Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 2
Til umhugsunar á jólunum Ös og iimstang, örtröð á öilum stöðum, þar sem fólk átti að gef a sig fram til þess að komast á þjóðskrána að boði keisarans — þannig byrjuðu jólin. GeysUeg vertíð hjá öllum, sem kunnu að hagnýta sér tækifærið, hjá öilum gestgjöfum, öUum, sem gátu seit eitthvað, húsaskjól, rúm eða málsverð, eða bara einhvern hégóma tíl minja um þessa stóru tíð. Blómlegri kauptíð liafði enginn lifað. Hvað sem annars mátti segja um þetta tUstand, þá var það jákvætt fyrir viðskiptalifið og afkomuna. Þannig var það, þegar jólin komu fyrst. Enginn vissi raunar, að þau voru að koma, ekki Ágústus, ekki gestgjafínn, ekki sá snauði verkamaður, sem varð að taka sér óvelkomið frí, ekki konan, sem dróst með þunga sinn langa leið og mátti kannski búast við þvi að missa hann frá sér, verða að fórna frumgetnum burði sinum fyrir keisarann mikla, sem fann upp á þvi einmitt núna, þegar verst stóð á, að vUja fara að skrásetja allar fátækar og nafnlarisar manneskjnr á jörðinni. AUt um það voru jólin að koma. I>að var mikið í kringum þau, fór Iítið fyrir þeim sjálfum imian um allt. Svo er enn. En hvem varðar nú um boðið frá keisaranum? Hvem varðar nú um gisti- húsið i Bettehem? I>að hús var fuHt og lokað, eins og þeir staðir aðrir, bæði hús og hjörtu, sem aðeins standa opin, þegar fé er fait eða eitthvað ber að, sem gengur í augun. I»ar var sjálfsagt glöð nótt, nokkuð hávaer að líkindum. Og þar var ekkert rúm fyrir ykkur, Jósef og María. Þar var heldur ekki hentugur staður fyrir ykkur. Var það ekki gott að hverfa út úr þrönginni og ösinni á strætinu og torginu og gistihúsinu? Það var nótt, kannski köid, vafaiaust diram, en hún breiddi sitt hljóða fang á móti ykkur, eins og hún vildi verja ykkur fyrir köldum augum og skuggategum svip- brigðum og glottandi vörum, fyrir öUum þessum yfirmáta gáfuðu andlitum, sem sjá í gegnum lifið og leyndardómana og viðurkenna enga lotningu fyrir neinu. Það var gott f yrir ykkur að vera ekki á ahnannafæri þessa nótt, að þurfa ekki að verða á vegi þeirra, sem spotta engla og eðiiiegar konur og grandvara menn, spotta flest, sem er heUbrigt og saklaust og hreint og göf ugt. Þeir fá áheym á torginu og I gistihúsinu, þeir fá rúm í mannlífinu. heiðiirssveiga, verðlaun. En þeir eiga ekki samleið með þeim, sem bera lif og von þessarar jarðar innan fátæklegra klæða og vef ja það reifum í hljóðu húmi þeirrar nætur, sem fyUir gistihúsið glaumi. Þeir eiga ekki samleið með þeim, sem hafa heyrt englana livísla og eni í veikleika sínum yfir- skyggðir af krafti hins hæsta. Bráðnm 2000 ár síðan boðið kom frá keisaranum. llmsvif in skildu ekkert eftir. Sölugróðinn varð að engn. Frægðin út á þá dýrkuðu snilld, sem Iagði torgið undir sig og gisthúsið, varð fljótt eins og ber og rotin k júka. En þarna varst þú, María, og þarna varst þú, Jósef, tvö nöfn á skrá Framhald á bls. 30 Ja, hvað skyldi það nú eiga að vera? Kannski þetta fræga manntal austur í Bómaveldi, þar sem áin Jórdan deyr i saltvatnið, ellegar þá eitthvað annað? Náttiirlega er f járhúsgistingin í þorpinu sunnan við höfuðstaðinn viðburður kv öldsins og í brennideplinum birtast h jónaleysin, þar sem þau foraska við að gera sér fleti í auðum f járiiellmum, eftir að hótelin hafa úthýst þeim. Síðan tekur unga stúlkan léttasóttiiia og eiur bai-nið. Hvin skilur sjálf á milli og Jósep aðstoðar hana. Þaa rifa ræmur af líndúki. sem þau hafa af fyrirhyggju stungið í farangurinn, þegar þau bjugg- ust að heiman. Móðirin leggur son sinn á brjóstið. En bver á þetta óskUgetna bam? — Jósep trésmiður á það ekki, það stendur skýrum stöfimi í guðspjöUunum. Engu að síður kvænist hann Maríu, kannski vegna þess að hann elskar hana, kannski til að firra hana vanda. Hjónaband þeirra verður farsælt, þau eignast saman mörg börn. En elzta drenginn, Jesú, á Jósep ekki, heldur gengur hann honum í föður stað. Stúlkan lýsir heilagan anda föður að þessu barni, Jahve sjálfan. Við skiUum láta það liggja mHlum hluta, hversu margir hafa triiað sögu hennar fyrstu árin, Ávaxtabændurnir og handverks- fólldð í Nazaret láta ekkert hafa eftir sér um það efni. f gömlum ritum spá- mannanna er hins vegar gert ráð fyrir fæðingu Messíasar. Engrinn Gyðingur leyfir sér að efast um þann spádóm. f meðvitund þjóðemissiimaðra Farise- anna merkir orðið ekki annað en þjóðarleiðtoga, sem feta muni í fótspor stríðshetjunnar, Davíðs fsaisonar, sem Jóab hershöfðingi studdi svo rældlega, að þess finnast fá dæmi í veraldarsög- unni. Messías átti að verða nýr Davíð — Jóab, konungur og hershöfð- ingi guðs útvöldu þjóðar, borinn tU að færa mæri ríkisins út til yztu endimarka giiliaidartíniahilsins forna. Nú þegar Bómverjar höfðu hersetið ísrael í mannsaldur og sett þægan lepp sinn i hásæti Davíðs, Heródes Antípas, og rómverskan landstjóra þar yfir, til þess að hafa gætur á hinum Gyðingbomu leppstjórneudnm í iandinu, þá voru það þjóðeraissinnarnir, sem iiéldu á loft spádómunum um hinn endurborna Davíð. Þjóðin í heild lagði eyrun við og vænti komu Messíasar, þar á meðal gamalmennin i musterinu, Símeon og Anna Fanúelsdóttir. Kenningin um nýfæddan Gyðingakonung í Betlehem, borg Daviðs, reyndist gott áróðursefni. Taugaveiklaður leppkóngur Gyðinganna, Heródes, gerði jafnvel sitt gagn til að ala á Messíasartrú alþýðunnar með þvx að gefa gaum að orðum erlendra stjömuspekinga, sem heimsóttu hann. Bamamorðin urðu til að staðfesta trúna á, að spádómur Jesajasar væri að rætast. Aftur á móti verður hvergi séð, að almenningur í Gyðingalandi liafi tekið alvarlega sögnna um heimsókn heilags anda til stúlkunnar Maríu, — má jafnvel vera, að hún hafi aldrei verið sögð fyrr en guðspjallamenmrnir komu fram í dagsljósið eftir dauða Jesú. Meyjar- fæðingin og boðun Maríu — þessi Framhald á hls. 30 20. desember 1971 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.