Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 19
ir. Fólk segir að gamla kerling in séVitthvað skrýtin af því að hún segir hitt og þetta. En það er ekki. Ég hef gaman af að vera til, gera að gamni mínu. Svo hef ég líka séð ýmislegt. í>að gerir trúin“. Hún fór í land af Vestu í Reykjavík. Og síðan með kútt er i Garðinn. Hann fórst nótt- ina eftir. t>að er öruggt hvað er á bak við þetta allt saman. Hún var með skjal til sveitar- nefndar. 9 ára gömul. Það fjall aði um það að hún' þyrfti á hjálp að halda. Stuttu siðar kom bréf frá föð ur hennar þar sem greindi að honum hafði verið boðið að taka hana til sín til Loðmund- arfjarðar i dvöl. En þeim í Leirunni þótti ekki hægt að láta hana vera að hrekjast þetta aftur og því varð það ekkert úr að hún færi. 10 ára gömul var hún boðin upp á Hreppastefnunni og lenti á Kötluhól hjá ágætishjónum og með henni 80 kr. á mánuði. Það var nú svo. Þar fékk hún fyrst nægju sína að borða. Það var ekki svo að hún hafi verið svelt á fyrri dvalarstöðum sínum. Mat- ur hafði ekki verið til þar. En það var djúpt á blíðuna, liklega niður á hafsbotn. Islendingar fengu ekki að borða i nokkrar aldir, er að undra hörkuna? Henni leið vel á Kötluhóli. Hún stóð líka fyrir sínu eins og barn gat. „Mikið vorkenni ég þér að hafa svona heimska stelpu", sagði húsfreyjan á næsta bæ um Dísu við Mar- gréti húsfreyju á Kötluhól. „Af hverju dregur þú þá ályktun?“ spurði fóstra hennar. „Hún veit aldrei neitt“, tuldraði þá grann konan. Fóstra hennar hafði beðið hana að tala varlega um menn og mál. Hún hafði staðið við það. Þess vegna var allt i lagi þó að hún væri kölluð heimska Dísa i Kötluhól. Margt var brothætt i bernsku en það voru líka stundir sem lifa fagrar og glaðar í endur- minningunni. Fermingin stóð fyrir dyrum. Fatnaðurinn var ekki í skáparöðum. O, nei. Hve hún var glöð. Henni var lánað- ur hvítur silkiskautbúningur við ferminguna. Þar gekk drottningarhugur til altaris. — „Guð laun“. Fermingin var mikil hátíð, en hátíðirnar urðu ekki margar og nú þurfti hún að fara að huga að þvi að sjá um sig sjálf. Vorið eftir ferminguna fór hún frá því ágæta fólki i Kötlu hól og næsti áfangastaður var Seyðisfjörður. Þaðan fór hún upp á Hérað og vann fyrir sér í kaupavinnu á Kóreksstöðum i Hjaltastaðaþinghá. Launin voru 14 krónur á mán uði og til vinnu fór hún með piltunum út á engi, snemma morguns og þar var verið að þar til klukkan 11 á kvöldin. Þetta var erfitt, en það var skemmtilegt. Það var gaman Dísa með bók í liöntl og sjal um öxl í liorninu sínu. íslenzki fáninn á stöng og myndir fólki sem lienni þykir vænt um og dustar af vikuiega. Jóni Sigurössyni og öðru að vinna með duglegu fólki. — Henni hafði alltaf líkað betur við gjóluna en lognið. Úr kaupavinnunni fór hún aftur niður á Seyðisfjörð í vinnu til Jörgensens bakara þar sem pabbi hennar var vinnu- maður. Þannig gekk þetta árin i gegn. Eilíft flakk. Frá bakar anum fór hún á heimili þar sem hún átti að gæta barna. „En það fólk sendi mig í togara vinnu til þess að hægt væri að hafa meira upp úr mér. Ég hef oftast unnið fremur karl- mannsvinnu en kvenmanns, en frá þessu heimili strauk ég. Það var vont að vera þar og ég réð mig í línubeitingu og ýmiss konar fiskverkun". Hún var eins og svo rnargar islenzkar konur þessara ára, fátæk, en viljasterk. Vann og vann og reyndi að gera gott úr hlutunum. Hún er ein af þeim konum nútímans sem sitja með sjal á öxlum á hátíðisdög um með hrukkur á enni og rún- ir i hjarta, en þær gáfust aldrei upp og því er ljós