Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 30
U R GLATK I STUNN I Osjálfráð skrift —miðilsstörf Guðmundar Kambans „Úr dularheimum“ er fyrsta bók Guðmundar Kambans skálds — sem tók upp eftirnafnið þremur árum eftir að þessi bók kom út og hafði þá misst miðilsgáfuna. Meðan Guðmundur samdi voru nokkrir menn jafnan viðstaddir, þar á meðal ritstjórarnir Björn Jónsson og Einar Kvaran. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON Eftirfylgjandi saga eða prósaljóð er skrifað af manni sem gerðist svo hamhleypinn við ritstörf að andar skrifuðu í gegn- um hann, eftir því sem segir af í heimildum. Skáldverk þetta og~fleiri ámóta urðu til fyrir milligöngu sama manns á miðilsfundum veturinn 1905—06, á upp- hafstíð sálrannsókna á Islandi. Upp úr aldamótunum síðustu runnu sam- an í einn farveg trú sumra íslendinga á framhaldslíf og kröfugerð ríkjandi mennta- stefnu um vísindaléga staðfestingu á sann- leiksgildi hvers málefnis. Afleiðingin varð innlend sálrannsóknafélög sem blönduðu saman með undarlegum hætti trú, fullyrð- ingum og rannsóknaraðferðum sem reynst höfðu nýtar við skýringar á efnislegum fyrir- brigðum. Við svo búið leystust sálrænir kraftar úr læðingi kristilegra vanahugsana og auðguðu menningarlífið í landinu. „Önd- ungar“, sem svo voru kallaðir, og efasemd- armenn deildu af miklum hita um gildi rann- sóknanna og deilurnar blönduðust jafnvel stjórnmálalífi á fyrstu árum þessara fræða hérlendis. Ritverk sem skráð voru ósjálfrátt settu svip á skemmtanalífið í Reykjavík veturinn 1905-06 fyrir tilstuðlan tveggja helstu rit- stjóra bæjarins, Bjöms Jónssonar og Einars Kvarans, og miðils þeirra, 17 ára efnalítils skólapilts. Guðmundur Jónsson frá Litlabæ á Álftanesi hafði ári fyrr öðlast rétt til að nema við Lærða skólann og hafði þá fallið við fyrri tilraun. Skilningsrík og umhyggju- söm móðir hafði þokað honum fram um þetta set nokkurn veginn í blóra við vilja föður hans, og kann að vera nokkur skýring á hversu óhamdir sálarkraftar Guðmundar voru þennan vetur. Þá veittu Björn, ritstjóri ísafoldar, og Einar, ritstjóri Fjallkonunnar, forstöðu „Til- raunafélaginu“, félagi sem nýstofnað var og fékkst við tilraunir til að færa vísindaleg- ar sönnur á framhaldslíf. Félagið hafði á sínum snærum tvo miðla, Guðmund Jóns- son, sem var heimilismaður Björns á skóla- árunum en átti annars heimili hjá foreldrum sínum vestur í Arnarfirði, og Indriða Ind- riðason sem síðar varð þjóðkunnur fyrir miðilsstörf. Guðmundur ritaði ósjálfrátt greinar, sögur, kvæði og spakmæli. Voru Fjölnismenn sérstaklega handgengnir þeim félögum, Guðmundi og Indriða. Jónas Hallgn'msson Guðmundi einkum og Konráð Gíslason Indriða. Svo segir Björn Jónsson í blaði sínu ísafold 21. apríl 1906 um skemmtun þar sem upp voru lesnar sögur úr penna Guðmundar, og er þá lofið ekki sparað: „Á Fjölnisskemmtun voru áheyrend- ur „milli steins og sleggju, milli fargsins sem kirkjan, Heimska drottning og dóttir hennar Ragmennska (hræðsla við spott og ámæli heimskra manna og fáfróðra) hefir lagt á þorra manna hér sem annars staðar, og hins vegar þeirrar óviðráðanlegrar sannfær- ingar að þessi ljómandi ævintýri geti enginn hugsað upp annar en H.C. Andersen og að engir geti hafa fært þau í snilldarbúninginn íslenska aðrir en Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson." Nöfnin höfðu fylgt við skriftirnar, jafn