Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 29
{p^jgj 3.1 20-82-93 BARCLAYS BANK LIMITED 3«, StRÁND, W.C.l. n r/ _or Order '"T~,-//■? a Ld W - .................................................................... * ■»«.« I JjL.jZ^u I.A. PALSSON V..C/.../. J^'/y j2Æ.n. •’Ml.HV £<* ai£ Wn* Grandaleysið er algjört gagnvart ávísunum. Hér er eitt sýnishorn og sami maður gaf út aðra, stilaða á Mr. Handhaver. Hann átti i engum erfiðleikum með að selja ávísanirnar. órétti beittur. Það, sem heldur manni uppréttum í starfinu, er að geta komið þessu fólki til ihjálpar ag aðstoðað þiað við að rétta hlut sinn aftur. Hin hliðin á málunum sýnir okkur svo dökku hliðar mann- lífsins og það oft á mjög ömur- legan hátt. Það er hreint ótrú- legt, hvað mannskepan getur stundum verið langt niðri. Og sumir kunna hreint ekki verr við sig þar, en aðrir vilja láta næða um sig á toppnum.“ Sumir sjá kannski rannsókn arlögreglumanninn fyrst og fremst fyrir sér igegnum stækkunarglerið; brj ótandi heilann um málavexti og svo allt í einu er lausnin komin upp í hendurnar á þedm. En raunveruleikinn er oft þrauta- meiri, þegar nær er skyggnzt. „Þetta er vinna og aftur vinna — yfirheyrslur og aftur yfirheyrslur,“ segir Gísli. ,,Og þetta er seinlegt starf. Lítilfjörlegustu mál kosta oft yfirheyrslur yfir fjölda manns. Aðalatriðið er að leita eftir upplýsingum. Upplýsingum og aftur upplýsingum." En stuinduim eiga imálim það til að ganga upp í einum hvelli. Þennan morgun hefur útlend- ingur einn orðið fyrir því í sundlaugunum að sjá af veski sinu og úri. Fréttin berst til rannsóknarlögreglunnar strax með svo greinargóðum upplýs- ingum, að þýfið er komið á borð rannsóknarlögreglu- mannsins, þegar útlendingur- inn kemur til að kæra þjófn- aðinn. „Maðurinn bara stóð þarna og deplaði augunum, þegar hann sá veskið og úrið,“ segir rannsóknarlögreglumað- urinn hróðugur eftir á og þess- um sólargeisla er varpað hlæj- andi inn á öll skrifborð rann- sóknarlögreglunnar. Þar verm- ir hann þó skamma stund, því hann er fljótur að týnast í fjall háum skýrslubunkunum. „Við þyrftum að vera svo imörgulm sinnuim fleiri," segir Gísli og andvarpar um leið og hann blaðar í gegnum skýrslu- bunkann á sínu borði. Sextíu mál eru þar í deiglunni; inn- brot, árásarmál með kjaftshögg um og glóðaraugum, svikamál, þjófnaður á tannhjóladælu, þjófnaður á dönskum krónum og ávísanafals. Og á hverjum degi koma nýjar skýrslur inn um dyragættina. „Ég tel vera númer eitt að fjölga í rannsóknarlögreglunni svo við getum boðið fólki þá þjónustu sem sæmilegt mætti teljast," segir Gísli. „Það er oft svo sársaukafullt, þegar mál dragast á langinn og ef eittihvert igagin á að vera >að ýims- um upplýsingum, sem við fáum þurfum við helzt að geta rann sakað þær strax. Það skemmir öll mál að þurfa að salta upp- lýsingar, hversu litilfjörlegar, sem þær kunna að sýnast." Launaumslagið er tilvera mannsins og rannsóknarlög- reg'liuimen'n standa eik’ki fyriir ut- an hið eilífa karp þjóðfélags- ins um kaup og kjör. „Það er líka númer eitt að bæta kjör lögreiglu’nin'ar svo að þet'ta verði starf, sem ungir menn sækist eftiir,“ segir Gísili. Og ýmsar starfsaðstæður knýja líka á. „Það er mjög nei kvætt hjá okkur,“ segir Gísli, „hvað við eigum í miklum erfiðleikum með þá aðstöðu sem Hegningarhúsið við Skóla vörðustíginn býður upp á. Það er varla hægt að setja menn þar inn meðan við rannsökum mál, því þeir ná svo vel saman í húsinu. Og þegar einn er inni og annar úti, þá er komið á garðinn og kallazt á! Þá er það líka fráleitt, að við skulum hvergi eiga í hús að venda með unglinga, sem leiðast út fyrir lögin.