Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 10
Það var á aðfangadag jóla — fyrstu jólanna minna að heim- an úr foreldrahúsum. Ég var orðinn 21 árs gamall, orðinn fullveðja maður, að vísu lítið nema lengdin en búinn að vera um 6 mánuði fjarri foreldra- húsum, einn míns liðs í fjar- lægri heimsálfu og því tölu- verður karl í krapinu. En þennan dag fannst mér ég vera heldur litill karl, naumast bóg- ur til að vera víðsfjarri stuðn- ingi ættingja og vina á sjálfum jólum. Fram að þessu hafði heimþráin látið mig að mestu í friði en þennan dag var hún aðgangshörð. Mín eina, heita ósk, að vera horfinn heim í hlýju og birtu jólanna á Is- landi, varð næstum að líkam- legri þjáningu. En óskhyggjan stoðaði litið. I stað þess að sitja í lágreistu stofunni á kvistinum heima, sitja við jólatréð og syngja jólasálma, taka á móti gjöfum og gæða sér á alls kyns góð- gæti, þá var ég nú staddur vestur í Winnipeg í Kanada, einn mins liðs. Og til að auka enn á nöturleika hugarfarsins þá átti ég að hefja vinnu kl. II á sjálfa jólanóttina, fara á næturvakt í ,,hringhúsinu“ í járnbrautargarði kanadisku þjóðbrautanna i borginni. Enn átti ég þó nokkrar stundir til stefnu og ég var ákveðinn í þvi að verja þeim til jólahalds. Herbergið, sem ég bjó í, var stórt og vistlegt og nú var á því verulegur jóla- blær. Yfir dyrunum hékk fag- urgrænn mistilteinn en í glugg- anum fallegur jólasveigur með logandi kerti. Á borðinu voru nokkrir jólapakkar, sem mér höfðu borizt að heiman, og þar stóðu einnig tvö kerti, sem móð ir min hafði gefið mér áður en ég fór að heiman. Kerti frá henni höfðu aldrei brugðizt á jólum og máttu það sizt af öllu er ég var henni víðs fjarri. Nú kveikti ég á kertunum, opnaði pakkana og skoðaði innihald þeirra, þakklætistilfinningin stóð í engu hlutfalli við verð- mæti gjafanna. Svo las ég jóla- guðspjallið og ætlaði siðan að syngja jólasálmana. En röddin var loðin og óstyrk svo að ég fór að skrifa bréf til mömmu. Stundirnar liðu og svo varð klukkan 10, það var kominn tími til að leggja af stað i vinn una. Járnbrautargarðurinn, vinnustaður minn, var alveg í hinum enda borgarinnar og ég þurfti að sæta ferðum með tvæimur sporvögnum. Svo rölti ég af stað með matarskrín una mína í annarri hendinni, á þeirri stundu fannst mér ég hljóta að vera mesti ein- stæðingur veraldar. Veðrið var unaðslega fagurt, lognkyrr, stjörnubjört frostnótt og þó að ég væri i jaðri stórborgar var loftið hreint og tært. Öðru hvoru lagði að vitum mér ilm af birkireyk, i þessu hverfi notuðu flestir við til upphitun- ar og brenndu birki í arninum tii spari þessa nótt. Það stóð nokkurn veginn á jöfnu, að ég kom á stöðina um leið og vagninn, ég snaraði mér upp i hann og náði mér í sæti úti í horni. Það var óvenju margt um manninn i vagninum þetta kvöld og allir voru glaðir á svip og léttir í máli, nema ég. í hinum enda vagnsins var hópur af ungu fóiki og það átti erfitt með að hemja gleði sína og gáska. Piltur úr hópn- um dró munnhörpu -upp úr vasa sínum og fór að sþila á hana, meira af krafti en kunn- áttu. Hópurinn tók strax hressilega undir og þð a8 vagn- stjórinn gerði góðlátlega til raun til að þagga niður i hópn um varð honum ekkert ágengt. Innan stundar voru allir í vagninum farnir að syngja, nema ég. Ég var ekki i söng- skapi, en auk þess voru flest lögin lítt i ætt við jólin og mér ókunnug. Þvi hnipraði ég mig saman í horni mínu og varð þeirri stundu fegnastur er ég slapp út úr vagninum frá þess- um hávaða. Þá var ég staddur i hjarta borgarinnar, á mesta umferðar- og verzlunarhorni hennar. Á akbrautum var stanzlaus straumur af bílum en á gang- stéttum iðandi mannhaf. Hér var engin jólahelgi á aðfanga- dag, búðir opnar til miðnætt- is, bió og aðrir skemmtistaðir í fullum gangi. Hugurinn hvarfl aði heim — mannlausar götur, uppljómuð hús, brosandi and- lit við jólatré — en likaminn stóð hér, norpandi á götuhorni með matarskrínu í hendi og beið eftir sporvagni. Sú bið varð þó ekki löng, bráðlega var ég kominn af stað á ný, gegnum miðbæinn og til út- hverfanna aftur. Eftir um 10 minútna akstur fóru að sjást framundan stórar, sótugar byggingar. Upp af sumum þeirra stigu gufu- og reykjar- rnekkir og af og til sló á þá eldsbjarma. Einnig fór að djarfa fyrir löngum röðum af kassalöguðum kumböldum, sem runnu í fang myrkurs í fjarska. Þetta var hluti af hin- um mikla járnbrautargarði, byggingarnar verkstæði og vöruskemmur en kumbaldarnir endaiausar raðir af tómum flutningavögnum, sem stóðu þarna á hliðarsporum og biðu þess að verða sendir til allra Gísli Guðmundsson JÓLA- NÓTT í JÁRN- BRAUTAR- GARÐI í jjB W ÍM ImÍwMzJÆ m I 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.