Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 13
xnáli skiptir að ekki verði vefengd þegar ræða skai nán- ar spádóm erkiengilsins. SPÁDÓMURINN t>að er hinn viðfrægi sendi- boði Drottins, erkiengiliinn Gabriel, sem sendur er tii Maríu í Nasaret með hinn mik- ilvæga boðskap. Þegar hann ávarpar hana verður henni íhverft við, en engiiiinn segir „Vertu óhrædd Maria, þvi að þú hefur fundið náð hjá Guði.“ Ef vér aðgætum spádóminn nánar má skipta honum í þrennt. Fyrster það, sem snertir Maríu sjálfa persónulega. Hún á að verða þunguð og fæða son og hann skal bera sérstakt nafn, sem þá var all algengt meðai þjóðar hennar. Þessi son ur verður ekki getinn á sama hátt og önnur böm, heldur með yfirnáttúrlegum hætti. Þetta skilur María ekki að vonum en sættir sig við hlutskipti sitt. >ar næst segir engillinn, að þessi sonur hennar muni verða mikill maður, og kallaður „son ur hins hæsta,“ og af því hann sé getinn að yfirnáttúrlegum hætti muni „það, sem fæðist" verða kallað „heilagt, sonur Guðs.“ Þá segir engillinn enn, að Drottinn Guð muni „gefa lionuni liásæti Davíðs föður lians og hann nnini ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans niuni enginn endir verða.“ Loks segir engiilinn Maríu, til sannindamerkis um að henni sé óhætt að trúa orðum hans, að frændkona Mariu, Eiisabet, sem er óbyrja og auk þess komin úr barneign fyrir aidurssakir, sé nú með barni og muni eignast son og hafi hún þegar gengið með hann á sjötta mánuð. VIÐBRÖGÐ MARÍU María verður að sjálfsögðu þrumu lostin yfir þessum tið- indum og á erfitt með að trúa þeim. Fyirsta viðbragð hennar er það, að hún tekur sig upp og „fer með fflýti“ á fund Elísabet ar frænku sinnar til þess að fuiivissa sig um að það sé rétt, sem engillinn sagði um hagi hennar. f>að reynist allt rétt. I>ar með hefur María fengið áþreifanlega sönnun fyrir þeim hluta spádóms erkiengils ins. Hvers vegna ætti þá ekki annað, sem hann sagði, einnig að geta verið satt? Og María ákveður annað. Hún vill vera örugg um að faila ekki fyrir þeirri freist- ingu að hafa mök við mann sinn, áður en fuMvissa fæst um að hún verði þunguð með þeim hætti, sem engiilinn tjáði henni, svo að hún ákveður að dvelja hjá frændkonu sinni i þrjá mánuði, eða þar til íull- víst er að hún sé barnshafandi, án þess að hafa karimann kennt. Þegar sá tími er liðinn og hún hefur gertgið úr skugga um sanngildi einnig þeirra orða engilsins, snýr hún heim aftur. Nú veit hún, að einnig þessi þáttur spádómsins er rétt ur og hún biður sins tíma. Og enn er eftir einn mikil- vægasti þátturinn í þeim hluta spádómsins, sem að henni sjálfri snýr. Hún veit, af hinum fornu helgiritum þjóðar sinn- ar, að Messías á ekki að fæð- ast í Nasaret. Hann á að fæð- ast í „borg Daviðs", Betlehem. Hvernig má það samrýmast orðum erkiengilsins? Þá reyn- ist það enn svo að „ekkert orð frá Guði er ómáttugt," því „það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústusi keis- ara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.* Fóru þau þá Jósef úr Galileu frá borginni Nasaret „til borgar Daviðs, sem heitir Betlehem", „ásamt Ma.ríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð, til þess að iáta skrásetja sig.“ Við þurfum ekki að rekja þá sögu lengur. Hana kunnum við öil. „En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sér.