Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Page 11
Samt veit ég að það eru ekki hárin. Ég er bara að vona . .. Ég heyri að það eru ekki hárin. Það eru fæturnir, kálfinn hægra megin. Þangað benda fingumir. Þangað stara’ naktir bekkjarbræður mínir. Hafa fíngurgómar þeirra plokkað ú.r mér sjáöldr- in? Því ég stari líka. Ef ég hef séð þessa . æðahnúta áður hef ég ábyggilega haldið að þeir væru ósýnilegir. En það er satt, þama eru ótal bláleitir nibbar, bæði stórir og bólgnir. Ég heyri í röddunum: „Hann er með æðahnúta einsog kerling." Hópurinn nálg- ast. Ég ýti frá mér með höndunum og streitist á móti. Ég er að reyna afrtala. Ég ætla að útskýra fyrir þeim að hér sé um ættgengan kvilla að ræða, mamma sé með æðahnúta, pabbi, amma og jafnvel afí. En orð mín drukkna í syndaflóði sturtunnar, í háværum röddum og hjörð sem leysist upp í andlitslausa þvögu. Ég heyri bara að það er einhver sem segir: „Fyrst hann er með æðahnúta einsog kerling, hlýtur hann þá ekki líka að vera með píku?“ Honum er svarað: „Þú ætlar þó ekki að fara að ríða honurn?" „Ertu vit- laus? Mér fínnst bara að við eigum að athuga málið." Ég sprikla. Ég æpi og veina. Mér rétt tekst að losa mig. Ég hleyp eftir grá- leitu sturtugólfinu. Til vinstri. Meðfram sturtunum. Ég ætla að reyna að ná í ystu sturtustöngina og halda mér í hana. Ég hleyp ... Mér finnst rymja í bekkjarbræðr- um mínum. Er ég staddur í frumskógi? Ég hlýt að hafa runnið á sápustykki því ég fell kylliflatur aftur fyrir mig. Hnakkinn skellur í gólfið. Ég ligg í móki og heyri ekki neitt, fínn bara þegar rennblautir fing- ur lyfta upp pungnum. Ég gleymi honum aldrei; deginum þegar ég skellti á eftir mér hurðinni og yfírgaf íþróttabraggann í hinsta sinn. Það var mjög kalt og eftir á fínnst mér ég hafa hlaupið nakinn á milli bæjarblokkanna með fötin í skólatöskunni. Kvaldist ég í höfðinu eða kálfanum? Stundum hélt ég að hægri fótur- inn væri að detta af eða æðahnútamir mundu blása út, þrútna og verða svo stórir að ég kæmist ekki út um dymar á herberg- inu. Samt leitaði ég ekki læknis og bað um að æðahnútamir yrðu fjarlægðir. Bara sú tilhugsun að vera lagður upp á skurðarborð og meðhöndlaður einsog akfeit kerling hrelldi mig svo að mér fannst ég vakna af skelfílegum draumi. Ég sá mig umkringdan öllum feitustu konum landsins og eina nótt- ina dreymdi mig að ég væri sjálfur orðinn feitasta kona í heimi. Ég var að halda fyrir- lestur um sjúklega útvíkkun á bláæðum og háma í mig rjómakökur þegar ég vaknaði og fann æðasláttinn í kálfanum einsog bassatrommu. Það var alltaf verið að flytja konur á spítala og skera þær upp við æðahnútum. Þær voru óralengi í burtu og sumar sneru aldrei aftur. Á spítölunum hlutu að vera til margir kílómetrar af æðum. Nóg til að girða af herstöðina eða jafnvel heila sýslu. Sagt var að æðahnútar mynduðust vegna ofnotk- unar á þröngum lífstykkjum eða þeir voru raktir til hreyfíngarleysis vegna einhæfra starfa innan veggja heimilisins. En ég stund- aði engin heimilisstörf og þröng lífstykki höfðu aldrei komið nálægt mínum hvíta kroppi. Gat verið að ég væri að breytast í konu? Verður mér stillt upp í stelpuröðinni? Verð ég látinn ganga með bijóstahaldara? Að leita til iæknis jafngilti að svara þessum spurningum játandi. Þess í stað ákvað ég að verða mér úti um læknisvottorð og fá undanþágu frá