Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 12
Með öxina að vopni. Niis Aas að vinnu við mynd sem fór á Biennalinn íFeneyj- um 1972. IV Nú er hann einn á Ekely með verkfærum sínum og viðfangsefnum. Og unir hag sínum vel. „Hér hef ég allt sem ég þarf“, segir hann og bætir við: „Það kemur fyrir að ég sé ekki mjög glaðbeittur og þá flý ég á náðir vinnunnar, sökkvi mér niður í hana“. Nils Aas hefur ekki neina heimilishjálp síðan konan fór. Hann eldar í sig sjálfur. Eldar einfaldan mat, fisk þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Allt er hreint og fágað hjá honum; Nils er regiusámur í eðli sínu og þrifinn. A veggjunum eru myndir eftir vini hans úr listinni, Franz Widerberg og fleiri. Samkvæmi þolir hann ekki - „fer að líða illa ef fleiri en fimm eru saman komnir", segir hann. Á hinn bóginn er hann ekki mannafæla og labbar sundum á staðar- krána, þar sem hann hittir og ræðir við venjulegt fólk. Dagarnir eru hver öðrum líkir á Ekely. Nils Aas fer á fætur klukkan sjö og les blöðin. Fær sér svo stuttan göngutúr. Um kl. 8 er hann kominn að verki og vinnur í fyrstu lotunni til hádegis. Þá fær hann sér bita og hvílir sig í rúman hálftíma. Síðan er haidið áfram á verkstæðinu til kl 7. Þá þarf einsetumaðurinn að elda sér kvöldmat. I sjónvarpinu horfir hann helzt á íþróttirnar - gamli íþróttaandinn er enn við lýði frá því hann var ungur í Strömmen og var svo létt- ur, að hann gat stokkið hæð sína í hástökki með frumstæðri aðferð. Stundum getur hann ekki á sér setið og tekur smá skorpu á verkstæðinu, en labbar svo út undir bert loft fyrir háttinn um mið- nætti. En það kemur líka fyrir, að hann sjái eitthvað, sem grípur hann sterkt. Hann minnist þess til dæmis, að eitt sinn var hann á konsert hjá þeim heimsfræga píanó- snillingi Arthur Rubinstein. En það hefur líklega farið framhjá honum, hvað Rubin- Fugl, stálskúiptúr í Ósló. stein var að spila. Um þessa upplifun hefur hann sagt: „Þegar fór að líða á konsertinn iðaði ég í sætinu. Gat varla beðið eftir því að kom- ast heim. Píanósnillingurinn stóð mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Ég hellti mér í leirinn, þegar heim kom og lauk myndinni á skammri stund. Á slíkum stundum fyllist maður af adrenalíni og gleði. Það er eins og að vera á öðru tilverustigi. Allt gengur upp. Engin mistök, eða svo finnst manni sjálfum. En upplifanir af þessu tagi heyra til undantekningum. “ Um helgar vinnur hann jafnvel meira en aðra daga. Það er ekkert samkvæmislif. Og ekki dropi af áfengi til í húsinu. Nils hefur aldrei haft þann hátt á að fá sér einn fyrir matinn. y Aðspurður um eigin velgengni og viður- kenningu í listinni, segir Nils Aas, að slíkt hafi lítil áhrif á sig. „Maður veit það nokk- urnveginn sjálfur, hvers virði það er, sem maður hefur gert. Og að maður hefði kannski getað gert betur. Kannski hef ég sloppið of létt frá því sumu. Það getur skeð hjá mönnum sem eru flinkir í höndunum. Seinna leggst það á mann eins og mara. Ég vinn hratt, vil sjá árangurinn fljótt. Nudda það kannski ekki nægilega lengi. Sumt finnst mér ég hafa gert með vinstri Norska skáldið Joban Borgen. hendinni. En annað sé ég að er ílagi: Kóngs- myndin til dæmis, Ibsen, minnismerkið í Sandeljord, altaristaflan á Kongsberg, skúlptúrinn utanvið ráðhúsið í Steinkjer, lágmynd skorin í tré í fundarsal í Stras- bourg. Og eitt og annað smálegt. Einhver persónuleg markmið hef ég ekki. Aðeins hef ég metnað fyrir það sem ég vinn. og gagnrýni les ég aldrei, enda á ég bágt með að skilja hana. Ég vil heldur ekki að neinn geti haldið, að hann geti sagt mér fyrir verku n og