Hlíð, en þegar Gísli bróðir hans í Gröf dó, fór hann þangað og kvæntist Kristinu ekkju hans. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnhildi konu Bjarna Einarssonar á Heiði. Þorláki i Gröf er svo lýst, að hann hafi verið í meðallagi hár, þrek- inn, fölleitur með alskegg, skemmtileg- ur í viðmóti og barngóður, hæglátur en þéttur fyrir og lét ógjarnan hlut sinn. Þorlákur i Gröf varð úti ásamt þrem mönnum öðrum á Fjallabaksvegi árið 1868. Það var harmsögulegur atburður, sem lengi lifði i minni Skaftfellinga. Yfir minningu Þorláks i Gröf hefur því ávallt hvílt skuggi átakanlegra örlaga, allt frá því hann hvarf með félögum sínum í hríðarkólguna á Mælifellssandi fyrir rúmri öld. Eins og fyrr segir hélt Ragnhildur i Hiíð áfram búskap lengi eftir lát manns síns, Jóns hreppstjóra. Bjó hún með sonum sínum, unz þeir kvæntust og hófu sjálfstæðan búskap, fyrst með Eiríki, síðan með Sigurði, — þar næst Þorláki og loks Jóni yngra, sem þá var einn bræðranna eftir i heimili hennar. Þá réðst vinnukona að Hlíð, tvitug stúlka neðan úr Meðallandi. Það var Guðriður Árnadóttir, húsmanns í Rofa- bæ Hjörleifssonar „læknis". Þau Jón felldu hugi saman. Skyldi maður nú ætla, að þau staðfestust í Hlíð og tækju þar við búi móður sinnar. En því fór fjarri. Það átti ekki fyrir Jóni að liggja að leiða Guðríði frá Rofabæ sem brúði sína fyrir altarið í Ásakirkju og setjast siðan að búi á þessu fríða höfuðbóli Skaftártungunnar. Og óneitanlega freistast maður til að halda, að Ragn- hildi hafi ekki þótt þessi húsmanns- dóttir úr lágsveitinni, syni sínum sam- boðið konuefni, eða kært sig um að hún erfði sæti sitt á Hlíðarheimiiinu. Svo mikið er víst, að frá Hlið flutt- ist Jón með Guðriði vorið 1854 og fékk húsmennsku á rýrðarjörð í þröngbýli „þorpsins" austur á Síðu þar sem hét í Mosakoti. Þá var Jón tæplega fertugur en Guðríður 22ja ára. Þau gengu ekki í hjónaband en bjuggu saman ógift meðan Jón lifði og eignuðust 7 börn. Þrjú ár voru þau Jón og Guðríður í Mosakot.i en síðan í húsimennsku á Fossi. Þar byggði Jón sér bæ við stein þann hinn mikla í Fosstúninu, sem getið er i upphafi þessarar greinar. Bjuggu þau Guðriður þar meðan Jón lifði og hún síðan eftir hans dag, unz hún and- aðist 14. febr. 1904. Erfitt munu þau hafa átt uppdráttar, efnalaus í hálf- gerðri húsmennsku alla tíð. Ofan á annað bættist það, að Jón fór fljótt að tapa sjón unz hann varð alblindur hin siðari ár ævi sinnar. Var hann ýmist kallaður Jón blindi eða Jón í Stein- inum. Kristín á Heiði hefur sagt þeim, er þetta ritar, að eitt sinn eftir að Jón fór að tapa sjóninni hafi Gísli læknir Hjálmarsson verið á ferð á Síðunni. Hann skoðaði Jón og sagði siðan: „Þennan mann mætti lækna með meðul- um.“ En Jón í Steininum hafði engin ráð á að leita sér lækninga eða greiða lyf og þess vegna hvarf hann sífellt dýpra inn í myrkur blindunnar án þess að fá að gert. Af börnum þeirra Guðriðar komust 2 til fullorðins ára: Ásgrímur, fluttist út á Eyrarbakka, giftist og átti böm og Jóhanna (Steins-Jóa) var i vistum eða dvöl á ýmsum bæjum á Síðu fram á elliár. — Hin börnin — fimm — misstu þau öll á unga aldri: Þorlákur dó 5 ára, Ragnhildur viku gömul, Málfríður 7 ára og tvær systur, Guðlaug 4ra ára og Jóhanna 6 ára dóu báðar í desember 1859, sú eidri úr „sárasótt", sú yngri úr „andarteppu". Á sjálfan jóladaginn voru þær graflagðar í Prestsbakka- kirkjugarði. Þá hafa verið döpur jól undir Steininum á Fossi. En þrátt fyrir raunir sínar virðist Jón hafa haldið glaðlyndi sinu og reynt að bæta sér upp dætramissinn með því að hæna að sér önnur börn og víkja þeim góðu. 1 bernsku sinni var Sigríður Lárusdóttir i Mörtungu um tíma á Fossi. Þeim Jóni gamla í Stein- inum varð vel til vina og vildi hann hafa litlu stúlkuna sem oftast nálægt sér. Um það var kveðin þessi vísa: Úti’ fyrir Steini arkar Jón ógnarhljóð upp setur, kallar hátt með kátum róm: Komdu Siggu-tetur. Nú er iangt liðið síðan búið var „undir Steini," og nú látast engin iitil böm úr sárasótt og andarteppu, sem betur fer. Híbýli og heilsugæsla í vel- ferðarþjóðféiaginu er búið að gera ailt slíkt að fáránlegri fjarstæðu i hugum okkar og blindi Jón og börnin hans iitlu í Steininum eru fulltrúar horfinn- ar aldar. Ævi þeirra er örlítill partur af ís- landssögu, sem á sínum tíma gerðist hér í þessari sumarfögru sveit „undir föld- um fríðra hlíða." G. Br. 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.