Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1972, Blaðsíða 25
Börn með klof inn hrygg og bóndi sem lamaðist... Dagur með Maríu Ragnarsdóttur, sjúkraþjálfara á endur- hæfingardeild Landspítalans. Eftir Margréti R. Bjarnason Farið og skyigtgmizt inn í heim hversdagsins, sagði rit- stjórinn — og fáið að fylgjast einn dag með starfsmanni í ein hverri atvinnugrein. — Hvers vegna að velja sjúkraþjálfara spyrja vafa- laust einhverjir. Þannig spurðu að minnsta kosti sjúkra iþjiáitfaramir sjáffir á Land- spítalanum, sem við heimsótt- lumi og læknar endurhæfíngar- deildarinnar — ekki svo að skilja, að þeim þætti ekki til þess fyllsta ástæða. Kannski má segja, að sjúkra hús sé heimur, sem of margir fá tækifæri til að skyggnast inn í og því hefði verið rétt að leiða þau hjá sér í þetta sinn. Þeir, sem þangað þurfa að leita eru yfirleitt þeirri stundu fegnastir, þegar þeir geta farið þaðan brott. En — fyrir því geta einmitt sjúkra- þjálfarar tflýtt í mörgiuim tilvikium, þeir geta greitt fyrir bata sjúklingsins og hjálpað honum til þess að fóta sig í veröldinni á ný eftir langa og stranga legu á sjúkrahúsum. Val mitt á starfi sjúkraþjálf arans átti þó væntanlega rót að rekja til eigin sjúkrahúss- legu fyrir um það bii fimmtán árum, þegar ég fylgdist með því er áttræðri . konu var kennt að ganga á ný eftir að beinbrot hafði haldið henni rúmfastri um langt skeið. Mér er jafnan minnisstæð gleði gömlu konunnar yfir því að finna fætur sína styrkjast dag frá degi unz hún gat gengið við staf. Síðan hefur mér fund- izt starf sjúkraþjálfarans þakk látt og eftirsóknarvert, — án þess tækifæri gæfist til að kynnast því betur þar til nú. VINNUDAGUR HEFST Þegar Maria Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari á endurhæfing- ardeild Landspítalans rís úr rekkju klukkan hálfsjö til að sinna börnunum sínum tveim- ur og koma þeim í gæzlu áður en hún mætir til vinnu klukk- an átta, er ennþá mið nótt hjá undirrituðum blaðamanni, sem gjarnan vinnur fram á nætur og sefur fram eftir á morgn- ana. Enda þurfti þó nokkuð átak til að komast fram úr dag- inn, sem ákveðið hafði verið, að við Valdís, ljósmyndari, fylgdumst með starfsdegi Mariu. Okkur tókst þó að mæta tímanlega og tók fyrst á móti okkur Ásta Claessen, yfir sjúkráþjiálfari á deildinni. Hún lét okkur fá vinnubún. inga sjúkraþjálfara að fara í, hvítan stutterma jakka og blá- Steina litla finnst ákaflega gaman, þegar María veltir honum fram og aftur á stóra boltanum. . . . Frá fundi sjúkraþjálfara og lækna Endurhæfingardeildar Landspítalans; talið frá vinstri: Dr. Ásgeir Ellerfcsson, læknir, Hauk- ur Þórðarson, yfirlæknir og sjúkraþjálfararnir Maria Ragnarsdóttir, Svanhildur Elentínusdóttir, Ella Bjarnarson og Ásta Claessen, yfirsjúkraþjálfan. ar síðbuxur — og þegar Maria var einnig komin i sinn búning var hafizt handa. Frá endurhæfingardeildinni í kjallaranum lá leiðin fyrst upp á handlækningadeild. 1 lyftunni skýrði María fyrir okkur, hvernig sjúkraþjálfar arnir skiptu sér niður á deild- | irnar. — Þegar útlendingar hafa verið við þjálfun, höfum við þó orðið að taka sérstakt tillit til þeirra, málsins vegna, segir hún — og bætir við til skýr- ingar, að mikill skortur sé á sjúkraþjálfurum í landinu, svo að útlendingar hafi stundum verið fengnir til að hlaupa und ir bagga — en skorturínn er ekki bundinn við ísland eitt, hvarvetna gera menn sér æ betri grein fyrir mikilvægi sjúkraþjálfunar. Hér getum við aðeins sinnt brýnustu verkefn- u,m og varla það. Fyrsti sjúklingur Maríu þennan morgun er miðaldra maður, sem fengið hefur önd- unartruflanir eftir uppskurð. Hún hjálpar honum við að gera ýmiss konar æfingar, sem hann kveðst hafa einkar gott af. — Ef vel ætti að vera þyrfti alltaf að láta fólk gera öndun- aræfingar, áður en það gengst undir uppskurð, segir María — en við höfum lítið getað sinnt fyrirbyggjandi þjálfun, því að við erum svo fá. Þegar húin ætlar að halda áfram til næsta sjúklings, heyr ir hún kunnugan óm manns- radda innan úr stdfunni: — Hér rekumst við greinilega á stofugang, segir hún — og hættir við að fara inn — við skulum bregða okkur inn á barnadeildina á meðan. María gengur að litlu barna- rúmi. Þar er tveggja mánaða telpuhnokki, sem síkorin var upp rétt eftir fæðingu vegna einhverra annmarka á melting arveginum. María bankar á bak henni og brjóst og þarf líka að soga upp úr henni slím með sogpípu. — Hún er lítið hrifin af þessu, skinnið, en þetta er nauðsynlegt; ef slim saifnast fyrir, er hætt við, að barnið fái lungnabólgu og jafnvel, að lungun falli saman. Við höfum fylgzt með henni alveg frá þvi hún var skorin upp, sinnum henni á vöktum. VINNA GEGN SKEKKJUNNI Þá er komið að fjögurra mánaða telpu, sem fæddist með klofinn hrygg. — Það hefiur orðið mikil breyt ing á lífsmöguleikum barna, sem fæðast þannig, segir María. — Venjulega myndast eins kon ar gúll þar utan á, sem hrygg- urinn er klofinn og veldur meiri háttar lömun. Fyrir nokkrum áruim var ’farið að skera þetta burt jafnskjótt og barnið var fætt og var með þvi komið í veg fyrir hluta af lömuninni. Yfirleitt verður þó L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.