Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 6
áð 'þaiu yrði ævMoik Flosa, að hann færi utan, þá er hann var orðinn •gamaU, að sækja sér húsavið, og var hann í Noregi þann vetur. En um sumarið varð hann síðbúinn. Ftæddu menn um, að vont væri skip hans. FLosi sagði, að vœri ærið gott gömlum og feigum ag sté á skip og Oiét í haif, og hefir til þess skips aldrei spurzt síðan.“ 1 sambandi við þá viðburða- rás, sem hér (hefur verið raki koma þráifaidiega fyrir orðin gæfa og ógæfa. Sérstaklega er tsalað um ógæfu Njáls og sona hans eftir vig Höskulds Hvita- nesgoða og heillaleysi Flosa og manna hans eftir 'Njáisbrennu. Svo er að sjá af Njálu sem ógæfan stafi að ein'hverju leyti aif ilium verkum, og gengur sú 'hugsun eins og rauður þróð- ur igegnum alla söguna. Sumir menn voru blendnir og frá þeim stafaði ógæfa, sem sýkti alla, sem voru samvistum við þá. SMk kona var Hallgerð ur langbrók. Frá henni stafaði svo mikil óigæfa, að jafnvel af- reksmaður eins og Gunnar á HMðarenda gat ekki varizt sýkingu. En berlegast er að orði kveðið um Hrapp. Það er hvað eftir annað tekið 'fram, að alliir, sem ihann átti samneyti við Æengu sinn skerf af ógæfu hans. Hér nægir að minna á orð Hákonar jarls, er Hrappur slapp úr greipum hans og •sigldi til Islands með Þráni Sig Mssyni. En er jarl 'frétti það, mælti hann þessi orð: „Eigi ber hér til óvizka mín, heldur það samiband þeirra, er þeim dreg- ur báðum ti'l bana.“ Hins vegar er þrástagazt á þvS, hviH'kur gæifumaður Kári var, og engum tjáði að standa móti giftu 'hans. Inntak Grettis sögu er sett fram í einni setningu: „En satt er það, sem mælt er, að sitt er 'hiyort gæfa eða gervigleikur". Þessi orð er Jökull Bárðar- son, móðurtoróðir Grettis, lát- inn segja við hann í aðvörunar skyni, er Grettir bjóst til að þreyta afl sitt við Glám. En í þeirri viðuriegn voru örlög Grettis ráðin. Þegar Grettir að lokum hafði komið Glámi und- ir, helltist ógæfan ýfir hann með því að ský rak frá tungl- inu og Glámur hvessti augum upp i móti svo harðlega, að allt afl dró úr Gretti, og Glám- ur lét formælingarnar dynja á honum. iGlámur mælti meðal annars: ,,t>ú 'hefir frægur orðið hér til af verkum 'þínum, en héðan a'f munu falla tfl þín sektir og viigaferli, en flest öll verk þín snúast þér til ógsðfu og ham- ingjuleysis. Þú munt verða út- iægur ger og hljóta jafnan úti að búa eiiun samt. Þá legg eg það á við þig, að þessi augu sé þér jafnan fyrir sjónum, sem eg ber eiftir, og mun þér þá erfitt þykja einum að vera, og það mun þér til dauða draga." Það er kunnara en frá þurfi að segja, að aflt kom það fram, er Glámur mæiti. Engum toiöðum er um það að fletta, að álög Gláms eru hæsta ris Grettis sagu. Með þeim skiptir sköpum í ævi Grettis, og éftir það er ógæfan alls rláð andi í lífi hans. Hér leggjast þjóðtrúin og ihöfundur sögunn- ar á eitt með að gera Gretti að píslarvotti 'í refskák hinna óvið ráðanlegu a'fla. En þá vaknar þessi spurn- in>g: Er ógæfa Grettis að engu leyti 'honum sj'álfum að kenna? 1 aðvörun sinni kallar Jökull Bárðarson það „gæíuraun" að fást við Glám, og hann bætir við: „Er og miklu betra að fást við mennska menn en við óvætt ir slí'kar.“ Það er einnig tekið ifram, að Gretti bar engin nauðsyn til þessarar ferðar. Ýmsir kynnu því að ætla, að það hafi verið ofmetnaður, sem steypti Gretti í glötun. En það er ekki sann- gjarn dómur, því að atförin að Glámi var ekki einurugis farin í metnaðar skyni, heldur einn- ig til almennings 'heilla. En það var annað í fari Grettis, sem eitt sér ihefði nægt til þess að gera hann að ögæ'fu manni. Það voru skapbrestir 'hans sjálfs. Þá er fyrst og fremst að néfna bernskubrek hans, sem eru að því leyti óhugnanlegri en ihrekkir venju legra barna, að í þeim kemur fram miskunnarleysi