Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 7
Nýjársnóttin 1928. Eyjólfnr Jónsson og Haraldur A. Sigurðsson. I þriðju sýningu er setið við spil í baðstofu. 1 þessari gerð eru mennskir menn og álfar, dans og söngvar. Það er at- hyglisvert og skemmtilegt, að í frumgerðinni er Nýjársnóttin iátin vera samtimaleikur, „fer fram nóttina fyrir nýjárs- dag 1871“. 1 seinni útgáfunni 1907 segir, að Nýjársnótt- in, sem lýst er, sé ,,um alda- mótin 1800—1801“. 1 endurskoðuninni varð Nýj- ársnóttin miklu umfangsmeira og fjölbreyttara verk en hún var áður. Þættirnir eru nú orðnir fimm og atriðin mörg, en margt er sameiginlegt báð- um gerðum. N.ú eru sett nöfn eða fyrirsagnir á hvern þátt: 1. Ættarfylgjur. 2. Næturvak- an. 3. Leitir. 4. Hyliingar. 5. Dómar álfakóngsins. Fyrsti þáttur endurskoðaða leiks- ins gerist fyrir utan bæinn og sér inn í stofu, en fjalllendi er í aftursýn. Og seinni hlutinn er inni i baðstofu. Annar þátt- ur er þinghús á bænum, skemma með torfveggjum, lik á börum. Þriðji þáttur er á gaml- árskvöld, í baðstofu. Fjórði þáttur fer fram hjá Álfhamri, er gengur inn á leiksviðið frá hægri hendi og er brattur, dauður eldgigur, sem efst er hamrahringar, en til vinstri handar er kiettur Áslaugar. Fimmti þáttur er á sama stað. Þetta eru í stórum drátt- um sviðslýsingar Indrtða, en margvislega er svo úr þeim unnið, eftir þvi sem svið og sviðsbúnaður og mannfjöldi leikhússins leyfir í hópsýning- um og dönsum. Það hefur oltið á ýmsu frá leikstjórn Sigurðar málara til Klemensar Jónsson- ar. Talsverður munur er á söngvum í fyrri og seinni leik- gerðinni. Söngvarnir i frum- gerðinni bera keim þess kvæða- og tónlistarsmekks, sem þá rikti. Guðrún syngur t.d. kvæði undir iaginu Paa deres Grav et Lindetræ skygger: Dauðinn er beiskur og bænheyrir eigi, bar hann þig frá mér á sorgiegum degi... 1 annarri sýningu syng- ur Guðrún einnig kvæði undir laginu Komið er haust, úr Friðþjófssögu: Barn eitt ég var, blómann á kinnunum rósfagran bar, vonin þá vaknaði blíða, ég vildi ekki kvíða. Guðrún syngur lika með lag- inu Alt glimrende bæver: Ó, vinsömu andar, ó veitið mér lið, að verði ei að grandi mér dökkálfar þið ... Framhald á bls. 30 Matthías Johannessen GOÐSÖGN (BROT) I. Engar molnaðar líkneskjur engin hrunin hof enginn pílviður sem umlykur hvítar þúsundára marmarahellur eins og langir fingur vaxnir úr minningu undir svartri mold — engar rispaðar súlur á stangli í veðruðu umhverfi Iíkt og krónulausir trjábolir, enginn ilmur af borg sein lifir enn og eilíflega í blóði okkar, þessu fljóti tímans sein enginn veit hvaðan kemur enginn veit hvert fer, enginn andblær dauðans frá gamalli grafhvelfingu sem gleypti þá alla eins og haf, alla þá sem goðsögnin skolaði á land skolaði á strönd þessa blóðs þessa niðs, ckkert brotið leirker, engar afskræmdar styttur þeirra sem ortu sín ljóð á illplægðum akri fynisku og hvíslandi myrkurs, enginn grunur eða eftirvænting — aðeins mold ófrjó og köld á vannærðum klettmn og löngu storknuðu hrauni land mitt: bein blásin og gleymd. Skinin eru hein þessa lands sem varð úti í fyrndinni. 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.