“ ■ SONUR HINS HÆSTA“ Árið 60 e. Kr.,þegar Lúkas- arguðspjall er talið ritað — þ.e. um 30 árum eftir kross- festingu Krists — voru þeir ekki margir eða víða, sem viður kenndu, að Jesú væri „sonur Guðs“, „heilagur" og „sonur hins hæsta.“ Flokkur sá, sem hann hafði safnað um sig var tvístraður og þeir, sem enn voru eftir i Jerúsalem voru of- sóttir og í fangelsum. Kristur hafði verið tekinn af lífi — krossfestur — ásamt tveímur giæpamönnum sam- kvæmt eindreginni kröfu prest anna og fræðimannanna og þess götuskrils, sem þeir höfðu safnað um sig. Hinn heiðni, rómverski land stjóri, Pílatus, reyndi að koma í veg fyrir aftökuna en gafst upp þegar hótað var að kæra hann fyrir keisaranum og láta svipta hann embætti. Spádómar eiga sér oft lang- an aldur. Tímarnir liðu. Flótteimennirn ir, sem tekið höfðu við trú á Krist dreifðust um ýmis lönd og fluttu með sér kenningar hans og sögurnar um starf hans og kraftaverk. Og nú tók annar þáttur spá- dómsins að rætaist í bókstaf- iegum skilningi. Söfnuðir urðu til. Kirkjur risu upp viða um lönd og trúboðar hættu Mfi sinu og limum tii að boða kenn ingar Krists meðal heiðinna þjóða. Nafn hans varð við- frægt. Ails staðar þar sem nafn hans var boðað og kenn- ingar hans festu rætur, þó ekki væri nema að litiu leyti, vair hann vegsamaður sem „son ur Guðs" og frelsari mann- anna. Hann var kallaður „heil- agur" og „sonur hins hæsta". Aldirnar liðu og litlu kirkj- urnar, sem fyrst voru reistar og báru nafni hans vitni, hurfu en í þeirra stað komu mikil og voldug musteri og stórhýsi, sem ekki áttu sinn hka áður. Alit hið fegursta og bezta í byiggingarlist aldanna var not- fært í þágu „hins hæsta, sonar Guðs“, því að hann var mikill, já öllum meiri, „heilagur". Hið fegursta i skáidskap og ljóða- gerð, iofsöngvum og hljómlist aldanna reis hæst í kringum nafn hans, og smælingjarnir og umkomuleysingjarnir nutu góðs af nafni hans og kenn- ingu, og margir fórnuðu lífi sínu og æviiöngum starfskröft- um í þjónustu við hann og hans málefni. Mannúðin og bróðurþelið festu alls staðar rætur þar sem hinir sönnu vottar Krists lögðu leið sína. Sjúkrahús og skólar urðu einn ávöxturinn af lifi hans og kenningu. Mann- réttindi, sem áður var óþekkt hugtak, eru frá honum komin. Þekkingin og sannleiksleitin vaxa í götunni, sem hann hafði gengið. Og nú eru senn 2000 ár liðin frá fæðingu hans og enn ber nafn hans hæst af öllum nöfn- um, sem nefnd eru undir sól- inni. Þær þjóðir, sem kenna sig við hans nafn, — þó að þær séu ennþá aðeins nafnkristnar, — skara fram úr öðrum þjóðum um framfarir, tækni og menn- ingu á flestum eða ölium svið- um. Nú viðurkenna menn, að flest hið farsælasta, sem gerzt hefur í lífi kristinna þjóða, má rekja til hans, — „sonar hins hæsta" — einnig með vorri þjóð. Siðasti og nýjasti vitnisburð- urinn, sem þar um hefur birzt á prenti — og vafalaust án þess að höfundurinn hafi gert sér grein fyrir mikilvægi um- mæla sinna, frá því sjónarmiði, sem hér er horft, er í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins frá 16. maí í vor. Forstöðumaður Handrita- stofnunarinnar, Jónas Krist- jánsson, á þar grein, sem hann nefnir: Bækur eiga sér örlög. Þar segir hann, eftir að hafa lýst þvi með hverjum hætti Norðmenn glötuðu sinu forna ritmáii: „Hin dönsku kirkjurit og iög ráku síðan smiðshöggið á verk- ið og eftir tiikomu þeirra var úti um hina fornu norrænu tungu sem skrifmál í