við skyn- lausar skepnur. En jafnvel eftir álög Gláms átti 'gæfan að geta torosað við Gretti á ný, ef hann hdfði ver- ið nógu viljasterkur. Skömmu síðar var Gretttir sakaður um að 'hafa brennt inni íslenzka menn, er sta'ddir voru í Nor- egi. Grettir vissi sjálfan siig saklausan af því verki, og hann fékk leyfi Ólafs konungs 'hins helga til að hreinsa siig með járnburði. En meðan á þeirri athöfn sfcóð, hljóp að honum piltungur einn, jós ytfir hann brigzlyrðum og skældi si'g framan li hann. Gretti varð laus höndin og sló piltinn, en við það ónýttist skírslan. Það var almannarómur, að piltur þessi hafi verið ólhreinn andi, sendur Gretti til óheilla. En Ó1 afur konunigur kvað skírsluna hafa orðið ónýta sakir „þol- 'leysis" Grettis. Af þessum sökum fcókst Gretti aldrei að hreinsa sig af brennumálinu, og áður en hann kom til Islands, var sekt hans lýst yfir á þingi, og hann var alsekur ger um allt ísland. Efftir þetta varð Grettir iengst af að hafast einn við á 'fjöfl- um uppi. Beztu ár Grettis í útlegðinni voru síðustu árin, sem hann dvaldist í 'Drangey ásamt 111- uga, bróður sinum. Þá hafði 'hann og unnið sér samúð al- þjóðar, svo að hillti undir, að sýknu hans yrði lýst á alþingi. En óvinir ihans sóttust sífellt eftir l'ífi hans, svo að halda varð stöðugan vörð lí Drangey. En þeir Grettir og Illugi nenntu ekki að standa úti í öll- um veðrum o'g höfðu til þess þræl sinn. Þrælnum þótti vist sin ill og var fyrir þá sök ógeymnari en ella. Þetta1 Leiddi til þess, að óvinunum tókst að taka þá toræður báða af Mfi Sið asta sektarár Grettis. Því verður ekki neitað, að örlögin hafa verið Gretti mjög andsnúin, en hitt fær heldur lengum dulizt, aið skapgallar hans einir hefðu nœgt til þess að valda óláni hans. Sá atburður í Laxdælu, sem stéfnt er að úr flestum áttum, er vig Kjartans Ólafssonar. Það bar til eitt sinn í æsku þeirra Kjartans og Bolla, að þeir skemmtu sér að sundi ásamt öðrum ungum sveinum. Þá áttu þeir Gestur inn spaki Oddleiifsson og sonur hans leið fram hjá og litu á sveinana. Litlu siðar mælti sonur Gests við föður sinn: „Hvað ber nú þess við, faðir minn, að þér 'hrynja tár?“ Gestur svarar: „Þarfleysa er að segja það, en eiigi nenni eg að þegja yfir þv'í, er á þínum dögum mun fram koma, en ekki kemur mér að óvörum, þótt Bolli standi yfir höfuðsvörðum Kjartans og hann vinni sér þá og Ihöfuðþana, og er þetta illt að vita um svo mikla ágætis- memn.“ Mörgum árum síðar, er Kjart an bjóst úr Noregi og Ihafði kvatt Ólaí konung Tryggva- son, leit konungurinn eftir hon um og mælti: „Mikið er að Kjartani kveðið og 'kyni hans, og mun óhægt verða aðgerða við forlöguim þeirra.“ Hér er aðeins um að ræða hugboð eða íorspár viturra og vinveittra manna. En einniig eru að verki álög eða formæl- ingar, sem markvisst er stefnt Lét Njáll segja sér þremur sinnum. Teikning eftir Gunnlaug Seheving. gegn Kjartani og ættmönnum hans. Geirmundur gnýr 'hafði ver- ið giftur Þuríði systur Kjart- ans. En Geirmundur igekk frá henni og ætlaði að siigla tfl Nor egs. Þegar Geirmund'ur var stiginn á skip, féll veðrið og hann beið byrjar 'í hálfan mán uð uppi undir landsteinum. Síð 'ustu nóttina, sem Geirmundur lá við land, lét Þurtður róa með sig út í skipið, gekk að lokhvílu hans og tók þaðan sverðið Fótbít, er Geirmundur átti. En er hann vaknaði, kall- aði hann á eftir Þurtði, sem var á leið til lan'ds, og skipaði henni að skila sverðinu. Hún þvertók fyrir það. Þá mælti Geirmundur: „Það læt eg þá um: rniælt, að iþetta sverð verði þeim manni að bana í yðvarri ætt, er mestur er skaði að og óskaplegast kom'i vi'ð.