Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 26
María sog-ar slím upp úr tveg-g-ja mánaða telpuhnokka. . . . Liður í þjálfun Utlu barnanna er að hvetja þau tii að hafa hönd á ýmsum hlutum. . . . heimuR hoeRS- nag s- Lípsins Dagur með sjúkra- þjálfara ekki alveg komizt fyrir hana en hún er mismunandi mikil eft ir því, hvar hryggurinn er klof inn. — Þessi böm þurfa mikla hvatningu til að byrja að hreyfa sig, heldur María áfram. Við erum að reyna að efla hreyfingariþroska hennar og tilfinningaþroskann. María veltir litlu telpunni á magann, en það er dálitlum erf- iðleiikium bundið vegna þvag- leggsins. — Þiessi börn halda yfirleitt hvorki saur né þvagi, segir María, og fá oft þvag- færasýkingu. Oftast fá þau einnig vatnshöfuð og er þvi settur inn undir höfuðleðrið dá lítill ventill, sem leiðir vatnið niður í æð. Maria tekur nú að teygja á öklunum á telpunni og sýnir hvernig fótunum hættir til að skekkrjast vegna þess að vöðvarnir starfa aðeins öðrum me,gin. — Við reyarum að vinna gegn iskfikkjiuinni. Hún lætur vel að litlu telp- unni og leikur við hana. — Við reynum að bæta henni upp ögn af því, sem hún missir í tilfinn- ingaþroska við að vera ekki samvistum við móður sína. . . svo fær hún að sitja í barna- stól og horfa á hin bömin. . . svona stúlka litla . . . og María spennir hana niður í barnastól inn. Snýr sér síðan að næsta sjúklingi, sem hefur verið í öndunaræfingum þrisvar á dag eftir lungnaskurð. — Þessi er að verða útskrif uð, er orðin hitalaus og ekkert slím í lungunum. Þá snúum við aftur á hand- lækningadeildina og hittum þar fyrir miðaldra mann, sem hafði orðið fyrir því slysi að detta í stiga og var þar að auki skorinn upp við maga- sári. . . María hefur þegar önd unaræfingar. —, Hann er með dálít- inn hroða í lungunum . . . anda djúpt, djúpt að . . . blása frá, anda djúpt, djúpt að, . . blása fná . . . og hlósta nú . . . — Það getur verið talsvert erf- itt að fá fólk til að reyna svona á sig, því að þetta er mj'ög sárt eftir stóran sburð. Þessi sjúklingur hefur verið sérstaklega duglegur að hósta og ekki sett sársaukann fyrir sig. — Nú komum við að konu, sem lærbeinsbrotnaði og var negld. Þá kemur stundum fyr ir að næringin upp í lærbeins- höfuðið truflast. Það fór að rýrna í hennar tilfelli og var tekið og settur í hana nýr lið- ur úr málmblöndu. 1 þessu hafa orðið miklar framfarir á síðari árum. María gerir ýmsar æfingar á fótleggjunum. — Þjálfa upp hreyfinguna og vöðvakraftinn" segir hún . . . Þessi kona hafði lært æfingarnar eftir fyrri að- gerðina og haldið þeim viö, svo að hún er nokkuð góð. Bat- inn fer annars mikið eftir pers ónuleikanum, eftir því hvort sjúklingurinn er dugandi og drífandi eða lingerð manneskja sem þykir gott að liggja í rúm- inu og láta dekra við sig. Næsti sjúklingur fær sams konar meðferð eða svipaða en af öðrum ástæðum, en þvi næst sækir María lítinn dreng inn á barnadeild. Hann er fæddur með þeim galla, að bein hans sru mjög brothætt. Hann hef- ur margsinnis brotnað á ýms- um stöðum og átt i löngum sjúkdómslegum. Hann er af- skaplega viðkvæmur og vöðva- krafturinn lítill, — smáhögg eða hrinding gæti orðið honum til tjóns. Drengurinn kemur niður með okkur í hjólastól og þar er hann látinn æfa sig að ganga, fyrst i göngubrú, síðan i göngu grind á hjólum og loks fær hann að hjóla um ganginn á stóru þríhjóli. María lætur hann hvíla sig inn á milli en það er hugur í strák og ekkert víl. NÁM og stabf Þegar hann er búinn að fá nóg, fer hann upp á barna- deild en sjúkraþjálfarar og gestir taka sér smáhvíld. Yfir rjúkandi kaffibollum og „holl- ustubrauði" segja þær Ásta og María okkur frá tilhögun náms síns. — Nám í sjúkraþjálfun tek- ur þrjú ár og er krafizt stúd- entsprófs til undirbúnings því. Mörgum