“ Inni i tæknideildinni eru þeir að fara yfir nýjustu upp- lýsingar frá Interpol; að þessu sinni ítarlegar frásagnir af sprengjubréfum, sem eru bú- in ti'l úti í heiimii tiil að drepa við takandann. Fingraför og ljós- myndir af vettvangi eru líka ær og kýr tæknideildarinnar. Rannsóknarlögreglumaður og tæknimaður — þeir eru eitt. „Það er mjög þrúgandi í starfinu, hvernig menn geta skotið upp kollinum hjá okkur aftur og aftur,“ segir Gísli. „Vdð höfum oft ekki vinnufrið fyrir sömu mönnunum mánuð eftir mánuð og kannski ár eft- ir ár. Stundum er þetta hrein Kleppsvinna, eins og oft var sagt í gamla daga. Við yfirheyr um mann; hann játar, málið er upplýst og næsta dag er þessi sami maður kominn aftur til að játa nýtt afbrot. Og jafn óðum og þú klárar hvert mál er þessi maður tilbúinn að mæta þér aftur. Ég held, að það væri ekkert fráleitt að gera þá uppástungu, að Iþað duigi 2—3 afbrot til þess að maðurinn fái tíma til að hreinsa sitt borð. Við verð- um að geta tekið menn úr um ferð jafnóðum. Það er okkur óhollt og afbrotamanninum líka, að það skuli oft þurfa tugi afbrota til að fá frið i til- veruna. Ég vil alls ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra, sem vilja sem mest frjálsræði. En það gleymist oft, að afbrota- maðurinn heldur bara á öðrum anga málsins. Hinn er hjá þeim sem afbrotið er framið gegn. Sá aðili vill svo oft gleymast. En við höfum hann líka hjá okkur.“ Fyriir lutein sniiglas't dagurinin áfraim. Reykt ý'sa í hádegisimat- inn. Kaffi á eftir. Hinuim megin við iganginm er verið að ganga frá máli tveggja ellefu ára drengja. Þeir brutust inn í verzlun í gænkvöldd og sfá'lu skiiptimynt og ávísanahefti, sem svo fannst heima hjá öðrum þeirra. Þeir játa í leiðinni innbrot í lyfja- verzlun og segjast líka hafa reynt að brjótast inn í íbúðar- hús í Smáibúðahverfinu. Og þegar einu sinni er byrjað teyg ist lopinn; þjófnaðir úr bílum, en síðan eru drengirnir ekkd til viðtals meira. Þeir hverfa eins og jörðin hafi gleypt þá. En rannsóknarlögreglumaður- inn gengur frá skýrslunni og býst við þeim aftur. Simhringing. Peysunni, sem fannst fyrir utan verzlunina í morgun, var stolið af snúru þar í grenndinni. Inn ganginn kemur nú mað ur og heilsar öllum. Hann er það sem stundum er nefnt á prenti „kunningi lögreglunn- ar“, eins og gamla konan sagði: „Það eru nú meiri ósköpin, hvað þessir lögreglumenn eru alltaf í slæmum félagsskap.“ „Stundum hugsa ég um þetta fólk sem huldufólkið," segir Gísli. „Þetta er orðinn anzi stór hópur og það fjölgar óð- um í honum. Þetta fólk lifir í sérstökum heimi. Iðja þess er að komast yfir f jármuinii á>n Iþeiss að 'þiur'fa að vinna fyrir þeim. Það vill ekki verða ríkt, heldur lifir bara fyrir líðandi stund. Þjófn aðir og ávísanafals eru rauði þráðurinn í lífi þessa fólks, sem býr við grandaleysi og hjartagæzku þjóðfélagsins. Þetta fólk skýtur sér algjör- lega undan allri ábyrgð í þjóð- félaginu. Það gerir ekki upp- reisn. Heldur nagar í verð- mæti þjóðfélagsins dag frá diegi; þó ekki fastair ein svo, að fjöldinn kippist ekki við. Samt kemur það einstaka sinnum fyr ir og þá fer fjöldinn af stað — yfirleitt með skömmum um lög- regluna. Svo líður kastið 'ijá; grandaleysið og hjartagæzkan 'taka aiftur við o.g huldiufóll'kið heldur áfram iðju sinni. Og við yfirheyrum og tökum skýrsl- ur.“ Meðan Gisli segir þetta, lítur hann stundum á mig með spum í augum, eins og hann vilji vita, hvort mér finnist hann of harðorður. Á meðan hamast „huldumaðurinn“ við að létta á samvizkunni hinum megin við ganginn. Það eru fjórir dagar síðan hann var hér síðast til að játa. „Annars eru margir þessara síafbrotamanna mjög harðir og játa helzt ekki neitt, þannig að við verðum að leggja mjög mikla vinnu í málin,“ segir Gísli. „Það er nú lítið hægt að segja, að þeir standi mjög sam- an. Þeir eru að þessu hver í sínu horni, en gegnumgang- andi er það, að þeir vilja lítið kjafta hver frá öðrum. Það er þá ekki nema, þegar einhver þeirra gerizt of fingralangur í annars garð.