Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 31
„Vér áHir erum ímyndanir fólksins og höfum ávalt lifað hér I landi, og ljóð af munni fólksins öll við erum. Vér sýnum oss og komum hér í kvöld að minna á lands vors sál og landsins óð. Ef harpan þagnar, dísir allar deyja. 1 bæ er dauft, ef hugsjón öll er horfin og matarstritið guðar á hvern glugga, þá fer, sem áður fegurst skáldljóð sungu, „fólkið deyr, ef hverfa ljóð af tungu.“ Mér er það í bams- minni, þegar ég sá allt skraut og iðandi líf í Nýjársnóttinni og heyrði frú Stefaníu flytja þetta ávarp í glæsileik sínum og með sinni glaðbjörtu rödd og hreinu og tignu tungutaki. Jens B. Waage var áifakóng- urinn, í skrautlegri, kaidrana- legri stórmennsku, Friðfinnur var Svartur, og Guðrún Ind- riðadóttir var Guðrún, og Stefán Runólfsson var með, — þetta mun hafa verið árið 1907. Ungum og einföldum dreng datt þaö varla í hug, að þessar skartriku og skáldlegu verur, sem liðu í ljósum ljóma um æv- intýraheim sviðsins, væri sumt sama fólkið, sem einnig gekk út og inn heima í Þingholts- stræti og ræddi þar reykvízk- ari mál en þau, sem virt- ust tíðkast í álfheimum. Þessir álfheimar höfðu nú ofan á allt annað eignast stóran silkifána, í fyrstu vafinn og hulinn á hárri stöng, sem er sproti Ás- laugar, og hún breiddi úr hon- um, — hinum hvítbláa fána stúd- entafélagsins. Þetta var fal'legt og hátíðlegt, og önnur saga, — fallegt og skrautlegt eins og flest í Nýjársnóttinni. Hún er raunsæ leiksaga í aðra röndina, lifandi og skemmtileg saga úr þjóðlegu sveitalífi hversdags og hátíða, með ýmsum leikbrögðum um sendibréf og drauma, ljósa- igang og spilamennsku og mat. Jón Guðmundsson ritstjóri hafði sagt í gamansamri ræðu í veizlu heima hjá sér, á þrett- ándanum 1872, að eitt mætti þó lesa út úr Nýjársnóttinni, að höfundinum þætti gott hangi- ket. Uppi yfir öllum hversdags leik jarðlifsins eru hulduheim- ar, þar sem einnig er strið milli ljóss og myrburs, milli frelsis og ánauðar, milli góðs og ills. Nýjársnóttin er leikur um fall harðstjórnarinnar og sigur frelsisins. Hvað sem líður áhrifum þjóð sagna á efnivið leiksins og áhrifum erlends leikforms á sumt í gerð hans, er Nýjárs- nóttin fyrir löngu orðin sjálf- stætt og viðurkennt íslenzkt leikhúsverk í sínum eigin rétti, með persónulegum höfundar einkennum. Það á ennþá við, sem Eiríkur Briem sagði um Nýjársnóttina fyrir hundr- að árum, að þar er hið þjóð- lega gert fagurt og hið fagra þjóðlegt. Sunnudagsregn í Egedesminde Framhald af bls. 21 álpast út í eyjuna þegar þeir hafa elcki fengið fisk í þrjá daga. Þeir eru lika hættulegir börnum og ég get ekki skrif að sögurnar sem ég heyrði, um limlest börn og þegar þeir átu likið af Norðmanniniun, þó að búið væri að brjóta úr þeim vígtennurnar með steini. Um það getur enginn skrifað af viti. Við gengiun upp götuna fram lijá búðinni og vatnið streymdi eftir skurðinum ofan við veg- inn. Það þvoði blóðið af kajök uniim, af ltundasleðiinum og af selskinnununi, sem voru spýtt á gaflana á litlu húsununi. Og blóðið úr lundaniim, sem þeir skutu í nótt, biandaðist vatn- inu og snjónum