leik- fimi, sundi og smíði ef hægt væri. Pabbi reddaði læknisvottorðinu. Það var undirritað af heimilislækni og sálfræðingi, sem átt hafði við mig löng samtöl um önnur mál- efni, en því miður gilti það aðeins um leikfimi og sund, það er þær námsgreinar þar sem lengri eða skemmri viðdvöl í sturtuklefa var hluti af námsefninu. Ég gat þvi gengið í buxum í skólanum og þurfti ekki að hátta mig fyrir augum annarra. Mér var jafnvel fíjálst að hlæja að æðahnútabröndurum og segja þá á annarra kostnað en slíkir brand- arar voru sérlega vinsælir í strætisvögnum. Hitt vissi ég um leið og ég yfirgaf svarta íþróttabraggann: ég var staðráðinn í að fara héðan burt. Ég ætlaði ekki að stijúka að heiman, ekki að fremja sjálfsmorð eða fela mig í von um umhyggju. Strax og ég hefði aldur til ætlaði ég að yfirgefa þetta land. Ég get því sagt: „Ég var aðeins ellefu ára þegar ég ákvað að fara út í heim.“ Og eins- og í bók bæti ég við: „Nítján ára gamall stend ég á Keflavíkurflugvelli á leið til Frankfurt með það fyrir augum að setjast við fótskör mestu kennimanna sem uppi eru í þjóðfélagsfræðum og heimspeki." Nú eru liðin önnur nítján ár og ég hef enn ekki snúið aftur. Það er kalt úti, sann- kallaður febrúar í loftinu. I slíku veðri hugsa ég oft heim. Ég er að reyna að jafna mig í fætinum. Ég ligg aftur í sófa og læt hann hvíla á borði fyrir framan mig. Það er enn háreysti á götunum. Sjefferhundarnir gelta fyrir utan félagsheimilið og einhveijir eru að þvælast um með talstöðvar. Af og til bera vaktmennimir úlpuklædda vesalinga á milli sín. Þeir sprikla ekki einsog óþekkir krakkar heldur dingla útlimir þeirra. Við eðlileg skilyrði væri ég að vinna við doktorsritgerð mína niður á Konunglega Bókasafni. Ég sæti á bekknum undir höfði sálmaskáldsins og hugsaði yfír einni Cecil- sígarettu og plastbollakaffi eða grúfði mig yfir lesborðið sem ég hef haft í þau fjögur ár síðan ég kom frá París þar sem ég lagði stund á táknfræði og miðaldasögu við há- skólann í Sorbonne. Borðið mitt er á milli tveggja roskinna fræðimanna. Annar þeirra er að safna tækniorðum úr búfræðitímaritum fyrir orða- bók sem landbúnaðarráðuneytið ætlar að gefa út, en hinn rannsakar orgeltónlist frá barrokktímanum. Á milli þeirra sit ég en rannsóknarefni mitt er staða portkvenna á miðöldum og félagslegar breytingar sem orðið hafa á henni. Það er ekki alveg rétt að ég hafí aldrei leitað til læknis. Ég gerði eina tilraun. Það var sex árum eftir atvikið í sturtuklefanum. Þá hafði ég hitt stelpu á unglingaskemmti- stað og hélt að við værum að byija á föstu. Hún hafði komið með mér heim og ég gert tvær tilraunir til að hátta hana úr flauels- buxunum. I þriðja skiptið, þegar ég var búinn að hneppa tölunni frá og renna niður buxnaklaufinni, sagði hún: „Kannski seinna." Þó jafn hversdagsleg orð verði tæpast fundin var töframáttur þeirra slíkur að í einni svipan gjörbreyttist afstaða mín til skurðarborðsins. Það birtist mér jafnvel sem hægindastóll. Ég gat ekki hugsað mér að standa nakinn með alla hnútana á kálfanum frammi fyrir kærustunni minni. Að minnsta kosti eki ef orðin „kannski seinna“ yrðu „Kondu strax". Ég fór að gylla fyrir mér hnútalausa fótleggi og dreymdi um að eign- ast stuttbuxur. Það var febrúar þegar ég dreif mig til æðahnútasérfræðingsins. Alveg einsog nú, á meðan ég ligg hér með fótinn upp á borði og hugsa um eituiiyfjavandamálið í hverf- iinu. Hann skoðaði á mér kálfann, spjallaði við mig um nám og störf og var allur hinn vingjarnlegasti. Síðan sagði hann: „Líttu við hjá mér í vor. Við kippum þessu í lag.