Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 10
Dauðinn og stúlkan, 1915. Fegurð hnignunar og ótímabær dauði voru mynd-
efni, sem alla tíð stóðu Egon Schiele nærri.
Arfurinn
Adele, systir Ediths, skrifaði hjá sér
síðustu orðin, sem hinn dauðvona sagði:
„Stríðinu er iokið — og ég verð að fara. —
Það á að sýna málverkin mín í öllum lista-
söfnum heims! — Það á að skipta teikningun-
um mínum milli ykkar og míns fólks! Og
eftir tíu ár á að selja þær.“
Listamaðurinn, sem vill hafa hönd í bagga
með frægð sinni að honum látnum — það
er reglan, ekki undantekningin. Schiele mat
markaðshorfurnar fyrir verk sín réttilega,
en honum skjöplaðist einungís í mati sínu
á lengd biðtímans, hélt hann verða styttri
heldur en reyndin átti eftir að leiða í Ijós.
Eins og dauða hans bar að á sama tíma
og tilkynnt var um lok heimsstyijaldarinnar
fyrri, og þær fféttir yfirgnæfðu því andláts-
fregnina, þannig féll líka tregablandin loka-
ákvörðun Schieles varðandi örlög iistaverka
hans algjörlega í skuggann af upplausn og
sundurlimun austurríska keisaradæmisins;
enginn veitti ákvörðun hans hina minnstu
athygli í þeim heimssögulega darraðar-
dansi, sem þá stóð yfir. í því ríkiskríli, sem
Austurríki varð upp úr 1918, hafði enginn
lengur minnsta dálæti á list, sem hvorki fól
í sér neitt háleitt til eftirbreytni, né heldur
neinn' vonarboðskap. Slík list hlaut því enga
viðurkenningu þar í landi, a.m.k. ekki fyrst
um sinn. I allri þeirri ólgu og þeim tvístringi
sem ríkti í innanríkismálum smáríkisins
Austurríkis komust menn almennt á á skoð-
un, tíu árum eftir dauða Schieles, að verk
hans bæri að skoða sem list hins „fuli-
komna“ listskapaðar. Hann var þá ekkert
minna en það.
Listrænn línudans Schieles leiðir í ljós
hneigð hans til spennu og átaka. Ein af
sjálfsmyndum hans, sem hann teiknaði í
Neulengbach-fangelsinu, ber heitið „Ég
elska andstæður". Vissi hann, að listsköpun
hans sjálfs fól í sér andstæðu við liststefn-
una die modeme, sem á þeim árum var alls
staðar, milli Parísar og Mílanó, Berlínar og
Múnchenar, álitin framúrstefna og tákn
réttrar listþróunar? í þeirri liststefnu lenti
hið viðtekna tjáningarkerfi listarinnar í
krumlunum á þeim aðilum, sem vildu gera
hreint borð og taka listsköpun alveg nýjum
tökum. Fjarvíddar niðurskipan myndsviðsins
og þrívíddar tækni hvarf í skugga kúbism-
ans. Manneskjur og hlutir urðu að torræðu
höfðaletri, anatómískri niðurröðun og hlut-
föllum var varpað fyrir róða, og litameðferð
látin tala sinu eigin máli, laus úr öllu sam-
hengi við náttúrulega liti umhverfisins. í
Edith Harms, sem varð fyrsta og eina
eiginkona Schieles. Myndin er frá 1918,
sama árinu ogþau dóu bæði úr spönsku
veikinni. •>
Aárinu 1915 segir Schiele skilið við Wally Neuz-
il, ástmey sína, sem árum saman hafði á sinn
auðsveipa og þó ögrandi hátt staðið svo fús-
lega módel fyrir hann. Schiele gengur að eiga
smáborgaradótturina Edith Harms. Það er
Síðari hluti greinar um
austurríska
myndlistarmanninn
EGON SCHIELE, sem
féll frá fyrir 70 árum,
hneykslaði samtíð sína
með framferði sínu og
myndum, sem nú seljast
fyrir svimandi upphæðir
ef þær koma á uppboð.
Eftir WERNER HOFFMANN
einna líkast því að listskö])un hans, borin
uppi af nýrri fijósemi, nái upp frá því að
vekja heiminn aftur til lífs úr dauðastjarfa.
Ur línunni hverfur allt hið skerandi ómst-
ríða, og hún fer að taka á sig rólega festu.
Munaðarfull gnótt og ávöl form taka að ná
yfirhöndinni yfir hinu hrörnandi og út-
glennta. Úr myndefninu hverfur þá líka
skelfingin og styggðin í látæði, naktar
myndverur hans hafa ekki lengur til að
bera neina stórlega ýkta tilfinningasemi
marghrakins bágindafólks. Við samfundi
kynjanna tekst honum að ná fram gagn-
kvæmum tilfinningalegum þreifingum
þeirra á milli, viðhorfin eru ekki lengur
stríndbergsk ofsabræði, en það ber heldur
ekkert orðið á markvissri afhjúpun. I náttúr-
unni rýfur iðuleg frjósemin þurra, lífvana
jarðskorpuna. „Allir mosarnir koma yfir til
mín og hjúfra lífi sínu voðfelldu að mínu.“
Þannig kemst Schiele að orði þegar árið
1910 í bréfi sínu til Antons Peschka. Núna
tekur Schiele að leiða mönnum þessa upplif-
un sína fyrir augu á myndrænan hátt: Sams
konar þokka og þess, sem kvenlíkaminn er
gæddur, gætir nú í fjallalækjum Schieles
og mjúkum ávölum landslagssviðum. Sköp-
unarhæfnin kastar þó engan veginn spar-
seminni fyrir róða, þótt hún þurfi samt ekki
lengur á áreynslumiklu meinlæti að halda.
Einkennandi fyrir þessa stefnubreytingu er
eitt atriði í málverki Sehieles. Úr „Elskend-
unum“, sem meinað er að njótast, tekur
Schiele samanhnipraðan kvenlíkamann og
notar hann í gúmmístimpil (sem hann merk-
ir bréfsefni sitt með) eftir að hafa breytt
þessum líkama’ í útlínur móður, sem leikur
sér við bamið sitt. Úr eintalinu verður sam-
tal.
Vinátta, 1913, blönduð tækni. Schiele lét eftir sig mikið af erótísk-
um myndum, þar sem hann byggði á fyrirsætum, einni eða fleirum.
„Stríðimi er lokið
- og ég verð að fara“