Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 2
H E 1 M S P E K 1 L E G A R B O L L A L E G G 1 N G A R Veraleiki breytingarinnar og hið Eina Eftir ÞÓR RÖGNVALDSSON Isíðasta pistli gerði ég grein fyrir því að sá homsteinn sem öll heim- speki heimsins hvíldi á væri veru- leiki breytingarinnar; þ.e.a.s. sú Staðhæfing að breytingin væri raunveruleg og sönn. Hinir fyrstu heimspekingar gengu nefnilega út frá því sem vísu að allt væri stöðugum breytingum — og því forgengi- leikanum — undirorpið. Það var því eðlilegt að þessir hugsuðir skyldu líta á það sem sjálfgefið viðfangsefni að útskýra og skil- greina andstæðu breytingarinnar; þ.e. að skilgreina eðli óbreytileikans; hins Eina. Hinir fyrstu heimspekingar hafa verið kallaðir náttúruheimspekingar. Ástæðan er sú að þeir álitu að andstæða breytingarinn- ar — þ.e. hinn sanni óbreytileiki — væri eitthvert Frumefni, sem væri undirstaða alls sem er; og því undirstaða fyölbreytileik- ans sjálfs. Fom-Grikkinn Þales, sem álitinn er vera hinn fyrsti raunverulegi heimspek- ingur sögunnar (vitað er að hann spáði fyr- ir sólmyrkva árið 585 f.Kr.) gerði því þann- ig skóna að Frumefnið — undirstaða alls sem er — væri... vatn. Fyrsta raunveru- lega athugasemd eða íhugun heimspekinnar er því þessi: „Allt er vatn.“ Engum blöðum er um það að fletta að það eru einmitt yfirlýsingar af þessu tagi sem alla tíð hafa fælt leikmanninn frá heim- spekinni. Yfírlýsing af þessu tagi brýtur nefnilega ekki aðeins í bága við heilbrigða skynsemi; hinni Heilbrigðu skynsemi verður hreinlega illt af hugsunarhætti sem þessum. í annan stað veit heimspekin auðvitað full- vel að niðurstöður hennar fara ekki alltaf saman við heilbrigða skynsemi. Það er líka svo að eðli málsins samkvæmt er ætíð nauð- synlegt að lesa heimspeki með „góðum vilja"; ekki vegna þess að hún sé svo tomæm að nauðsynlegt sé að taka sérstakt tillit til hennar; heldur vegna hins að það kostar yfírleitt töluvert átak að segja sig í fótspor hennar. Hvað meinar þá Þales í raun og vem þegar hann heldur því fram að „allt sé vatn"? Meinar maðurinn virkilega að þetta borð sem ég sit við og þessi penni sem ég held á; veggimir í húsinu og bíllinn sem ég á; að allt þetta sé... vatn? Svarið er að sjálfsögðu — vegna þess að um er að ræða heimspekilega röksemdafærslu — bæði ,já“ og... „nei“. Vitaskuld gerir heimspeking- urinn sér grein fyrir því að húsið er raunar hús, og bíllinn . .. bíll. Annað mál er að ekki getur allt verið hús, og ekki getur allt verið bfll. Það er m.ö.o. ekki ólíklegt að Þales mundi benda á þá staðreynd að varla geti húsið eða bíllinn verið Fmmefni eða fmmorsök alls sem er. í sem stystu máli er sennilega hægt að orða röksemdafærslu Þalesar eitthvað þessu líkt: Allt fæðist og allt ferst í vatni; vatnið gufar upp og breytist í loft; vatnið frýs og breytist í is (jörð). Vatn er þess vegna ekki bara vatn í venjulegum skilningi þess orðs, heldur líka — í umbreyttu formi — ís, gufa, fískur, jörð, tré o.s.frv. Vatnið er þannig undirstaða allra hluta eða Fmmefnið; það sem allir hlutir eiga sameiginlegt. Hinir sérstöku hlutir hins áþreifanlega heims — húsið, bfllinp — em forgengilegir og eilífum breytingum undirorpnir. Vatnið hins vegar blívur. Vatnið er þannig — samkvæmt skiln- ingi Þalesar'— hið sanna einstæði sem allir hinir sérstöku hlutir tilverunnar eiga rætur sínar að rekja til; hið Eina og hið Sama sem ávallt birtist á ný f sérhveiju birtingarformi fjölbreytileikans; þ.e.a.s að vatnið er hinn virkilegi einsleiki allra hluta — það sem er eins eða sameiginlegt með