Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 36
Þögul og án þess að flýta sér um of gekk hún milli gestanna og friðurinn og róin, sem alltaf fyigdu henni, færðist aftur yfir nota- lega og rökkvaða veitingastofuna. Fisk- kaupmennirnir sem voru nú búnir að fá bæði eitt og tvö koníaksstaup með kaffinu, voru hugfangnir af henni. Hún hafði fengið roða í kinnarnar og á vörunum vottaði fyr- ir brosi — og er hún stöku sinnum leit upp var sem straum leiddi í gegnum þá. En þegar hún varð þess vör að þeir höfðu ekki augun af henni fór hún inn í stofuna, þar sem farandsalarnir sátu að snæðingi, og dundaði við að fægja teskeiðar sem lágu á hiaðborðinu. „Tókuð þér eftir fulltrúanum?" spurði annar farandsalinn. „Nei, ég sá honum rétt bregða fyrir; hann staldraði víst stutt við,“ svaraði hinn með munninn fullan af mat. „Skrambi föngulegur náungi! Ég dansaði meira að segja í brúðkaupinu hans.“ „Nú — er hann kvæntur?“ „Já, svo sannarlega! Konan hans býr í Hlemmvík; þau eiga víst tvö börn. Hún er dóttir kráreigandans í Úlfsbæ og ég var einmitt staddur þar brúðkaupskvöldið. Úr því varð fjörug nótt — eins og þér getið nú ímyndað yður!“ Karin sleppti skeiðunum úr höndum sér og hvarf á dyr. Hún heyrði ekki hvað þeir kölluðu til hennar í veitingastofunni; hún gekk gegnum húsagarðinn til herbergis síns, lokaði að sér og tók viðutan að búa um rúmið sitt. Augu hennar störðu stjörf inn í myrkrið. 'Hún þrýsti höndunum að höfði sér, að brjósti sér — hún stundi; hún skildi þetta ekki — gat ekki skilið það! En þegar hún heyrði að frúin kallaði mjóróma á hana. „Karin litla, Karin!“ Þá þaut hún upp og út úr húsinu um bak- dyrnar, burt — út á heiðina. í rökkrinu virtist mjóa grasræman, sem bugðaðist milli lyngþúfnanna, vera vegur; en þar lá enginn vegur — enginn mátti halda að þar lægi vegur — því hún endaði á barmi djúpu mógryfjunnar. Hérinn tók viðbragð þegar hann heyrði skvampið. Hann þaut af stað sem óður væri í löngum stökkum, ýmist í hnút með inn- dregna fætur og kryppu á bakinu eða teygði úr sér ótrúlega langur — eins og fljúgandi dragspil stökk hann yfir lyngið. Refurinn rak upp mjótt trýnið og horfði undranjjj á eftir héranum; hann hafði ekki heyrt skvampið því hann hafði læðst sam- kvæmt kúnstarinnar reglum eftir botninum á löngum skurði, og þar sem honum var ekki kunnugt um að hafa gert neina skyssu gat hann ekki áttað sig á héranum. Hann sat lengi á afturendanum og teygði upp trýnið, en lyngið huldi langt og loðið skottið, meðan hann veiti vöngum yfir því — hvort heldur hérarnir væru orðnir greind- ari eða refirnir heimskari en áður. En þegar vestanvindurinn hafði lagt að baki dijúgan spöl snerist hann í norðan- vind, svo í austanvind og síðan í sunnan- vind; og að lokum barst hann aftur yfir hafíð sem vestanvindur, réðst innyfir háar sanddyngjurnar og andvarpaði svo lang- dregið og annarlega í þurrum lyngskúfun- um. En þá voru ekki lengur tvö grá og spurul augu á Krákubæjarkrá né heldur blár hvunndagskjóll sem orðinn var of þröngur. Og kona veitingamannsins sífraði meira en nokkru sinni; hún gat ekki skilið þetta, enginn gat skilið það nema Andrés póstekill — og einn í viðbót. En þegar eldri kynslóðin hugðist veita unga fólkinu alvarlega aðvörun hóf hún oft mál sitt á eftirfarandi hátt: „Einu sinni var stúlka á Krákubæjarkrá sem hét Karin.