Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 11
Frode Jaeobsen við komuna til Kristjánsborgrar 5. maí 1945. Hann f. Phil, ríkissaksóknari. Fýðingnrmikið samkomnlag yfirvalda var sá fyrsti, sem kom Enevoldsen til hjálpar. við andspyrnuhreyfing-una var „saltað“ í skrifborði hans. ið ynnist. Ég var dálítið óróleg- ur og hafði samband við lands- réttardómara sem ég þekkti per- sónulega. Hann kvað enga ástæðu vera til óróa. Hæstirétt- ur myndi áreiðanlega ekki dæma mér minna. Tveir dómaranna í landsréttinum hefðu viljað láta mig hafa 10.000. Ég fékk bréf með boðum um að ég gæti sótt skaðabætur mínar á einhverja sikrifstofu. Ég fór þang að og fékk þrjú þúsund krón- urnar. Hvað um málskostnaðinn við undirréttinn? Það lá ekkert fyrir um hann. Þá hófst síðasti þáttur skrípa- leiksins. Ég vildi fá minn málSkostnað og lagði leið mína til undirsak- sóknara. Þar vissu menn ekkert um málið. Sama svar fékk ég i.,a ríkissaksóiknara. Þá fór ég í dómsmálaráðuneytið. Ég fékk áheyrn hjá einum fulltrúanna. Það mega þeir eiga, embættis- nenn dómsmá'laráðuneytisins, að þeir eru geysi duglegir. Maöur fær alltaf skorinorð svör. Það sem maður skildi ekki fyrir sam- talið, er Ijóst og greinilegt á eft- ir. En þetta var nokkuð, sem full- trúinn gat ekki ráðið fram úr. Hann lagði til að ég spyrði fyrst Holm dómara hvernig í þessu lægi. Holm hélt því fram, að með nefndum málskostnaði væri átt við þann kostnað, sem ég hefði verið dæmdur til að greiða, þeg- ar ég tapaði málinu fyrir undir- rétti. Ég maldaði í móinn og sagöi að við áfrýjun til yfirréttar félli þessi málskostnaður sjálfkrafa niður og að dómur yfirrétt- ar næði yfir málskostnað við bæði dómstig. Hann nennti ekki að ræða málið frekar. Ég átti enga peninga að fá. Þá náði ég í nokkra af með- dómendunum. Þeir tjáðu mér, að spurningin um málskostnað minn fyrir undirrétti hefði komið fram við atkvæðagreiðsluna og allir verið á einu máli um að ég ætti að fá mína peninga. Þetta fékk ég skriflegt. Aftur lá leiðin i dómsmálaráðu neytið þar sem mér var sagt að þegar eitthvað væri óljóst í dómi mætti láta hann ganga aftur til þess réttar, sem hefði fellt hann til umsagnar og túlkunar. Það var gert. Málið fór til yfirréttar og nú 'leið og beið. Ég frétti ekkert í heilt ár. Þá fór ég upp í skrif- stofu yfirréttar og lagði fram fyr- irspurn um hvenær mætti vænta úrskurðar. Málsskjölin voru sótt. Það var fyrir löngu búið að kveða upp úrskurð. Ég átti enga peninga að fá. Ég bað um að fá að sjá dóms- niðurstöðuna og sá að úrsikurð- urinn var ekki kveðirm upp af sama rétti og hafði fellt dóminn. Reynt var að hugga mig með því að það hefði farið fram i sömu byggingu. Þeir sex dómarar, sem fjallað höfðu um málið höfðu ekki verið tilkallaðir. Nú var ég uppgefinn. Ég nennti ekki meiiru. Það voru skaðabæturnar, sem mestu máli skiptu og þær hafði ég fengið. En ég fór að hugsa margt. Eiitt af því, sem ég gerði mér smám saman grein fyrir var, að dómgæzlulögin segja um máls- kostnað að hann skuli tiigreind- ur með ákveðinni upþhæð. Með þvf að orða dóminn eins og hann Jörgen Trolle, fyrrum ríkissak- sóknarí. Hann neitaði að bera vitni í máli Enevoldsens. gerði, hafði Holm dómari snúið á neðdómendurna, sem samþykkt höfðu heils hugar að ég fengi mínn málskostnað greiddan. Hvers vegna gerði Holm þetta? Hvaða hagsmunum hélt hann sig þjóna með því að hafa af mér