öllum hlutum — og því hin sanna ásjóna óbreytileikans í fjöl- breyttu litrófi tilvemnnar, hið Eina. Nú gefur augaleið að nútímamaðurinn getur á engan hátt sætt sig við „útskýring- ar“ þessarar fyrstu heimspeki. Fyrst ber þar að nefna, að auðvitað er um töluvert tilviljana- eða handahófskennt val að ræða — svo að ekki sé dýpra tekið í árinni — þegar Þales vill gera vatnið að undirstöðu allra hluta. Hvers vegna endilega vatn? Því ekki alveg eins jörð, eld eða loft? Reyndin var líka sú að fljótlega komu aðrir náttúm- heimspekingar til skjalanna sem álitu að Fmmefnið gæti alls ekki verið vatn, heldur hlyti það að vera ... loft; já, eða þá til skipt- is jörð,. vatn, loft og eldur, og er kannski athyglisvert að náttúmheimspekingamir grísku höfðu þannig dottið niðrá frumefnin fjögur sem samkvæmt síðari tíma hefð — em undirstaða alls sem er. Kannski sakar þó ekki að geta þess — svona á milli sviga — að eðlisfræði nútímans rennir raunvem- lega stoðum undir megintilgátu Þalesar — sem og annarra grískra náttúmheimspek- inga — þ.e.a.s. þá kenningu að til sé eitt- hvert Frumefni eða fmmorsök allra hluta. Þett er staðreynd sem að sjálfsögðu er allr- ar athygli verð, en sem þó sannar í raun- inni hvorki eitt eða neitt. Það sem hins vegar raunvemlega skiptir máli í sambandi við heimspeki Þalesar em eftirfarandi tvö atriði. í fyrsta lagi er það sú staðreynd, að allir hlutir verða skiljanleg- ir ef við hugsum heiminn út frá þeirri for- sendu að vatnið sé fmmorsök alls þess sem er. Þannig verður nefnilega mögulegt að útskýra allt. Heimurinn lýtur sum sé ákveðnum lögmálum — þ.e. lögmálum vatnsins — og þessi lögmál em ekki skiln- ingi mannsins ofvaxin. Skynsemi þessa heims (lögmál náttúmnnar) og skynsemi mannsins (þekking hans á lögmálum náttúr- unnar) falla því í einu og öllu saman og em þannig ein og sama skynsemin. I öðm lagi má af ofansögðu ljóst vera að heimspeki Þalesar skilur heiminn — eða reynir að skilja hann — þessa heims skilningi. Dulúð- in víkur því fyrir heiðríkjunni; hjátrúin fyrir skynseminni. Þetta síðara atriði er mjög mikilvægt, og í rauninni er það svo að sann- leikur heimspekinnar er ætíð af þessum heimi; jafnvel þegar hún hættir sér út á hálan ís hinna íjálglegustu hugsjónasmíða. Á þessu stigi málsins ætla ég ekki að rökstyðja þessa fullyrðingu mína nánar, og læt mér nægja að gera eftirfarandi athuga- semd: Heimspekin „skilur“ ávallt skilningi skynseminnar; trúarbrögðin hins' vegar „skilja“ skilningi andaktarinnar. Þannig var sum sé upphafið. Hinir fyrstu heimspekingar gáfu sér breytileika hlutanna eða breytinguna sem forsendu fyrir íhugun sinni. Næsta kynslóð heimspekinga setti hins vegar spurningamerki við vemleika breytingarinnar. Viðfangsefni þeirra var þannig að reyna að svara þeirri spumingu hvort breytingin væri sönn eða ei. Meira þar um í næsta pistli. Höfundurinn er heimspekingur. Sálför fru Garrett Um merkilega tilraun sem skipulögð var af erlendum lækni og Þórði Sveinssyni, yfirlækni við Kleppsspítalann. Tekið upp úr bók Susy Smith: Out of Body Travel, sem útkom 1986. Úlfur Ragnarsson læknir snaraði á íslenzku. ibb Mpii erkilegustu sálfara- lýsingu frú Eileen KHB Garrett er lýst í bók I K Q WK hennar. „Ævi mín í 1 wglim Hfl leit að tilgangi miðils- I ■ HH starfs“. Tilraun þessi ■ fSS var skipulögð af Dr. W Miihl, kvenlækni, samstarfí við frú Garrett, og Þórði Sveins- syni, yfírlækni við Kleppsspítalann í Reykjavík. Til að varðveita nafnleynd þeirra, sem að tilrauninni stóðu, vom þau ekki nafngreind í áðumefndri bók og Nýfundnaland var sett inn