finnst það óþarfi en námið er það erfitt, að okkar mati, að nauðsynlegt er að hafa vanizt því áður að leggja að sér við nám, auk þess sem gagnlegt er að hafa dálítið breiðan menntunargrunn að byg'gja á. Pyrstu 1% til 2 ár- in er námið mest bóklegt en síðan er gjarnan unnið á spít- ala, a.m.k. hluta úr degi, undir stjórn sjúkraþjálfara, sem er sérmenntaður í kennslu. Slikt fólk vantar alls staðar og það er fyrst og fremst sá skortur sem staðið hefur í vegi fyrir því, að þessi starfsgrein sé kennd hér heima á Islandi. Nú er orðið mjög erfitt að fá skóla vist á Norðunlöndum, þangað sem við höfum mest leitað og hefur athyglin því beinzt meira til Bretlands, en einnig þar eru erfiðleikar. Það er þvi brýnt nauðsynjamál að gera fólki fært að ganga þessa náms braut hér heima. Á endurhæfingardeildinni starfa nú fimm sjúkraþjálfarar þar af er einn hálfan daginn, Sigurleif Hallgrímsdóttir, sem hóf starf sem sjúkraþjálfari á spítalanum árið 1934. Hún sagði okkur ofurlítið frá fyrstu árum þessarar starfs- greinar á íslandi og námi sánu ag Steinunnar Sigmiundsdótt- ur, sem var fyrsti sjúkraþjálf- ari á Landspíitalanum — byrj- aði að starfa þar ári á undan henni en vinnur nú hjá Krist- jáni Hannessyni, læknL Þær Steinunn og Sigunleif námu starfið i sjúkraþjálfaraskóla þriggja islenzkra lækna, þeirra Jóns Kristjánssonar, fyrsta sér fræðingsins í gigtlækningum, Magnúsar Péturssonar, fyrrum bæjarlæknis, og Níelsar Dung- als fyrrum prófessors. — Þessi skóli lagðist fljótt niður, sagði Sigurleif, það borg aði sig ekki fyrir þá að reka hann, því að aðsóknin var svo lítil. Við fórum svo báðar utan til framhaldsmenntunar. Sigur lelf kvaðst halfa unnið á Land- spítalanum óslitið að umdan- teknum árunum 1937—39 og hluta ársins 1947, en í bæði skiptin starfaði hún og nam á ýmsum sjúkrahúsum í Banda- ríkjunum. Endurhæfingardeildin hefur leyfi fyrir átta sjúkraþjálfur- um og stundum hafa útlending ar verið þar um stundarsakir við störf. — Það vill okkur til happs, að nú eru ekki allar deildir spítalans opnar, segir Ásta — og María bætir við: Svo höf- um við líka fjórar aðstoðar- stúlkur, sem eru til mikils gagns. Þær hjálpa sjúklingun- um til dæmis við gönguæfing- ar, þegai við erum búnar að kenna þeim, hvernig eigi að bera sig að. Afköst okkar við þjálfunina hafa aukizt veru- leta við að þær taka af okkur alls konar snúninga og tíma- frek störf. — Hver ákveður hvaða með- ferð hver sjúklingur fær? — Læknarnir á deildunum, sem annast sjúklingana, segja til um það, hvort þeir eigi að fá þjálfun og senda okkur skrifleg fyrirmæli þar um, en þar sem endurhæfing er ekki liður í læiknisfræðinámi hérna, kemur það gjarnan í okkar hlut að ákveða í samráði við læknana hjá okkur hvað bezt sé að gera í hverju einstöku tilfelli. Þetta gerir starf okkar sjálfstæðara hér en það er víða erlendis, þar sem sérfræðingar í endurhæfingu eru fleiri. ÞABF AÐ H ALDA ÁHUGANUM VAKANDI Ekki er til setunnar boðið, starfið heldur áfram og nú er haldið inn í herbengi, sem hetf- ur verið innréttað sérstaklega til iðjuiþj'álfunar, — þar eru eldhúsinnrétting og hreinlætis- tæki auk ýmissa smærri tækja til iðjiui- og sjú'kraþjlálfunar. — Iðjuþjálfun krefst svip- aðs náms og sjúkraþjálfunin, svarar María, þegar við spyrj- um, — en verkefni hennar er ifyrst oig fremst að þjiálfai lík- amann markvisst til ákveðinna verkefna. Við reynum raunar einnig að sýna sjúklingunum fram á að þjálfun þeirra hafi markvissan tilgang — á það er lögð áherzla í námi okkar, einkum í svonefndu PNF kerfi að halda áhuga sjúklingsins vakandi með því að sýna hon- um til hvers þjálfun hans er ætluð. Með því móti veröur sjúklingurinn líka samvinnu- þýðari og fúsari að leggja hart að sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.