Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 20
LIST UM LANDIÐ Myndirnar eru allai- af málverkum eftir Hring Jóhannesson, sem voru á sýningu hans í Listasafhi ASI og Akureyri og verða á sýningu á Egilsstöðum á áramótunum. Nýtt framtak hjá Listasafni ASÍ Ut er komin bók um Hring Jóhannesson listmál- ara á vegum Listasafns ASÍ og Iðunnar, sem hefur tekið við hálfum hlut í þessari útgáfu af bókaforlaginu Lögbergi. Listaverkabækur á vegum þessara aðila hafa komið í röð á síðustu árum og verið vel að þeim staðið. Það er hinsvegar sjónarmið að liStamaður kunni að hafa blendið gagn af bók, sem gefin er út um hann á bezta aldri, þegar ef til vill hálft lífsverkið er eftir. Slík út- gáfa kynni að verða til þess að síður eða alls ekki verði gefin út bók um viðkom- andi listamenn, þegar það er tímabært. Út er komin í þessari röð listaverkabók um Hring Jóhannesson og verk hans og er Aðalsteinn Ingólfsson höfundur texta. Um þessa bók er allt prýðilegt að segja, nema hvað hún er seld undir þennan sama annmarka, að geta aðeins sýnt hluta af lífsverki Hrings, - eða það skulum við vona. Hringur hefur lengi haft ótvíræða sér- stöðu meðal íslenzkra listamanna og hann er svo iðinn við að rækta þann garðskika, að hvert sumar fer hann á vit æskuslóð- anna norður í Aðaldal til að heyja sér sams- konar efni og í fyrra og öll árin þar áður, eitthvað langt aftur í tímann. Það hefur stundum flögrað að kollegum hans, að kannski væri gott fyrir hann að fara nú einu sinni utan í staðinn, ellegar eitthvað annað út á land. En Aðaldalsnáman er ennþá ekki tæmd, eða svo er að sjá, og Hringur gæti sagt við alla þá sem sífellt eru að spá í það sem málað er í útlöndum: Maður líttu þér nær. Að vísu er aðferð Hrings upprunnin í útlöndum eins og raunar allar stefnur, sem íslenzkir myndlistarmenn hafa tekið uppá sína arma. Enda varla við öðru að búast. Þetta var einhverntíma kallað nýraunsæi og byggðist þá og byggist enn á því að finna nýtt og óvænt og jafnvel framand- legt sjónarhorn á hversdagslega hluti. Fátt er hversdagslegra og óskáldlegra nú á dögum en bíldekk, sem búið er að gera sitt gagn. En þegar Hringur gaum- gæfir gamalt bíldekk, þar sem það liggur að halfu leyti ofan í polli og útilokar allt annað, þá skapar hann myndrænan heim og dekkið fær merkingu og jafnvel fegurð einnig. Venjulega þykja klakapollar á út- mánuðum ekkert sérstakt augnayndi og menn setja þá til dæmis varla í samband við náttúrufegurð. Fyrir Hring er þetta gott og gilt myndefni, sem sýnir í hnot- skurn hin árstíðabundnu umskipti í náttú- runni og hvernig veðrunin og vatnið vinna á klakanum. Eins og nærri má geta eru þetta þægilegar myndir, góð stofulist mundi einhver segja, án þess að nokkur niðrandi tónn sé í því. Umfram allt hefur myndlist Hrings Jó- hannessonar tvo kosti: Hún er persónuleg og líkist ekki áberandi neinu öðru, að minnsta kosti ekki hér á landi, og í annan stað byggist hún á íslenzkum veruleika og íslenzku umhverfi. Listasafn ASÍ hélt sýningu á nýlegum málverkum eftir Hring í tilefni útkomu bókarinnar. Myndirnar sem hér eru prent- aðar, voru á þeirri sýningu og nú er afráð- ið, að safnið ætlar að fara með sýninguna um landið og er það ferðalag, þegar hafið. Þann 16. desember var sýningin opnuð á Akureyri og 31. desember verður hún opnuð á Egilsstöðum. Þetta er aðeins byijunin; í ráð er að sýningin fari víðar. Það er hið þarfasta mál, því landsbyggðin hefur verið afskekkt að þessu leyti. Listamenn leggja ekki sjálfir í að efna þar til sýninga; til þess er kostnaðurinn og fyrirhöfnin of mik- il, en ábatavonin lítil. Það hlýturþví að lenda í verkahring einhverra stofnana á þessum vettvangi, að sjá landsbyggðinni fyrir þess- ari þjónustu og er vel að Listsafn ASÍ hefur tekið það að sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.