í textann í stað íslands. Tilraunin gerði ráð fyrir að frú Garrett stödd í New York yfír- gæfi efnislíkamann þar og heimsækti Þórð Sveinsson í Reykjavík (í ljósvakalfkamanum), en þar hafði hann sett á svið sérstakar að- stæður í tilraunaskyni. Frú Garrett greinir þannig frá starfshætti sínum: „Þegar ég fer út úr líkamanum getur tvífari minn (ljósvakalíkaminn, sem lítur alveg eins út fyrir sjónum þeirra sem skyggnir era) notað skynfæri sín með svipuðum hætti og efnislikaminn. Til dæmis sit ég einhvem dag- inn í skrifstofu minni, þegar snjókoma er úti, en get samtímis skynjað mig á öðmm stað þar sem sumar ríkir og allt er í blóma. Þar get ég notað öll fímm skilningarvitin, snert blómin, séð sjóinn, heyrt öldufallið, fundið þarailminn og skynjað saltkeiminn í sjávarúðanum. Undarlegt er að hvert smáat- riði festist mér í minni, þegar ég fer þannig út úr líkama mfnum með fullri vitund. í dag- legu Iífí er ég hinsvegar nokkuð gleymin á slíkt. Þá sljóvgast minningin um hluti og Þórður Sveiasson. aðstæður furðufljótt." Þegar hún fór sálfömm til íslands, fann hún rakann í loftinu og iiminn af blómunum í garðinum við doktorshúsið í nánd við sjó- inn. Hún fór innf húsið gegnum vegginn og var þá stödd í herberginu, sem ætlað var til þessarar tilraunar. Fyrst var þar enginn, en von bráðar kom læknirinn gangandi niður stigaþrepin og gekk inn. Þórður, læknir, Sveinsson var sjálfur dui- skyggn f besta lagi. Hann varð strax var við ósýnilega návist gestsins, sem kominn var, um leið og hann gekk í stofuna. Hann yrti á hana upphátt: „Þessi tilraun ætlar að heppn- ast vel!“ og bætti svo við „Líttu nú vel á hlut- ina, sem hér em á borðinu." Og um leið og frú Garrett varð við tilmælum hans lýsti hún hlutunum upphátt þar sem hún sat við hlið ritara í New York. En ritarinn skrifaði niður hvert orð jafnóðum og talað var. Næst heyrði frú Garrett lækninn segja: „Berið afsökunarbeiðni mína til tilraunafólks- ins á hinum endanum. Ég varð fyrir óhappi og get þvf ekki lagt mig eins vel fram og ég hafði hugsað mér.“ Og frú Garrett sá að höfuð hans var reifað sárabindum, og lýsti hún því fyrir fólkinu, sem fylgdist með tilraun- inni í New York. Meðan á því stóð heyrði hún gegnum eym efnislíkamans lágt hvísl. Miihl, læknir, hafði. snúið sér að sessunaut sínum og sagt: „Þetta getur með engu móti staðist. Ég fékk bréf frá lækninum fyrir fáeinum dögum og þá var ekkert að heilsu hans.“ En í Reykjavík gekk læknirinn rólega að bókaskáp sínum. Áður en hann hafði hönd á nokkurri bók vissi frú Garrett hvaða bók hann hygðist taka og hvar hana væri að fínna í bókaskápnum. Hann tók einmitt þá bók niður og hélt henni þannig á lofti að hinn ósýnilegi gestur gæti lesið titilinn. Það gerði hún líka hiklaust. Síðan opnaði hann bókina og las smá kafla úr henni í hljóði, en bók þessi fjallaði um Einstein og afstæðiskenn- ingu hans. Meðan hann var að þessu greindi frú Garrett efnislega með eigin orðum frá innihaldi kaflans, en ritarinn í New York skrifaði niður jafnóðum. Tilraunin stóð í 15 mínútur og á þeim stutta tíma komu fram margháttuð fyrir- brigði: íjarskyggni, huglestur, fíarskynjun, vitundarskipti milli tveggja fjarlægra staða og rétt boð send þar á milli. Skýrslumar frá New York vom settar í póst til íslands merktar Þórði Sveinssyni, yfírlækni Kleppsspítala. En morguninn eftir barst skeyti frá Þórði, sem greindi frá slys- inu, sem hann varð fyrir rétt áður en tilraun- in skyldi hafín, og var höfuð hans reifað sára- bindum eins og lýst hafði verið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.