Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 29
í bakkaf'ullan lask, að bæta þar við, og þess vegna séu islenzku spilin svo fá. Eflaust iiafa þa>u þó orðið fleiri en Eggert telur, að minns'ta kosti bætir Ólafur Daviðsson einu spili þar við, þótt það beri óís- lenzkulegt nafn, því að það 'heitir „Treikort". E>að má nú heita týnt og tröllum gefið, en ef einhver vildi skemmta sér við að spila það núna um hátíðarnar, þá éru hér upplýs- ingar um spilaraglurnar. TKEIKORT Ólafur Daviðsson segir svo um þetta spil: Þegar ég var ungur, heyrði ég gamla kerl- ingu á Sléttahiíð tala um danskt treikort og íslenzkt treikort. Húh kunni þó ekki nemá annað spilið og lærði ég það, en vissi ekiki hvort það var það danska eða íslenzka. Nú er treikorti lýst í gömlum dönskum spilaibókum, og er allt öðru visi en treikort það, er óg hefi vanizt. Það iigigur því hærri að það sé einmitt danska treikortið, sem lýst er í spiia- bökunuim, en íslenzka treikort- ið, sem kerlingin kenndi mér. Spil þetta tíðkast annars um allt land og er aðeins kallað treikort, alls staðar þar sem óg hefi spurnir af. Nú munu vera liðin um 90 ár síðan þetta var skrifað, og treikortið mun nú vera gleymt fyrir löngu, eins og áður seg- ir. Að minnsta kosti hefir það ekki heyrzt nefnt á nafn uim hálfa öld. Áður en byrjað er að spila, verða nienn að gera sér grein fyrir því, að spilagikli eru öll önnur en venjulega. Fyrst eru 8 liáspil og í þeirri röð, sem liér segir: Lauf adrottning, spaðatvistur, tígulkóngur, hjartatvistur, laufaf jarki, spaða átta, hjartanía, tígulnía. Laufá- drottning er hæsta spil og ber af ölluni öðrum, en siðan fara háspilin lækkandi eftir röð og tígulnían lægst. Næst koma ásarnir og eru allir jafnháir, svo að enginn getur drepið annan hafi eitt- hvert spil verið tekið með ás, þá er ekki hægt að drepa hann með öðrum ás. í»á koma gosarnir og gildir sama regla uim þá og áséuna. Svo koma póstarnir (sexur) og eru lí'ka allar jafnháar, en lægstu spil- in (hrök) eru hjartaátta, tígul átta og llauifaáJtba. Sér i flokki eru besefarnir (sjöurnar) því að þeir eru ódræpir, en geta ekki drepið neibt spi'l. Sá sem á útslátt má spila þeiim besefum er hann kann að hafa á hendi og eru þeir fríspil, svo að ekki einu sinni lauífadroittniinig gietiur unn- ið á þeim. En verði menn að gefa besefana í slag, eru þeir vita gagnslausir og bera ekki einu sinni af áttunum. Hér eru talin 27 spil og á þau er spilað. Öll önnur spil skulu telkin úr sto'kk áður en byrjað er að gefa. I»etta er þriggja manna spil, eins og nafnið bendir til. Menn byrja á því að draga um hver eigi fyrstur að gefa, og lcemur það í þess hlut er Iiæsta spilið dregur. Eins geta menn knniið sér saman um, hver eigi að gefa fyrstur. Sá sem gefur á að stokka spilin vandlega, og síðan gefur hann þrjú spil þrisvar sinnum. Hefir þá hver maður 9 spil og eru því öll spilin gefin. Nú er um að gera að fá sem flesta slagi. Ef forhönd hefir besefa slær hún þeim út, því áð það eru fríslaigiir. Ef ein'hver fær 13 slagi í þrefnur spilum, þá verður hann páfi. Sá, sem fær 