“ Þegar hann sá vonleysissvipinn bætti hann við: „Biðlistinn er langur." Hann vissi greini- lega ekki hvað var í húfi. Samt gat ég ekki gleymt æðahnútasér- fræðingnum, því hann var alltaf að skrifa greinar í blöðin. Hann var í læknisslopp á myndunum en mér til mikillar furðu fjölluðu greinarnar ekki um æðahnúta heldur her- varnir hins vestræna heims og stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam. Æðahnúta- sérfræðingurinn hélt með Bandaríkjamönn- um og studdi hervarnir hins vestræna heims. Ég var aftur á móti farinn að ganga í hettuúlpu, dreifa dreifíbréfum á götum úti og boða þjóðnýtingu framleiðslutækjanna. Þetta framferði mitt og ýmislegt annað varð til þess að kærastan sá sig um hönd og fór að halda í hönd þess sem síðar gekk með henni upp að altarinu. Orðin „kannski seinna" urðu því „nei aldrei". við það missti ég allan áhuga á fagurfræði fótleggja en sneri mér óskiptur að fræðiritum um marx- isma. Gat ekki maður sem lofsöng Banda- ríkjaher blóðugan upp fyrir axlir vel fundið upp á því að skera af mér fætuma? Ég lét því biðlista æðahnútasérfræðingsins lönd og leið og hélt mínum hnútum. Sem nú eiga sinn þátt í því að ég ligg hér út af og get varla hreyft mig. Það kann einhveijum að þykja það undarlegt en í aðra röndina er ég feginn. Mér fínnst gott að þurfa ekki að skrönglast niður á safn. Skræðumar höfða ekki til mín þessa stund- ina. Hvað hef ég haft upp úr öllu þessu grúski nema skallann? Til Frankfurt hélt ég með mikinn lubba. Þá var sítt hár tákn þjóðfélagslegrar andstöðu. í París byijaði hárið að þynnast. Ég hélt fyrst að það væri út af menguninni í neðanjarðarbraut- unum en það getur líka hafa stafað af því að á þeim tíma gekk ég alltaf með derhúfu einsog Lenín. Á morgnana lágu hárin á koddanum. Ég dustaði þau af herðunum, tíndi þau jafnvel upp úr léttvínsglösum og expressóbollum. Samt varð skallinn ekki áberandi fyrr en eftir að ég var fluttur til Kaupmannahafnar. Þó Danir sýni sköllóttum karlmönnum vissa velvild héldu æðahnútamir áfram að þvælast fyrir mér. Hjólreiðatúrar á góðviðr- isdögum hafa oft sett mig í mikinn vanda. Ég hef aldrei kunnað við mig á stuttbuxum en fundist jafn óviðeigandi að vera kapp- klæddur þegar allir aðrir eru á stuttbuxum. Æðahnútamir hafa dregið að sér athygli. Bendi einhver með fingri kemur sturtuklef- inn upp í hugann. Raddir sem ávarpa mig verða að nöktum skólastrákum. Nótt eina í nóvember var ég á leiðinni heim eftir kráarrölt. Þegar ég var kominn að-litlu brúnni við síkið, rétt hjá torginu, stoppaði ég til að virða fyrir mér ljóskerin og trén sem speglast í síkinu. Það var búið að loka djasskránni á horninu. Tunglbjarm- ann bar við gluggana á yfirgefnu skipa- smíðastöðinni, lýsti þá upp einsog atvinnulaus vofa. í íjarska sá ég gult hús umgirt tijám. Ég hélt ég stæði þama einn í kaldri kyrrð næturinnar þegar fimm menn í kuldaúlpum höfðu allt í einu umkringt mig. Mér brá. Þegar ég sneri mér við sá ég augu þeirra. Þau voru gráleit og gljáandi, mennirnir all- ir náfölir. Ég flýtti mér oní frakkavasann til að ná í peninginn sem ég var með á mér. En þegar ég ætlaði að