Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 10
Útför bróður míns var fljótlega afstaðin. Hann var greftrað- ur daginn eftir að ég var látinn laus. Eftir tvö ár í þýzkum tugt- húsum og fangabúðum kom hann heim til að deyja. Að nokkrum dögum liðnum héjt ég upp á skcifstofu undir- saksóknara. Mál mitt hafði til meðferðar fulltrúi að nafni S.A. Jacobsen, sem nú situr í dómara- sæti einhvers staðar — að sjálf- sögðu! Ég vildi fá upplýsingar um hvenær málið yrði tekið fyr- ir rétt. Það átti ekki að fara fyr- ir rétt, því var Jokið. Ég vildi gjarnan sjá það á prenti og skömmu síðar fékk ég tilskrif, þar sem m.a. stóð að „með tilliti til eðli sannana og með tilliti til þegar afplánaðs gæzluvarðhalds" yrði ekki frek- ar að gert í málinu. Meö hliðsjón m.a. af Burmeist- er-dóminum var jafnvel ákæru- valdinu fulMjóst að ekki kom annað til mála en sýknudómur. Ég fór aftur til saksóknarans og bað um skýringu á orðalaginu „þegar afplánuðu gæzluvarð- haldi". Ég vildi auk þess fá upp- lýst hversu mi'klar skaðabætur ég myndi fá. Árangurinn var botn- laust þvaður og yfirlýsing um að ég myndi engar skaðabætur fá. Nú er það þannig í þessu lattdi, að refsingar eru lagðar á af dómstólunum en ekki úthlutað af embættismönnum. Það er ekki hægt að loka mann inni í níu mánuði, gera sér siðan Ijóst að 'honum beri engin refsing og sleppa honum þá lausum með at- hugasemd um, að þegar afplánað gæzJuvarðhald verði látið nægja. Annaðhvort er maðurinn brotlegur eða hann er það ekki. J>essi með eðli sannana er gömul tugga, sem stungið er upp í aila, sem 'þeir neyðast tiJ að sleppa. í þessu máli voru öll sönnunargögn handbær. Hinn framdi verknaður var bara ekki refsiverður. Það liggur í augum uppi, að yf- irlýsing saksóknaraembættisins er ærumeiðandi. Menn myndu segja sem svo: „Hann hlaut að vísu ekki refsingu, en eitthvað hefur nú sennilega verið til í þessu samt." Skaðabætur, knúðar fram fyrir dómstól- unum voru það eina er dugað gæti. Ég tilkynnti ákæruvaldinu að ég óskaði eftir að skaðabótamál yrði höföað. Það eiga yfirvöldin að gera samkvæmt lögunum. Borg aralegt mál í refsiréttarfarslegu formi. Það felur í sér m.a. að mér ber ekki að sanna sakleysi mitt. Það kemur í hlut ákæruvaldsins að færa fram sannanir fyrir rétt- mæti fangelsunar. Orðið sönnun í dönsku réttar- fari er mjög teygjanlegt. Dómar- inn einn getur skorið úr um það hvenær eitthvað er sannað. Eins og einn færasti málflutníngsmað- ur borgarinnar sagðí við mig þá: „Hið eina sem gildir fyrir rétt- inum er hverju maöur getur feng ið dómarann til að trúa." Það á sér auðvitað stað, að fyrir liggja svo óyggjandi sannanir að tilfinningalíf dómar- ans ræður ekki úrslitum. En þetta er setning, sem málflutnings nönnum er mjög munntöm: „Gæt- ið þess umfram allt að móðga ekki dómsforsetann!" Við fengum málið tekið fyrir í undirrétti hjá mjög fálátum dóm- Þeffar kom franiundir 1940 hafði Jens Enevoldsen yfirburði meðal danskra skáknianna, en taiigastríðið við dönsku rétt- vísina eftir stríðið sló hann út af laginu. Endurminningar hankaræning j a Þriðji og síðasti hluti Of sóknir í áraraðir Jens Enevoldsen skákmeistari og virkur félagi í andspyrnuhreyf- ingunni dönsku, segir frá — Hvers vegna var lögreglan á hælunum á mér árum saman eftir þetta mál? s'pyr Jens Enevoldsen. ara og tveimur meödómend- um. Lögfræðingur minn hélt frá- bæra ræðu, en málið var ekki nægilega undirbúiö og rétturinn var mér andsnúinn frá upphafi til enda. Ég krafðist 30.000 danskra króna í skaðabætur, en tapaði málinu og sat uppi með sárt enn- iö. Ég fór heim og sleikti sár mín og útvegaöi mér annan málflutn- ingsmann. Sá fyrri haföi ekki lengur trú á málstaðnum. Síöan áfrýjaði ég til yfirréttarins. í þessari baráttu, sem ég háði hafði ég engan að styðjast við. Mót- spyrnubreyfingin hafði brugðizt hvað eftir annað og yfirvöldin stóðu fyrir mér eins og múrvegg- ur. Ég fór í þingið og fékk viötal við Frode Jacobsen. Hann var og er heiðursmaður, sem af óheppni hafði lent í slæmum félagsskap. Meðan á samræðum okkar stóð minntist hann þess að hafa verið viðstaddur fund skömmu eftir uppgjöfina sem fulJtrúi fyrir mót- spyrnuhneyfinguna og ásamt æöstu broddum réttarkerfis okk- ar. Fyrir fundinum lá stefnumót- un varðandi það hvernig með- höndla ætti hin svonefndu „rán“- mál. Samþykkt var að skipta mál- unum í þrjá flokka: 1) Hrein mál, þar sem pening- arnir höfðu runnið beint til mót- spyrnustarfsins og neikningar lágu fyrir hendi. 