og þú fannst vorið leggja að vitum þér, blandað volgiim blóðilmi. Ungar stúlkur stóðu fyrir franian lágt blátt hús. Þetta var langt blátt hús með flötu þaki. Hér var selt hár af ung- um stúlkum frá Norður- Evrópu. Eskimóahárið, tinnu- svarta hárið, með bláu slikj- unni, dugar ekki lengur í Diskó. Nú vilja ungu stúlkurn ar í Diskó ganga með rautt, gult, eða brúnt hár og þær gengu inn og komu út aftnr með nýja liárið sitt og skuplu yfir til að verjast regninu, og svo trítluðu þær heim í kam- ikkunum sínum til að skoða sig í spegli. í kvöld átti að vigja nýja hótelið og þá varð mað- ur að koma með nýtt hár. Ann að dugði ekki og við héldum áfram göngunni og töluðum um kvikmyndina miklu, sem átti að afhjtipa lífið og grimmdina. Af hjúpa alla þjáninguna, sagði liann og við settumst inn á diskótekið í Diskó og fengum pylsu og kók, sem ung Eski- móastúlka afgreiddi okkur með. Hún hafði annaðhvort keypt hárið af lienni Snæfriði íslandssól, eða komizt yfir par- rukkið af forseta landsréttar- ins og gullivitt hárið bylgjað- ist og flóði yfir nettar herðarn ar. Pylsu og kók og það stóð gufitmökkur af votu hárinu og votum klæðum okkar í hitan- um frá kosangasofninum. Pylsu og kók og við settumst við gluggann til að tala meira um kvikmyndina miklu, sem verður aldrei tekin, því að þús und krónur eru miklir pening- ar, og svo kemur fremstillings- apparat, og sjóðari og klippari og hver veit hvað . . . og þján- ingin verður ekki afhjúpuð um sinn . .. Spádómur erkiengilsins Framhald af bls. 13 um skilningi. Er þvi tvennt til: Annaðhvort er hér talað í lík- ingum og því alveg gagnstætt þvi sem var um hin fyrri atrið- in, eða spádómarnir um „há- sæti Davíðs“, „ætt Jakobs" og „í’íkið, sem enginn endir mun á verða“, eiga eftir að rætast. KONUNGSRÍKI KRISTS Merkiiegt má það vera þegar sendiboði Guðs sagði svo greinilega fyrir um það, sem rakið hefur verið hér að fram- an og rætzt hefur allt í bók- staflegum skilningi, ef hann allt í einu fier að tala á lik- ingamáli, sem Maríu hlýtur að vera óskiljanlegt, í þessum þætti spádómsins. Ef betur er að gætt, er það ekki á þessum eina stað, sem gert er ráð fyrir þvi að Krist- ur komi aftur til jarðarinnar og stofnsetji nýtt Ísraelsríki. Hann segir það meira að segja sjálfur í öllum guðspjöllunum og á því fyrirheiti hefst Post- ulasagan. 1 frumkristni var þessu al- mennt trúað og langt fram eft- ir öldum trúðu menn þvi að svo mundi verða. Sjálfur segir Kristiir að svo muni verga, en ekki fyrr en á tíirmm stórfelld- ustu liörnmnga, sem yfir mann heim munu ganga. „Þá muntt allar kynkvislir jarðarinnar kveina, og þær munu sjá manns-soninn komandi á skýj- um himins með mætti og mik- illi dýrð.