Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 22
Tulle Elster er norsk og eiginnmður hennar, Kong Hans, er danskur. Þau voru bæði farar- stjórar, en gerðust svo brautryðjendur um skemmtiferðir til Sahara og taka aðeins 6—10 manns með í hverja ferð. Kong Hans talar arab- ísku og er gerkunnugur orðinn Bedúínunum, sem þarna verða m. a. á vegi manns. Eftirfarandi grein er úrdráttur úr mörgum og bregður upy Ijóslifandi mynd af þessu ókunna landi, en næsta sumar hyggjast þau hjón gera það sama á íslandi: Fara með fá- menna hópa á jeppum um óbyggðirnar. Sahara er á góðri leið með að verða vinsæl. Það er orðin tizka að fara í eyðimerkursafari, eða útbúa bilinn sinn og taka sér sjálfur ferð á hendur til stærstu eyðimerkur heims. Það er ekki þar með sagrt, að Sa- liara sé orðin yfirfull af hávaða sömum ferðamönnum, klyfjuð- um myndavélum. Þvert á mðti er það einstæður atburður ef maður mætir einum eða tveim- ttr bíltim með erlendu númeri á hinum suðiægari eyðimerkur- slóðum, menn stanza til að spjalla saman, gera samanbttrð á bílum og hjólbörðum, grefa öðrum góð ráð og eí til vill borða saman máltíð, gefa hver öðrum matvæli og- skiptast á ölföngnm og vegakortum. YFIRGEFNIR BÍLAK Hvað verður svo um alla þessa bílaleiðangra, sem leggja af stað? Sé ekið eftir veginum efiliir Spánarströnd tíi Gíbrailtar kemur hluti þeirra þegar i ljós. Margur litskrúðugur billinn stendur þama í skurðbarmi yf irgefinn af „leiðangursmeðlim" og rændur öllu nema stóru mál- uðu stöfunum, sem segja til um hvaðan hann kom og hvert ferð inni var heitið: „Hamborg-Ta- marassett“, „Os]ó-Cape-Town“, „London-Lagós". Það eru þeir, sem setja traust sitt á ódýra, notaða bíla, sem oft enda hér — og það er vel. Það er ekki víst, að þeir hefðu sloppið lif- andi, ef þeir hefðu komizt tvö eða þrjú þúsund kílómetrum lengra. Af þeim, sem komast yfir til Norður-Afríku, er aðeins helm- ingttr, sem tekst að komast yf ir eyðimörkina. Hjá mörgum stanzar bíllinn í fyrstu golunni í útjöðrum Sahara. Þetta eru þeir, sem yfirsést liefur að setja á sandsíuna, sem er algjör nauð syn í eyðimörkinni. Hafi maður hana ekki, er mótorinn tilbúinn til upptöku eftir fyrsta sand- storminn. Af þeim, sem áfram halda, lýkur um það bil helniingur ferðinni án óbappa og þeim helmingi, sem tekst að Ijúka klakklausri Saharaferð, má aft- ur skipta í tvo parta: — hina heppnu — og Iiina velútbúnu og framsýnu. Nú jæja, kannski ýkjum við dálítið, en betra er það en að láta menn halda, að þetta sé eins og venjulegur sunnudags túr, sem farið er í án frekari undirbúnings. DUTTLUNGAFULL KONA Á margan hátt er Sahara sam bærileg við fjaJl — en ætíð er talað um þessa heimsins stærstu eyðimörk í kvenkyni. Hún er duttlungafull eins og konan. Hún getur brosað blítt — og í næstu andrá ygglt sig fjandsamlega. Hún getur verið hlý og elskuleg og einnig köld og synjandi. Því er haldið fram, að hún eigi sér þúsund andlit og það á jafnt við útlit hennar sem skápbrigði, og sá, sem ekki sýnir henni tilhlýðilega virðingu, mun komast að raun um, að hún getur verið ósegjan lega miskiunnarlaus. Það þarf betri en góðan útbúnað, heii- brigða skyiisemi, þolinmæði, æv intýraþrá og síðast en ekki sízt drjúgan tima til að stofna til kynna við konuna Sahara. Siðkvöld eitt í Túnis bönkuðu tveir Danir að dyrum hjá okk- ur. Þeir viidu gjarnan fá góð ráð um leiðina yfir Sahara. Við vorum nýháittuð, en fórum á fætur og helltum upp á könn- una. Gestir okkar höfðu fengið leyfi hvor frá sinni auglýsinga stofu til að ferðast um Afriku í eitt ár. Nú höfðu þeir hugsað sér að fara til Dakar, og voru að velta því fyrir sér hvort væri betra að fara aðalveginn gegnum Libyu og Egyptaland eða slóðina þvert yfir Sahara! Við ráðlögðum þeim fyrst og fremst að útvega sér gott kort yfir Afríku. Því næst réðum við þeim til að fara aftur til Evrópu og skipta splunkunýj- um ameriskum fólksbíl sínum fyrir franskan bíl, og ennfrem- ur að ná í lesefni um þau svæði, sem þeir ætluðu um. Við vitum ekki hvað þeir gerðu, því við lieyrðum ekki meira frá þeim, en þeim lesendum, sem