2) Þau mál, þar 9em pen- ingarnir höfðu sömuleiðis runn- ið til mótspyrnustarfsins, en reikningar voru ekki fyrir hendi. 3) Þau mál, þar sem mót- spyrnumenn höfðu misnotað þess- ar aðgerðir til að auðga sjálfa sig. Málaflokk númer 1 átti að láta niður falla, mál í flokki 2 átti að fjalla um með umburðarlyndi og númer 3 átti að taka strangt á. Hið rétta hefði verið að mót- spyrnuhreyfingin sjálf hefði ver- ið látin fjaJla um þessi mál, og þar sem ástæður reyndust til var hægt að víkja rrráJunum til lög- reglunnar. En Frode Jacobsen kom ekki til hugar að þessi samþykkt yrði misnotuð. Samþykktin fór aldrei lengra en í skúffu PJhJs ríkissak- saksóknara. -Saksóknaraembætt- ið, lögreglan, ráðuneytið og dóm- stólarnir höfðu enga vitneskju um þá reglugerð, sem samþykkt hafði verið. Frode Jacobsen náði sambandi við Pihl, sem með tregðu varð að viðurkenna þetta a'Ilt og bauðst Frode Jacobsen ti'l að mæta fyrir réttinum sem vitni ef ég óskaði þess. Ég fékk nýjan má'lflutnings- mann. Poul Christiansen, sérfræð- ing í afbrotamálum, sem hafði áð- ur flutt mörg mál gegn ákæru- valdinu, sam'þykkti að taka mál- ið að sér. Yfirvöldin þæfðu máJið eins og unnt var. Það tók á annað ár að fá því stað og það varð að kippa duglega í. En á meðan gafst mér tími til að undirbúa það sjálfur. Ég bjó til lista yfir vitn- in og þær spurningar, sem lagð- ar skyldu fyrir þau. Ennfremur um hvað þau skyldu spurð ef þau svöruðu á þennan eða þennan hátt. Það voru yfir 40 vitni á listanum, sem Poul Oh'ristiansen tók við með mikilli ánægju. Mörg vitnin neituöu að mæta, m.a. Pibl ríkissaksóknari, Sind- ing skrifstofustjóri ríkissak- sóknara og áðurnefndur S.A. Jacöbsen fulltrúi. Sem starfsmenn hins opinbera gátu þeir þetta. Þeir vildu fús- ir gefa yfirlýsingar, en þess hátt- ar þekkjum við of vel. Vitnis- burður undir eiði veit mað- ur hvað er. Máliö fór fyrir rétt hjá hinum velþekk'ta Hollm dómara í Eystri iandsrétti. Holm hafði í mörg ár veriö undirsaksóknari og þegar mál var höfðað á hendur ákæru- valdinu, sem það vildi vera visst um að vinna, fékk Holm það til meðferðar. Margoft hefur verið bent á hið óheppílega í því að allir dómar- ar, að heita má, koma úr röðum ákæruvaJdsins. Fortíðina sem ákærendur geta dómararnir ekki hrist af sér. Þekkt dæmi eru til um þetta. Jafn óheppilegt er það, að það skuli vera dómsmálaráðuneytið, sem útnefnir dómarana og ræð- ur embættisveitingum auk þess sem það er æðsta ákæruvaldið. Það er hörð og öflug samsteypa sem maður á við að etja í skaðabótamálum eins og mínu. Með tilstuðian þriggja dómara og þriggja meðdómenda rann málið sitt skeið. Frode Jacobsen mætti til að bera vitni o'g Holm dómari sagði honum nokkr- um sinnum að hann þyrfti ekki að gera þetta. En hann vildi ein- dregið bera vitni og lýsti yfir því að hann teldi að átt hefði sér stað yfirgangur og brot gegn áður- nefndri samþykkt, sem ekki hefði átt að stinga umdir stóJ. Hún hefði einmitt verið gerð með það fyrir augum að vernda mót- spyrnumenn fyrir óþörfum rétt- arofsóknum. Tiemroth kom einnig fram í vitnastúkunni þar sem ég sakaði hann um að hafa ætlað að koma mér fyrir kattarnef til að geta háldið hlífiskildi yfir sjálfum sér. Hann gat vitanlega enga skyn- samlega skýringu gefið á aftöku- Skipuninni. Rétturinn dró sig í hlé og gekk til atkvæða. Ég man ennþá eftir því þegar Holm dómari las upp dómsúr- skurðinn eins og steingervingur í framan. Hann hljóðaði eitthvað á þessa leið: . . skaðabætur að upphæð 3.000 dans'kar krónur. Málskostnaður verði greiddur af hinu opinbera, sem einnig greiði áhvílandi kostnað Jens Ene- voldsen vegna flutnings málsins fyrir undirrétti." Eftir áralanga baráttu af þessu tagi verða eftirköstin sterk. Eftir að hafa verið spenntur til hins ýtrasta í 3—4 ár, slakaði ég nú gersamlega á andlega. Á þessum árum hafði ég tvisvar orðið Dan- merkurmeistari og þrisvar Kaupmannahafnarmei'Stari í skák. Nú skiptu þessir hlutir mig næsta litlu máli. Ég varð næst- neðstur í meistarakeppninni árið 1949. Það náði ekki sömu tökum á mér og áður. En ákæruvaldinu fannst ekki nóg gert. Nú var sótt um að leggja málið fyrir hæstarétt. Því hafnaði dómsmálaráðuneytið þar sem litlar líkur þóttu til að mál-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.