Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 8
J>órunn Elfa Magnúsdóttir LÍTIL BROT FRÁ LÍFSINS MORGNI ÉG varð fimm ára þetta sumar, svo að ekkert hef ég getað gert til gagns á þeim góða bæ, sem ég hafði verið tekin á til sumardvalar, nema hægt hafi verið að nota mig til að haía ofan af fyrir „Litla dreng“ stund og stund. Mér fannst ég vera bamið hennar Dólu minnar (heima- sætu á bænum), en „Litli drengur" væri barn húsfreyju, sem hafði tekið miklu ástfóstri við hann, það mátti ekki anda á hann eða blaka við honum. Þegar ég átti að leika við haran vildi ég að við færum í ýmsa leiki, sem ég hafði lært „fyrir suninan" eða fundið upp, en „Litli drengur“ vildi helzt hoppa og skoppa og ærslast eitthvað út í bláinn. Mér fannst hann óþarflega smá- bamalegur og skitningssljór, en athugaði ekki í barnaskap minum, að það var einmitt þetta, að mér fannst, meiningarlau.sa sprikl hans, sem hentaði hon- um bezt. En það máti ég vita, að ef úfar risu með okkur mundi harnn hlaupa sem skjót- ast mn I bæ til húsfreyju og klaga mig, og hún mundi án nokkurrar eftirgrennslunair kenna mér um misklíðina og lumbra á mér, en hugga hann og gefa honum sætiodi. Ég vildi fyrir hvern mun losna v;ð klögumálin og afleið- ingar þeirra og vægði þvi oft- ast fyrir leikfélaga mimnn, þó að mér fyndist kergjublandið skilningsleysi barts oft eyði- leggja leiki okkar. Ef til vi.ll ætlaðist ég til of mikils af hon- um, en karmski var hann líka af þverhausagerðinni og naut þess, á sinm bannalega stríðnis- hátt. að gera mér erfitt fyrir. Hann hefur vitað sem var, hve lítils ég mát-ti mín, tökutelpa tímakorn á bænum, en hann fósturbarn og eftirlæti. Þó að ég vissi, hvað varast bæri, kom þó að því að blaðran sprakk, og þá öðlaðist ég hina furðulegu, en eigi að síður raun sönnu reynslu, að svarrinn kemst betur frá níutíu og ~viu vonzkuköstum en ef sá, sem treyst er á að alltaf vægi verö- ur ekki við þeirri kröfu í eitt sinn — kannski bara eitt ein- asta sinm er því ilia tekið, þanmiig er nú réttlæti heimsins. Hvort nú Dengsi var með erfiðasta móti daginin, sem stilling mín brást svo illa, eða mælirintn var orðinn svo full- ur, að út úr hlaut að flóa, þá fór rtú svo, að mér urðu þau ósköp á að ég beit leikfélaga minn. Beit bamið, sem ég hef ugglaust átt að gæta fyrir sér- hverri hættu, en varð þá sjálf versti voðmn. I AFBROT OG REFSING Dengsi rak upp skaðræðisorg og ég sá mér til skelfingar, að þétt taninaför spruttu út á handarbakinu á honum, fyrst hvít, svo roðnuðu þau. Það blæddi ekki úr þeim, en förin voru þarna. Nú hlypi hanin inn í bæ til að klaga, fá huggun og sætindi en ég . . . Þegar hann hljóp af stað Skælandi og herti orgin eftir því, sem nær dró bænum, reyndi ég ekiki að hlaupa á eftir honum til að vita, hvort ég gæti sansað hann og náð sáttum. Það var sem ég gæti hvorki hreyft legg né lið. Ég var víst meiri skelfingu lostir. yfir ódæði mínu en tilhugsun- inini um afleiðingarnar, verið getur þó, að þetta tvenint hafi blandazt saman. Húsfreyjain hefur víst haft fljótaskrift á hugguninni í þetta sinin, alltaf yrði hægt að bæta úr því eftir á, nú var um að gera að góma sökudólginm, áður en hann hyrfi eitthvað út í buskanm. Fljótt var við brugð- ið, húsfreyja var komin út á tún til mín fyrr en mig varði. Hún var vafalaust reið, því að fleiri geta reiðzt en fimm ára telpa, sem oft og lengi hefur verið ofboðið með kenjum cg klögumálum. En svo reið var hún ekki, að hún hefði ekki á sér fulla stjórn, enda vissi hún, að hún hafði í fullu tré við mig, hún var dómari minm, en ég hafði engan verjanda. Húsfreyj a sagðist aldrei hefði trúað því á mig, að ég væri bitvargur, ef hún hefði ekki séð, hvernig blessað barn ið var útleikið. Kannski sagði hún eitthvað um það, hvað ljótt væri að bíta, það gerðu ekki aðrir en grimmir hundar. Nú vax komið að sjálfri refs- ingunni, sem fólst meira í at- höfn en orðum, því að ugg- laust þurfti húsfreyja að hafa hraðann á, „Litli drengur” beið óhuggaður inini í bæ og fleiru þurfti að simnia. Hún lagði mig á grúfu, leysti ofan um mig og rassskellti mig rækilega, síðan skundaði hún imn í bæ, sjálf- sagt til að hugga drenginn sinin og gefa honum kandís- mola eða sætabrauð. Ég lá eftir úti á túni, ég kemndi til í bossanum og sveið í andlitið, þegar sterkir sólar- geislamir þerruðu sölt tárin af hvörmum minum og kinnum. Etoki