Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 17
öðrum svi'ðum, hver nýjungm rekur aðra og þá þyk- áir Mtiið eða ekkert komia t'il þes® sem eidra var. Þetta iiögmál va*rð ísilenzka spiMmu, alikortii, að fótaikefM, og nú mun svo komið, að það má heiiita adveg glieymt, svo að leitan mun á manni, sem kann það. En eimmfitt vegna þess, að spildð eir islenzkt og þótt'i ágæt skemmtan fyrrum, þá væri ekki úr vegi að fóllk rifjaði það upp á þessum stórhátíðum, þó ekki væri tiil annars en tidbreytingar. Verður þvi hér skýrt frá hvernig spilið er, öllu nýjungagjörnu fólki til leiðbeiningar. ALKOKT Fyrst og fremst ber að geta þess, að þetta spil er mjög frábrugðið öðrum spilum i ýmsu, og má þar fyrst telja, að það skiptir engu hver litur spilanna er. Drottniiing er t.d. aldtaf drottnding og hvorki meira né mlinna, hver s*em liituirinm er á henni. En hún er svo sem ekki háspil, hún er næstlægsta spildð í hrök- unum. En fimmuir og tíur eru tekniar úr áður en byrjaö er að spila, svo spiiliað er á 44 spil. Fjórir menin spiia, tveir og tveir Siaman, og er venjuliegast aö þe*ir draigi slig saiman, en líkia getur veriiö samkomu- lag um, hverniiig menn sditja. Eins verðuir að vera sam- konmLaig um hver skal fyrstur gefa. Áður en spildð hefst verða m-enn að geira sér glöggva grein fyrir því, að spi'Lagi.ldd'ð er allit annað, en va*nt er að vena i spilum. Spildin hafa líka önnur nöfn heMur en venjulega. Þau skiiptaisit í fjóra flokka og eru þeir kalJaðir 1. fl. Háspil eða hákalLar, 2. fl. Basefar, 3. £L. miiðliungsspil eða ldur og 4. fl. hrök, roð, huindar, fúlihundar eða bl'óðhumdar. Sum spi'ldn eru ailitaf nefnd í fleirtölu svo sem: Laufafjarki kal'laist lauffjórir, spaðaáttia 'k'allast spaðaáttur, hjartanía er köldiuð feitu niíur eða breiðu niur, tíguilnía er köllluð mörgu níur eða þunnu níur, sjöurnar heáita besefar, sexurnar heiita pósbar, fjarkarndr eru kaddiaðdr koppar, þristarnir eru kallaðir hryggjarliðir, átturniar eru kalliaðar friður (nemia spaðaáttan). Spaðania er kölluð iangabrúnka eða stórabrúnka, llau'fn'ía er köll'uð nagla-Jórunn. Næst er svo að glöggva sdg á gilúi epfflanna í réttri röð: Háspil: Tíguil'kóngur (karldnn), hjartatvistur, lauf- fjórir, spaðaáttur, hjartaniur, tiígu'liníur. Miðhmgsspil: Ásar allir jafnháir, gosar, allir jafn- háir, póstar jafnháir, friður jafnháar. Besefar: Sjöurniar ailliar og eru þær ódrepandi, en bera ekki af neiinu spidli. Forhönd má slá út þeim bes- efum, sem hún hefdr, en enginn má taka slag á besefa nema þvi aðedns að hamin hafii fenigi'ð slag áður. Menn geta því brunnið innii með þá. Hnndarnir: Öll hin spiJdn eru hundar, eða bdóðónýt hrök, og MtiJfjörJieguiSit eru kóngar og drottniinigar, og er hæg-t að drepa kóng mieð tvisibi og drottndngu með þrlisti. Sé slegiö út einihverju hraki og hrökum fleygt í, þá á sá slaigiiinn er sló út, nema útspildð hafi verið annað hvort kóngur eða drottniimg. Nú er komlið að því, að spildð getur hafizt. Gjafar- ihn stokkar spiliin vel aið sjálfsögðu og lætur svo bak- höndina draga. Þvi næsit gefur hann hverjum manni þrjú spil þriisvar s'innum, þvi að níu spil skal hver hafa á hendii í byrjun. Stokkinn, sem i eru 8 spil, Legguir hann á grúfu á borðdö. í spildnu eru engar sagnir. Svo er að sjá, að smám saman, eftir að spilið varð algengt, hafi skapast sú venja, að smábrögð séu leyfi- leg. Þar má t.d. nefna, að sá sem dregur, er vanur að lita á neðsta spilið um leið, og veit þá að það ligg- ur í stokk. Eins má gjafarinn líta á neðsla spilið i stokknum, sem hann hefir í hendi, og leggja á borðið það sem dregið var, meðan hann er að gefa úr hend- inni, og með þessu móti fær hann vitneskju um hvar neðsta spilið lendir, og hafi það verið háspil, þá er gott að vita þetta. Þá var það og siður, að sá sem fékk „karlinn" (tígulkónginn), mátti snúa honum við svo að mótspilamaður hans gæti séð hann. Sumir voru visir til að segja um leið: „og þar undir og þar undir", ef þeir höfðu fleiri háspil á hendi. Sums staðar var það siður að gjafarinn fletti upp efsta spilinu í fyrsta slagnum hjá hverjum manni, og hafði jafn- framt á orði, að sá ætti barn i vonum, sem hæst spil hlyti. Þetta átti að vera gaman, en varð þó til þess að veita mönnum upplýsingar. Þeir, sem voru vandir að spilamennsku, bönnuðu öll slík brögð. Sums staðar var það siður, ef einhver fékk svo slæm spil g^fin að hann var ekki „fríðufær", þ.e. átti ekki hærra spil en venjulega áttu. Þá mátti hann fleygja öllum spilunum, nema einu, og taka stokkinn í staðinn og spila á þau spil. Að því lýtur þessi visu- helmingur: Ég er ekki fríðufær, fáið þið mér stokkinn. 