“ — „Þannig mun verða koma mannssonarins." Og í Postulasögunni segir Lúk- as frá því er lærisveinar Jesú voru með honum i síðasta sinn, að þeir hafi spurt hann þess- arar spurningar: „Herra, ætlar þú á þessum tíma að endur- reisa ríkið handa ísrael?" Allt þetta og ótal margt fleira, sem tilfæra mætti bendir ótvirætt til þess, að Kristur og læri- sveinar hans hafi gert ráð fyr ir að hann kæmi aftur og stofnaði „ríkið handa Israel", sem erkiengillinn sagði að eng- inn endir mundi á verða. Nú virðist svo sem kirkju- deildir nútimans hafi afskrif- að þessa skoðun frumkristninn ar og Biblíunnar. Þegar „há- sæti Davíðs" var hvergi til og „ætt Jakobs“ týnd, nema smá hópar ofsóttra Gyðinga, hófst sú villukenning i kirkjunni að kirkjan væri það riki Krists, er koma skyldi á jörðinni, og þvi bæri að skilja öll ummæli Heil agrar ritningar um þessa hlutl sem táknræn. Riki Krists væri ekki af þess um heimi heldur aðeins hinum megin í tilverunni, þ.e. í himna ríki. Kirkjan væri hið jarðn- eska ríki Krists og þegar tal- að væri í Biblíunni um ísrael eða „ætt Jakobs" væri átt við „andlegan lsrael“ en það væru þeir sem tilheyrðu kirkjunni. Konungdómur Krists er „and- legur konungdómur" yfir þeim sem á hann trúa ogtilheyra kirkjunni. AUt tal um „þúsund ára ríkið“ er af sama toga spunnið, Kristur kemur aldrei til að stofna það. Það verður að viðurkenna að kirkjunni, — og þá fyrst og fremst hinni rómversk-kat- ólsku kirkju — var hér nolck- ur vorkunn. „Hásæti Davíðs konungs" var ekki til og „ætt Jakobs" var týnd að mestu. Hér lá þvi beint við að not- færa sér þessa vöntun til þess að reisa á eina mestu villu- kenningu sögunnar, sem sé þá, að stofna harSsvirað þrælaríki á þessum fölsku forsendum. Á grundvelli þessarar fölsunar taldi katólska kirkjan — og siðar einnig aðrar kirkjudeild- ir — sig ríki Guðs á jörðunni og hagaði sér samkvæmt þvi. Hún ofsótti og útrýmdi öllum söfnuðum og kenningum, sem brutu í bága við heimsvalda- stefnu hennar, eins og hún var á hverjum tíma. Guð hafði út skúfað Israelsþjóðinni og páf- inn í Róm hafði tekið við emb- ætti Péturs postula og var staðgengill Krists á jörðunni. Kirkjan varð jarðneskt stór- veldi, sem lagði þunga skatta og margvíslegar kvaðir á þegna sína, eins og aðrir jarðn eskir þjóðhöfðingjar, og um flest ákafllega svipuð hinum miklu einræðisrikjum nútim- ans. Til þess að rótfesta þá skoð- un að kirkjan væri ríki Krists á jörðunni var nauðsynlegt að útrýma eða falsa öll hugtök um „lsrael“ og „ætt Jakobs" og allt annað sem sýndi að fyrir- heit Bibliunnar ættu við ákveðna þjóð eða þjóðabrot. Og til þess að' tryggja þessa skoðun enn betur lét katólska kirkjan eyðileggja allt það sem hún náði til af fornum bók- menntum, þ.ám. rúnabókmennt ir fyrri alda og bókmenntir þjóðanna við austanvert Mið- jarðarhaf svo og allt annað sem til náðist og hún taldi skað legt heimsyfirráðastefnu sinni. Hún „lokaði" Biblíunni fyrir állri alþýðu manna þar til Lúther og aðrir siðbótarmenn fengu hana þýdda á lifandi þjóðtungur. Þetta er ekki sagt í ásökunar skyni, það eru aðeins sann- sögulegar staðreyndir, og sú æðri stjórn sem öll tilvera lýt- ur, hefur verið hér að verki, því að ennþá var „tíminn ekki fullnaður". ÞÁ MUN SPÁDÓMURINN BYRJA AÐ RÆTAST Á síðustu áratugum hefur sú skoðun verið að ryðja sér meira og meira til rúms utan flestra kirkjudeilda og vísinda stofnana, að Israelsþjóðin, þ.e. hinar ellefu týndu ættkvislir, væru enn til sem þjóð eða þjóðahópur undir öðrum nöfn- um og mundu við „lok tima- bilsins" stíga fram úr myrkri þekkingarleysisins og segja til sin með þeim hætti, að ekki yrði um villzt. Þetta mundi þó ekki gerast fyrr en ástandið á jörðunni væri orðið slikt, að gjöreyðing vofði yfir mannkyninu og trúi in á Guð Israels, þ.e.a.s. Jesúm Krist, væri svo til horfin með öllu af jörðunni, eins og Krist- ur gaf i skyn að verða mundis „Mun þá mannssonurinn finna trúna á jörðunni er hann kem ur?