Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 22
TJr kufli í klofstígvél Framh. af bls. 37 en hinir. Þar nieð hætti ég. Mér fannst það blátt áfram vera að storka höfuðskepnunum að draga þarna fleiri laxa Við héldum nú enn af stað og til þeirra hjóna. Þau höfðu þá dregið eina fimm eða sex laxa, svo ekki höfðu þau verið að- gerðarlaus í Klapparhylnum. Hjalti hafði brugðið sér upp í Rafveitustreng og tekið þar einn vænan bolta, 10 eða 12 pund. Nú tók að liða á kvöldið. Eftir var að labba meira en hálfrar stundar gang og bera veiðina. Við höfðum gl.eymt að matur var enginn með í förinni upp með ánni. Hver getur líka hugsað um mat á svona degi? Hver axlaði nú sína veiði og hélt af stað niður að bílnum. Það liggur við að maður hefði getað stigið dans í forarpollun- um á Sauðanesmýrunum, svo skemmtilegur hafði þessi dagur verið. —★— Meðan konurnar voru að stella með potta settumst við út á bekk í kvöldhúminu. Hjalti sagði mér kennileiti og við nut um kyrrðarinnar. Hér var við- sýnt og ég spurði Hjalta hvað myndi valda því að svo marg- ir læknar hefðu öslað á Kólku mýrum í æsku. Hann kvaðst ekki kunna á því skýringu. Mér datt í hug að þetta mikla víðsýni og olnbogarými gerði menn djarfari. Eða var það arf ur frá bardagaglöðum forfeðr- um, sem hér höfðu fá vígi til að skýla sér við, einasta vörn- in varð því að vera sókn. Það var orðið skuggsýnt, er við gengum til náða í hústjald- inu. Skvamp heyrðist frá ánni. Var það sá stóri, sem beið okk- ar að morgni? —★— Ég gekk út í móana í kvöld- kyrrðinni. Hér var fullt af draugum, sagði þjóðtrúin. Hér á Hjaltabakka höfðu búið skáld mörg, þá er hér var prestssetur. Ef til vill er sú fræga sléttubandavísa séra Jóns Þorgeirssonar, föður Steins biskups, kveðin hér í kvöldkyrrðinni. Táli pretta illu ann, aldrei dóma grundar: máli réttu hallar hann, hvergi sóma stundar. Og svo stórkostleg er þessi vísa, að þegar hún er kveðin aftur á bak, verður hún að hól- vísu. Og hér var það sem Friðrik bóndi í Hvammi í Vatnsdal villtist og komst ekki leiðar sinnar á Brún, er hann hafði erft eftir Bjöm bróður sinn. Sá brúni var kjörgripur, sem Björn unni engum nema þá helzt Friðriki bróður S'ínum, ef svo færi að hann létist á und- an Brún. Þetta fór eftir. Eitt sinn ætlaði Friðrik að ná Hjaltabakka að kvöldi og var á Brún. Sífellt reið maður á undan honum og ætlaði Friðrik að ná honum, en maðurinn hvarf honum og sjálfur hafði hann riðið fram á sjávarhamra norðan Laxár. Varð hann að .,od. Við foss Mána ins kristna. hafa hestaskipti og náði þá loks að Hjaltabakka. En þegar er hann kom heim lét hann drepa þann brúna. Vildi hann ekki eiga það á hættu að hrapa á honum fyrir hamra. Frægt er svo af sögum Draugagil, þar sem nú eru öskuhaugar Blönduósbúa. Þar áttu að hafa gerzt voveiflegir atburðir og margir hafa orðið varir við eitthvað óhreint þar um kring og margar sögur eru um að menn hafi hvorki fundið fram veg til Blönduóss né Hjaltabakka, ef svo bar undir, en hlotið hrakninga um Kólku- mýrar. Hjalti Þórarinsson sagði mér að hann hefði sem strák- ur orðið var við eitthvað sem hann getur ekki gefið skýr- ingu á. Séu þarna staðir þar sem hestar fari ekki, en standi frísandi. Hafi það verið erfitt fyrir óharðnaðan strák að þurfa að fara af baki og teyma hestinn framhjá draugastaðn- um. En hafi ég ætlað þetta kvöld að ganga á vit drauga, þá komu þeir ekki til fundar við mig. Ég fór því heim í tjald og sofnaði vært. ■—★— Svo duglega svaf ég að ég bærði ekki á mér fyrr en frú Alma kallaði um morguninn að kominn væri veiðitími. Ég hafði einmitt hælt mér af því að ég væri allra manna mest- ur morgunhani, ekki sízt ef veiði væri annars vegar. Enn skein sól i heiði er við komum á fætur. Um nóttina hafði verið kalt svo nálgaðist frost. Nú var haldið í neðri hluta