Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Qupperneq 23
Hann mótar ímynd
Islands í Bandaríkjunum
„ÞAÐ ER ekki nóg að hamra
alltaf á Gullfoss og Geysi. Nýjar
sögur, nýjar fréttir af því sem
er að gerast í menningar- og
ferðamálum í landinu verða
stöðugt að vera tiltækar til þess
að landið dragist ekki aftur úr
í samkeppninni um ferðamann-
inn,“ segir Bill Connor, sem
markaðssetur Flugleiðir á
Bandaríkjamarkaði og gerir
sér nokkuð vel grein fyrir
hvemig best er að „pakka
landinu inn“ til þess að það
seljist. Starf Bills er að móta
jákvæða ímynd íslands á
Bandaríkjamarkaði og er for-
vitnilegt að heyra hvernig hann
gerir það.
Snjóhús og eskimóar
á Islandi
Ég veit að þið trúið því ekki
hve margir Bandaríkjamenn
þekkja ísland lítið, heldur Bill
áfram. Þeir sjá ísland aðeins sem
klett upp við Norðurheimskautið,
þakinn ís og snjó. Og auðvitað
hljóta þeir að álykta að þið búið
í snjóhúsum. Mitt starf er að
skrifa um áhugaverða menningar-
þjóð sem býr það nýtískulega á
þessum litla kletti að það er þess
virði að heimsækja hana.
Það er uppselt á söngleikinn
Vesalingana fram til 1989 í New
York. Það vakti mikla athygli
þegar ég fór að hvetja Bandaríkja-
Bill Connor, markaðsfulltrúi
Flugleiða í Bandarikjunum.
menn til að sjá söngleikinn á
íslensku leiksviði. Ég geri alls
ekki ráð fyrir að margir komi til
að sjá Vesalingana hingað, en ég
vakti athygli á íslandi þar sem
verið er að sýna nákvæmlega
sama söngleik og gengur best á
Broadway.
Ég segi söguna af Hófí, leik-
skólakennaranum sem elskaði
landið sitt svo mikið að hún lét
ekki heillast af gullnum tilboðum
um fyrirsætustörf, heldur sneri
aftur. Ég segi að það séu fleiri
sjávarréttastaðir í Reykjavík en í
New York. „Það getur ekki ver- ■
ið,“ segja þeir. „Jú, vissulega, ef
miðað er við íbúaíjölda," segi ég.
írsk arfleifð
ogjólasveinar
Ég spyr: „Hvaða skandínávískt
land var numið af írum“? Þetta
vekur athygli, .þar sem margir
Bandaríkjamenn eru af írsku
bergi brotnir og fáir vita um írska
arfleifð á íslandi. Þá fer ég að
segja þeim frá Patreksfirði, Papey
og Papósi og tala um „grænu
bylgjuna á íslandi", þegar írar
settust þar að. Ég segi frá þegar
ég var úti í Vestmannaeyjum og
ætlaði að taka götumynd af stað-
arbömum og mér fannst ég allt
í einu vera staddur í Dublin, þar
sem svipmótið var svo líkt.
„í Ameríku er aðeins einn jóla-
sveinn, en á íslandi eru þeir þrett-
án“, „Ótrúlegt, furðulegt," segja -
þeir og vilja fá að heyra meira.
Jólasveinasagan vakti það mikla
athygli að nokkrir barnaskóla-
kennarar vildu fá hana til að segja
nemendum sínum. Bömin bera
söguna til foreldra sinna og at-
hygli er vakin á litla klettinum á
norðurhjara veraldar.
Páll og steinninn
Vestmannaeyjar em ómissandi
þáttur í kynnisferð, þegar banda-
riskir blaðamenn koma til íslands.
Þeir verða alltaf jafn undrandi
þegar Páll Helgason fer með þá
út að nýja hrauninu og segir:
„Viltu taka upp þennan stein fyr-
ir mig.“ Og steinninn er svo heit-
ur að það er ekki hægt að halda
á honum. Vestmannaeyjar era '
nútíma Pompei og hafa gífurlegt
BÚLGARÍA 1988
Hótel/strönd: 24. mai 14. júní 5. og26.júlí 16.ágúst 6.sept 27. sept.
Drushba/Grandhotel Vama:
2vikur 35.170 41.100 37.600 36.380
3vikur 42.200 49.900 44.600 40.990
Albena/Dobrudja:
2vikur 29.440 34.780 31.850 30.650
3vikur 33.540 40.340 35.950 34.750
Albena/Bratislava
2vikur 25.930 30.690 28.340 27.140
3vikur 28.270 34.200 30.680 29.480
Ferðaskrifstofa
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoðarvogi44 -104 Reykjavik - Sími91-68 62 55
Simnefni: Istravel - Telex: 2265Istrav-IS
Innifalið í verði erflug KEF-
LUX-VAR fram og til baka,
gisting á hótelum í 2ja manna
herbergjum rrteð baði,
w.c./sturtu, hálftfæði (matar-
miðar), leiðsögn, ath. ekki flug
vallarskattur og annað ótalið
hér. Verð er miðað við gengi
US$ 20. jan. 1988 og breytist
við breytingar hans gagnvart
ísl. krónunni eða búlgörsku
leva og breytingar á flugmiða-
verði.
Vöruflutningarí lofti
sparatímaog
Hraðsendingar
samdægurs tii
flestra staða.
Eftirkröfuþjónusta
tilogfrá26stöðum.
Fraktafgreiðsiatil
37 staða á landinu.
Fraktafgreiðsla Flugleiða
Reykjavíkurflugvelli er opin
ALLAVIRKA DAGA
KL 8.00 TIL 18.00.
Á LAUGARDÖGUM
KL 8.00 TIL 12.00.
Símarvöruafgreiðslu
á Reykjavikurflugvelli:
Skiptiborð
690100.
Vörumóttaka:
690584.
Vöruafhending:
690585.
M
Aiiaruppiýsingar
áskrifstofum
Fiugleiðaoghjá
umboðsmönnum.
FLUCLEIDIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 23