Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 28
SPILASKEMMTAN er orð- in ævagömul. Mönnum kem- rir ekki saman um hvenær spil hafi verið fundin upp og hefir þó mikið verið rætl og ritað um það síðan á 17. öld. Heimildir eru fáar og hafa menn aðallega stuðzt við getgátur og þjóðsögur. Ekki verður einu sinni skorið úr því, hvar spilin hafi verið fundin upp. Eru nefnd til ýmis lönd, svo sem Kína, Egyptaland, Serkland, Ind- land og Kórea. Flest virðist þó benda til þess að í Kína hafi þau fyrst komið fram og fullyrða sumir að það hafi verið um 1120 og bera þar fyrir sig kínverska al- fræðibók frá árinu 1078, en þar mun sagt svo frá, að spilin hafi verið fundin upp sem leikfang eða dægra- stytting fyrir hjákonu S’eun- ho keisara. Aðrir, sem þytkjast vita bet- ur, segja að þau séu eldri, eða Jrá árinu 969. t>á byrjuðu Kin- verjar fyrstir manna að gefa út bréfpeninga og voru þeir með alls konar myndum. Þetta varð til þess, að menn fóru að nota þessa seðia sem spil, og þá aðallega tii spádóma, og fóru þá eftir hinum tákn- rænu myndum, sem á þeim voru. Ekkert vita menn með vissu um hvenær spil bárust fyrst til Evrópu, né hvaðan þau voru komin. Sumir segja að þau hafi verið komin frá Serkjum, aðr- ir telja sennilegast að þau hafi borizt til álfuinnar með kross- farendum. Og enn halda aðrir því fram, að þau hafi komið með Tartörum eða Sígaun- um. Sé einhver hæfa í þessu, þá munú spiJ hafa borizt himg- að í álfu á 13. öid, og þetta er ekki svo fjarri lagi, því að í Þýzkalandi er spila getið 1377 og sama ár í Ítalíu, í Luxem- burg 1379, í Frakklandi 1382 og á Spáni 1387. Auðvitað gátu þau hafa borizt þangað áður, þótt þeirra sé ekki getið fyrr en þetta. Þar sem segir frá spiium fyrst í Ítalíu, eru þau kölluð „naib“, en „naibi“ er hebrezka og þýðir galdur. Bendir það til þess, að upphaf- iega hafa spilin verið notuð til galdra og spádóma, og sú mun hafa verið notkun þeirra um ianga hríð bæði í Asíu og Evr- ópu, og enn í dag eru þau mikið notuð á þann hátt. Þegar spil bárust fyrst til Evrópu, voru 56 spii í hverj- um stokk og skiptust í fjóra fiokka (liti) þannig að 14 spii voru í hverjum flokki, en þeim fækkaði brátt niður í 40, bæði á Ítalíu og Spáni, og var þá spilaröðin þessi: ás, tvist- ur, þristur, fjarki, fimm, sex, sjö, gosi, drottning, kóng- ur. Þjóðverjar fækkuðu þeim niður í 32—36, og hjá þeim var spilaröðin: ás, sjö, átta, nía, tía og þrjú eða fjögur mannspii. Það voru Frakkar, sem byrj- uðu á því að nota 52 spila stokk. Þeir skiptu spilunum í fjóra liti með sérstökum tákn- um (spaði, hjarta, tígul, lauf) og hafði hvert tákn franskt nafn, og þess vegn*. var það að litaheitin voru leng-í frönsik um alla álfuna. Jafnfi imt var þá farið að finna upp ýmsar hent- ugar og fjölþættar spilareglur, er hentuðu þessu spilakerfi. Og þá var fundin upp Vistin, sem varð brátt vinsæl og breiddist út um allan heim og var lík- lega mest spiluð allra spila fram að lokum 19. aldar. Fyrst í stað voru mannspil- in handmáliið og urðu spilin því svo dýr að þau gátu ekki orðið almennings eign. I>au voru aðeins fyrir höfðingja og spilamennska var því helzt iðk uð í hölluni og veizlusölum. En á 15. öld var farið að gera tré- niót til prentunar, og þá var farið að prenta mannspil- in. Upp úr því urðu spiiin svo ódýr, að þau voru í livers manns höndiim. Ekki hafa s'piJ aJJifaf verið af sömu stærð og lögun, og gætti þessa mest fyrst í stað. Sum voru ferhyrnd, eða jöfn á alla kanta, önnur voru kringlótt. Sum voru mjög aflöng, önnur flannastór 16x10 sm, en nú eru venjuleg spil um 9x6 sm að stærð. Þó er stærðin