Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 27
Melody Maker - helzta músíkblað brezkra (og íslenzkra) ungmenna Rætt við Chris Charlesworth, fréttastjóra V -*U.V 1 .TMfmv Mrw* W Off'Vvíri wv- V»»nl*U.\iiV>U.U >r ?\S«V tímr ,1)I5í"’í* .ú-r-.-- «>\t » i>V6\«> Ar>\« ToV6\V>y..-\\ ■.Uyf .mvoi,.-. •••'• ■ ■ ■■.oMe.'r.'r Forsíða Melody Maker viku eftir lát Jimi Hendrix. Melody Maker «-o»v>vm\-i ( Ég man ennþá eftir fyrsta eintakinu, sem ég keypti. Á forsíðunni voru myndir af Bítlunum og tilefnið var útkoma nýrrar Bitlaplötu, „Can’t Buy Me Love“. Ensku- kunnátta mín var ekkert sér- stök, ekki meiri en búast mátti við af landsprófsgutta. En ég las allt sem ég mögulega gat skilið í þessu merkilega blaði og síðan hef ég verið eins og hver annar þræll vanans: Ég hef lesið svo til hvert einasta ein- tak af Melody Maker i sex og hálft ár, frá marz 1964 fram til þessa dags. Og er ennþá jafn sólginn í blaðið og fyrst. Eftir nokkurn tíma fór ég að velta fyrir mér ýmsum spurn- ingum um þetta merkilega blað. Hvað er upplagið stórt? Hvernig líta blaðamennirnir út? Hvernig lita ritstjórnar- skrifstofurnar út? Ætli það sé ekki ógurlega gaman að vera blaðamaður hjá svona blaði og taka viðtöl við poppstjörnur frá morgni til kvölds? Svörin við spurningunum fengust ekki auðveldlega. Ég sá þó í þýzku blaði, að upplag Melody Mak- er var um 130 þúsund eintök. Og stundum voru birtar mynd- ir af blaðamönnunum í Melody Maker. >eir virtust vera alveg eins og annað fólk og glansinn frá öllum poppstjörnunum virt ist lítt hafa færzt yfir á þá. En ég komst þó aidrei að þvi, hvernig ritstjórnarskrifstofurn- ar litu út. En ég var hreint og beint viss um, að þær væru ógurlega flottar, miklu flottari en ritstjórnarskrifstofur dag- blaðanna hér heima. Núna í sumar fékk ég svar við þessari spurningu og mörgum öðrum. Ég notaði nefni- lega tækifærið, meðan ég var í London, og heimsótti ritstjórn- arskrifstofur þessa uppáhalds- blaðs míns. Og ég get svo sem sagt frá því, að húsakynnin, sem blaðamennirnir hafa aðset- ur sitt í, eru ekkert ógurlega merkileg. Satt bezt að segja, mM Chris Charleswortli: „Heldurðu að þú sendir okkur ekki úr- klippn með greininni!“ þá standa þau nokkuð að baki húsakynnum dagblaðanna hér heima, því miður. Ég held, að ég fari örugg- lega ekki með rangt mál, þeg- ar ég segi, að ritstjóri blaðsins hafi eitt herbergi, en hinir blaðamennirnir séu allir saman í einu herbergi, sem er á stærð við skólastofu í unglingaskól- um liér heima. Merkilegra er það nú ekki. Enda er engin þörf fyrir meira pláss. Þarna hafa al'lir blaðamennirnir s'krifborð og það er ekki nema einn dagur í hverri viku, sem þeir eru allir mættir til vinnu. Hvernig stendur eiginlega á því? Chris Charlesworth heitir fréttastjóri Melody Maker. — Ungur maður, sem hefur aðeins starfað við blaðið í hálft ár. Hann hefur þó alveg nógu mikla þekkingu á poptónlist- inni og fólkinu í popheimin- um, því hann lék í vinsælli hljómsveit um langt skeið. Hann tók vel á móti mér og bauð mér sæti og síðan reyndi hann i stuttu máli að skýra út starfsemi blaðsins. „Melody Maker hefur nú komið út í meira en fjörutíu ár og ailan þennan tima hefur blaðið birt fréttir og frásagnir af öllu því helzta, sem er að gerast í tónlistarheiminum í Bretlandi og viðar, það er að segja í heimi jass- og dægur- laga. Síðustu árin hefur blaðið einkum helgað sig pop- tónlistinni, en jass-tónlistin hefur þó alltaf haft sinn hluta af blaðinu." — „Melody Maker er næst- stærsta tónlistarblað Bretlands að upplagi. New Musical Express kemur út í um 170 þúsund eintökum, M.M. í 130 þús. eintökum og Disc and Music Echo í 80 - 90 þús. ein- tökum. Samkeppnin er hörð milli þessara blaða, en við telj- um að Melody Maker sé við- lesnasta blaðið af þessum þremur, enda létum við gera könnun á þessu og hún leiddi þetta í ljós. Okkar blað er líka stærst, hvað blaðsíðnaf jölda snertir, og það flytur mest af auglýsing- um. Blaðið er í miklum metum hjá tónlistarmönnunum sjálf- um, sem auglýsa meira í því en hinum blöðunum, og danshúsa- eigendur auglýsa starfsemi sína að mestu í Melody Maker. Hitt er svo annað mál, að sama I næstu grein unt Melody Maker verður fjallað um Chris Welch plötugagnrýuanda og bluðaniann, sem er á góðri leið með að verða sjálfur stór- stjarna, útgáfufyrirtækið á þessi þrjú blöð, þannig að gróðinn renn- ur allur i sama sjóð. Já, eins og þú getur sjálfur séð, þá eru ritstjórnarskrifstofur hinna blaðanna hér á sama ganginum. Og þó að sam- keppnin milli blaðanna sé hörð, þá er það einungis út á við. Samstarfið meðal okk- ar blaðamannanna á þessum blöðum er með ágætum og við eru. engir óvinir, siður en svo.“ — Vinnuvikan hjá okkur hefst eiginlega á miðvikudegi. Þá heldur ritstjórinn, Ray Coleman, fund með okkur blaðamönnunum og við skipu- leggjum blað næstu viku. Við erum flestir látnir taka eins og tvö viðtöl eða greinar og einnig erum við sendir á hljómleika eða í klúbba til að hlusta á hljómsveitir og skrifa um þær gagnrýni. Við höfum þrjá — fjóra daga í þetta og verðum svo að vera búnir að skrifa greinarnar og viðtölin á mánu- dagsmorgni og skila þeim af okkur. Eftir hádegi á mánudögum erum við svo allir samankomnir hér á skrif- stofunni og hringjum út um all- ar trissur til að ná í fréttir, því þær verða að vera sem nýj- astar, þegar blaðið kemur út. Á þriðjudagsmorgnum er lögð siöasta hönd á frágang blaðs- ins og við verðum að fara út fyrir London til þess, ef við viljum einhverju breyta eða laga. Blaðið er síðan prentað eftir hádegi á þriðjudögum og prentsmiðjan er í lítilli borg utan við London. Annars er þriðjudagurinn eiginlega frí- dagur hjá okkur. Og svo kem- ur miðvikudagurinn aftur og þá byrjum við að skipuleggja næsta blað.“ —- „Þetta virðist í fyrstu vera ákaflega spennandi starf, 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.