Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 23
Þetta em allir nemendur Þóru, sem hún kennir í nokkrum 2. og 3. bekkjum Hagaskólans. Hún er sjáJf fremst á mynd- inni. Frá kennarastofunni. undir prófið, vinsamlegast lesa frá 82 kaifla að 95. Stunur liða um bekkinn — Þetta er svo alltof mikið, tauta einhverjar eymdarlegar raddir en það er engin miskunn hjá Þóru. — Erum við þá áreiðanlega búin að taka jólaprófið, segir -dapur leg rödd aftarlega í bekknum.. — Og bœta við næstu 30 sögnum, lýsir Þóra yfir. Þessi orð vekja kurteisleg, en ákaf- lega þróttmikil mótmæli og málamiðlun næst um 20 sagn- ir fyrir næsta þriðjudag Þá er það kaflinn á síðu fem og tres, segir Þóra og einhver muldrar í barm sér — æ, hvað þýðir nú aftur tres. Svo er tekið til við að lesa dönskuna og það er eins og fyrri daginn, þetta göfuga tungumál vefst fyrir nemend- um í framburði. . . . et sikkert sted, rek- urðu augun í nokkuð sérstakt I sambandi við þetta?, skýtur Þóra að nemanda nokkr- u’m. Það kemur þá upp úr dúm um, að honum hefur láðst að fylgjast með textanum og verð ur fátt um svör. Tvö ungmenni á öftustu borð unum halda uppi glaðleg- um samræðum og dönskubókin er ekki sjáanleg í grenndinni. Ungur maður er nú beðinn að hefja þýðingu, hann setur dreyrrauðan og hann hefur þá 1 dönskutíma. gleymt að glósa. Skýringin er sú að orðasafnið hafði ekki verið innan seiling- ar. Hann hefuir reyndar gleymt stílnum líka. — Júlíusi hefur farið mikið fram, segir nú Þóra, þegar Júlíus hefur þýtt af mestu kúnst nokkrar setningar. Þóra hvetur nemenduma i þýð ingunni til að reyna að snara textanum á sem eðlilegast ís- lenzkt mál, og ekki einblína á orðrétta þýðingu. Að iþýð- ingu lokinni er farið yfir efn- ið á dönsku með spurningum og vakin athygli á að en somm erfugl hefur þá skrítnu þýð- ingu að merkja fiðrildi og það vekur almenna klátánui. — Et vindue, segir Þóra, — hvað er um það að segja? Jó- hann er vaknaður og veit að það er athyglisvert að vindue skuli vera hvoruigkyns. Þóra vottar Jóhanni hrifningu og Júlíus áttar sig siðan á því að D-ið er borið fram og fær gott klapp fyrir ,■ frá skraf- hreifnu unglingunum i horn- inu, sem ég hef nú heyrt að eru báðir karl'kyns. Það er allmjög tekið að sax- ast á tímann, farið er yfir stíl- inn og það verður augljóst að þar hefur orðið einhver mis- brestur með heimavinnu. Þóra brýnir röddina hressilega og nemendurnir, sem vita upp á sig sökina, lyppast all veru- lega niður í sætunum. Svo er sett skörulega fyrir og stun- ur.nar eru enn auðhey.rðari. Tvær miínútur eftir. Kannski gesturiinn okkar vilji spyrja að einhverju? SBgir 'kennarinn. Og ég spyr náttúrlega hvernig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.