árinnar. Hjalti dró laxa í Klapparstreng, en ég reyndi í Dulsum, en svo heita þrír veiði staðir við fossinn rétt ofan við brúna á þjóðveginum. Ég varð var, en veiðilánið var ekki með að þessu sinni. Næst var haldið upp að Holti, þar sem Máni hinn kristni bjó til forna. Þar renndi ég í Ullarfoss, meðan frú Alma dró lax í Ullar- strengjum. Hjalti hélt hins veg- ar með það sem komið var af afla niður á Blöndqö.s til að fá hann geymdan í frysti. Og Ull- arfoss varð mér gjöfull. Þar dró ég vænan lax. Síðari hluta dagsins fórum við svo upp eftir aftur og lax- ar voru dregnir hér og hvar. Er leið að kvöldi fórum við Hjalti saman upp að Mánafossi, sem er talsvert fyrir ofan þá veiðistaði, sem við höfðum ver- ið við daginn áður. Þetta var skemmtilegur gangur. I stígvélum yfirlæknisins. Við ræddum um veiði- mennsku. Hjalti sagði mér að margir hefðu litla trú á Mána- fossi til veiða. Færu þaðan margir með öngulinn í rassin- um. Þetta væri þó hinn mesti misskilningur, þvi oft væri Mánafoss gjöfull. Þorvalds þáttur vH-förla seg ir svo frá Mána hinum kristna og Mánafossi: „Svo er sagt, að Friðrekur biskup hafi skírt þann mann, er hét Máni, og fyrir það að hann hélt helga trú með mörgum manndyggðum og góð- lifnaði, var hann kaliaður Máni inn kristni. Hann bjó í Holti á Kólgumýrum. Hann gerði þar kirkju. f þeirri kirkju þjónaði hann guði bæði nætur og (kaga með helgum bænum og ölmusugerðum, er hann veitti margháttaðar fá- tækum mönnum. Hann átti veiðistöð í á þeirri, er þaðan var skammt í brottu, þar sem enn í dag heitir af hans nafni Mánafoss, því að á nokkrum tíma, þá er hallæri var mikið og sultur, hafði hann ekki til að fæða hungraða. Þá fór hann til árinnar og hafði þar nóga laxveiði í hylnum undir fossinum. Þessa laxveiði gaf hann undir kirkjuna í Holti, og segir Gunnlaugur munkur, að sú veiði hafi þar jafnan til legið." (Hér fært til nútima stafsetningar). Mér fannst ég vera kominn á helgan stað, þegar að foss- inum kom. Ég get ekki með öllu fallizt á að ekki sé víð- sýnt og fallegt við Mánafoss, eins og Jón Eyþórsson lýsir staðnum, en þó kann ég ekki hugnæmari lýsingu þaðan en hann hefir: „Þetta er fráleitt land, sem laðar framandi vegfaranda til náinna kynna. Þar er illur veg ur hestum, ófært bílum — nema skriðbilum og þreytandi að arka það í gúmstígvélum. En samt er það mála sannast, að óvíða hef ég skynjað slíkan náttúruunað sem dagstund við Mánafoss um Jónsmessubil. Ekki er þar víðsýni. Fátt sást þar nema fosskrílið, flóaflæmi og himinn, að vísu skýjaður himinn. Varla sást þar fugl, en þeir heyrðust. Aðskotadýr var komið í land þeirra, og uppi var fótur og fit um allan fló- ann. Fréttin barst sem eldur í sinu. Þeir sem næstir voru sögðu hana með sínu nefi, og svörin bárust úr öllum áttum með mismunandi raddblæ, unz margraddaður kliður fór um landið. Mest bar á lýum, spó- um, stelkum og hrossagauk. — Ég hefði vart trúað því að óreyndu, að svo margt mófugla gæti átt heima á þessum slóð- um. Því skal þess getið til leið- sagnar þeim, sem óskar að kynnast ósnortinni, lifandi nátt úru, að fáa staði veit ég ljúf- legri en einhvern hrísflóa á Kólkumýrum norður." Þetta er fallega sagt og í öllu rétt nema því má við bæta, að mikið líf er i sjálfum foss- inum og hylnum undir honum, ekki síður nú en á dögum Mána ins kristna. Ég spurði Hjalta hvort hon- um litist veiðilega á fossinn núna. Fyrst svaraði hann fáu til, grandskoðaði hann að mér virtist, en sagði svo. „Já, já. Við skulum bara sjá hvort hann lifnar ekki.