“ En hvernig bregzt almenn- ingur við liðsbón rannsóknar- lögreglumanna? „Við værum anzi máttlitlir, ef við ættum ekki auðveldan gang að aðstoð hins almenna borgara," svar- ar Gísli. „Oft er þó fólk tregt og vill láta hlutina afskipta- lausa, en þegar einhver hefur orðið fyrir barðinu á afbrota- manni, er hann yfirleitt fljótur til með upplýsingar, ef hann hefur einhverjar." Fyrir skömmu fékk Gísli til rannsóknar ávísanafals útlend ings, sem staddur var hér á landi. Þessi maður stal veski með ávisanahefti í og siðan voru seldar þrjár ávísanir; sam tals að upphæð 100.000 krónur. Rannsókn þessa máls tók qinn mánuð. „Þetta varð svona erf- itt,“ segir Gísli, „vegna þess að það komu svo margir við sögu. Og margir þessara aðila hjálp uðu beinlínis afbrotamanninum og torvelduðu rannsókina af ráðnum hug. Við finnum það vel, að fólki finnst oft illa rekin tryppin hjá okkur og að það komi lítið út úr því, sem það er að kæra. En við gerum okkar bezta hverju sinni. Okkar bezta hrekkur kannski stundum skammt. Og enginn er harðari keppinautur en timinn. Hann gefur engin grið og lætur eng- an bilbug á sér finna, þótt skýirs'lus'liaiflirm ha’kki stöðiuigt." Það er liðið á daginn og ung kona vill skila úrum. Maður hennar framdi innbrot 17. nóv ember — í dag er 22. nóvemb- er, og stal þá úrum að verð- mæti um 70.000 krónur. Hann var handtekinn fljótlega og vís aði strax á um helming þýfis- ins, en um hitt vill hann ekk- ert segja. Hann situr inni og veit ekki neitt og konan vill lengi vel ekki vita neitt held ur. Svo guggnar hún og kemur með afganginn af þýfinu. Nýj- ar skýrslur hlaðast upp. „Það er eitt merkið um grandaleysið og hjartagæzku þjóðféilagisiins, hve ’þessu fólki gengur auðveldlega að koma stolnum hlutum í peninga," segir Gísli. „Kannski er fólk oft bara grunlaust, en það er eríitt að kyngja þvi, þegar skrifstofuvélar að verðmæti 60—70 þúsund krónur eru teknar í pant frá unglingum án þess að auga sé deplað. Og reglu'leysið i ‘kriiniguim forn- sölu hér á landi býður lika hættunni heim.“ Fyrir utan gengur dagurinn inn í kvöldið. Fimmtán ára unglingspiltur fer á stúfana og brýzt inn á tveimur stöðum. Hainn næst qg jáfcar i leiðinni tvö önnur innbrot. Þar með eru þau orðin 24 skiptin, sem þessi ungi maður hefur misstig ið sig svo sannað sé á þessu ári. Og enn er mánuður eftir. Á Skúlagötunni verður ung stúl’ka fyrir biil. Mál hjá rannsóknarlögreelu Reykjavíkur til októberloka 1972 Umferðarmál 3.650 Innbrot og: þjófnaðir 1.664 Árásir 363 Rúðubrot og spell 484 Svik og fals 895 Slys 253 Brunar 133 Andlát og horfið fólk 90 Smygl 32 Fíknilyf 51 Æviferiisskýrslur 161 Ýmislegt (m.a. ölvun unglinga) 662 Samtals: 8.438 Starfsmenn rannsóknarlögregl unnar eru 31. I umferðardeild 6 í tæknideild 4 Sektarinnheimta 1 Kæruskrá 1 Fundnir munir 1 Boðunarmenn 7 Alm. rannsóknir 11 Sjaldan gáð á klukkuna Framh. af bls. 53 Um kinnunga leikur sér löðrið hvítt lokkandi bíða mið, en hásetinn hefur það heldur skítt og heldur um veikan kvið. Nábleiku andliti upp hann skaut mót iðandi hrönnunum, og nýgleyptum fórnar hann fiski og graut og fölisku tönnunum. Gleðileg jól og góða ferð um lífsins sjó. — á.j. Leiðrétting Þrátt fyrir það, að frásögn sú, seim bi’rtis't i Lesbók Morg- U'nibla’ðsins 27. nóvemiber af Norræmu tóndiistaTkeppniinni, hofi verið Itesin fyrir fram- kvæmdiastjóna Narræna félags- i!ns til örygigis um að rétt væri farið mieð, vioru þar i tvær viU- ur. Fyrsta tónliistarkeppnin, sem háð var, fór fram i Aar- hius, em ekki í Kau'pmannahöfn, og önmur keppnin fór fram í Bergien en e'kki i Osló. Þet'ta leiðrétti'st hér með.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.