“ Þýtt hafa: María V. Karlsdóttir, Sólveig B. Grét- arsdóttir og Gréta Sigfúsdóttir, nemendur í norsku við HÍ. HINN EINI SANNITÓNN (Az egyetlen igazi hangjegy) Ekki datt mér í hug fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að dvelja sumarlangt í Ungverjal- andi og vinna við teiknimyndagerð (animati- on). Sumarið 1986 fór ég til Ungverjalands og dvaldi í borginni Kecskemét um mánaðar- Sagt frá námsdvöl í Kecskemét í Ungverjalandi, þar sem höfundurinn var við nám í teiknimyndagerð. Greinarhöfundur ásamt dóttur sinni á Széchenyi-brúnniyfir Dóná í Búdapest. Eftir SIGURÐ ÖRN BR YN J ÓLFSSON skeið, hélt þar sýningu á teikningum og pla- kötum, ferðaðist um landið og gerði teikning- ar sem ég sýndi síðan í Gallerí Borg vorið 1987. Þessi ferð var farin að tilstuðlan vinar míns, myndlistarmannsins Janos Probstner sem stofnaði og stjórnar alþjóðlegu keramik- verkstæði í Kecskemét og hefur síðan 1985 dvalið á hveiju ári nokkra mánuði á íslandi, haldið tvær sýningar á teikningum og kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Pannonia Teiknimynda- VERIÐ í KECSKEMÉT I Kecskemét er annað af tveimur útibúum Pannonia teiknimyndaversins sem hefur aðal- stöðvar í Búdapest, hitt útibúið er í borginni Pécs í Suður-Ungveijalandi. Þar sem ég hef haft mikinn áhuga á teiknimyndagerð allt frá því ég lauk myndlistanámi hér heima og í Hollandi og gert nokkrar teiknimyndir, jafn- framt störfum mínum sem grafískur hönnuðr ur, heimsótti ég teiknimyndaverið nokkrum sinnum í boði stjómandans, Mikulás Ferenc, og kynntist listamönnum og aðstoðarfólki sem þar starfar. Síðan 1983 hefur erlendum listamönnum verið boðið að koma til Pannonia í Kec- skemét og vinna eigin teiknimyndir og í eitt skiptið þegar ég heimsótti teiknimyndaverið sumarið 1986 var mér boðið að koma þangað seinna sem gesta-listamaður og vinna að mínum eigin myndum. Það liðu þó þijú ár þar til af þessu varð, m.a. vegna þess að í millitíðinni bauðst mér að vinna þijár stuttar teiknimyndir fyrir Sænsku kvikmyndastofn- unina. PÉTER SZOBOSZLAY OG FERÐIN TIL UNGVERJALANDS Péter Szoboszlay var einn þeirra lista- manna sem ég kynntist í Ungveijalandi 1986 og í janúar sl. kom hann hingað til lands í boði MHÍ sem gestakennari við grafísku hönnunardeildina, en þar hef ég starfað sem kennari um árabil. Péter hefur starfað við teiknimyndagerð síðan 1961, stjórnað fjölda mynda og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. í framhaldi af dvöl Péters hér á landi var boð mitt ítrekað og nú kom loks að því að ég færi til Ungveijalands. Flogið var utan í byijun júní si. og voru kona mín og dóttir með í förinni og hugðust dvelja í Ungveijalandi í tvo mánuði en mér hafði verið boðið að starfa í Pannonia teiknimyndaverinu í þijá mánuði. í Pannonia er gestaherbergi en það er frek- ar lítið fyrir þijá í lengri tíma, svo við leigðum okkur íbúð í miðborginni. Kecskemét er falleg borg um það bil 80 km frá Búdapest. Borgin er álíka fjölmenn og Reykjavík en ekki eins dreifð. í Úngveijalandi er gott að vera, veður og verðlag er mjög hagstætt okkur íslending- um. Matarmenning