Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 24
Dansað
við yzta haf
Eftir ELISABETU
J ÖKULSDÓTTUR
fir víkinni er galdur og þú gengur uppá björg-
in og sem virðast að hruni komin og ert ótta-
lega lítil og vængjalaus vera og enginn veit
um þig. Fjöll skera firði og hafið greinist í
misbláa ála útað sjóndeildarhring þar sem
plánetan endar og ómælisvíddir taka við.
Það er galdur yfir víkinni og hvönnin svo
mikil að hægt er hverfa inní skóginn og
jurtin gefur staðnum þannig svip að sum
augnablikin eru einsog á annarri stjörnu og
kannski einmitt þar sem helst er von á furðu-
verum.
Náttúran á sér þar griðland í öllu sínu
veldi, selurinn flatmagar á hleininni og fugl-
inn ídýfur loftið af snilld, álftir synda á
vötnum og úa og lómur, endur og óðinshani.
Lækirnir syngja titrandi glaðir niðurí
Qöru, þarsem rekviðurinn liggur lúinn eftir
margvíslega ferð norðanúr Dumbshafi og
tófurnar eru þar á kreiki í leit að æti og
þegar þær gagga hver á aðra bergmálar
það á milli ijallanna sem eru hinumegin,
geigvænleg björg sem menn þekktu áður
fyrr og sigu í eftir eggjum.
Það er silungur í vatninu og fiskur í sjón-
um, hægt að gera sér seyði af grösum og
te úr lyngi og beijaskyr með haustinu. Fyr-
ir fimmtíu árum var hér blómleg byggð,
byggð á sjósókn og landbúnaði og vörður
og steinlagðir vegir liggja uppum öll ijöll.
Nú eru það eyðibýli sem gefa ímyndunarafl-
inu byr undir vængi og snoturleg sumarhús.
En á einum stað hefur hvönnin kaffært
feyskið eyðibýli og ef prinsessa brytist þar
í gegn fyndi hún efalaust bóndason, sem
ekki hefur komið dúr á auga í akkúrat
hundrað ár ...
Það var þarna sem þetta byijaði allt sam-
an.
„Hún amma þín var systir afa míns og
þau voru fjórmenningur við hálfsystur móð-
urlangömmu þína og afi þinn var bróðir
pabba míns, en þeir voru tólf bræðurnir,
„Það er kirkjuhátíð og
ball. Og það sem meira
er, það á að skíra þrjú
börn og svo verður
brúðkaup. Þetta er allt
um sömu helgina, og
Fagranesið kemur með
ógrynni af farþegum.
Hvert rúm og tjald er
skipað í Aðalvík.“
Kirkjan á Stað í Aðalvík.
og mamma þeirra var langalangamma syst-
ur föðurbróður þíns . . . og næstelsti bróðir-
inn giftist seinna stúlku sem var tekin í
fóstur af föðurlangömmu þinni...“
Kirkjugestir kveðja prestinn eftir messuna.
Horfið Líf
Þannig geta ættartölurnar haldið áfram
einsog undarlegt dýr með átján rófur. Eldri
kynslóðin er vel að sér, þekkir enda þær
persónur sem talað er um. Stundum sundl-
aði mig við að hlusta á þessar þulur, sem
sumir kunnu reiprennandi og gátu farið
með einsog faðirvorið. Það er einsog líf í
heimi, þarsem veggirnir eru reistir úr frænd-
skap og þakið úr niðjatölum.
Þetta er í Aðalvík á Hornströndum.
Hornstrandir lögðust í eyði uppúr 1946,
síðasti ábúandinn þraukaði til 1952. Það
var í Þverdal. En þar var fjórbýlt og þaðan
er stór ætt, einsog frá öllum bæjum í víkinni.
Fólk átti 10—12 börn og þótti ekkert tiltöku-
mál.
Það var búið Fhverri krummavík í Jökul-
fjörðum, ísafjarðardjúpi og Hornströndum,
en þessar byggðir fóru allar í eyði á fyrstu
áratugum aldarinnar og uppúr 1940 bjuggu
þar fáir. Þetta var hart og duglegt fólk,
stundgfSi sjóinn og seig í björg eftir lífsviður-
væri. Þó hlunnindi væru ýmis, var búskapur-
inn sleitulaus vinna, einsog á landinu öllu þá.
Veður hörð á veturna, en á sumrin getur
orðið Miðjarðarhafshiti, þegar best iætur.
