Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 6
íNÝJÁRSNÓTTIN 100 ÁRA Koffía Guðlaugrsdóttir sem Áslaug: álfkona á sýningunni í Iðnó 1928. Nýjársnóttin 1971. .Tón Gunnarsson og Steinunn Jóhanncsdóttir sem Jón og Guðrún. Frá sýningu Þjóðleikhússins á Nýjársnóttinni 1950. Elín Ingvarsdóttir og Baldvin Halldórsson í hlut- verkum sínum. fram eftir leiknum á Langaloft inu, því að undirtektir áhorf- enda hefðu verið mjög daufar framan af, „enginn klappaði og áhorfendur sátu eins og dæmd ir, ég skammaðist mín, því að orustan var töpuð“. Svo kom álfadansinn í lok annars þátt- ar, söngurinn og Áslaug álf- kona, Gvendur snemmbæri og fleira fjör. Áhorfendurnir vöknuðu af draumi og klöpp- uðu siðan ákaft og lengi. „Nýj- ársnóttin hafði unnið glæsileg- an sigur“ sagði hinn ungi höf- undur. Nýjársnóttin var ekki fyrsta leikritstilraunin, sem Indriði Einarsson gerði. Sigurður mál- ari hafði nokkru fyrr hvatt hann til þess, eða spanað hann upp í það, að reyna að gera leikrit út af íslendingasögu, það var hans áhugamál að lífga fomsögurnar á þann hátt, og hann gerði skrautsýningar í þessurn söguanda. Það var Gísla saga Súrssonar, sem Indriði fór að reyna við, en honum varð það fljótt ljóst, að þetta var vandræðaverk og eig inlega óvinnandi, jafnvel þótt honum fyndist Gisla saga vera skrifuð „eins og hún sé sorgar- leikur eftir Shakespeare". Hann sá, að það væri ekki vinnandi vegur, að snúa sög- unum í leik fyrir ísiendinga, og hefur reyndar ýmsum orðið hált á því, en samt þekktu anenn hér um þessar mundir og dáðust að söguleikritum Björn- sons og Ibsens. En i sömu svif- um og Nyjársnóttin var tekin til leiks, er Indriði farinn að hugsa til annars leikrits, — það voru Hellismenn. Samning Nýjársnæturinnar hafði á ýmsan hátt orðið Ind- riða erfitt verk og vandasamt og olli honum áhyggjum, jafn- framt því sem hann hafði af verkinu og spenningnum í því mikla ánægju. Hann sagði svo frá þessu í stuttum formála fyr ir fyrstu útgáflunni: „Vorið 1870 fengu skólapilt- ar páskaleyifi, eins og lög gera ráð fyrir; ég var þá í þriðja bekk A. Mér leiddist í leyfinu, ég nennti ekki að lesa fyrst ég þóttist vera hálf frjáls, svo að ég læsti mig inni, og þar fædd- ist þessi kálfur. Nýjársnóttin kemur hér fyrir sjónir eins og hún var upprunalega, að frá- dregnum ýmsum orðabreyting- um. Áður en hún var leikin, setti ég hana i 4 sýningar, en nú hef ég aftur hér um bil fellt það úr, sem ég bætti þá inn i“. Siðan fer hann að segja frá uppruna ritsins og undirrót: „Lind sú, sem rit þetta er unn ið úr eru „Islenzkar þjóðsög- ur". Hið ósýnilega líf um jólin og nýjárið, sem þar er útmál- að, á að koma hér fram. Hvem- ig mér hefur tekizt að fara með skáldskap þennan, sem runn- inn er út frá brjósti þjóðar minnar, það getur hver dæmt um sem vill, ef hann einungis hefur lesið hvort tveggja með dálítilli eftirtekt". Indriði sagði löngu seinna, þegar hann fór að rifja upp æskuminningar sínar, að það væri tiltekin þjóðsaga hjá Jóni Árnasyni, sem hann hefði sér- staklega haft i huga í Nýjárs- nóttinni. Það er sagan um Gellivör. Nokkuð er það lang- sótt, og ekki nefnir Indriði það í upphaflegri frásögn sinni af því, hvemig hann vann að leikritinu, og þó gerir hann þar góða grein fyrir því. Hann segist, i formálanum, byggja lýsingar á góðum álfum, t.d. Áslaugu, á gömlum hugmynd- um um Ijósálfa, en á vondum álfum á hugmyndum um dökk- álfa og úr mörgum þjóðsögum. Að álfar séu sálarlausir segir hann, að mest byggist á frá- sögn Jóns Guðmundssonar læiða, „sem var að nokkru leyti skapari álfatrúarinnar á sínum