Ungveija er rómuð. Tungumálið er helsta vandamálið því eftir 1956 var rússneska eina erlenda tungumálið sem kennt var í skólum landsins, en þetta er nú breytt eins og svo margt annað. Ekki verður maður var við skort á neysluvöru í verslunum, að sjálfsögðu ber mest á vörum frá Austur-Evrópu, en það er fátt sem ekki er hægt að kaupa hafi maður gjaldeyri undir höndum. Mikið er að gerast í pólitík Ungveija um þessar mundir og við urðum auðvitað vör við það í sumar. Mikulás stjórnandi Pannonia var í framboði fyrir nýjan flokk og var mjög upptekinn af því. Þeir sem við ræddum við voru yfirleitt bjartsýnir á framtíðina en sum- ir voru hræddir um að atburðirnir frá 1956 endurtækju sig. Ég vona, ungverskra vina minna vegna, að það gerist ekki. En þessi grein átti að fjalla um teiknimynd- ir svo það er best að snúa sér að þeim. Teiknimyndir í UNGVERJALANDI Víða um heim er byrjað að framleiða teikni- myndir um 1920 en í Bandaríkjunum nær teiknimyndin strax miklum vinsældum meðal almennings og þó teiknimyndir hafi verið gerðar í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndum á sama tíma ná þær ekki sömu útbreiðslu og vinsældum og teiknimyndir framleiddar vestra þar sem Mikki Mús, sem fæddist 18. nóvember 1928, er orðinn þjóðhetja varla tveggja ára gamall. Þetta stafar m.a. af því að í Bandaríkjunum er mjög fljótvirkt og afkastamikið dreifikerfi kvikmynda og teiknimynda. Á íslandi gerist ekkert á sviði teiknimynda fyrr en um 1970 og má velta fyrir sér ástæðunni því hér eru gerðar kvikmyndir snemma á öldinni. Fyrir seinni heimsstyijöldina gera Ungveij- ar aðallega auglýsingateiknimyndir en árið 1951 gerir Gyula Macskássy og samstarfs- hópur hans myndina „The Cockerels Diamond Halfpenny", og 1953 er Pannonia stofnað undir hans stjórn. 1970 er orðið þröngt setið í Búdapest og þá eru stofnuð útibúin tvö, annað í Kecskemét og hitt í Pécs. í Kec- skemét starfa um 50-60 manns en samanlagt um 400 í öllum þremur teiknimyndaverum Pannonia. Árið 1986 hafði Pannonia framleitt 18 teiknimyndir í fullri lengd, meira en 50 seríur í mismunandi lengdum, um 400 stuttar mynd- ir fyrir sjónvarp og kvikmyndahús auk fleiri hundruð auglýsinga og fræðsluþátta. Það má geta þess hér að serían um kapp- ann Gustavus sem sýnd var í íslenska sjón- varpinu var framleidd í Pannonia og voru teiknaðir 120 þættir með honum. Á seinni árum hafa Ungveijar unnið mikið í samvinnu við framleiðendur í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Samvinna íslendinga og Ungveija á þessu sviði væri ekki ólíkleg því í Pannonia starfar mjög fært aðstoðarfólk auk listamanna og aðstoðarfólk gegnir lykil- hlutverki í gerð teiknimynda en hér á landi er það ekki til. Með því að láta vinna teikni- myndir að hluta til í Ungveijálandi mætti gera þær mun ódýrari en annars og á þetta bæði við um auglýsingar og aðrar teiknimynd- ir. Teiknimyndagerð Teiknimyndir eru gerðar með ýmsu móti: teiknaðar á glærur, klipptar úr pappír, unnar í leir, notaðar brúður eða hlutir og jafnvel unnar í sand, þess vegna er orðið teiknimynd ekki beinlínis góð þýðing á orðinu „animati- on“ sem er hið alþjóðlega heiti á þessari list- 36

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.