Og í Aðalvík er hvít sandijara. Það var yfir
fjöll að fara, því iðulega er ekki manngengt
yfir í næstu vík, það stendur þverhnípi í sjó
fram á milli ljarða. Þannig eru varðaðar
leiðir frá Hesteyri í Jökulijörðum og yfir
að Látrum, sem er ein þriggja smávíka í
Aðalvík.
Best var búið að Sæbóli, og þar voru
Fjalla-Eyvindur og Halla pússuð saman.
Kirkjunni hefur verið vel við haldið í
seinni tíð. í lúnu púlti má lesa í kirkjubókum
hvernig konur dóu af barnsfararsótt og
bændur drukknuðu á hafi úti. Þá er getið
um niðursetninga. Sumir fóru einfaldlega
úr innanmeini og börn fæddust andavana
eða létust ung. Það er örlagasaga heillar
þjóðar sem kirkjubækur geyma. Og þó þær
veiti ekki nema lágmarkslýsingar í skýrslu-
formi má lesa á milli línanna, um lífið sem
lifað var í landinu.
Skútulíf Og Stríðstímar
Aðalvík er næsta vík við Isaijarðardjúp
en á milli ijarðanna er Riturinn, frægt fugla-
bjarg, og Grænahlíð hinumegin, þarsem
skip liggja í vari í vondum veðrum. Hinu-
megin á milli Aðalvíkur og Rekavík bak
látur (Sem hann Kristjón afi minn hélt svo
mikið uppá útaf nafninu) er Straumnesfjall-
ið, en þar strandaði Goðafoss og ryðgaði
lengi í stórgrýttri ijörunni og strandið varð
kveikjan að frægu leikriti: Hart í bak, en
það var þegar hann strandaði, að bændur
frá Aðalvík björguðu farþegum við illan leik
á litlum velbátum.
Svo kom herinn í seinna stríði. Og tókst
að leggja járnbraut upp ijallið. Enn standa
rústir af bröggum á Sæbóli.
Útlendingar hafa áður komið við sögu
þarna norður frá. Þangað sóttu franskar
duggur og sumir segjast sjá það í brúnum
augum og blóðheitri skapgerð, að Frakkar
hafi ekki bara lónað útá víkinni, en fengið
að kynnast heimasætum eða ekki heimasæt-
um. Það hlýtur að hafa verið tilkomumikil
sjón þegar Víkin hefur verið prýdd skonnort-
um undir seglum og til eru sögur um að
konur hafi farið á milli í árabátum að kaupa
sér klúta.
Ein þjóðsaga segir frá því að Frakkar
hafi tekið rauðhærðan strák og notað hann
í beitu, þannig að hann var bundinn við
stefni og smámsaman skorið stykki af hon-
um fyrir hákarlana. Ópin úr þessari hryll-
ingssögu voru slík að þau heyrðust í marga
skerandi daga af hafi.
Var, Er, Verður
En mönnum ber saman um að Aðalvíking-
ar hafi verið duglegt og skapmikið fólk,
laglegt og smávaxið, en kattliðugt og af-
skaplega söngelskt með góðar raddir.
Rúmum 40 árum eftir að byggð lagðist
af, heldur fólk áfram að koma til sumardval-
ar. Húsum hefur verið vél við haldið og
reistir nýir bústaðir. Fólk kom lítið fyrstu,
árin, eftir að staðurinn fór í eyði, sársauk-;
inn hefur eftilvill verið of mikill, fortíðin of.
nálæg. En seinni ár er alltaf að fjölga ferða-
mönnum og heimamönnum. Börn og barna-
börn láta heillast og oft er þéttsetinn bekk-
urinn. Þá er ekki betra ráð til en að tjalda
og þegar mest var, voru allt uppí tíu tjöld
við nokkur hús.
Fólk kemur til að slappa af. Ganga á fjöll
og veiða silung í vatninu, riija upp gamlar
sögur, tína ber á haustin, dytta að húsunum
sínum og til að hittast. Eða bara til að vera
í Aðalvík. Það er einhvernveginn algjört
tímaleysi á þessum stað. Armbandsúrið fær
að safna ryki og það er í mesta lagi að
maður nenni stundum að hlusta á útvarpið.
I sumar fannst mér best að horfa á sjóinn.
Endalausan og endalaust bláan, hvernig
hann féll að og féll frá. Hvernig hafið tæmdi
hugann.
Ut við sjóndeildarhringinn skoppaði mið-
nætursólin eftir haffletinum og hvarf á bak
við Straumnesfjallið, til að sýna sig í næstu
víkum. Og nóttin ilmaði og vakti jafnvel
betur en dagurinn.