Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 23
Fjórði bekkur Lærða, skólans 1868. Efsta röð: Bogi Pétursson, Páll Ólafsson, Einar Guðjohnen, Helgfi Melsteð. Miðröð: Guttormur Vigffússon, Valrlimar Briem, .Tón Þorsteinsson, Páli Sívertsen, Július Halldórsson, Kristján Eld- járn. Fremsta röð: Björn Jónsson, Björn M. Ólsen. 10. erindi. Sr. Páll Ólafsson prófastur í Vatnsfirði d. 11. nóv. 1928. (Xil skýringar skal getið að skjómi = sverð.) 11. erindi. Orniur = sr. Gutt- ormur Vigfússon i Stöð. Hann lifði lengst stúdentanna frá 1869 d. í Stöð 25. jiini 1937, 92 ára. 12. erindi. Sívertsen = sr. Páll Sívertsen liætti prests- skap á Stað i Aðaivík og flutt- ist til Reykjavíkur, bjó þar um tíma hjá Hjálpræðisliernum. Hann dó 24. okt. 1924. 13. erindi. Júlíus Iæknir Halldórsson gegndi um sinn störfum lieilbrigðisfulltrúa í Reykjavík eftir að liann hætti sem héraðslæknir. Hann dó 19. maí 1924. 14. erindi. Sr. Jón Þor- steinsson á Möðruvöllum, mik- ill söngmaður. Hann andaðist á Hjalteyri 7. maí 1930. 1. Fyrir hálfri einni öld ungu stúdentarnir allir glatt sér áttu kvöld, út úr skóla farnir. Glaðir minntust árin á æskusamvistanna. Framundan í leyni lá lífsbraut stúdentanna. 2. Aldarf jórðungs eftir leið ævinnar þeir minntust, einkum þó um æskuskeið er þeir forðum kynntust. Flestir voru eftir enn af þeim hópi sveina. Og þeir hugðust orðnir menn, — ekki er því að leyna. Líður dagsins lokum að Vísur sr. Valdemars Briem um skólafélagana á 50 ára stúdentsafmæli þeirra Sr. Gísli Brynjólfsson tók saman Meimtaskólinn í Reykjavík. I Jólalesbók 1967 birtist kvæði eftir sr. Valdimar Briem er hann orti á 25 ára stúdents- afmæli sínu vorið 1894. Hér birtist kvæði frá 50 ára afmæl- inu — 1919. — Af 13 stúdent- um frá 1869 voru þá sjö á lífi. Þeirra sex, sem látnir voru minnist sltáldið í 4. og 5. erindi. það voru þeir Helgi Melsteð prestaskólastúdent d. 1872, Bogi Pétursson læknir d. 1889, Einar Guðjolmsen lækn- ir d. 1891, Björn Jónsson rit- stjóri d. 1912, sr. Kristján E. Þórarinsson d. 1917 og Björn M. Olsen rektor d. 1919. Um þá sjö, sem á lífi voru yrkir svo sr. Valdimar í 8.—14. erindi. 8. eriiuli. Sr. Valdimar hafði sagt af sér prestsembætti árið áður, en sat á vígslubiskups- stóli til æviloka, d. á Stóra- Núpi 3. maí 1930. 9. erindi. Sr. Jón Jónsson prófastur, Stafafelli andaðist árið eftir að þetta var ort, 21. júli 1920. 3. Þessir piltar vorum vér, vel oss hafði gengið. Styttist sú sem eftir er, enda mikið fengið. Eigi margt er eftir nú, er vér getum starfað, enda þykist ég og þú allmargt hafa garfað. 4. Héðan fyrstir hurfu þrír: Helgi, Bogi og Einar. Minning þeirra oss mjög er dýr, misfellur ei neinar. Enn vér missitum aðra þrjá, afreksmikla drengi. Þó oss vænt um þykja má þeir hvað entust lengi. 5. Efstir bekkjarbræður tveir, bræðra hylli, er nutu, báðir hétu Birnir þeir báðir frægð þeir hlutu. Þá er Kristján Eldjárn einn, — ei má honum gleyma, — sifeliit glaður hýr og hreinn, — hans skal minning geyma. 6. Ennþá sjö vér erum hér eftir hetjur farnar. Enn þó lifa eins og vér endurminningarnar: Minningar um margan vin, margt af vorum fundum, minningar um skúr og skin, skammt var milii stumdum. 7. Nú skal gjöra gaman enn, gott er þess að minnast, ef vér mættum afreksmenn allir saman finnast. Eitthvað tína og telja n^á til þess um oss alla, svo að geisli einhver á alla megi falla: 8. Vígslubiskup Valdimar vil ég fyrstan greina, — kennduir ei við víxlspor var, víxla ei heldur neina. Erkistóll hans er i sveit öllum fjarri glaumi, og ef nokkur um hann veit er það sem í draumi. 9. Þá er signor séra Jón, sagnaþulur frægur. Hamn ei orðinn er ,,præp. hon,“ er þó ,,honor“ nægur. Augnasjón er orðin sljó, er það helzt til baga, skörp er sálar-sjónin þó sem í fyrri daga. 10. Þá er Páll vor prófastur, postullegur maður, hraustur drottins hermaður, hógvær þó og glaður. Hann i vesturvíking fór, veifaði drottins skjóma; afreksverk þar vann hann stór, veg hann fékk og sóma. 11. Ormur fór i austurveg, einhver tröll að berja. Var sú för hans virðuleg, vann hann skæru hverja. Elli vinnur ei á hann, en þótt til hann kenni. Latínuna karlinn kann, — kraftur fylgir henni. 12. Sivertsen, þann mæta mann, margt ég um ei segi. Norðurskaut hann næstum fann, náði því samt eigi. Is og snjó hann undi ei við, aftur suður gekk hann; hjálpræðis fór hann í lið, hjálpræði jaar fékk hann. 13. Júlíus skal nefna næst, — — norður fór hann líka. — Sá viið töfra sífelilit fæst, sæmd þó hlýtur rika. Uppgefinn hann eigi var aftur þótt hann kæmi; gætir þrifa um göturnar, gefur fagurt dæmi. 14. Þorsteins niður þá er Jón þótt hann væri hraustur fór að þreytast fyrir nón fornt hann gekk i klaustur. Ábóti er hann orðinn þar, einn í voru landi. Röddin, aldrei rám sem var, reynist óbilandi. 15. Um oss sjö þar segja má, sem oss varðar mestu: Þó að gengi ýmsu á oss gekk vel í flestu. Það oss drottni þakka ber, því má eigi gleyma, hvort sem hittast auðið er eða setið heima. 16. Liður dagsins lokum að, loks nú kvölda tekur; en oss hrellir ekki það eða kvíða vekur. Nóttin liður líka hjá ljómar aftur dagur; hvort mun oss ei þykja þá þessi morguinn íagur? 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.