Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 4
„Er þetta ekki það mesta I heimi?“ Þannig sagðist Indriði Einarsson hafa spurt sjálfan sig, þegar hann sá í fyrsta skipti á æfi sinni leiksýningu á sviði. Það var á gildaskálan- um Scandínavíu í Reykjavík í ársbyrjun 1866, og leikurinn, sem hann varð hugfangn- astur af, var Útilegumenn Matthíasar Jochumssonar, þótt ftleira væri leikið, á dönsku og íslenzku, alls í fjórtán kvöld. „Jeg stóð og horfði á þetta í leiðslu" segir Indriði í minning- um sínum, „jeg gleymdi stað og stundu og horfði og horfði — líka eftir að tjaldið var fall- ið“. f Reykjavík bar allmikið á skólapiltum á þessum tíma, — þetta var á árunum milli 1866 og 1872 —, og þó að Reykja- vík væri lítill bær, var þar ým- islegt um að vera, í stjórnmál- um, bókmenntum og samkvæm- * islifi. Eitt af því voru sjón- leikirnir, sem Indriði heillaðist mest af — og það svo, að hann fór sjálfur að iðka þessa list í laumi, fór að semja leikrit. Svo hafði hann til þess atbeina Sigurðar málara, sem var ein- lægur styrktarmaður leiklistar- innar og leiðbeinandi í henni, og heimili Jóns Guðmundsson- ar, ritstjóra Þjóðólfs, lagði þar einnig lið , og seinna lagði rektorinn, Jens Sigurðsson, blessun sína yfir tiltsekið, þeg- ar Nýjársnóttin var leikin í Langaloftinu í skólanum í árs- lok 1871. Þótt leiksýningar í Reykja- vík væru frumstæðar á þess- um árum, var þekkingin á leik- rænum bókmenntum það ekki. Menn lásu ekki einungis Hol- berg, eins og lengi hafði verið gert, og þýddu sum leikrit hans — og höfðu leikrit Sig- urðar Péturssonar — heldur voru líka lesin klassísk og ný þýzk leikrit. Indriði Einarsson las Goethe og Schiller og nokkuð Sofokles og Euripides á grísku, og Plautus og Ter- entius á latínu — og Shake- speare á seinustu skóla- árum sínum, í dönskum þýðing- um Lembckes. Hann sagði seinna, að þau leikrit, sem mest áhrif hefðu haft á sig, hefðu verið Ödipus konungur og Faust — og þó mest Maebeth. Það er gaman að einni frá- sögn Indriða af þessu. Kenn- ari hans, Gísli Magnússon, hélt því fram í viðræðum við þenn- an nemanda sinn, að Ödipus i Kolonos Sofoklesar væri betra verk en Ödipus konungur, en Indriði hélt því fram, að kon- ungurinn væri „miklu bet- ur skrifaður fyrir leiksvið- ið“. Þarna koma undireins fram höfuðeinkenni Indriða Einarssonar sem leikrita- skálds — áherzlan á gildi leik- sviðsins, úrslitagildi leiksviðs- ins. Honum var seinna á æf- inni oft brugðið um það, að þessi trú hans á leiksvið- ið væri úr hófi fram og bæri orðsins list og andriki ofurliði, — hann gæti verið fimur og laghentur senumaður en ekki skáld að sama skapi. Ég heyrði Indriða einu sinni segja — á efri árum sínum — í sambandi við leikdóm i Isafold, að „þeim finnst ég ekki vera annað en tea terskrædde r. “ Þetta er misskilningur. Indriði Einarsson hafði frá upphafi næmt auga fyrir form- um leiksviðsins i tjöldum og búningum og fyrir ljósi og lit- um. Hann hafði samt líka góð- an skilning á gangi atburða og tilsvara, og margt í beztu leik- ritum hans er vel skrifað, lið- lega og mjúklega — og er góð- ur skáldskapur. Seinna skrifaði Indriði önnur leikrit, sem eru um sumt fast- ari í sér og kannske skáldlegri en Nýjársnóttin, Sverð og bag- al og Dansinn í Hruna. Samt varð Nýjársnóttin höfuðrit hans, og i henni má einnig rekja þroska hans i skáldskap Nýjársnóttin á sviði Þjóðleikhússins við vígslu þess 1950. og i afstöðu hans til leiksviðs- ins. Hann skrifaði tvennar gerðir leikritsins, fyrri gerð- ina, sem leikin var i skólanum, og aðra siðar, sem lekin var fyrst í Iðnó og síðan I Þjóð- leikhúsinu og úti um land, og er um flest meira og betra verk. Ferill Nýjársnæturinnar úr þrengslum Langaloftsins á vitt og nýtízkulegt leiksvið Þjóðleikhússins er þróunar- saga íslenzkrar leiklistar í eina öld. Stundum getur glatazt eitt hvað af einfaldleik hugsunar- innar og gleði hjartans, þegar frumstæðu leikriti fátæklegs en hlýs umhverfis er snú- ið upp í iðu nýrrar leiktækni, flauma nýrrar ljósadýrðar, nýrra tóna og glæstra klæða. Það fer ekki einungis eft- ir þekkingu og listfengi þess leikstjóra, sem á heldur hverju sinni, heldur einnig eft- ir þeim efnivið, sem höfundur- inn leggur honum upp í hend- urnar. Sums staðar getur þar verið þröngt um vik, annars staðar óþrjótandi möguleikar, og í íslenzkum leikritum ein- mitt ekki sízt i Nýjársnóttinni. Ýmsir þeir möguleikar geta líka verið brothættir, — oft þarf að meta og vega hvert á móti öðru, gamlan alþýðlegan þjóðsagnaarf og það sviðsum- hverfi, sem upphaflega var mið að við, og svo nútíma hugmynd ir og nýja tækni. Þegar Nýjársnóttin var fyrst leikin, fóru öll atriðin fram á sama sviðinu, í stofu á sveitabæ. Leikendurnir voru all ir karlmenn, ungir skólapiltar. Piltarnir léku líka kvenhlut- verkin, og hélzt það alveg fram á mína tíð í skóla. Indriði lék sjálfur eitt af kvenhlutverkun- um, Guðrúnu, og þótti það allra mesta raun, „það þenur taugarnar", sagði hann, „meira en þeim eiginlega verður gott af“. Gestur Pálsson skáld lék annað kvenhlutverk, Önnu, „með hæðni og mestu snilld", og meira að segja Áslaug álf- kona var leikin af skólapilti, Stefáni M. Jónssyni, sem seinna varð merkisprestur norður á Auðkúlu. Hann lék „með göf- ugleik og tign“ sagði Indriði seinna, og hann var forkunnar- góður söngmaður, eins og enn mátti heyra á söng hans á efri árum, þegar ég heyrði hann. Af öðrum leikurum eru nefnd- ir Eyjólfur Jóhannsson úr Flatey, sem lék álfakónglnn (sem Indriði kallar álfakarl- inn), með gamalli þrumurödd. Álfakóngurinn þótti okkur krökkunum, sem í leikhús fór um i gamla daga, hin sköruleg- asta og skemmtilegasta per- sóna, og fór eins og sá, sem valdið hafði, og í miklu skarti, unz honum var steypt af stóli. Meðal annarra leikenda voru Jón S. Ólafsson og Friðrik Petersen, seinna Færeyja próf- astur, sem lék álf og kenndi leikendum Færeyskan dans. f leikfregn í Þjóðólfi eftir frum- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.