sjálfur hef ég séð, að hræðslan við að ná ekki máli getur lamað fólk. Þá er álit annarra á þér farið að skipta öllu máli. Maður veit það bézt sjálfur, hvenær eitt- hvað hefur heppnast. Á hinn bóginn er mér ekki umhugað að sjá aftur það sem ég hef gert og sent frá mér. Gjarnan tek ég á mig krók framhjá minnismnerkjum eða portett- um af fólki, sem ég hef gert. Þessi verk koma mér ekki meira við. Að klára verkefn- in er það sem máli skiptir. En þegar ég hitti venjulegt fólk, sem segist hafa hrifizt af verkum mínum, þá gleðst ég. Þá viður- kenningu met ég mest. “ Nils Aas þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálum, ekki síðan hann komst á heiðurs- launin. Það er út af fyrir sig gott, en skipt- ir ekki öllu máli. Honum fínnst nóg að hafa að borða, svo og að eiga verkfæri, aðstöðu til að vinna og efni til að vinna úr. Að öðru leyti dugar að eiga nokkrar góðar bækur á náttborðinu og sólþurrkuð sængurföt í rú- mið. Sé þetta fyrir hendi, þá er lífið gott, segir Nils Aas. Stundum þegar vorar, gengur hann út með ströndinni, þar sem bátamenn eru að taka fram bátana sína og gera þá klára. Þetta eru fínir og dýrir sportbátar. Lengi hefur hann dreymt um einn slíkan. Kannski er upphafið á þeim draumi þegar hann sat í spónahrúgunni hjá föður sínum og tálgaði út báta. Nú hefði hann efni á einum, rétt er það. En hann ætlar að halda áfram að að eiga drauminn um hann. Stundum er það jafn gott og raunveruleikinn. Gísii Sigurðsson tók saman. Séð yfír Flórens frá nágrenni kirkjugarðsins. Eggert á Ítalíu Eftirmáli Afyrra ári ritaði ég grein í Lesbók Stefáns- sonar stórsöngvara í borginni Schio á Ítalíu, en þaðan var hans ekta kvinna Lelia, komin af miklu athafnafólki í ulla- riðnaðinum. Eggert undi sínum hag vel í Schioborg, sem er rétt norðan við Vic- enza nálægt Feneyjum. En hugur Egg- erts stóð ávallt til Flórens, því sú borg var ávallt háborg alls hins fegursta í huga hans. Það var því engin tilviljun að hann skyldi óska eftir því að fá að hvíla þar, fyrst örlögin að lokum höguðu því þannig að hann skyldi bera beinin erlendis. Margir hafa haft samband við mig eftir að ég tók saman greinina um Eg- gert og dvöi hans í Schio og óskað eftir ítarlegri frásögnum um þennan merkis- mann og hið stormasama líf hans á við- kvæmu tímabili íslandssögunnar. Það er ekki mitt að fara ítarlega út í ein- staka atburði varðandi Eggert, þvi verið er að vinna að bók um hann, sem koma mun út á aldarafmæli hans á næsta ári. En vegna fjölmargra fyrirspurna, tel ég rétt að á þessum vettvangi birta rökrétt framhald greinar minnar í formi mynda frá greftrunarstað Eggerts í kirkjugarð- inum Cimiterio evangelico agli allori í Flórensborg. Minn ágæti vinur Dottore Meneguzzo, sem fylgdi mér á sínum tíma á heimaslóðir Eggerts Stefáns- sonar í Schio, gerði sér lítið fyrir og ók um 500 kílómetra leið frá Vicenzaborg til Flórens til þess að vitja leiðis Eg- gerts Stefánssonar og mynda það og hið fagra umhverfi þess. Að eigin frum- kvæði og með djúpri virðingu fyrir þeirri ást, sern Eggert hafði á Ítalíu og ís- landi, iagði Dottore Meneguzzo blóm- sveig á leiði Eggerts heitins. Tel ég þetta vera mikinn virðing- arvott fyrir okkur Islendinga og vil ég með þessum orðum koma á framfæri þakklæti til manna og kvenna, sem á þennan hátt staldra við og virða söguna og það sem vel er gert í þágu fram- gangs hennar og Gröf Eggerts Stefánssonar. Fyrir utan fæðingar- varðveizlu. og dánardag, stendur á marmarahellunni yfír leið- inu: Föðurlandsvinur - söngvari - rithöfúndur. FRIÐRIK Á. BREKKAW

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.