get ég sagt um, hvort húsfreýja hefur unnið mér mein með flengingunni, þeirri einu, sem ég hef fengið um dagana. Ég er viss um að hús- freyja hefur verið mér væn á sinn hátt, að mimnsta kosti tók hún mig í sumardvöl á heimili sitt. En verið getux, að hún hafi gert það fyrir bænarstað dætra sinna, sem höfðu, önnur eða báðar, lært fatasaum hjá mömmu. Hún var mér alltaf fjariæg, og ég vissi fullvel, áður en þetta vildi til, hvað mikið hún gerði upp á milli okkar, smábarnanna tveggja á bænum. Kannski fannst mér það eðlilegt, og þess vegna hafði ég heldur ekkert klagað fyrir henmi, þó að ég kunni að hafa haft alveg eirns mi'kla ástæðu til þess og „Litli dreng- ur“, ég vissi, að ég mundi ekki fá neina leiðréttingu, þó að klögumálin í minn garð væru ekki alltaf réttmæt. Þrátt fyrir þetta virti ég húsfreyju og hef vafalaust skammazt min, að minnsta kosti er þetta afbrot mitt óafmáanlega letrað í synda registur mitt. Líklega hef ég ekki bitið neinin eftir þetta, að minmsta kosti ekki svo að mér hafi orð'ið það mininiisstætt, svo að vera karan, að ráðningin hafi komið að tilætluðum notum, því að ég tel líklegt, að hús- freyja hafi fremur verið sér þess meðvitandi, að hún væri að hýða úr mér óartina en að hún væri að hefna fyrir dreng- inm sinn. Mér hafði lömgum verið hælt fyrir það, hvað ég væri góglynt og þægt barn, en nú vissi ég, að það gæti komið fyrir mig og líklega hvern sem er, að missa stjóm á sjálfum sér og geira í kvalræðisfullu of- boði eitthvað, sem ekki yrði umborið né fyrirgefið, heldur refsað- fyri'ri kamnski af sama stjórnleysi. en af öðlruiih rótum. runmið. Nú var ikomin stundiirt: til að minmiast þeirra orða, sem mamma hafði svo oft látið okkur systuimar hafa eftir sér; „Drottiinn blessi mig og varð- veiti mig . . .“ og.......eigi leið þú oss í villu, heldur freiaa oss frá illu . . . Hvernig gat staðið á því, ef svo er sem mig irnnmir, að ég hafi eíkki farið með fögru fyr- irbænimar heninair mömmu á þeasari reynslustundu? Veir það ef til vill að búa um sig eins og sáðkotrn, sem sáð er í djúpan, dimman jarðveg, hvað Guð sé langt fjarri, þegar hjálpar harts er mest þörf . . . Kanmski gerðist það ekid skyndilega, heldur smátt og smátt, að allt varð svo undra kyrrt hið inm-a með mér. Ef til vill átti þessi friður eitthvað skylt við örvæntinganró þass, er hefur skilið, hvað það er að vera yfirgefimn af öllum og verða að láta auðmu ráða. Ég lá í flosmjúku, grænvu grasi, sem krotaði alla vega strik á nakið hörund mitt, en svo undur, undur varlega, að það var sem mildri móðurhendi væri strokið um kaun. Ég horfði til hliðar á túnflákann hið næsta mér, blágljáandi skrautpunt- ur buktaði sig ögn í þýðum blænum, sem bar með »ér varma og angan úr frjócri jörð. Gróðurinai var margt- breytilegur, hvítar, gular og bláar blómabreiður, flekkir af rauðri komsúru — og puntur- inn . . . Ég ætlaði að tína vönd handa Dólu minini, fallegusrtu blómin, lengstu puntstrá- in . . . Yfir mér hvelfdist alheiður, blár himinn. Sólin var eina og bjart, ástúðlegt móðurandlit, sem brosti við mérr. Hún hafði þerrað tárin mín með geisiuim sinum, mig sveið ekki lengur, þó að mig hitaði í andlitið. Mig syfjaði, en þó að augnalok min dyttu aftur fylgdi birtan þeim. Ég velti mér varlega, svo að ég sneri undan sólu. Ef til viU sofnaði ég úti á túninu. Ég man ekfki hvað gerðist, hvort ég eigraði lúpu- leg km í bæ, eða hvort Dóla mín sótti mig út á túin. Hún háttaði mig um kvöldið, hneppti ekki bara frá mér kjólnum, kotinu, strengnum á prjónahaldinu og teygjubönd- unum af sokkunum, heldur háttaði mig alveg. Ég roðnaði og varð undirleit, þegar hún strauk mér þar sem ég var aum. Hún spurði ekki, hvort ég kenndi til og ég kveinkaði mér víst ekki. Hún tók hreinr an samainbrotinin náttkjól upp úr kistlinum mínum og lét mig fara í hann. Þá var ég fín með allar blúndurnar um hálsimál, barmlista og ermalíningar. Mamima saumaði avo fallega náttkj óla. Þegar ég var búim að liag- ræða mér í holurmii minni undir súðinni bað ég Dólu1 að gefa mér mjólk að drekka. Hún þurfti að fara fram í búr til að sækja hana. Þegar hún vair gengin burt skauzt ég eini’ og eldibrandur fram úr rúmunu okkar Dólu að rúmi „Litla drengs“. ’ i ; Hanin svaf vært með báðar hendur ofan á sængihini. Það aáust engin tannaför.' 8 LESBOK MOR.GUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.