“ Hann setti litla, dökka flugu á línuna og fór nú að kasta af tveggja mannhæða háum klett- inum við fossbrúnina. Að baki honum var hæð, þannig að hann varð að spinna fluglínuna upp í loftið og láta hana svo sveifl ast út á hylinn. Hann lengdi köstin þar til flugan snerti vatnið alveg við landið hinum megin, þá dró hann línuna hægt til sín. Og viti menn. Það var eins og hylurinn yrði einn sjóðandi grautarpottur. Sporða- köstin voru um hann allan. Fallegur lax stökk upp í foss- inn og hvarf inn í löðrið. Eftir örskamma stund var lax á. Og honum var landað fyrir neðan hylinn. Ég tók við og leizt ekki gæfulega á aðstæður. Taldi að ég myndi skilja fluguna eftir að baki mér i móunum. En þetta fór allt vel. Og ég dró næsta lax. Þannig héldum við áfram þar til veiðitímanum lauk, drógum sinn laxinn hvor til skiptis. Við fórum svipað að tæpan klukkutíma næsta dag. Og þessar veiðar okkar við Mánafoss eru skemmtilegustu minningarnar, sem ég á úr ferð inni. Minkur heimsótti okkur, er við stóðum að veiðunum. Hann var svo ágengur að hann ætlaði að hlaupa yfir tærnar á okkur. Hefir senni- lega haft hugboð um laxana, sem við vorum búnir að draga og ætlað að ná sér í auðvelda bráð. Ég þorði því ekki annað en hafa vakandi auga með afl- anum, ef sá mórauði skyldi gerast of nærgðnguh. ITann gat sjálfur haft fyrir þvi að afla sér fisks. Það var nóg af hon- um í Mánafossi. —★— Þannig leið dagurinn eins og nýtt ævintýri. Og enn kom nótt með ágústhúmi. Þá svaf ég laust. Ég heyrði hvað eftir ann að hesta fara hjá tjaldinu. Einu sinni fór ég út til að gá að þessum fákum. En þegar út kom var ekkert að sjá, ekki einu sinni hófaskellir i fjarska. Skyldi Björn hafa farið þarna um á Brún sínum. Enn gæti verið reimt á Kólkumýrum. Ég átti þess kost að fræðast um Laxá af þeim Hjalta og Páli S. Pálssyni hæstaréttar- lögmanni, en þeir munu lengst hafa veitt í ánni síðan hún var eingöngu notuð til stangarveiði. Páll segist muna að Bogi Bryn- jólfsson sýslumaður hafi verið fyrstur sem bar stöng i Laxá á Ásum. Þóttu það skrítnar til- tektir. Mun þetta hafa verið laust fyrir 1937. Laxá var tal- in gefa 250—300 laxa árið 1950. Síðar tóku þeir ána á leigu Hjalti, Páll og Sigurður Sig- urðsson landlæknir, en hann er ættaður frá Húnsstöðum, sem er ein þeirra jarða, sem land á að ánni. Síðan leigðu þeir Hjalti og Páll hana tveir einir, en nú háttar svo, að hver landeigandi leigir fyrir sig, eft ir þeim eignarhluta, sem hver jörð telst eiga í ánni. Jarðirn- ar, sem land eiga að ánni eru Hjaltabakki, en Hjalti er eig- andi þeirrar jarðar, Hnjúkar, sem nú eru í eigu Blönduóss, og Sauðanes, en þar á Páll hluta lands. Sunnan megin eru svo jarðimar Skinnastað- ir, Húnsstaðir, Holt, Laxholt, Hurðarbak og Hamrakot. Eftir 1950 fer laxveiðin mjög vaxandi í ánni og kemst allt upp í 1400 laxa þar til fyrir nokkrum árum, að skyndilega tók að minnka í henni á ný og fór hún allt niður i 170 laxa yfir veiðitímann. Nú er hins vegar tekið að lifna yfir ánni á ný. Þeir félagar og landeig- endur hafa gert sér far um að hlífa ánni eftir föngum. Það eru ekki nema tvær stengur í ánni, þótt hún sé 14 km á lengd frá ósi og upp í Laxár- vatn. Þess vegna mun óhætt að segja að þetta sé einhver feng- sælasta laxveiðiá landsins þeg- ar miðað er við afla á stöng. —★— Síðasta daginn, sem við dvöldumst við Laxá, var ég svo heppinn að konan fékk lax og það frekar tvo en einn og auð- vitað missti hún þann stærsta. Þar með tel ég tryggt að hún hafi tekið veiðibakteríuna, en það er sérlega heppilegt fyrir menn sem hafa gaman af að veiða, en eru latir eins og ég, og nenna þvi ekki að berja ána allan daginn. Vafalaust væri hægt að halda áfram rabbinu um Laxá á Ásum. En hér látum við stað- ar numið. Veiðisögurnar verða að bíða betri tíma. Það má ekki grobba um of af þessu ágæta fallvatni, því þá gæti svo farið að alla langaði til að veiða þar. En ég verð að segja að það ligg ur við að ég vildi Itáa leggja mig aftur á skurðarborðið, ef ég ætti von á þvi, að fá að renna norður þar á ný. —viff. 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.