Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 6
Svipmyndir úr borginni fyrir 25 árum ðgöngumiði að kvikmyndahúsi var seldur á tuttugu og fimm krónur í febrúarmánuði 1963. í Nýja bíói var verið að sýna sam- kvæmt dagbók sem ég hélt það árið kvikmynd- ina Flaming Star með Elivs og í Stjörnubíói „IINGÓLFSKAFFIER EG ÍFÆÐI“ Um þessar mundir starfaði greinarhöfundurinn í ríkisprentsmiðj unni Gutenberg, sem var til húsa í Þingholtsstræti og þar blésu nokkuð harðir, en einlitir pólitískir vindar. Þá kostaði geneverflaskan 315 kr. og kjötmáltíð á Matstofu Austurbæjar kostaði 45 krónur. Eftir ÓLAF ORMSSON frönsku myndina Svona er lífið, með Brig- itte Bardot í aðalhlutverki. Tónabíó sýndi bresku myndina Hve glöð er vor æska, dans- og söngvamynd með Cliff Richard, og dag- blöðin kostuðu í lausasölu 5 krónur, sjení- verflaskan 315 krónur og kjötmáltíðin á Matstofu Austurbæjar 45 krónur og þar borðaði stundum hávaxinn maður, lotinn í herðum, nokkuð við aldur og setti svip á staðinn, Jóhannes Kjarval, listmálari. Kjar- val fékk sér gjaman kjötsúpu og kjöt, stund- um fiskmáltíð og grjónavelling. Hann leit eitt sinn til mín þegar við stóðum þar í röð og biðum afgreiðslu: — Hvar hef ég séð þennan svip áður? spurði hann. Líklega ekki haft hugmynd um að föður- ætt mín er úr Vestur-Skaftafellssýslu og skyldleiki verulegur. Ég man að ég sagði honum sitthvað af ætt minni og þá var hann með allt á hreinu. í þá daga voru skákmennimir í sviðsljósinu eins og nú, ald- arfjórðungi síðar. Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson háðu sex skáka einvígi um titilinn skákmeistari Reykjavíkur sem Frið- rik vann naumlega. Skákkeppni stofnana fór fram á veitingahúsinu Lídó þar sem nú er Tónabær og þar tefldi ég nokkrar skák- ir, var fyrsti varamaður í sveit Ríkisprent- smiðjunnar Gutenberg. Hóf störf í Guten- berg í janúarmánuði 1963 á pappírslager og sem aðstoðarmaður í útkeyrslu, þá tæp- lega tvítugur. Hafði frá því fyrr um haustið leigt forstofuherbergi í Blönduhlíð 29, hjá því góða fólki hjónunum Eggert Arnórssyni og Stefaníu Benónýsdóttur sem nú em bæði látin. Tíðarandinn á þeim ámm í Reykjavík var töluvert annar en nú á dögum og ef til vill þykir einhverjum forvitnilegt að skyggnast 25 ár aftur í tímann. í þá daga vom þeir enn í Reykjavík þess- ir minnisstæðu menn sem virkilega settu svip á bæjarlífið. Leifur Haraldsson, þýð- andi og skáld, borðaði í Ingólfskaffi þar sem nú er Arnarhóll. Jón heitinn Eyjólfsson, sendisveinn hjá Þjóðleikhúsisnu og áhuga- maður um leikhúsið, var stöðugt á þeytingi um miðborgina. Stundum stóð hann á götu- homum og horfði yfir sviðið. Maður um sextugt, úlpuklæddur oftast nær, með húfu á höfði, lágvaxinn, í góðum holdum, bros- hýr. Pétur Hofmann ríkti í Austurstræti við Útvegsbankann og stundaði viðskipti með ýmislegt skran, mynt og annað fágætt. Og í þykkum svörtum ullarfrakka með loðhúfu á höfði, sama hvemig viðraði, höfðingi í sjón og gustaði af honum þar sem hann kom sér fyrir á miðju torgi viðskiptanna. Þá var Vilhjálmur frá Skálholti, skáld, ekki