peninga mína? Það má Ijóst vera, að ákæru- váldið beit 1 súrt með þessu máli. Það fékk enginn axiaskúfa eða að- alstign út á mitt fíf. Maður verður aö gem sér grein fynr þvi að embættismennirnir á sak- sóknaraskrifstofunum hafa glöggt auga fyrir framtíðarmöguleikum. Stöðuhækkun er nefnilega það sem einblínt er á og framabraut- in ligguryfir unnu málin. Ég var frá upp’hafi aðeins mál. Þeir láta sig engu skipta þær manneskjur, sem í hlut eiga frek- ar en hákaHinn kærir sig um nafn mannsins, sem fellur fyrir borð. Hann bítur bara í ,hann. En spurningin er sú hvort maður heldur áfram að vera að- eins mál eftir að maður hefur veitt ákæruvaldinu iila út- reið? Getur maður á því stigi komizt hjá því að afskiptin verði persónuleg? Hver var það sem hringdi til Helmershöj á lögreglustöðinni ti1 að komast að því hve lengi ég hefði setið inni? Hvers vegna beitti Holm dómari þessum bel'li- brögðum með málskostnaðinn? Hvers vegna var mér haldið í fangelsi löngu eftir að öllum var orðið Ijóst að sakfelling var ómöguleg? Hvers vegna hafði ég lögregl- una á hælunum árum saman eftir þetta mál? Ég get gefið nokkur dæmi. Ég kaupi notaða ritvél, fæ hjá miliigöngumanni kvittun fyrir frá seljandanum. Mér eru uppgef- in nöfn seljanda og milligöngu- manns. Ég hringi á lögreglustöð- ina til að ganga úr skugga um hvort ritvélin sé stolin. Það er hún ekki. Ég get rólegur keypt hana. Ég fer með ritvélina í viðgerð og skömmu síðar er lögreglan mætt. Ritvélin var stolin. Mæti á lögreglustöðinni þar sem ég skýri frá hvaða varúðarráðstafanir ég hafi gert áður en kaupin áttu sér stað. Mér er hrósað fyrir for- sjálni mína. Sagt er frá því að vélin hafi verið tekin ránshendi í Magasin Rex á hernámsárunum. Ég fer niður i Rex til að fá skýringu á hvers vegna ekki var tilkynnt að ritvélinni hefði verið stolið. Það hafði verið tilkynnt. Til hernaðaryfirvaldanna. Stríðs- tryggingarnar höfðu bætt skað- ann. Enn er ég kallaður til lögregl- unnar. Maðurinn hjá Rex hafði borið kennsl á mig sem einn ráns- manninn. Mér er stillt augliti til auglitis við hann. Hann er viss i sinni sök. Hins vegar get ég fært sönnur á að ég hafi farið huldu höfði er þetta gerðist og verið með yfir- skegg. Mér er sleppt aftur. í skjöl mín hjá lögreglunni er innfært: Grunaður um rán. Mál- ið látið niður falla vegna ónógra sannana. Ég get átt ábatasöm viðskipti, en vantar peningana. Ég á tal við mann sem ég þekki um fjármögn- un, en ,hann vill ekki vera með. Viö rannsóknina á morði tveggja manna á Peter Bangsvej kemst ég á dagskrá undir sterkum grun. Athafnir mínar eru raktar og lög- reglan kemst í samband við áður- nefndan fjármálamann. Hann seg ir þeim frá hinu misheppnaða fyrirtæki. Ég er kallaður fyrir og skýrt frá þessum málavöxtum. Ég fæ ekki ski'lið að þetta komi lögregl- unni við. Sú skýring er gefin, að lögreglan telji að ef ég hefði feng ið peningana myndi ég ekki hafa endurgreitt þá. Ég segi lögreglumanninum að ég kæri mig ekki baun um hvað lögreglan telji og bið þá að gera svo vel að vera ekki að eyða tím- anum fyrir mér. Skömmu síðar kemur plagg sem i stendur, að ekki verði frekar aðhafzt í máli því, sem ég 'hef gefið yfirlýsingu í. I skjöl mín hjá lögreglunni er bætt: Grunaö- ur um fjársvik. Málið látið niður falla vegna ónógra sannana. Ég man ekki hve oft ég hef verið yfirheyrður vegna morðs- ins á mönnunum tveimur. Lögregl