eru að brjóta licilann um eyðimerkur- ferð, viljum við gefa sama ráð. Kynnið ytckur fyrst og fremst leiðina og fáið upplýsingar um vegina. Michelin nr. 153 er prýð isgott kort, en jafnvel á því koma fyrir örlitiar smáatriða- villur, og alltaf er goft að hafa önnur kort til samanburðar. En m.unið, að þau þurfa að vera ný. Vegirnir í Sahara breyta um út- lit frá ári til árs. Vegur, sem var sandlaus og sléttur í í fyrra, getur verið sandfenntur og ó- fær í ár. FÆR MEÐMÆLI Af frönsku bíluinum, setn bezt eru fallnir fyrir hiB breyti- lega landslag eyðimerkurinnar, mælum \ ið helzt með litlu Citro én- og Renault-bilunum. Citro- en 2CV er ágætur. Einu sinni fékkst hann með tveimur mótor um, en sú gerð er ekki fram- leidd lengur. Citroén hefur ný- lega smíðað sérstakan eyðimerk urbíl. Hægt er að panta hann með sandsíu, stórum olíukæli og hlífðarplötum undir mótorn um og benzíntanknum. Yfir- byggingin er úr mjúku plasti, sem ekki tekur í sig hita, og bíll inn hefur hlotið hið einkenni- lega nafn Mehari, sem merkir reiðúJÆaJÚi á arabísiku. Eins oig úlfaldi vegur billinn ekki meira en 525 kíló, og hann ber sömu þyngd og úlfaidi, eða um það bil 400 kíló. BRAUTRYÐJENDUR André Citroén varð fyrstur til að skipnleggja leiðangnir á bílum yfir Sahara. í desember 1922 lagði hann upp frá Alsír með sex sérbyggðar „belta-bif reiðar", afbrigði af skriðdreka úr fyrri heimsstyrjöldinni með 10 lia. traktormótor. Nákvæni- lega mánuði síðar ók leiðang- urinn inn á ganila markaðinn í Timbuktu eftir áfallalausa ferð. Nýtt tímabil í siigu Saliara var bafið. Sömu vegalengd, sem tók úlfaldalestirnar meira en sex mánuði að komast, var nú hægt að fara á 30 dögum. Eftir þennan velheppnaða leið angur átti Citroén þann stóra draum að geta byggt bíl, sem yrði eins konar „almennings- vagn“ handa ferðamönnum um Sahara. En hverjir áttu að ferð ast um Sahara? Sem kaupsýslu maður sá hann auðvitað nauð- syn þess að fá vegi og hótel og lagði fyrir frönsku stjórnina hugarflugsáætlun, sem átti að gera Sahara að mesta ferða- mannalandi heims. En sem bet ur fór var áætluninni hafnað. Hirðiimgjar Sahara höfðu það ennþá sér til dægrastyttingar að skera kristna uppátroðslu menn á háls, og þaéí áttu eftir að líða mörg ár þar til nokkrum dátt í hug að eyða friinu sinu í þessum eyðilega hluta heims. Franska útgerðarfélagið Transaltantique tók sér að visu fyrir hendur að byggja hótelkerfi í Norður-Afríku og í nokkrum vinjum í eyðimörk- inni, en ekki bar það þann ár- angur að skapa ferðamanna- straum. Aftur á móti var það mikil huggun fyrir alla þá Frakka, sem smám saman sett ust að í nýlendunni, að hafa hót el til að hittasit á og bar til að •fá sér sinn daglega drykk. Ilótelin eru enn við lýði með slitin teppi á gólfunum og gam aldags risagaffla, sem eru svo þungir, að tæpast má valda, og merkilegt er það, í miðri Sa- hara, að koma inn á hótel með tréþiljur í loftum og stórar myndir af hinum gömlu gufu- skipum Transatlantique á veggjunum. FYRSTI SAFARIBÍLLINN Landroverjeppinn, draumur allra ferðamanna í Afríku, er mikið notaður á olíiisvæðuni Sa hara, en ef aðeins tveir ætla að leggja upp í ferð, á maður ekki að Iiugsa um svo þungan bíl. Ef LandroA-erjeppi festist, getur það verið erfitt, ef ekki útilok- að, að Iosa hann af eigin rainm leik, og það getur verið drjúg- iir spotti til næstu vinjar. Það er líka erfitt að fá varahluti í enska bíla, og na»stum ómögu legt að fá nokkurn mann til að gera við, ef bilun verður. Á Tademaitsléttunni alræmdu hittum við Itala nokkurn, sem sprungið hafði hjá 36 sinnum á 250 km vegalengd. Hann sat sinnulaus í skugganum af biln um sínum og hafðl gefið upp alla von um að komast nokk- urn tíma lengra. Honum höfðoi orðið á þau algengu mistök að 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971 mm^^^mmmmmmmmmmammammmmmmmmmmmi^^mmmma^mmmmmmmmmmmmmmmmm^^mm^^mammmm^mmamammmmammammmmmammmammmmamama^mm^^mmmmamaammammmmmmmm^mmmi^m^ammaammmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmBmmmmmmmaammmmammmm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.