rétta þeim seðlana héldu þeir einnig á seðlum sem skulfu einsog lauf milli fingranna. Þá tók ég til fótanna. Næst þegar ég vissi lá ég hríðskjálfandi undir sæng. Ég bylti mér í hvert sinn sem ég var byijaður að selja eitur- lyf á brú. Ég vaknaði við hávaða í loftpressu skömmu eftir hádegi. Þá var ég kominn út á gólf, lá í frakkanum og hélt um höfuðið. í draumi var Sjefferhundur að bíta mig í rassinn. Ég var ekki bara sveittur heldur klæjaði mér, einkum innanvert á lærunum og í kringum kynfærin en líka uiidir handar- krikunum og á milli tánna. Ég fór fram og þvoði mér með naglabursta. Kláðinn hvarf og kom ekki aftur fyrr en ég var byijaður að vinna við borðið mitt á bókasafninu. Svo viðþolslaus var ég að safngestir litu við. Ég minntist þýska guðfræðiprófessorsins sem fór yfir um í fyrra og byijaði að kenna safnvörðunum um að hafa hafið seinni heimsstyijöldina. Niðri á klósetti sá ég í speglinum að skallinn var kafrjóður og hár- in í hliðunum óvenju rytjuleg. Á leiðinni heim sá ég mennina fjóra en nú voru þeir á brúnni hinu megin við göt- una. Voru þeir að horfa á mig? Kannski átti ég tvífara sem seldi eiturlyf. Ég flýtti mér áfram, svo staðráðinn í að halda mínu striki að á torginu gekk ég beint í flasið á öðrum hópi. Ég rak mig óvart utan í einn þeirra. Hann var svo grindhoraður að hann valt um koll. Tveir félagar hans bölvuðu mér án þess að líta upp. Þeir voru báðir með barðastóra hatta en þegar þeir ætluðu að hífa hann duttu þeir sjálfir. Hvert sem ég leit sá ég náföla úlpuklædda menn með gráleit augu sem gljáðu. Þeir stóðu í hnapp upp við þvottahúsið, báðum megin við dym- ar á vídeóleigunni og í portinu þegar ég opnaði dyrnar. Einn sem var útsteyptur kýlum hallaði sér nötrandi upp að bíllugt. Ég mundi miðaldir rétt fyrir daga plágunn- ar. í stiganum steig ég á sprautu. Ég flýtti mér upp. Nú var ég einn með kláðanum. Ótal flug- ur sveimuðu undir húðinni og suðuðu. Næsta morgun var ég mættur á biðstofuna áður en dr. Nielsen kom. Sumir eru á móti dr. Nielsen. Þeir segja að hann þjást af alvarleg- um sljóleika. Ég fletti nokkrum litskrúðug- um blöðum og var að skoða ljósmyndir úr brúðkaupi sjónvarpsfréttamanns þegar dr. Nielsen kallað mig inn. Ég háttaði og lagð- ist uppá bekk. Kláðinn reyndist ómerkileg sveppasýking. Síðan stóð dr. Nielsen álengd- ar, virti mig fyrir sér og var hugsi. Hann hafði aldrei séð mig svona fáklæddan fyrr. Þegar hann hætti að vera hugsi benti hann á æðahnútana. „Þetta er ljótt,“ sagði hann. „Finnst þér engin ástæða til að láta fjar- lægja þá?“ Ég kinkaði kolli en spurði: „Tekur það langan tíma?“ Dr. Nielsen yppti öxlum. „Svona korter tuttugu mínútur." Með tilvísun á áburð sem eyddu sveppum og símanúmer hjá æðahnútasérfræðingi í öðrum borgarhluta er alls ekki hægt að segja að ég hafí gengið tómhentur út frá sljóum lækni. Dr. Nielsen vissi hvað hann söng og ég vil alls ekki kenna honum um hvernig síðar fór. Kláðinn hvarf, ég gat sest við fræðistörf á ný og einn daginn mannaði ég mig upp og hringdi úr símklefa bókasafnsins í dr. Thorup, æðahnútasér- fræðing í Fredriksberg, og pantaði hjá honum tíma. Ritarinn sagði að ég gæti kom- ið eftir tæpaþijá mánuði, í byijun febrúar. Ég merkti febrúardaginn með rauðum hring; og nú liðu dagarnir hratt. Ég brun- aði áfram í doktorsritgerðinni. Ég var svo önnum kafinn að jólin