síður minnisstæður. Fyrst sá ég honum bregða fyrir inni í Hreyfilsbúðinni við Kalk- ofnsveg. Pétur Pétursson, útvarpsþulur, rak þá búðina þar sem leigubílastöðin Hreyfill hafði aðsetur, í gömlu steinhúsi, og Vil- hjálmur var þar eitt sinn eitthvað við skál. Þá á sextugsaldri með snyrtilegt yfirvara- skegg og í útliti minnti hann ekki lítið á Einar skáld Benediktsson. Hann var með stóran blómvönd í hendi, vel til hafður og greinilega á leið í einhverja meiriháttar veislu. Benóný Benediktsson, skákmeistari, var líka einn af þessum sérstæðu persónum. Oftast vel til hafður, stundum ef til vill í ópressuðum buxum, oft á reiðhjóli og tefldi ákaflega fmmlega, um áraraðir í hópi fremstu skákmanna þjóðarinnar. Meðalmað- ur á hæð og greiddi aftur á hnakkann, dökk- hærður og enn þann dag í dag er varla að fínna grátt hár á höfði þessa öðlings. Blóm- legt leikhúslíf einkenndi þessi ár í byijun sjöunda áratugarins. f Iðnó gekk við fá- dæma vinsældir Hart í bak eftir Jökul Jak- obsson og í Þjóðleikhúsinu söngleikurinn My Fair Lady. Vetrargarðurinn var þá enn í Vatnsmýrinni og Tívolí. Glaumbær, Naus- tið og Klúbburinn staðirnir sem einna mestra vinsælda nutu hjá þeim sem stunduðu skemmtanalífíð og árshátíðir starfsmanna- félaga haldnar í Súlnasal Hótels Sögu, ekki óalgengt að Ómar Ragnarsson kæmi fram og færi með gamanvísur, þá tiltölulega nýr í faginu. Þá voru Gildaskálinn, Café Höll, Mokka og Hressingarskálinn helstu kaffi- stofurnar í miðborginni og út komu viku- blöðin Ný vikutíðindi, Mánudagsblaðið og Fijáls þjóð og í Bankastræti var bókaversl- un KRON til húsa í gömlu múrhúðuðu timb- urhúsi á götuhæð og verslunarstjóri Þor- varður Magnússon. Þar voru innan um hvað annað nýjustu skákblöðin utan úr heimi, bækur um marx-lenínisma, litprentuð tíma- rit frá Austur-Evrópu og Kína og svo íslen- skar bækur auðvitað. Húmoristi á Hraðferð Úlfar Þórðarson, augnlæknir, var með stofu í Lækjargötu og Skúli heitinn Thor- oddsen í Austurstræti. Þau voru minnisstæð hjón Skúli og Drífa Viðar, rithöfundur. Bæði hugsjónafólk sem lét sig varða hags- muni og kjör alþýðu manna. Skúli var yfir- leitt á harðferð. Gekk eða hálfhljóp um Austurstræti með læknatöskuna í hendi, húmoristi í fremstu röð, oftast frakkaklædd- ur, í þunnum regnfrakka, stundum með vindil í munni, ljósskolhærður, meðalmaður á hæð og fríður. Þá var hún Drífa Viðar ekki síður minnisstæð. Hún var virkur þátt- takandi í hreyfingu fyrir brottför erlends herliðs frá íslandi eins og eiginmaður henn- ar, Skúli. Hún sendi frá sér nokkrar skáld- sögur og smásagnasöfn á árunum í kringum 1970. Það gustaði oft af þeim hjónum í margs konar mótmælaaðgerðum gegn her- setunni á sjötta og sjöunda áratugnum. Drífa var myndarleg kona, ljóshærð eða ljós- skolhærð og þar sem þau Skúli fóru vöktu þau hvarvetna athygli fyrir hlýtt viðmót. Þeir bræður Kristinn E. Andrésson og Einar Andrésson settu vissulega svip á bæjarlífið. Kristinn, forstjóri Máls og menningar, frem- ur lágvaxinn, kvikur í hreyfingum, stórskor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.