1 1 d * i! i 'i i-x f7 4 7 44 4 4 t í 4 ¥ 4 4 4 4* , Síðan hefst spilið. Forhöndin slær út, og hafi spilar- inn sjöu eða sjöur (besefa) á hendi, þá slær hann þeim íyrst út. Það eru frislagir, því að sjöur er ekki hægt að drepa. Nú spila tveir og tveir saman, og vinna þeir spilið, sem fá 5 slagi. En ef íorhandar- maður og sá sem er á móti honum, fá 5 slagi áður en hinir fá nokkurn slag, þá múka þeir, eða gera hina múk. Það er kallað meistaramúkur þegar forhandar- maður hefir allar sjöurnar og tígulkóng. Það var mikið keppikefli að múka og af því er kominn tals- hátturinn: „Oft er dauft eftir múkinn“. Þegar forhandarmaður hafði tekið þrjá slagi, en treysti sér ekki til þess að fá fleiri, var hann vanur að segja við þann, sem á móti honum sat: „Nú er ég búinn að gera strákinn; þú átt eftir að gera stelp- una“, en það voru þeir tveir slagir, sem vantaði á múkinn. Ef forhandarmaður hefir mjög góð spil, enda þótt hann hafi ekki nema 4 slagi vissa, þá getur hann hætt á að leggja upp múkinn í trausti þess að samherji hans fái fimmta slaginn. Þykir það mjög glæsilegt að leggja upp múkinn, en með því fyrirgera menn þó öðrum vinningi, sem nefnist stroka. Hún er fólgin í því, að fá 6, 7 eða 8 slagi áður en hinir fá nokkurn slag, eða þá alla slagina. Er hér talað um sexblaða- stroku, sjöblaðastroku, áttablaðastroku eða níublaða- stroku, eftir slagafjölda. Hér eru spilin kölluð „blöð“ og hefir það verið algengt í sveitum. Til eru enn í mæltu máli orðtök, sem benda til þessa: „Að snúa við blaðinu", „Ég sá ekki (fékk ekki) blað“, „Ég fæ ekki málað blað“ og er þar átt við mannspilin og komið frá öðru spili en alkorti. Ef andstæðingar geta komið í veg fyrir stroku með einhverjum háspilum, þá segja þeir: „Hingað og ekki lengra", sýna spilið og verður þá að hætta. Eins er ef andstæðingar geta hindrað múkinn með einhverju háspili, þá var það lagt fram og þeir sögðu: „Við forðum og svo megið þið hafa vinninginn“, þá er því spili lokið. Besefar. Þeir eru ódræpir, en drepa ekki neitt. WÉM é Æ ^ -- 8 ?¥ ¥ y ¥ ¥ 8 Miðspilin eða líurnar í réttri röð. (Helmingnr, nenia átturnar eru aðeins þrjár, því spaðaáttan er liáspil). Þegar til reiknings kemur, þá er einfaldur vinning- ur 1, múkur 5 og stroka jafnmörg stig og þær eru stórar (6—9). Reikningurinn var skráður þannig, að einfaldir vinningar voru merktir með rómverskum tölum, en múkar og strokur með venjulegum tölu- stöfum þar fyrir ofan. Ekki verður sagt að alkort sé vandasamt spil, né þurfi mikillar umhugsunar. Þar er treyst á heppn- ina, eins og í svo mörgum gömlum spilum, þetta var nokkurs konar ævintýraleit að miklum gróða. En menn fengu líka á óheppni að kenna, hér blandaðist hið blíða með stríðu og sérstaklega var það grátlegt fyrir millihönd að vera með 3—4 besefa og eintóma hunda með þeim (móðurlausa besefa), og verða þess vegna að fleygja þeim í önnur spil, •—■ þessum dýr- mætu spilum, sem voru ódrepandi, og þvi vísir slagir á þau, ef hægt var að slá þeim út. Það voru höppin og óhöppin í alkorti, sem gerðu spilið svo kitlandi skemmtilegt. Vonandi eru upplýsingar þessar um spilið svo tæm- andi, að menn geti auðveldlega lært það. En ekki skulu menn hvattir til þess að hafa þessa skemmtan um hönd á aðfangadagskvöld og jólanótt, því að á þvi er mikið vandhæfi, eins og áður er drep- ið á. Þó er þess enn ógetið sem verst er, að á jólanótt verða skyndilega tveir tígulkóngar í spilunum, og er annar þeirra kölski sjálfur. Til þessarar trúar mun að rekja orðtökin: „Nú er fjandinn kominn í spilið" eða „Hvort mun fjandinn vera með i spilinu", þegar eitthvað gengur sem öfugast. Eftirfarandi sögu ritaði Sigurður Guðmundsson bóndi að Grjótnesi á Melrakkasléttu 1901: — Einu sinni var fólk að spila á bæ einum á sjálfa jólanóttina. Það spilaði langt fram eftir nótt og bar ekkert til tiðinda fyrr en þess varð vart, að tveir voru tígulkóngar í spilunum. Fólkið fór að tala um hvernig mundi standa á þessu, og varð ekki á sama máli, svo að því lenti í rifrildi og fuku blótsyrðin óspart. Allt Framh. á bls. 56 Teikning af lijónasæng. l=koppnrinn, 2=koppsbarm- nrinn, 3=pallstokknrinn, 4=rúmstokkurinn, 5=lijóna- sængin. 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.