sigldu framhjá mér og ég tók ekki eftir áramótunum fyrr en unglingamir í hverfínu sprengdu símklefann á hominu í loft upp. Á nýársdag lauk ég við kaflann um „Saurlífi í klaustrum". En ekki nóg með að ég brunaði áfram í doktors- ritgerðinni; ég hætti líka að taka eftir öllum náfölu mönnunum sem eigmðu úlpuklæddir um göturnar með gráleit gljáandi augu. Samt fór þeim stöðugt fjölgandi. Þeir komu úr öllum áttum en enginn vissi ná- kvæmlega hvaðan. Nú stóðu þeir ekki bara á torginu og við brúna, ekki bara í anddyr- um og portum. Þeir lögðu líka undir sig alla trébekkina í þvottahúsinu, mynduðu langar biðraðir í apótekinu og komu sér fyrir á gólfínu í útibúi bæjarbókasafnsins. Sölumenn í leðuijökkum stóðu upp við ljósa- staura eða vom með sérstakar íbúðir á sínum snæram. Það var líka verslað í skúmaskotum, í portum, bakgörðum og inná klósettum á krám. Þegar íbúamir tóku sig saman og sögðu hingað og ekki lengra hafði fjöldi innbrota fímmfaldast. Allar þjófabjöll- ur vom uppseldar í verkfæraversluninni á hominu. Hverfið flaut í einnota sprautum. Þær lágu einsog hráviði á götum, gangstétt- um og í bakgörðum. Oft tóku lítil böm þær upp og fóm í læknaleik og starfsfólk bóka- safnsins gat ekki gengið örna sinna án þess að blóðugar sprautur mættu augum þeirra. Félagsmálaskrifstofur klómðu sér í koll- inum og lögreglan hristi höfuðið. Stundum stefndu blá blikkljós að úr öllum áttum og stórar lögreglurútur umkringdu torgið. Þeir sem lögreglan tróð inn í rúturnar vom hins vegar aðallega rónar og aðrir þeir sem tóku á móti henni með viðeigandi fagnaðarlátum og handapati. Eitt sinn hirti hún feita bar- þjóninn á djasskránni. Sömuleiðis voru ljóðskáldið með pijónahúfuna, sem alltaf þuldi sömu slitróttu línumar á nóttunni, háværi húsvörðurinn og drykkfelldi ungling- urinn með fuglabúrið tíðir gestir á stöðinni. Kannski fylgdu nokkrir úlpuklæddir vesal- ingar með en þeir vom jafnóðum komnir aftur. Sölumennimir virtust hins vegar allt- af ganga lögreglunni úr greipum, einsog þeir yrðu ósýnilegir um leið og hún birtist eða það væri alls ekki verið að leita að þeim. Það var allt í lagi með drykkfellda ungl- inginn, háværa húsvörðinn, ljóðskáldið með pijónahúfuna og feita barþjóninn. Enginn kvartaði yfir þeim. Ekki frekar en mér sem er sköllóttur og vinn að doktorsritgerð um portkonur eða halta reiðhjólasalann sem í frístundum leikur á rafmagnsbassa. „Það er hins vegar óviðunandi ástand að börn okkar skuli leika sér að blóðugum sprautum og að innbrot séu orðin svo tíð að lögreglan sjái sér ekki einu sinni fært að veita kæmm viðtöku," en þannig var það orðað í dreifi- bréfinu sem bæði datt inn um bréfalúguna og mér var þrívegis afhent úti á götu. Næsta morgun kom fögur kona í kulda- úlpu og spurði hvort ég væri tilbúinn að vera á vakt fyrir utan apótekið. Það átti að góma eiturlyfjasjúklinga um leið og þeir kæmu til að ná sér í sprautur. Þeim skyldi boðin meðferð; ella skyldu þeir hafa sig á brott úr bæjarhlutanum og ekki láta sjá sig Ég er að reyna að rísa á lappir. Þegar allt í einu birtast fimm vaktmenn með rauða borða á handleggjunum og tvo sjefferhunda í broddi fylkingar. Ég rétti upp aðra höndina en í stað þess að hjálpa mér upp hoppar annar sjefferhundanna á mig og heldur mér föstum í orðlausum ótta ££ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.