Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 12
Sunnudaginn 28. marz 1971, þegar ég opnaði útvarpstækið mitt, var messa að hef jast. í>að var prestur úti á landi, sem messaði, séra Þorgrimur Sigurðsson á Stað á Ölduhrygg á Snæfellsnesi, hinu fornfræga höfuðbóli íslenzkrar kristni. Ég hafði ekki hlýtt lengi á ræðú séra Þorgríms, þegar mér varð ljóst, að hér mundi verða á málum haldið og á efni tekið með nokkuð öðrum hætti en al- mennt gerist hjá nútíma prest um, þe'gar þeir neyðast til að fjalla um jafn umdeildan at- burð kristinnar trúar, og þann sem hér var á dagskrá, og hlýddi því messunni með fuliri athygli. Prédikun séra Þorgríms Sig- urðssonar var um „boðun Maríu“, sem frá er sagt í fyrsta kapitula Lúkasarguðspjtills. Þetta er, eins og aliir vita, einn þeirra atburða, sem frá er sagt i Nýja testamentinu, sem flestir guðfræðingar veigra sér við að taia um nema á einhvers konar rósamáli, því að hann samrýmist ekki „niðurstöðum vísindanna“, og er því tíðast vaf inn í einhvers konar umbúðir með helgisögublæ, ef hann er þá ekki hreinlega afskrifaður. En séra Þorgrímur var hér greinilegia annarrar skoðunar og þorði að taka á málinu eins og það lá fyrir. Hann trúði því greinilega að frásögnin væri sönn, enda væri hér um að ræða einn af hyrningarsteinum kristindómsins. Hér er ekki ætlunin að rekja nánar hina ágætu ræðu séra Þorgríms. Ég vil aðeins þakka honum þessa ágætu messugerð alla frá Staðastað og kirkjustjórninni fyrir að hafa tekið upp þann sið, að gefa prestum utan Reykjavík- ur tækifæri tii að láta til sin heyra í útvarpstíma þjóðkirkj- unnar. Það er stundum gott að fá annað en sérbökuð vínar- brauð með morgunkaffinu á sunnudögum. En því nefni ég þessa messu- gerð frá Staðastað hér, að túlk un prestsins á þessum um- deilda atburði — boðun Maríu — varð til þess að opna skiln- ing minn á þeim stórfengiega spádómi, sem í frásögninni felst. Ég hafði ekki fyrr veitt því eftirtekt hve frásögn þessi nær sem spádómur langt út fyr ir þau takmörk, sem snerta Maríu eina og sjálfa fæðingu Frelsarans. Ég sé nú, að í þessari frá- sögn af komu erkiengilsins til Maríu, er að finna einn stór- kostlegasta spádóm allra tíma, og finn hjá mér löngun til að gera þessu efni þau skil sem ég get í stuttri grein. hét María. Og engiliinn kom til hennar og sagði: Heik vert þú, sem nýtur náðar Guðs: Dro'tinn sé með þér. En henni varð hverft við þessi orð og tók að huglaiða, hvílík þéssi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Og sjá, þú munt þung- uð verða og fæða son, og þú skalt láta hann heita Jesúm. Hann mun verða milkil og verða kallaður sonur hins hæsta og Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föð ur hans, og hann mun ríkja yf ir ætt Jakobs að eilífu og á riki hans mun enginn endir verða. Þá sagði María við engilinn: Hvernig getur þetta verið, þar eð ég hef ekki karlmann kennt? Og engillinn svaraði og sagði við hana: Heiiagur andi mun koma yfir þig, og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun og það, sem fæðist, verða kailað heilagt, sonur Guðs. Og sjá, Elísabet frændkona þin, í elli sinni er hún einnig orðin þunguð að syni, og þetta er hinn sétti mánuður hennar, hún sem köll- uð var óbyrja; því að ekkert orð frá Guði mun verða ómátt- ugt. En María sagði: Sjá, ég- er ambátt Drottins, verði mér eft ir orðum þínum. Og engillinn fór burt frá henni." Lúkas er eini guðspjallamað urinn, sem segir frá þessum at- burði. I Mattheusarguðspjalli (1. kap.) segir hins vegar frá því að Jósef ætlaði að skilja við Maríu í kyrrþey, þegar hann fékk draumvitrun sem sönnun þess að saga Maríu væri rétt og hér væri æðra afl að verki, því sá sonur, sem hún fæddi, mundi „frelsa lýð sinn frá syndum þeirra". Af þessu er ljóst að Mattheusi hef ur verið kunn sagan. þótt bann segi hana ekki, en láti nægja að segja: „fóstur hennar er af heilögum anda“. Um Lúkas guðspjallamann er ýmislegt vitað. Hann var lækn ir og fylgdi Páli postula oft á ferðum hans. Hann er talinn höfundur Lúkasarguðspjalls og Postulasögunnar. Óvvst er hins vegar hvort hann var ísraeli þó að það sé raunair líklegt. Hann var ættaður frá Antiokkiu í Litlu Asíu, en þar fékk kenning Krists mjög fljótt fylgjendur. Líklegt er talið, að Lúkas hafi ritað guðspjall sitt í Ces- areu á árunum 58—60 e. Kr., er hann dvaldi þar meðan Páll var þar í varöhaldi. Það má því telja fullvíst að rit Lúkasar, bæði guðspjallið og Postulasag an, séu rituð um 60 e. Kr. og er það sú staðreynd, sem EngiIIinn vitrast Maríu. Margir málarar fyrri alda hafa gert þessa frásögn að yrkisefni. Jónas Guðmundsson SPÁDÓMUR ERKI- ENGILSINS FRÁSÖGN LÚKASAR 1 frásögn Lúkasar af þessum atburðum segir frá frændkonu Maríu, Elisabetu, konu Sakaria prests, sem á gamals aldri verð ur þunguð. Elísabet býr fjarri Mariu og virðast þær frænkur lítið samband hafa haft sín í milli. Elísabet býr i fjallahér- uðum Júdeu suður í Landinu helga, en Maria býr norður í Nasaret nyrzt i landinu. Má þvi telja fullvíst, að Maríu heíur verið með öllu ókunnugt um hagi frænku sinnar, enda hafði Elisabet „leynt sér í fimm mánuði" eins og segir í guðspjallinu og Sakaría, maður hennar hafði misst málið, og átti því ekki hægt um vik að ræða þessi né önnur málefni þó að mikilvæg væru. Nú er rétt að taka hér upp orðrétta frásögn Lúkasarguð spjalls (1.26—38). Þar segir: „En á sjötta mánuði var Gabriel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.