“ (L. 18.8.). Nú nálgast sú stund óðum að mannkynið glati sjálfu sér með voðalegra hætti en nokkurn ór- ar fyrir, jafnvel enn stórkost- iegri en þegar Nóaflóð gjör- eyddi þeirri „hámenningu", sem þá var á jörðunni. Kristur boðaði að koma sín yrði með skjótum hætti en þó augljós öllum. „Þvi að eins og eldingin gengur út frá austri og sést allt til vesturs, þannig mun verða koma mannsonar- ins.“ Lúkas, sem segir söguna um boðun Maríu og tilefni varð þessara hugleiðinga segir — I Postulasögunni — einnig frá þvi hvernig endurkoma Krists verður. (Post. 1.10—12) Þegar þessir atburðir hafa gerzt, mun síðari hluti hins mikla spádóms Gabriels erki- engils byrja að rætast. Þá mun Jesú setjast í „hásæti Davíðs föður síns“ sem þegar hefur að nokkru leyti verið reist í Jerús allem, og ríkja yfir „ætt Jak- obs“ sem nú er byrjuð að safn- ast saman í Landinu helga, og á því ríki mun enginn endir verða. Vér skulum hafa það í huga að fyrri hluti spádómsins var í 2000 ár að rætast, og hinn síð ari mun einnig taka eitt til tvö þúsund ár. Vér, sem nú lifum getum ekki verið i neinum vafa um hvert stefnir. Framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sagði 1969, að ef Sameinuðu þjóðiiniim ekki tækist að leysa vandræði mannkynsins innan tiu ára mundu þau reynast óleysanleg. Þetta sjá menn nú, en lausn fæst aldrei eftir þeim leiðum. Fyrir áratugum var því lýst yfir, að þessir örlagaþrungnu atburðir mundu gerast á þeim áratug sem nú er hafinn 1970—1980, og sérstaklega á ár unum 1972 til 1979. Átökin verða um Jerúsaiem og Land- ið helga. Þar verða lokaátök- in að þvi er virðist á árinu 1978. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér, en þá hefst síðari þátturinn í hin- um mikla spádómi Gabriels erkiengils. Jónas Guðmundsson. Óöur jólanna Framhald af bls. 21 ens, Tolstoi eða Victor Hngo, grískar fornbókmenntir eða kínverskar, Gamla eða Nýja testamentið, finnum við alls staðar nndirstöðu-siðalögmál, seni tengt er sjálfu eðli mannsins og hinnm föstu dráttuin mannlegra samfélaga. Forystumenn þjóða geta, undir álirifum reiði, metnaðar- girni eða ótta, gieymt þessu eilífa siðalögmáli. Engu að síður helzt það meitlað í hjörtn og hugi mannanna. Jólm eru sá tími ársins, er lýst sk>Tldi yfir þvi. Jafnvel á styrjaldartinnim hef ég séð andstæðingana gera með sér óundirbúið vopnalilé á jólanótt. Við skuluni gera jólin að vopnaliléi andans, eða sem enn betra væri, degi hins virka friðar, helgaðan leit að lausn vandamála og endnrnýjun vináttu. Friðar á jörðu meðal velviidar- manna. Þeir eru fleiri en við ætlum. „Þessi,“ sagði Alain, „er óður jólanna. Þetta er fagnaðarerindið.“ 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.