um þúsund ár i landi vetrarmyrkursins þar sem margar aldir hafa liðið á einni kvöldstund storma og bylja og þvi hjarði trú i brjóst- um manna sem vissu vart að þeir voru menn í ósköpum er yfir gengu. Enn var Dísa á faraldsfæti og nú var það suðurleiðin einu sinni enn. 21 árs gömul kom hún til Reykjavikur og réð sig i vinnu, sem vetrarstúlka og sinnti húsverkum fyrir aðra. Þá voru sjaldan gerðir skrif legir samningar, handtak var látið nægja í flestum tilvikum, en samt höfðu ekki allir mann dóm til þess að standa við það. Eins og gengur. „Ástin grípur unigliiingiinn“ er oft sagt, en nú var Dísa upp- komin. „Mér er engin launung á því að ég hringtrúlofaði mig 21 árs gömul, með dönskum manni, sem var bátsmaður á „Hólum“. Honum lofaði ég að vera í Reykjavík um veturinn þar til hann kæmi næsta vetur og þvi vistaði ég mig hjá konu sem bjó i Geysi. Þar varð ég fyrir ómerkileg heitum, en enginn veit sina æv ina fyrr en öll er. Guðs vegir eru órannsakanlegir og út úr þessum ómerkilegheitum missti ég kærastann". Það er nú bara gott að losna við fólk strax ef það dæmir mann að ófyrirsynju og sýnir trausti vantraust, en hins ber að gæta að allir eiga sína brot- hættu strengi og enginn skyldi bjóða freistingu vantrúarinnar að ráða húsum hjarta síns. Frúin 1 Geysi vélaði trúlofun arhring Dísu frá henni með því að barma sér við hana og segj ast hafa týnt giftingarhringn- um sínum. Vegna sakleysis og góðmennsku dró Dísa sinn helg asta hlut af fingri sér og lán- aði konunni, en siðan hefur hún hvorki séð hringinn né kærast- ann þann. En síðar komst hún að því að húsfreyja hennar hafði talað við kærastann, svert hana og borið lygar á milli þeirra. Lygar sem aldrei litu ljós sannleikans og trúlofunarhring urinn mun hafa farið í pant, sem aldrei hafði átt að eiga aft urkvæmt. Hjá þessu fólki fór einnig veg allrar veraldar, skautbúningur- inn glæsilegi sem mamma Dísu hafði borið og átt i eina tíð. Það er ekki sama hvar maður vistast, svo sannarlega ekki, en „Guð laun“. Eftir þessar misbárur og hrak fallna drauma og vonir fór Dísa aftur til ferða austurum árið 1912 og stundaði fiskvinnu, vask og línuuppsetningu auk annarra starfa, þvi ekkert þýddi að gefa eftir þó að hún væri kona ekki einsömul og eignaðist það árið hann Viktor son sinn með Guðmundi Þor- steinssyni. Hraustur strákur og hún átti traustar vonir um eðlilegt heim ilislíf. „En það er nú svo Árni minn, og það er ýmislegt, sem getur brugðlzt. En allt hefur bjarg- azt með Drottims hjálp. Mundu það Dísa mín, aldrei að sleppa trúnni, aldrei að sleppa trúnni“, hafði faðir hennar sagt. Þegar drengurinn var viku- gamall mjólkaði móðir hans ekki lengur. Þá var sárt í hjarta. „Ég fór þá upp í fjörð í Seyð isfirði á bæ þar sem ég hafði grun um að væri til nokkuð af mat og mjólk og baðst ásjár. Aldrei hef ég vonað eins að vera bænheyrð og þarna var gott fólk, sem hjálpaði mér í erfiðleikunum. Ég gleymi því aldrei þegar konan sagði við mig þar sem ég stóð i dyrun- um: Þessu andliti þori ég að lána“. Dagarnir liðu, mánuðir og ár. Líf óx úr grasi og lífið gekk sinn hæga gang mannlífsins á Islandi þegar fjarlægðir voru til á því Herrans landi. Fátækt fólk, en kjarkmikið í harðbýlu landi. Barðist við hauður og haf „götuna fram eft ir veg“. ■ Hún var boðin upp á hreppssteí'nu, fermdist aldamótaárið og hefur alltaf staðið í basli. Þó hafa sumir draumar hennar rætzt og aldrei hefur hún sleppt trúnni. Þess vegna er allt gott, segir hún. 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.