an hefur jafnvel mætt klukkan sex að morgni til að sækja mig. Þá var ég til allrar hamingju ekki heima. Hvenær sem framið var banka- rán flýtti ég mér að tryggja mér fjarverusönnun. Hið eina, sem mér hefur verið refsað fyrir er að hafa ólögleg vopn í fórum mínum. Fyrir það hlaut ég fimmtíu króna sekt. En ég tók það ekki nærri mér. í mörg ár vofði yfir mér dauðarefsing fyrir sömu yfirsjón. Nú er svo langt um liðið. Ég held að menn hafi gefið það upp á bátinn að ,,góma“ mig. Þó er ég ekki alveg viss. En atburðirnir efna til eftirþanka. Hvað býr undir þessu öllu? Það er engin leið að benda á neitt sérstakt og segja: Hér er sönnun fyrir þessu eða hinu. Rétt arkerfið er stórt og margbrotið. Það eru aðeins þaulkunnugir, sem vita hvað fram fer í skúma- skotunum. Aðrir geta aðeins gizkað á og haftsína persónulegu skoöun. Ég held að við sé að eiga þéttan flokk, sem fer eftir einkunnar- orðunum: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Hér gogga ekki hrafn arnir augun hver úr öðrum. Þvert á móti. Lendi einhver meðlimur þessa Cosa Nostra samfélags i erfiðleikum getur hann reikn- að með fulfum stuðningi. Ef mál eins og mitt spáir ósigri til handa einhverjum úr bræðra- laginu er honum hjálpað til að koma pillunni sem Ijúflegast nið- ur, eins og gerðist þegar Holm dómari sveik mig um málskostnað inn. Sé þess óskað, að manni sé haldið í fangelsi má koma því I kring án tillits til eðiis málsins. Það situr alltaf einhver bróðir- inn í dómarasæti, reiðubúinn að hneppa mann í fangelsi. Ég er ekki sá eini, sem hef fengið að kenna á vélinni, en ég er annar af tveim mótspyrnumönnum, sem höfðuðu og unnu skaðabótamál. Hinir gáfust upp. Ef réttarkerfið hefur feng- ið augastað á manni, verður hann bæði að vera árvakur og eit ilharður til að standast mátið. Ég á góðvin í Þýzka- landi. Hann er lögfræðingur. Ég man að hann sagði eitt sinn um nasistana: ,,Það versta sem þeir gerðu var að eyðileggja hið gamla og heiðarlega þýzka réttar 'kerfi okkar.“ Saga dómsmáianna á öllum tím- um ber vitni um gerræði og grimmd undir heilögu laganna nafni og brot á grundvallar mannréttindum. Réttarkerfi hvers lands er mælikvarði á siðmenningu þess. Enda þótt við séum ekki á neðsta stigi hér heima eigum við þó góðan spöl eftir þar til bætt hefur verið úr augljósum ágöll- um. Hvað hafði ég upp úr þessu öllu? Hef ég ekki haft eitthvað með mér upp úr svaðinu, sem verð ur með mér í farangrinum það sem eftir er ævinnar? Jú, vissulega. Ég er ekki sami maður og sá sem settur var inn. Og eigi ég að lýsa með einu orði því sem ég hafði upp úr krafs- inu þá er það orð HATUR! Hatrið á eftir að brenna í mér eins og eldur þar til ég gef upp öndina. Hatrið til þeirra manna og þess kerfis, sem léku mig svo grátt. Það er ekki alltaf notalegt að dragast með það en ég er orð- inn vanur að lifa þannig. Það get ég vegna þess að ég hef mikið sálarþrek. En ég get ekki annaö en hugsað oft til þeirra vesalings manna, sem af einhverj um ástæðum verða fyrir því sama. Þeim er sleppt út úr fang- elsunum fullum af hatri. Það er hægt að láta mann líða kulda og hungur, skammta hon- um skít úr hnefa og láta hann búa eins og svín. Það má skatt- pína hann. Hann gleymir því aft- ur um leið og hann fær meðbyr. En særirðu sjálfsvirðingu hans gerirðu hann að óvini þínum um aldur og ævi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.