11 slagi í þremur spilum heitir keisari, en sá sem fær 9 slagi verður konun'giur. Fái ein- hver 5 slagi, eða minna í þrermuir spilum, heitir hann kamarmok- ari. Engin hlunnindi eru bundin viið neitt nafnið nema páfa- nafnið, því að í næstu umferð hefir hann leyfi til þess, að kjósa sér bezta spi'l hjá öðrum en besefa hjá hinum, og eru þeir skyildir að láta þau spii af hendi. Sá, sem páfinn heimt- ar bezita spii af, hefir ávallt: eitt spil hæst á hendi og verð- ur að skila því, en oft ber það við að hinn hefir engan besefa, og fær páfinn þá ekkert hjá honuim. Páfinn á að láta af hendi hunda fyrir þau spil sem hann fær, en gleymi hann þvi, veltur hann úr tigninni. Eins missir hann tignina, ef hann fær efcki 13 slagi i næsta hring. 1 fyrsta hring er hver sjálfum sér næstur, en þegar páfi er kominn í spilið, reyna hinir tveir í fðlagi að sjá svo um að hann nái ekki 13 slög- um í næsta hring. Ef páfinn fær 13 slagi i miðju spili, þá er því spili hæ'tt. Erfitt reynist oft að steypa páfa úr tigninni, en ef það tekst, þá er byrjað á nýj- um hring og svo koll af kolli. Að spá í spil Upprunalega munu spil liafa verið notuð sem nokkurs kon- ar töfur til þess að geta skyggnzt inn í franitíðina og Ieitað frétta þaðan. En slíkt hefir verið mönnum áhugamál aftan úr grárri forneskju og fram á þennan dag. Þetta er kallað að spá í spil og niunu aðferðirnar við það vera ótelj andi, en auk þess þarf sérstak- ar gáfnr og frjótt ímyndunar- afl til þess að skýra táknmál spllanna. Það er sitt hvað, að spila á spil og að spá í spil. Þótt það sé mikil list að spila vel, þá er hitt enn flóknara að spá í spil, því að svör þeirra líkjast fomum véfréttum í þvi, að ráða má þau á fleiri vegu en einn. Fyrir þann, sem ætlar að leita frétta af spilum, er nauð- synlegt að þefckja helztu regl- urnar, sem þar um gilda, en þær eru nokkuð mismunandi eftir þvi hver spásagnaraðferð in er notuð. Hér á aðeins að sýna eina aðferð, og er það fyrst af henni að segja, að þar hefir hvert spil sína merk- ingu, og er bezt að rekja það fyrst: HJARTA As þýðir liús, tvistur gift- ingu, þristur friðsemi, fjarki eiulivern geðfelldan atburð, fregn, sexa mikla gæfu i vændum, sjöa veizlu, átta inni- lega vináttu, nía lieita ást, tia trúan elskhuga, gosinn ungur og laglegur maður leitar vin- áttu þinnar, drottning falleg an vin. TÍGULL Ás þýðir bréf, tvistur ánægjuefni, þristur nýjan vin, fjarki ábatasama verzlun, firnrna von á peningum, sexa Iiamingjnvon, sjöa von á ein- liverju þægilegu, átta fyrirætl- an ræðst vel,. nía gjöf en ekki stóra, tía mikla peninga, gosi góðar fréttir, drottning Iilið- lioila heldri konu, kóngur li jálpsamur heldri niaður. LAUF Ás þýðir stóra gjöf, tvistur leyndarmál, þristnr upp- fyllt ósk, fjarki fréttir, fimm ferð en elcki langa, sexa gott embætti eða góðan liag, sjöa illt umtal, átta álygar, nía lang ferð, tía sorglegan atburð, gosi undirförulan mann, drottning ekkju eða gamla konn, kóng- nr óvænta heimsókn. SPAÐI Ás þýðir dánarfregn, tvistur eittbvað sem mistekst, þristur örðugleilca en ekki