Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 3
Jónas Kristj ánsson, handritafr. Maður sem nú er liðleg-a sjötugur, npp vaxinn í einum af stærstu kaupstöðum landsins, liefur tjáð mér að í aesku sinni hafi liann aldrei séð jólatré. I>etta kom mér á óvart. Sjálfur ég, fæddur á mótum fornrar og nýrrar aldar, í kaldri noðlenzkri sveit, heilsaði minum fyrstu jólum á bryddum sauðskinnsskóm, í heimaofnum vaðmálsstakki; en í Vesturstofu stóð iþó jólatré, svolitil birkihrísla sem faðir minn ihafði klippt úti í skógi, og varð undarlega stór, gnæfði upp undir loft þegar Iniið var að reisa liana upp á tréfótinn sem geymdur var frá ári til árs. Á laufvana bjarkargreinum stóðu tuttugu ósvikin vaxkerti, og i flöktandi ljósunum glömpuðu mislitar glerkúlur sem aðeins mátti horfa á, ekki snerta, þá fóru þær í þúsund mola. En skammt er öfga milli. Nú má oft heyra nöldrað yfir þvi að jólahaldinu fylgi allt of niikið hófleysi og iburður. Sumir hugsi um það eitt að græða sem mest á jóliinum, aðrir láti teyma sig af tízku og hégómaskap og sólundi siðasta eyrinum í jólaskraut, jólagjafir, jólakræsingar . . . Erá þvi að vera liátíð litlu barnanna sem glöddust yfir tólgarkertinu sínu séu jólin orðin uppskerutimi braskara. I»vi skal ekki neitað að í .fásinni fortíðar hafi flöktandi jólaljós brugðið birtu inn í skammdegismyrkrið, og dökkar bjarkargreinar lyft barnshuganum í átt til hæða. T.itlu verður Vöggur feginn, liamingja mannsins býr í lioniim sjálfum, birtan er metin af niyrkrinu sem fyrir var. En það er hræsni að lítilsvirða þau gæði sem gefin eru börnum nútíðar. Min bernskujól voru gjafalaus, mitt jólaskraut voru nokkrar þunnar glerkúlur sem lieldur fækkaði svo sem árin liðu. 11\ í skyldi ég þá skammast mín fyrir það, á fullorðins árum, að finna til æskulegrar gleði með minum jólabörnum? Enda skal ég játa það að aldrei þykir rnér of glysmikið jólaskraut á götum og i búðagluggum, aldrei of Siátt og limamikið hið sígræna jólatré, aldrei of biingubreiður sá hóll sem smám saman myndast undir greinum þess þegar aðfangadegi hallar. Með söknuði horfi ég á síðiistu eldflaugina sem sáir stjörnuregni yfir Reykjavik, iþegar klukkan slær tólf á þrettándakvöld. Og fer að hlakka til næstu jóla. Helgi Sæmundsson. ritstjóri Á jólum verður mér alltaf hugsað uni blessað ljósið. Ég man aðfangadagskvöldið í baðstofunni heima í Baldursliaga. I/itill drengur lá veikur í rauðmálaða rúminu sínu. Myrkrið grúfði yfir landimi, og rok var og rigning. Eigi að síður skynjaði ég, að hátið fór i hönd. Mamma hafði skúrað gólfið, og hangiketslyktin barst utan úr eldluísi. Pabbi var kominn inn frá útiverkum og var að liafa fataskipti. Bræður mínir sátu hver á sínum stað prúðbúnir og stilltir. En mér var þungt í skapi. Hlaut ég ekki að fara á mis við jólin liggjandi í niminu? l>á kom mamma með kertið. Hún setti það á lítið borð við rúmstokkinn hjá mér og kveikti á því. — Horfðu á ljósið. Jesús var Ijós heimsins. Ég starði á Ijósið og vissi, að það var gott. Myrkrið hvarf á svipstundu, og kvíði minn og liarmur var að engu orðinn. Ljósið gladdi mig og hressti. Ég fann á niér, að ég kæmist aftur á fætur; og jólin urðu mér hátið eins og foreldrum míniim og bræðrum. Ejósið, sem kveikt er á litlu kerti, er ekki stórt, en það vermir og lýsir. I>að minnir á litið barn, sem fæðist á dimmri skammdegisnóttu, en vex brátt að vizku og þroska og gerist farsæll maður. Ejósið á einnig skylt við frækornið, sem varð stórt tré og táknar guðsríki. Og það færir gleði og liuggim þeim, sem kviðir og líður i myrkrinu, þegar óveður gnýr og liroll setur