Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 33
 hátt, því að hann var sæmdur Vladimir- orðunni fyrir vasklega framgöngu og síðar ofurstatign, sem skyldi reiknast frá og með orrustunni við Mukden. Mannerheim særðist aldrei, en hesturinn var skotinn undan hon- um. Friður var saminn fyrir milligöngu Bandaríkjanna 5. september 1905. Útkoman varð því sú, að Mannerheim hlaut dýrmæta reynslu og verulegan frama af þátttöku sinni í stríðinu með Rússum án þess að hún yrði á nokkurn hátt Finnlandi til tjóns, heldur miklu fremur hið gagn- stæða, þar sem land hans átti eftir að njóta reynslu hans og hæfni pem herforingja þeg- ar það barðist fyrir sjálfstæði sínu og til- veru gegn Rússum. TVEGGJA ÁRA REIÐTÚR Eftir stríðið fór Mannerheim í orlof til Finnlands, en fékk fyrr en varði boð um að mæta hjá herforingjaráðinu í Pétursborg. Þar var honum falið hlutverk, sem kom honum mjög á óvart. Honum var ætlað að fara ríðandi gegnum alla Mið-Asíu, frá rússneska Turkestan til höfuðborgar Kína. Gert var ráð fyrir, að leiðangur þessi myndi taka tvö ár. Ferðin átti ekki að hefjast fyrr en sumarið eftir, svo að honum gæfist næg- ur tími til undirbúnings fararinnar. Hann féllst að athuguðu máli á að taka verkefnið að sér og lagði af stað frá Pétursborg 6. júlí 1906 og kom á leiðarenda, til Peking, í júlílok 1908. Ferðin tókst í alla staði sam- kvæmt áætlun og er hann kom aftur til Pétursborgar var hann kvaddur á fund Nik- ulásar keisara, sem þóknaðist að heyra af ferðum hans. Ferðinni hefur Mannerheim lýst í bók, er hann byggði á dagbókum sínum. Mannerheim gegndi stöðu hershöfðingja við riddaraliðsstórfylki í Varsjá 1914 þegar fyrri heimsstyijöldin brauzt út. Hann tók þátt í styijöldinni frá upphafi og fram í desember 1917, svo að hann gegndi her- þjónustu í Rússlandi í 9 mánuði, eftir að keisarinn hafði verið neyddur til að afsala sér völdum. Mannerheim gat sér mikinn orðstír fyrir frammistöðu sína í fyrri heims- styijöld og var þegar á fyrsta ári styijaldar- innar sæmdur orðu heilags Georgs, sem var æðsta heiðursmerki Rússa fyrir vasklega framgöngu í stríði. í lok janúar 1917 fékk Mannerheim leyfi til að fara í stutta ferð til Finnlands. Hann fór til baka frá Helsingfors til Pét- ursborgar 9. marz og var þar einmitt dag- ana, sem byltingin átti sér stað. Munaði þá oft litlu, að illa færi fyrir honum, því að það var lífshættulegt að vera klæddur her- foringjabúningi. Hinn 15. marz tók Manner- heim lestina til Moskvu og kom þangað mátulega til að sjá byltinguna bijótast út þar. Hann hélt áfram för sinni og komst til herdeildar sinnar í Rúmeníu. Stríðið hélt áfram og enn í júní 1917 var Mannerheim hækkaður í tign. Hann var staddur á hress- ingarhæli í Odessa, er fréttir bárust um það, að bolsévikar hefðu hrifsað til sín völd- in. Eftir áhættusama ferð komst hann á sex dögum til Pétursborgar, var þar í nokkra daga og komst síðan til Helsingfors 17. des. 1917. 30 ára þjónustu í hinum keisara- lega rússneska her var lokið. Mannerheim var kominn heim, fimmtugur að aldri. Valdataka Undirbúin í FlNNLANDI Fllefu dögum áður, 6. desember 1917, hafði hið nýkjörna þing lýst yfir sjálfstæði Finnlands. Á þinginu höfðu borgaraflokk- arnir meirihluta, 108 sæti gegn 92 sætum sósíaldemókrata. í lok nóvember hafði verið mynduð þingstjórn undir forsæti P.E. Svin- hufvuds. Rússneska þjóðarráðið undir for- sæti Lenins viðurkenndi Finnland sem sjálf- stætt og óháð ríki 4. janúar 1918 og hið sama gerði síðan hvert Evrópuríkið á fætur öðru. En þrátt fyrir hina formlegu