Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 34
Vinna sem betur hentar ungum mönnum Blaðaljósmyndari: Ámi Sæberg á Morgunblaðinu Margir hafa þá hugmynd um nútíma blaðaljós- myndara, að þeir séu frekir og ágengir og svífist einskis í þeirri viðleitni að ná betri myndum en keppinautarnir. Þessi mynd af vargagangi blaðaljósmyndara er áreiðanlega sprottin úr sjónvarpinu, þar sem þeir sjást stundum ryðjast hver um annan þveran, þegar eitthvert stórmenni er á ferð eða miklir atburðir að gerast. Þannig er það líka úti í hinum stóra heimi. Eitthvað ámóta hefur ugglaust átt sér stað héma í fyrra, þegar toppfundurinn var haldinn í Höfða, en þar fyrir utan má segja, að mesta agúrkutíð ríki árið um kring og ærið sjaldgæft að blaðaljósmyndarar þurfí að olnboga sig áfram eða slást um færi til að ná mynd. Með fáeinum undantekningum má segja að ljósmyndaraliðið af blöðunum sé mjög ungt að árum, enda liggur í hlutar- ins eðli að það er nauðsynlegt að vera léttur á sér. Einn af ungu mönnunum á Morgunblaðinu, sem gegnir þessu hlut- verki, er Ámi Sæberg og hefur nafn hans oft sést í Lesbók vegna þess að hann tek- ur gjaman myndir 'af listaverkum, sem þar birtast. „Það er mikið til í því, að blaðaljós- myndun sé ungra manna vinna," segir Arni og bætir við: „Það gerir hraðinn. En það hefur Iíka sína kosti að vera búinn að starfa jafnvel áratugum saman í þessu og þekkja marga. Persónulegur kunnings- skapur opnar mönnum ýmsar dyr í þessu eins og öðra. Eg er ekki blaðaljósmyndari vegna þess að ég hafí ákveðið það fyrir löngu og ekki getað hugsað mér annað. Atvikin leiddu bara til þess eitt af öðra. Við getum sagt, að það hafí verið tilviljan- ir.“ Um dæmigerðan vinnudag blaðaljós- myndara segir Ámi: „Dagamir era aldrei eins, svo það er erfítt að ákveða, hvemig dæmigerður dagur er. Þetta er vaktavinna og þar af leiðandi misjafnt hvenær byijað er. En þegar við mætum á staðinn fáum við fyrirskipanir frá fréttastjóra og það gæti jafnvel verið að fara í hvelli til Græn- iands, — nú eða að labba út í næsta hús og taka þar mynd af manni. Líklega er algengast að samtök eða fyrirtæki efni til blaðamannafímda og að við séum send- Ámi Sæberg, ljósmyndari hjá Morgunblaðinu: „Get legið yfir tízkublöðum á sama hátt og aðrir liggja yfir bílablöðum. “ Mynd eftir Árna af eyðibýli á Hornströndum. Hér er mikið hvannstóð á sumrin og hér standa hvannirnar uppúr fönninni. Húsið hefur nú verið brennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.