Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 28
teeirouR
teöSRS -
Dags-
Lifsins
Huldufólkið
og
hjartagæzka
þjóðfélagsins
Dagur með Gísla Guð-
mundssyni, rannsóknarlög-
reglumanni.
Eftir Freystein Jóhannsson
______________r
Hegfningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hvernig- á svo sem að byrja
íslenzkan skammdegisdag öðru
vísi en að fá sér kaffisopa?
Við sitjum inni í tæknideild
rannsóknarlögreglu Reykjavík
ur og einn af öðrum tín-
ast rannsóknarlögreglumenn-
irnir inn úr kuldanum; fá sér
kaffi og halda síðan til starfa.
Klukkan er langt gengin í níu
og þetta er ósköp hversdags-
legt upphaf eins vinnudags.
Einstaka orð frá deginum áð-
ur, eða nóttinni, sitja í mönn-
um og þeir endurtaka þaw
hver fyrir öðrum yfir kaffinu.
Sumir fá sér aftur í bollann.
Og kannski fer þessi stund
saman við það, að maður I
Hegningarhúsinu veltir því fyr-
ir sér, hvort hann eigi að játa
ytfirsjónir sinar i dag eða á morg
un og einhvers staðar úti í bæ
situr maður, sem hefur brotið
lögin í nótt.
„Ég var búinn að vera tólf
ár í götulögreglunni, þegar for
vitnin um framhald málanna
bar mig hingaö í rannsóknar-
lögregluna," segir Gísli Guð-
mundsson um leið og hann
rennir augunum yfir „gesta-
lista Hverfisteins“. Þar eru
nöfn þeirra, sem lögreglan hef
ur sett inn um nóttina. En
þarna er ekkert fyrir Gísla í
dag. Aðeins nöfn. Sum eiga
kannski aldrei eftir að sjást á
þessum lista, önnur eiga það
örugglega eftir og má vera að
eitt nafnanna eigi eftir að stað
næmast um stund á skrifborð-
inu hjá Gísla. En í dag er það
bara nafn og er eins og öll hin
á listanum.
Fyrsta kallið kemur kortér
yfir níu. 1 morgunsárið hefur
verið brotin rúða í hurð verzl-
unar í bænum og eigandinn
sýnir okkur peysu, sem hann
fann fyrir utan. Það er
óskemmtilegt að finna rúður
sínar brotnar að morgni, en
þarna var ekki farið inn —
engu var stolið. Bót i máli það.
1 nágrenninu hittum við fólk,
sem segist hafa séð mann
stefna til miðborgarinnar með
grjót í hendi. Maðurinn var
snöggkaæddur og með skegg.
Og hanm hafði grjó't í Ihendi.
Meðan lögreglumenn fara að
svipast um eftir þessum manni,
skrifar Gísli fyrstu skýrsluna
um málið. Kannski verður það
aldrei imeira en þesisá eina
skýrsla. Kannski finnst maður
inn strax í dag; á morgun eða
hinn daginn. Og kannski kem-
ur lausnin á skrifborðið hjá
Gísla ekki fyrr en eftir viku.
t>að er allt til.
Og morguninn heldur áfram.
Mannlífið tekur við sér og víxl
spor næturinnar koma hvert á
fætur öðru inn i skrifstofur
rannsóknarlögreglumannanna.
Annað rúðubrot. Hvarf á reið-
hjóli. Stuldur úr bil. Innbrot.
Annað innbrot. Fölsuð ávísun.
ökugjaldssvik Og málin halda
áfram að streyma inn. Fyrsta
skýrslan er skrifuð.
Það 'er liðið að hádeigi, þegar
Gísli lætur uppi hug sinn til
starfsins: „Auðvitað hefur
þetta starf sem önnur bæði
bjartar og dökkar hliðar," seg
ir hann. „öll þau mál, sem
við fáum til rannsóknar eru
þannig vaxin, að annar aðil-
inn verður fyrir óláni eða er
©
„Yfirheyrslur og aftur yfirheyrslur“