Noregi. En á íslandi varð Nýja testa nienti Odds Gottskálkssonar upp haf mikilia trúarbókmennta á þjóðtungunni. Það brúaði bilið frá fornöld til nútíðar og bægði frá dyrum þeirri hættu að íslenzk tunga drukknaði í flaumi dansk-þýzkra siðskipta bókmennta. (Lbr. hér.) Þannig bjargaði bókin um ævi og starf Jesú frá Nasaret hinni dýrmætu tungu vorri frá glötun. Og svo er þetta miklu viðar en hér. Hinir smáu söfn- uðir frumkristninnar eru nú orðnir kristin þjóðlönd, að visu að mestu aðeins nafnkrist in eftir nærri 2000 ár, svo vér sjáum hversu hægt gengur og hve langan tíma það tekur oft spádóma að rætast. En þannig hefur það rætzt bókstaflega, sem erkiengillinn Gabriel sagði Maríu fyrir næiri 2000 árum, og er í dag óumdeilanleg söguleg stað- reynd, að sonur hennar, Jesús, hefur verið og er enn talinn vera „sonur hins hæsta", „heil- agur“ og „sonur Guðs“. Og þetta hefur ekki reynzt neitt likingamál heldur söguleg stað reyind, sem ailir geta sannfært sig um ef þeir viija. EN ENGILLINN SAGÐI MEIRA Ég hefi nú fært sönnur á, að verulegur hluti þess, sem sendi boði Guðs sagði Maríu á boðun ardegi hennar, hefur rætzt bókstaflega. Svo var um Elisa- betu frænku hennar, um sjálfa hana og urn son hennar, sem skyldi verða kailaður mikill, sonur hins hæsta og sonur Guðs. En engillinn sagði meira við Maríu. Hann sagði ennfi-emur: „Og Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður bans, og liann mun ríkjayfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans nuin enginn endir verða.“ Allt til þessa dags hefur ekk ert af þessu rætzt, a.m.k. ekki í jafn bókstaflegum skilningi og þeir þættir spádómsins, sem áöur hafa verið raktir. Til þess að þessir spádómar geti rætzt skortir allar þær forsendur, sem nauðsynlega þurfla að vera fyrir hendi, ef þeir eiga að geta rætzt. Með orðunum „hásæti Davíðs föður hans" verður að teija við það átt, að Jesús frá Nasaret eigi að rikja sem jarðneskur stjórnandi. Hásæti Daviðs konungs hefur ekki ver ið til síðan 585 f. Kr. er Neb- úkanesar Babyloníukonungur gjörsigraði Júdariki (Suðurrík ið) og herleiddi íbúa þess flesta til Babýlonar. Salmanas- ar Assyriukonungur hafði 137 árum áður lagt undir sig ísra- elsriki (Norðurríkið) og flutt i'búa þess norður að Kaspía- hafi og sett þá niður i „boxg- um Meda“ eins og frá er sagt i 17. kapítula 2. Konungabók- ar. Með orðunum „ætt Jakobs" getur ekki verið átt við annað en hinar tólf ættkvíslir ísra- eis eða afkomendur þeirra, en af þeim þekkist nú engin önn- ur en nokkur brot af Júda- ættkvísl, sem dreifð hefur ver- ið um mörg þjóölönd, en eru nú að safnast saman i Landinu helga í skjóli Bretlands og Bandarikjanna. Þar sem hvorki er nú til, né heidur hefur verið siðustu 2000 árin, „hásæti Davíðs“ og „ætt Jakobs", nema hið iitía brot af Júdaættkvisl, er eng- inn grundvöllur fyrir því, að ríki Krists, sem Gabríel erki- engill sagði að „enginn endir" mundi á verða, sé ennþá stofn- að. Niðurstaðan verður þvi þessi: Ekkert af þessum atrið- um hefur ennþá rætzt, gagn- stætt því sem er um hin fyrri, sem öll hafa rætzt í bókstafleg Framhald á bls. 31 Jón Jóhannesson Stjarnan í spor vindanna fer nóttin til að kveikja á stjörnunni. Hirðingjarnir mega ekki villast. Ennþá einu sinni skulu þeir boða hinu guðhrædda óargadýri: og sjá, í dag er yðar frelsari fæddur. 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.