enn nokk- uð mismunandi. Um 1508 var farið að hafa ýmsar fróðieiks- greinar á spilum og nota þau jaifnframt til kennsiu fyrir unglinga. En það var ekki fyrr en 1870 að farið var að hafa tvö- faldar myndir á mannspilunum. Þá var líka farið að gæta þess, að spilin væru öll nákvæmlega eins á bakið, svo að engan greinarmun væri hægt að gera á Jieim. Fjárhættuspilarar, sem ekki svífast neins, voru nask- ir á að sjá og muna hvert af- brigði sem var í prentun á spilabökunum, og þ kktu því spilin hjá andstæðingi sínum, þótt þeir sæju aðsins bökin á þeim. Spilamennsi jt varð þegar mjög almenn skemmtun og í upphafi var niikið spilað í klaustrunum. En svo komst kaþólska kirkjan að Jiví, að þetta væri óguðlegt athæfi og liannfærði spil og spila- mennsku sem s.vnd. Heittrúar- menn (puritanar) fylgdu J»ar á eftir og kölliiðu spilamennsku „djöfulsins uppátæki“. Lút- erska kirkjan fylgdi svo á eft- ir og taldi synd að spila. Ekki er nú alveg ví t hve- nær spil fluttust fyrst til Is- lands, en það mun hafa verið á 16. öld, því að fu.nd’zt hefir í verzlunarbókum þýzkra kaupmanna, sem verzluðu við íslendinga, að þeir hafi flutt hingað spil 1521. Og vísa Jóns biskups Arasonar „Til hefi eg tafl með spilum" virðist bsnda til þess að spil hafi verið þekkt hér á landi á 16. öld. En brátt dró að þvi, að kirkjan snerist öndverð gegn spilum og spila- mennsku, því að svo kvað séra Jón Magnússon í Laufási (d. 1675): Tafl og spil eða ráðlaust reik með lát og leik lítt trúi eg kristnum sæmi. Og í Upprisusálmum sínum, sem prentaðir voru á Hólum 1726, kvað Steinn biskup Jóns- son svo: Leikur, ofdrykkja, dans og spil, drottni gerast }»á síst í vil, enga guðs dýrkan eflir slikt, óskikkan sú þó gangi ríkt. í Húsvitjunar-Forordning- unni 1746 er prestunum fyrir- skipað að áminna heimilisfeð- ur það alvarlegasta . . . „að J»eir svo vel sjálfir, sem og líka Jieirra undirlíafandi lialdi sig frá öllum skaðlegum spilum og leikum, hvaða nafni sem lieita kunna, eftir J»ví að þar af fæð- ist einasta þráttan, ósamlyndi, áflog og annað vont, sem ein- um kristnum er ósæmilegt, Jvar lijá reitist J»ar með guð til reiði, og sá dýrmæti tími, sem til guðrækilegrar yfirvegunar og nytsamlegs erl'iðis á brúkast, eyðist“. 1 barnalærdóms kverinu Ponta, sem börn lærðu hér um miðja 18. öld, er þetta eitt af þvl, sem börnum ber að kunna: „Hvar með vanlielgar maður hvíldardaginn? — IVleð líkam- legu nauðsynjalausii erfiði, siinnileiðis syndsamlegum skemmtunum, svo sem dansi, spiliim og öðriim apaskap.“ Varla nnm Jjessi andúð hafa komið fram vegna þess, að Is- lendingar spiluðu um fjármuni, því að J»að tíðkaðist varla fyrr en á þessari öld, heldur mun hafa verið talið, að spila- niennska væri aðeins til J»ess að „skemmta skrattaniim", en svo var um nálega allar skenimt anir, hverju nafni sem nefnd- ust. Líklega hefir þessi áfell- isdómur um spilin ekki ratað að hjarta almúgans, því að á Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar má sjá að spil hafa þá verið alþekkt. Og marga stund- ina hafa þau stytt mönnum. Fyrst í stað hafa það aðeins verið útlend spil, sem menn teerðu og þau fíremiuir fá, en menn hafa breytt þeim ýmis- liega efi ir siínu höi'ði og síðan fundið upp ný sp:J. Þó hafa þau aldrei orðið mörg íslenzku spil- in. Telur Eggert Ólafsson að islenzk séu: alkort, handkurra, trú (öðru nafni langavitleysa) og pamfíll, en enginn veit nú hverniig ha.nn var spii'iaðiur. Ný og ný spil bárust hingað hrönnum saman, og var fjöl- breytnin brátt svo mikil, að það hefir verið sem að bera 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.