Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 22
rieimurz bOGRS- T)ags- Líjlsirjs Óleyfilegt að vera leiðinlegur Dagur í Hagaskóla með Þóru Jónsdóttur kennara Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur r Kennsludagur gagnfræða- skólakennara, hvemig ætli hann gangi fyrir sig? Alténd er hann líflegur. Það komst ég að raun um, þegar ég fylgdist með Þóru Jónsdóttur, sem kenn ir ensku og dönsku í nokkr- um bekkjum í Hagaskóla, einn hráslagalegan dag í endaðan nóvember. Skóladagurinn byrjar laust eftir klukkan átta á morgnana, þá má sjá kuldalegar verur streyma í áttina til skólans. Einstaka eru svo heppnir að eiga foreldra, sem fara í vinnu um þetta leyti og þedr komu akandi. Þeir nemendur voru ekki eins regnbarðir, en þeir voru ívið syfjulegri. Þóra þurfti aftur á móti ekki að hefja kennslu fyrr en í öðr- um tíma þennan dag. Ég hitti hana inni hjá skólastjóranum Bimi Jónssyni og yfirkennar- anum Haraldi Finnssyni. Inn- an af kennarastafu barst kaffi- ilmur að vitum; ráðskonan var í óða önn að laga kaffi. Við fórum að rifja það upp, skóla- stjórinn, yfirkennarinn og við Þóra, að í gamla daga varð mað ur aldrei var við, að kennari væri syfjaður, aftur á móti bar það við, að nemendur dottuðu þreytulega í einstaka tím- um. — Nemendurnir eru sennilega svo syfjaðir, að þeir sjlá ekki, hvað kennarinn á bágt með sig, segir skólastjórinn. — Auk þess standa kennararnir bet- ur að vígi, þeir koma hingað í skólann og í stað þess að fara beint inn í tíma, geta þeir venjulega gefið s'ér stund til að fá sér kaffisopa á kennara- stofunni. Það er mesti munur. Nú er hringt út og kennar- arnir koma hraðskreiðir inn á stofuna, margir notuðu tæki- færið til að sturta i sig kaffi- lögg. Allir afhentu þeir skóla- stjóranum einhver plögg; það kemur í ljós, að þennan dag fór 'fram í gia'gnfræðaskól'um könnun á morgunverði gagn- fræðaskólanema og kenndi þar ýmissa grasa, að því er mér skilst. Það er handagangur í öskj- unni á kennarastofunni, sópað saman bókum og blöðum og kannað á stundatöflunni, hvert leiðin skal liggja næst. Eins gott er að halda á spöð- unum, því að margt er óbreytt frá í gamla daga, meðal ann- ars eru frímínúturnar ekki nema fimm mínútur. Við Þóra leggjum leið okkar í enskutíma í 2 F. — Það er mjög góður bekk- ur, segir hún mér. — í þeim ár- gangi eru beztu bekkimir þrír, F-ið, H-ið og L-ið. Aftur á móti eru þeir ólíkir að öðru leyti, eins og þú kemst að raun um. í góðum bekkjum getum við haft um og yfir 30 börn. Aftur á móti er reynt að takmarka fjölda í þeim bekkjum, sem ekki eru jafn góðir til að kenn ari geti frekar gefið sér tíma til að sinna nemendum, sem ekki eru allir jafn vel á vegi staddir. F-ið tekur gestinum undur kurteislega og ég fæ mér sæti á aftasta bekk og svo er tek- ið til óspilltra málanna. Það eru skiptar skoðanir um 21. stíl, var búið að fara yfir hann eða ekki? Málið leysist og nú er ráðizt til atlögu við leskafl- ann. — Það var allur kaflinn í dag, segir Þóra. — Hefndar- ráðstöfun, ef ég man rétt. Svo er lesið ævintýrið um Mjallhvít. Framburður nemend anna er furðu lipur og hér er