Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 14
KVIKMYNDIN
ER UPPSPUNI
- segir dr. Magni Guðmundsson
ögur Jóns Sveinssonar um Nonna og Manna
hafa löngum verið vinsælar ekki einungis á ís-
landi heldur víða um heim. Nokkrar evrópskar
sjónvarpsstöðvar, þ. á m. íslenska ríkissjónvarp-
ið, létu gera sjónvarpsþætti „eftir sögum Jóns
Sveinssonar“, kvikmyndastjórn annaðist
Ágúst Guðmundsson. Áfraksturinn bar fyrir
augu landsmanna um jólaleytið í fyrra.
Umsagnir áhorfenda og gagnrýnenda voru
yfirleitt vinsamlegar. — Þó verður að segj-
ast að sumir Nonnaunnendur lýstu yfir
óánægju með jóiagjöfina, t.d. dr. Magni
Guðmundsson hagfræðingur.
Dr. Magni er fæddur og uppalinn í Stykk-
ishólmi, kvæntur maður og faðir tveggja
dætra og tveggja sona. Hann er kominn á
eftirlaun en vinnur enn hlutastarf fyrir ráðu-
neyti. Magni er löngu landsþekktur fyrir
bækur sínar um hagfræði og stjómmál,
ennfremur hefur hann flutt fjölda útvarpser-
inda — og síðast en ekki síst hefur hann
skrifað greinar um margvíslegustu málefni
í Morgunblaðið um hálfrar aldar skeið.
Magni kynntist Jóni Sveinssyni þegar hann
lærði viðskipta- og hagfræði við Ecole des
Hautes Etudes Commerciales í París
1938-39. Heimsstyrjöldin síðari truflaði
námsferil Magna en hann lauk kandídats-
Viðtal: PLE prófi í hagfræði frá McGill-háskólanum í
Nonni og Manni,
námssveinar í
Amiens í Frakk-
landi um 1880.
Montreal 1946. Hann lauk doktorsprófi í
hagfræði frá Manitoba-háskóla 1977.
MORÐSAGA
- Nú í haust flutti Magni Guðmundsson er-
indi í þættinum „Um daginn og veginn" í
ríkisútvarpinu. Magni talaði m.a. um sjón-
varpsþættina Nonna og Manna. Það er ljóst
að honum „þykir bókin betri"; „Verk Jóns
Sveinsonar eru afskræmd." Morgunblaðið
spyr dr. Magna, hvemig?
„Kvikmyndin er uppspuni sem á ekkert
skylt við sögur Jóns Sveinssonar. Þetta er
morðsaga og allt slíkt var mjög fjarri Nonna;
hann þurfti ekki morð til að skapa spennu.
Þótt það séu notaðar glefsur úr Nonnabókun-
um er myndin í meginatriðum uppspuni.
Dæmi: Faðir Nonna, Sveinn Þórarinsson, var
annálaður heiðursmaður sem sá fyrir konu
og bömum af alúð til hinstu stundar. I mynd-
inni er faðirinn kominn til Suður-Ameríku
og felur á andlátsstund einhvers konar um-
renningi þar syðra forsjá heimilisins. Jón
Sveinsson lýsir móður sinni, Sigríði Jóns-
dóttur, sem sannkristinni konu, imynd hinnar
fullkomnu móður. í myndinni er henni lýst
sem frekar ístöðulitlum kvenmanni sem kom-
inn er í tygi við vafasaman mann, var-
menni, þjóf og morðinga. Söguþráðurinn í
myndinni snýst um átök þessa umrennings,
Haraldar, og morðingjans, Magnúsar. Og
munnsöfnuðurinn og drykkjurausið í þessum
kvikmyndaþáttum er ekki hafandi eftir.“
— Alls ekki?
„Nei, hvorki ég né Morgvnblaðið geta lagst
svo lágt.“
— En verður ekki að gera einhveijar breyt-
ingar þegar bók er breytt í kvikmynd?
„Þetta er ekki breyting! Þetta er ný saga,
gjörólík Nonnabókunum að efni, persónum
og stíl.
Stíll? Lestu bækurnar! Nonni skrifaði létt-
an stíl og lipran. Honum var frásagnargáfan
í blóð borin og yfir sögunum svífur hugljúfur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dr. Magni Guðmundsson
blær bemskunnar. í Nonnábókunum finnast
ekki gimdir, klúrar sviðsetningar eða grófar
athugasemdir."
Slæm Landkynning
„Það er í sjálfu sér rétt að þessi kvik-
myndasaga er krydduð með smáglefsum héð-
an og þaðan úr Nonnabókunum, drengirnir
tveir sem leika Nonna og Manna eru ósköp
hugþekkir. Og ekki vantar svipmyndir af
íslenskum hestum og landslagi.“
— Eru þá þessir sjónvarpsþættir svo voða-
legir, em þeir ekki þokkaleg landkynning og
líklegir til að örva lestraráhuga á bókunum
sjálfum?
„Myndin er slæm landkynning; hún sýnir
fmmstætt land og framstætt fólk á lágu sið-
ferðisstigi. Þeir sem hafa smekk fyrir svona
mynd eru ekki líklegir til að hrífast af bókum
Nonna. Og þess má geta að það hefur verið
gefin út í bókarformi í Þýskalandi einhvers
konar samsuða í stíl þessara sjónvarpsþátta
óg þar er séra Jón Sveinsson skráður höfund-
ur ásamt einhveijum G. Tellemann. Þetta
Nonni og Manni í sjónvarpinu.
Magnús Hanson kaupmaður, vafasamur
maður, varmenni, þjófur og morðingi.
Sigríði Jónsdóttur, sannkristinni konu,
ímynd hinnar fullkomnu móður, er lýst
sem frekar istöðulitlum kvenmanni.
14