tíma“. Þá segir hann, að það hljóti að vera í sambandi við trúna, „að álfar haldi jól eins og mennskir menn, og láti hann þá ýmist vera kristna eða heiðna". „Kristnir eru þeir af því“ segir Indriði, „að þeir þurfa trú fyrir þetta lif og heiðnir af þvi, að þeir vilja ekki vera kristnir". Hvað sem þessum skýringum líður i einstökum atriðum, er það vist, að Nýjársnóttin er unnin, og haglega unnin, úr rammíslenzku þjóðsagnaefni og viða dregin föngin að. Þjóðólf- ur sagði eftir á, I grein, sem mun vera eftir Eirík Briem, sið ar prófessor, að leikurinn sé leiddur með skáldlegri meðferð og vandvirkni út af þjóðsögn- um vorum og þjóðlífi og þjóð- trúnni nákvæmlega fylgt og allt sé leikritið fallegt. Það er ekki alveg sama Nýj- ársnóttin, sem nú er leikin, og menn dáðust upphaflega að i Latínuskólanum fyrir hundrað árum. Eftir áramótin 1872 fór Indriði Einarsson norður i land, þvi að áhugamenn á Ak- ureyri, Bjöm Jónsson blaða- maður og Friðbjöm Steinsson höfðu boðizt til þess að gefa Nýjársnóttina út. Á Akureyri var Indriði í þrjár vikur og skyldi lesa prófarkir af leik- ritinu, en þetta varð honum einnig norðlenzk og eink- um skagfirzk skemmtiferð. Þótt Indriði væri nær alla starfs- æfi sína erlendis eða í Reykja- vik, þá taldi hann sér ávalit til gildis að vera skagfirzkur sveitamaður. Nú bar svo óvænt til, að hann þurfti að fara að norðan bráðar en hann hélt, hann varð að fara utan til náms. Hann fékk því Þórð lækni Tómasson, son Tómasar Fjölnismanns, til þess að ljúka próförkum af Nýjársnótt- inni og fór í snatri. Nýjársnótt in kom síðan út á Akureyri, 79 blaðsíðna bók: Nýjársnótt- in — sjónleikur í þremur sýn- ingum eftir Indriða Einarsson — prentað i prentsmiðju Norð- ur- og Austuramtsins. B. M. Stehánsson 1872. Eins konar einkunnarorð eru sett fyr- ir bókinni: „Góða skemmtun gera skal", og útgáfan er til- einkuð „virðingarfyllst af höf- undinum" Magnúsi Stephensen yfirdómara (síðar lands- höfðingja) og Helga E. Helge- sen kandidat í guðfræði. Svo stóð á þessu, að þegar lokið var leiksýningum syðra, var komið af stað fjársöfnun til „sæmdarlauna", eins og Þjóðólfur kallar það, handa Indriða, og urðu það 150 ríkis- dalir, en fyrir fjársöfnuninni gengust þeir Helgi Helgesen og Magnús Stephensen. Ýms heimili í Reykjavík sýndu Indriða þá gestrisni í veizlu- höldum og ræðum, og kunni hann þessu öllu hið bezta, auk þess sem hann hafði ánægju af því, að dansa í klúbbnum „á fjaðragólfi", eins og hann seg- ir, að þar hafi verið. Það er fróðlegt að skoða fyrstu gerð eða fyrstu útgáfu Nýjársnæturinnar og bera hana dálítið saman við þá end- urskoðun eða réttara sagt þá nýsköpun verksins, sem höf. gerði seinna og síðan hefur ver ið í gildi og nú er flutt í Þjóð- leikhúsinu. Um formið í heild sinni er það fyirst að segja, að mun meira í frumgerðinni er í bundnu máli en síðar varð. Það var eftir kröfum og tízku tímans að hafa leikrit í laus- kveðnum háttum, og þekkti Indriði þetta vel úr fornum og nýjum leikritum. 1 frumgerð- inni er bundið mál meira . en 500 hendingar. Þá eru einnig í báðum gerðunum allmargir söngvar og sum kvæðin undir gömlum þjóðkvæðaháttum. Þetta var gert fyrir áhrif er- lendra og einkum danskra söngleika, sem þá voru vinsæl- ir og í bókmenntatízku, eins og einnig mátti heyra í Skugga- Sveini og þangað komið m.a. frá Heiberg og Hauch. 1 fyrstu útgáfunni er fyrsta sýningin baðstofa í sveit, önn- ur sýning þinghús; á vegg, er Mariumynd, lik stendur uppi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. desember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.