auðheyrt, að allir, sem koma upp, hafa búið sig ágætlega Nú er eftir að vita, hvernig kunnáttan hér er í dag. undir tímann. Áður en farið er svo út í beina þýðingu spyr Þóra nemendur út úr á ensku um efni kaflans og það vefst ekki fyrir nemendum að svara og við hverja spurningu, sem borin er upp, eru ótal hendur á lofti. Það er útskýrð sögnin to hate, við rifjum upp stigbeyg- ingu á little-less-least, og þeg ar kemur að því að fara út í óreglulegar sagnir er eng- in fyrirstaða þar heldur. Þóra kveðst hafa þann háttinn á að nemendur læri þær sagnir óreglulegar sem fyrir koma í textanum hverju sinni og síð- an eru þær teknar á ný í heilu lagi. Tíminn líður undrafljótt og öðru hverju liggur við að ég rétti upp höndina líka, en ég er ekki spurð um neitt, væntanlega teflir Þóra ekki i neina tvísýnu. Snaigigaralegur ljóshærður strákur á fremsta borði, Bogd, læðist fram og kemur inn með bakka með mjólkurhyrnum og snúðum og útdeilir þeim. Aðr- ir taka upp heimatilbúið nesti eða ávöxt. Næst eru sem sé löngu frímínúturnar og þá mega nemendur byrja að maula bitann sinn áður en tím- anum á undan er lokið. Þóra setur fyrir út að 23. stíl og minnir á jiólapróif, sem hún ætlar að hafa í fyrra laigi, enda er hún sjálf i skóla og veitir ekki af að halda á spöð- unum; hún les ensku og sögu við háskólann. — Viltu sjá myndirnar frá kökukvöldinu, Þóra? spyr ein hver og svo þyrpast allir sam- an og skoða myndirnar. Eftir myndunum að dæma, virðist al úð með nemendum i þessum bekk og samkomulagið er aug- ijóslega í betra lagi. Að tím- anum loknum er ég einkar sam mála Þóru, þetta er mikill fyr- irmyndarbekkur og börnin hafa prúðmannlega framkomu. Þóra segir mér, að enginn kenn ari þurfi að kvarta undan þess um börnum, þau sýni mikinn áhuga og iðjusemi í námi, en þar fyrir utan eru þau rétt eins og aðrir unglingar, og fé- lagslíf í bekknum er með mesta blóma. 1 þessum bekk sá ég Auði Bjarnadóttur, sem var sómasendill á Mogga s.l sum- ar, þarna var líka Friðrik son- ur Sonju Diego, fréttamanns, Halldóra dóttir Guðmundar Jónssonar söngvara, sonur Péturs ráðuneytisstjóra Thor- steinssonar og sonur Eddú Björnsdóttur læknis 1 löngu frímínútunum fáum við Þóra okkur kaffibolla á kennarastofunni og spjöll- um við þá kennara, sem næst- ir sitja, þar er Hafdís Ingvars- dóttír, sem er reyndar umsjón arkennari í 2-F, og hér er Guð ríður Egilsdóttir, sem kennir skrift og náttúrufræði og þarna bregður fyrir Kristínu Arn- alds, islenzkukennara og sr. Þóri Stephensen, sem kennir íslenzku og stærðfræði í öðr- um bekk og auk þess kristin fræði i nokkrum fýrstu bekkj- um. Að löngu frímínútunum loknum skundum við Þóra af stað í dönsku í 2IH. — Það er ekki síðri bekkur að dugnaði en F-ið, segiir Þóra mér, — en hann er ókyrrari, þótt það sé aldrei til vandræða og langt í frá. Þar er Harald- ur Finnsson umsjónarkennari Þóra minnir á próf á mánu- daginn og það kemur í ljós að nú eiga 70 óreglulegar sagnir að vera nemenduim tamar. Þóra varar við því að einhverjar þeirra muni koma í stJílnum á mánudaginn. Hún setur fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.