að sérhverri veru. Og sú kemur tíðin, að heiðingjalijörð þar liælis sér leitar af gervallri jörð, sú tíðin, að illgresið upp verður rætt og a.fliöggna limið við stofninn sinn grætt. Drengurinn í baðstofunni heima í Baldursliaga liorfði á ljósið og varð sæll og glaöur, þegar hann hlustaði á fólkið syngja: í dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins Ijóma jól. f niðamyrkrum nætur svörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur lijá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skin. Fallega skein ljósið, og minnisstæð urðu mér orð móður minnar, þegar lnin færði mér kertið: — Jesús var ljós heimsins. Auðvitað liugsum við, fullorðna fólkið, fyrst og fremst um börnin á jólunum, barnið í Betlehem, börnin og barnabörnin, sem við erum ábyrg fyrir að fæddust til þess jarðlífs, sem við viljum að þau megi njóta sem lengst og bezt. Með þvi að gera allan ársins hring allt það, sem við trúum að til þessi snegi verða, þá getur jólaliátáð toarnanna einnig orðið okkur tU unaðar. Hitt, sem gei-t er til þess eins að gleðja okkur sjálf við þann munað, sem \ ið kaupum okkur einum til að njóta, verður vitanlega jafn fánýtt á jólum og alla aðra daga. Að fórna raunverulega einhverju fyrir aðra er það, sem gefur lífinu varanlegt gildi, raunar engu síður á öðrum árstímum en jólimum, en einmitt þá er það þó, sem gæta verður hófstillingar við imdirbúning samvistanna og samskipta við toörn, aðra vandamenn og vini. f>að er fullvissan um hlýleika hjartans, trúnaðartraustið, unaður samkenndarinnar, sem bezt geymist í minni, allt frá því er við vorum litil börn, sem reynt var að gleðja, til þess er við reynimi sjálf að vera litluin toörnum og öllum öðriun góð á jólaliátíðinni, sem hefir að fornu og nýju ekki einimgis verið haldin til fagnaðar vaxandi toirtu sólar heldur einnig til að glæða það Ijós góðleikans, sem við vitum að fyrir beztu er að okkur torenni jafnan í br jósti til allra þeirra, sem við eigum samleið með á stuttri vegferð okkar um þessa jörð. En einmitt þegar jólaljósin endurspeglast á glöðum barnsaugum, þá verður mér það miklu ógnþrungnara en alla aðra daga hve ábyrgðarlaus við erum gagnvart öllum þessum litlu börnum. Mér ægir sú veröld, sem við eftirlátum þeim til þess að lifa í eftir að við höfum átt okkar síðustu jól i þeirra hópi. Og erum við ekki alltof mörg, sem reynum á jólunum að ikaupa okkur einliver stundargrið í vondum heimi, friðþægingu við okkur sjálf með ríkmannlegum gjöfum, kirkjugöngum og íburðarmiklum veizluhöldum, lifum öll jól eins og önnur ættu aldrei upp að renna? Að þeim liðnum sannreynum við þó, að með því vorum við einungis að þjóna þeim guði tolindrar efnishyggju og sýndarmennsku, sem markað hafa allt aðra og ógiptusamlegri stefnu öllu mannkyni en þá, sem kennd er við barnið frá Betlehem. Ég játa, að enn tolakka ég til jólanna vegna toarnanna, en ég viðurkenni einnig, að það er þeirra vegna sem ég óttast jólin og allan þann skollaleik, sem of margir bregða þá á. Ég kvíði þvi ef myrkrið fellur á þau augu, sem toorfa iminu í áhygg'juláusri gleði og eftirvæntingu á Ijósin, sem þeim verða tendruð á þeim jóluni, sem nú fara í hönd. Eg óttast toin sterkú rök, sem uppi má hafa fyrir því að niaðurinn liljóti að tapa á tínia þeirri skák, sem hann tefllr nú við dauöann. Er sú stund ekki of stutt, sem honum er mi gefin til mótleikjanna gegn off jölguninni, menguninni, helsprengjunni? Eru taflslokin enn ekki ráðin? Eigum við einhverja von? I>að eru þessar spurningar sem valda því Framhald á bls. 30 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.