“ Sverð 'þetta gaf Þurtður Bolla, fóstbróður ðinum, og með 'því sama sverði var Kjart an veginn. Litlu siðar segir frá því, að Ólafur pái lét högigva uxann Harra, er verið hafði hinri mesti kostagripur. Næstu nótt eftir dreymdi Óla'f, að kona kæmi að honum og mælti: „Sön minn hefir þú drepa lát ið og látið koma ógervilegan mér til handa, og ifyrir þá sök skaltu eiga að sjá Iþinn son al- blóðgan af mSnu tiistilli; skal eg og þann til veiLja, er eg veit, að þér er öfailaistur." Þessar Síðast nefndu frásagn ir eru aúkaatriði í Laxdælu. Víg Kjartans Ólalfssonar var ðhjákvsemileg afleiðing af skaplyndi þeirra þriggja: Kjartans, Bofla og Guðrúnar Ósvífursdóttur. En það er eins og þjóðtrúin hafi ékki sætt sig við annað en sMkt óhæfuverk væri illum álögum að kenna. Frægustu forspár í Laxdælu eru þó ráðningar Gests Odd- leifssonar á draumum þeim, sem Guðrúnu Ósvlifursdóttur dreymdi í æsku. Draumarnir voru fjórir, en Gestur réð þá al'la á einn veg. Þeir táknuðu hina 'fjóra bændur, sem Guð- rún giftist um ævina. I þessari draumsýn er samt ekki dregin upp nein heildarmynd af lífi Guðrúnar, 'heldur eru þar að- eins sýnd nokkur ytri atvik úr eevi hennar. Lesandinn er þvi litlu nær um 'hinn eigin- lega gang sögunnar. Þessi spá- sögn virðist 'því fremur vera sprottin af ibókmenntatízku en 'hún eigi nokkru iífrænu hlut- verki að gegna í sögunni. Miklu áhrifameiri er draum- ur Þorsteins Egilssonar í upp ha'fi Gunnlaugs sögu. Þar er vissulega dregin upp táknræn mynd af allri ævi Helgu inn- ar fögru, sem þá var ófædd. Al'lir kannast við þennan draum um álftina, sem sat á bæjarburst, og ernina tvo, sem börðust um hana og urðu hvor öðrum að bana. Ekki verður séð, að þessi draumsýn hafi veruleg á'hrif á gang s'ögunnar né bendi til fyrirfram ákveð- inna forlaga. En hún heldur lesandanum föstum við lestur allrar sögunnar og eykur eftir væntingu 'hans í rtkum mæli. Lesandinn finnur, að miklir at burðir eru í aðsigi, þótt hann viti raunar ekkert, hvernig þeir igerast. En smám saman verður hugboð hans að veru- leika, um 'leið ag hann skynj- ar, að draumurinn er að ræt- ast. í flestum íslendinga sögum eru margir draumar og fyrir- boðar, sem veita lesandanum innsýn í framfciðina. Stundum eru draumarnir svo samifelldir, að þeir mynda eins konar bak- svið sögunnar. Þannig er Gísla saga Súrssonar byggð upp. Gísli átti tvær draumkonur, aðra betri, en hina verri, sem vitjuðu hans til skiptis og sýndu honum óorðna atburði í lífi hans. Meðal annars dreymdi hann eitt sinn, að hainn genigi að húsi einu, þar sem sjö eidar 'brunnu inni. En draumkonan hin betri sagði honum, að eldamir merktu þau ár, sem hann átti enn ólifuð. En eftir 'því sem nær dró falli Gísla, vitjaði verri draumkon- an hans oftar, og draumarnir urðu óhugnanlegri og berari, svo þeir urðu ekki ráðnir nema á einn veg. Allar þessar forspár eru ná- tengdar þeirri trú, að örlög manna séu ákveðin fyrir fram. En 'þær eru einnig listbragð af hálfu höfundanna. Að jafnaði grunar lesandann, hvemig sagan muni fara. Fyrst er það óljóst hugtooð, en verður smám saraan skýrara og skýr- ara, eftir þvi sem nær dregur lokamarkinu. Með þessu móti er eftirvæntingiunni drei'ft um al'la söguna. En hún er ekki tekin frá lesandanum, því að 'hann veit aldrei, hvernig það gerist, sem stefnt er að. Á þennan Ihátt skapast einnig jafnvægi í frásögp sögunnar, sem stuðlar að því, að enginn einn atburður geti sikyiggt á sjálfa viðburðarásina. En allt stefnir þetta að einu rnarki: að gera atburðina sem áhrifa- mesta, þegar að þeim kemur. Svo fjarstæðukennt sem það kann að sýnast, dregur það ekki úr spennunni — heldur eykur hana — að gruna afcburð ina fyrir fram. Allir þekkja það af eigin reynslu, hversu miklu meiri éftirvæntingu það vékur: að ste'fna að einhverju, sem maður hefur hugmynd um hvað er, heldur en að 'láta ber- ast á vit hins Öþékkta. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.