mikia, fjarki þjófnað, firnrna lasleika, sexa slæm tíðindi, sjöa fals og flærð, átta bryggð, nia öfund, tía mikil veikindi, gosi flagara, drottning óvandaða konu, kóngur ágjarnan mann. Sá, sem ætlar að spá, tekur nú heil spil (52) og stokkar þau níu sinnum, svo að þau ruglist sem mest. Sá, sem spáð er fyrir, dregur síðan fimm spil úr stokknum, eftir vild, og er þeim raðað á borð hvei-ju á eftir öðru. Og nú reynir á þann sem spáir, þvi að hanm á að byggja spádóm sinn á merkingu spilanna. Ekki er það þó einhlítt að draga hugsunarlaust saman merkingar spilamna, því að það getur orðið hrein markleysa. Þess vegna eru honum gefnar nokkrar leiðbainingar, og. er þetta ein formúlan: „Þeir, sem eru rauðlitaðir á hár, þykUleit- ir og rjóðir, eru hjarta. Þeir sem eru lítilieitir og ljósleítir á hár, eru tígull. Þeir, sem eru þykkleitir og dökkir á liár, eru spaði. En laufið táknar lítii- leita ménn og livítleita, livern- ig sem háraliturinn er.“ Annars ber þess að gæta, að rauð spil boða yfirleitt gott, en svört spil það sem lakara er og miður fer. Viltu svo ekki reyna að spá eftir þessum reglum? Setjum svo, að þú sért að spá fyrir unga stúlku og hún hafi dreg- ið þessi spil. (Sjá mynd neðst). Hvernig mundir þú nú fara að? Þú byrjar á því að sjá hvað hvert spii merkir og þá er röðin þessi: Gifting, frétt- ir, öf'und, hús og hjálpsamur heldri maður. Ætli þú segir þá ekki ungu stúlkunni frá eitt- hvað á þessa leið: Þú ætlar að fara að gifta þig bráðlega, en þó verða ein- hverjir erfiðleikar á því, og þú munt komast að þvi, að það sé vegna þess, að einhver, sem öfundar tilvonandi eiginmann þinn, reynir að spilla fyrir. En úr þessu rætist vel, þið giift ið ykkur og sto.fnið ykkar eig- ið heimili, og það eigið þið að þakka góðum og drenglyndum manni, sem mikils má sín. Hjá Einari Renediktssyni í Herdísarvík Frainliaid af bls. 19 ist þetta mál hans latínu. — Hu, svaraði Hlín. — Hann getur brugðið fyrir siig grisku þegar hann vili. HLin fór að 1aia um búskap þeirra Einars, og þótiti ís- lenzka þjóðin heizt tiil tóniliát um afdrif hins mikla skáíds. — Þegar Björnsjerne Björnsson reisti bú á Aulestad, þá kom ÖLI norska þjóðin til móts við hann með gjöfum, og ölLu því er skáldinu máttii að gagni kom,a í búsetu hans. Eng inn hefur rétt Einari Beniedikts syni neina hjálp eða aðstoð þegar hann hóf búskap í Hier- dísarvík. Islendingar hafa aldrei sýnt Einari Benedikts- syni neinn höfðimgisskap. HMn hafði nú lokið mjöltiwn. og fórum við inn í bæinn. Hláji lét mig bera á borð, og þegar inn í stofuna kom, sat Kristin sem fyrr og reykti ákaflega. Þegar hún sá, að Hlín skipaði mér vinsamlega fyrir verkum, sagði Kristín: þér hafið manna hylli blessað barn. Ein- ar gekk hægt og virðulega um gólf. ÓróLeikinn sem yfir honum var eftir komu okkar og viðureign þeirra Kristínar og HLinar, virtist horfinn. 1 stað þess var kominn fjarLægur meinleysissvipur. Kristín rrrun ekki strax hafa getað vantð sig við málleysi bróður síns því að einiu sinni heyrði ég hana. segja: 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.