viður- kenningu ráðstjórnarinnar virti hún að vett- ugi tilmæli finnsku stjórnarinnar um að kveðja rússneska herliðið burt úr landinu, en þar voru fjölmennar setuliðssveitir. Virt- ist augljóst, að nærvera þess ætti að vera trygging fyrir væntanlegri sameiningu við sovétlýðveldin. Að boði stjórnar verkalýðs- samtakanna 20. október höfðu svonefndar varðsveitir verið stofnaðar og skyldu þær vera reiðubúnar að mæta hveiju því, sem að höndum bæri, eins og sagði í ávarpi hennar. Vopn og skotfæri fengu sveitir þess- ar frá rússneska setuliðinu og auk þess vora rússnesku birgðastöðvarnar varaforði, sem þær gátu treyst á. Enginn vafi lék á því, að í undirbúningi var uppreisn eða valdataka að fyrirmynd bolsévika í Rúss- landi. Þingið heimilaði stjórninni að grípa til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar þættu til að mynda sterkan liðsafla, er haldið gæti uppi lögum og reglu í landinu. Manner- Allur heimurinn dáðist nð baráttu Finnn við sovézkn ofureflið í vetrnrstríðinu 1939. Þá var Mnnnerheim leiðtogi þjóðar sinnar og stjórnaði hernum. heim var skipaður yfirhershöfðingi, en áður en hann tæki við því starfi setti hann það skilyrði m.a., að ekki yrði farið fram á er- lenda aðstoð nema í formi vopnasendinga, þótt sjálfboðaliðar væru velkomnir. Síðan fór hann til Wasa, um 500 km fyrir norðan Helsingfors, til að koma þar á fót herfor- ingjaráði. Hann vissi, að það, sem skeð hafði í Pétursborg, myndi vofa yfir Helsing- fors. Til Wasa kom hann ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum 19. janúar 1918. Munaði hársbreidd, að rússneskir hermenn tækju hann höndum í Tammerfors á leið- inni norður á bóginn, þar sem lestin var stöðvuð. Mannerheim þekkti gildi festu og frumkvæðis á hættutímum og sennilega hefur hin fyrsta djarfa ákvörðun hans skipt sköpum um sjálfstæði Finnlands. Hann ákvað að bíða ekki átekta heldur verða fyrri til og að næturlagi 28. janúar komu varnar- liðssveitir hans rússnesku hersveitunum í Suðausturbotni að óvörum og afvopnuðu þær. Byijunarárangurinn var nægilegur til að tryggja bækistöð fyrir áframhaldandi aðgerðir. Næstu daga voru setuliðsstöðvar Rússa í Norðurbotni teknar á sama hátt án ,átaka nema í Luleáborg, þar sem rauðliðar og Rússar náðu að sameinast. Mótspyma þeirra var þó brotin á bak aftur 3. febrúar og urðu þá fyrstu verulegu átökin í frelsis- stríðinu. Hinn 6. febrúar var Norður-Finn- land að sænsku landamærunum á valdi stjórnarhersins. Frelsisstríðið Finnland var nú skorið í tvennt, þar sem suðurhlutinn var á valdi uppreisnarmanna og rússneskra hersveita. Það mátti sannar- lega litlu muna, því að sömu nótt og af- vopnunaraðgerðirnar hófust í Suðaustur- botni söfnuðust sveitir rauðliða' saman höfuðborginni. Stjórn og þing voru gerð óvirk, en daginn áður höfðu rauðliðar tekið Tammerfors og fleiri borgir og bæi. Frelsisstríðið stóð i þijá og hálfan mánuð og er 'Sársaukafullur kafli í sögu Finnlands. Hin róttæku byltingaröfl náðu yfirtökunum í fiokki sósíaldemókrata. Uppreisnarmenn tóku stéttabaráttuna fram yfir sjálfstæðis- baráttuna. Borgarastyijöld þessi er svo ná- læg í tímanum, að dómur er á hana lagður meira og minna af stjómmálaástæðum bæði erlendis og í Finnlandi, þar sem per- sónulegar tilfinningar eiga einnig hlut að I íbúðnrhúsi Mannerheims á Kalliolinnavegi 22 í Brunnsparken er starfrækt minjasafn um marksálkinn og sjáifur stendur hann hér á tröppunum á þessum húsi. SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1989 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.