Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Síða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Síða 34
Vinna sem betur hentar ungum mönnum Blaðaljósmyndari: Ámi Sæberg á Morgunblaðinu Margir hafa þá hugmynd um nútíma blaðaljós- myndara, að þeir séu frekir og ágengir og svífist einskis í þeirri viðleitni að ná betri myndum en keppinautarnir. Þessi mynd af vargagangi blaðaljósmyndara er áreiðanlega sprottin úr sjónvarpinu, þar sem þeir sjást stundum ryðjast hver um annan þveran, þegar eitthvert stórmenni er á ferð eða miklir atburðir að gerast. Þannig er það líka úti í hinum stóra heimi. Eitthvað ámóta hefur ugglaust átt sér stað héma í fyrra, þegar toppfundurinn var haldinn í Höfða, en þar fyrir utan má segja, að mesta agúrkutíð ríki árið um kring og ærið sjaldgæft að blaðaljósmyndarar þurfí að olnboga sig áfram eða slást um færi til að ná mynd. Með fáeinum undantekningum má segja að ljósmyndaraliðið af blöðunum sé mjög ungt að árum, enda liggur í hlutar- ins eðli að það er nauðsynlegt að vera léttur á sér. Einn af ungu mönnunum á Morgunblaðinu, sem gegnir þessu hlut- verki, er Ámi Sæberg og hefur nafn hans oft sést í Lesbók vegna þess að hann tek- ur gjaman myndir 'af listaverkum, sem þar birtast. „Það er mikið til í því, að blaðaljós- myndun sé ungra manna vinna," segir Arni og bætir við: „Það gerir hraðinn. En það hefur Iíka sína kosti að vera búinn að starfa jafnvel áratugum saman í þessu og þekkja marga. Persónulegur kunnings- skapur opnar mönnum ýmsar dyr í þessu eins og öðra. Eg er ekki blaðaljósmyndari vegna þess að ég hafí ákveðið það fyrir löngu og ekki getað hugsað mér annað. Atvikin leiddu bara til þess eitt af öðra. Við getum sagt, að það hafí verið tilviljan- ir.“ Um dæmigerðan vinnudag blaðaljós- myndara segir Ámi: „Dagamir era aldrei eins, svo það er erfítt að ákveða, hvemig dæmigerður dagur er. Þetta er vaktavinna og þar af leiðandi misjafnt hvenær byijað er. En þegar við mætum á staðinn fáum við fyrirskipanir frá fréttastjóra og það gæti jafnvel verið að fara í hvelli til Græn- iands, — nú eða að labba út í næsta hús og taka þar mynd af manni. Líklega er algengast að samtök eða fyrirtæki efni til blaðamannafímda og að við séum send- Ámi Sæberg, ljósmyndari hjá Morgunblaðinu: „Get legið yfir tízkublöðum á sama hátt og aðrir liggja yfir bílablöðum. “ Mynd eftir Árna af eyðibýli á Hornströndum. Hér er mikið hvannstóð á sumrin og hér standa hvannirnar uppúr fönninni. Húsið hefur nú verið brennt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.