ósjálfrátt og þær sjálfar runnu fram úr penna miðilsins. Bæklingurinn „Úr dularheimum", fímm ævintýri, til orðin með þessum óljósa hætti, kom út á vegum Björns Jónssonar og prent- verks hans í aprílbyijun 1906. Undirskrift á titilblaði er: „Ritað hefur ósjálfrátt Guð- mundur Jónsson." Aftan við hvert ævintýr eru tilgreind höfundarheiti, höfuðskáldið danska H.C. Andersen og ljóðmæringurinn Jónas Hallgrímsson sem telst hafa ritað sumt, en íslenskað sögur Andersens með þeim töfrum sem staðfest dæmi eru um að hann hafði beitt á ævintýri er hann íslensk- aði. Snorri Sturluson sagnritari telst eiga hlut að einni þessara ritsmíða og er málfar- ið á henni að sama skapi fornt. „Úr dularheimum" er fyrsta bók Guð- mundar Kambans skálds, sem tók upp eftir- nafnið þremur árum síðar en þessi bók kom út. Og hafði þá misst miðilsgáfuna. Ævin- týrin hafa ekki verið tekin upp í bækur Kambans enda erfitt um vik eins og til þeirra var efnt í fyrstu og bæklingurinn (64 bls. í litlu broti) er torgætur, vægast sagt. Steingrímur Thorsteinsson hafði tveimur eða þremur árum áður en hann kom út birt á bók fyrri hluta safns síns á þýðingum á ævintýrum H.C. Andersens, og líklega rat- aði hann með þessum kynlega hætti til hins næmgeðja unglings Guðmundar Jónssonar ásamt' fleiri skáldum. Guðmundur vann á námsárunum í Reykjavík við blaðið ísafold, hann ritstýrði því nánast þegar Bjöm Jóns- son var þingmannsefni og fór framboðs- ferðir um landið. Hinn stórkallalegi Björn ritstjóri, sem svo var fyrirferðarmikill í lífi Guðmundar á þessum árum, hefur líklega lagt honum til stefnumið ævintýranna, von- ina sem spíritisminn bar með sér. En áhrif þessi eru auðvitað ekki orðin til fyrir ásetn- Guðmundur Jónsson, sem síðar varð frægur rithöfundur og kallaði sig Kamban, var efhalítill skólapiltur írá Litlabæ á Alftanesi, þegar tveir þjóð- kunnir menn, Björn Jónsson og Einar Kvaran, uppgötvuðu hjá honum miðils- gáfu, - en síðar missti hann þessa gáfíi. ing nokkurs manns. Né heldur hafði höfund- arsjálf Kambans á sér nokkra persónulega mynd á þessum árum. Ekki fremur enn yfirleitt manna, sem gæddir eru mikilli sköp- unargáfu í upphafí skáldferils; sú gáfa .er í fyrstu samsömuð hefð og fyrirmyndum sem í einhveijum mæli hafa vakið hana. Björn M. Olsen, þáverandi konungskjörinn þingmaður nýhættur rektorsstörfum við Lærða skólann, ritaði einna skilmerkilegast um bæklinginn, lauk hann grein um hann í Þjóðólfi með þeim ummælum að annað- hvort sé spilað af sjálfsblekkingu eða um sé að ræða vísvitandi ósvífna tilraun til að blekkja aðra. Og hefur þá líklega rétt fyrir sér í fyrra fallinu, í þeim mæli sem tilvísun á framhaldslíf af þessu tilefni byggðist á nokkru öðru en von. Einar Kvaran ritstjóri og skáld kallar ævintýrin „gimsteina“ í ritdómi í blaði sínu, Fjallkonunni, 6. apríl 1906. Ónafngreindur ritari bendir á í blaðinu Norðurlandi um vorið, 25. maí, að vera kunni að Einar sem viðstaddur var skrifin ásamt öðrum, hafi sjálfur átt afgerandi þátt í samningu ævin- týranna með hugsanaflutningi og trúir þessi ritari (G.H.) ekki að stórskáldin hafi átt þann þátt í samningu ævintýranna sem sagt er í bæklingnum, sá ritar að ævintýrin vitni um tilvist dulvitundarinnar. Meðan Guðmundur samdi þau voru nokkrir menn jafnan viðstaddir, þeirra á meðal ritstjórarnir Björn og Einar. Hann ritaði oftast viðstöðulaust, eitt þessara ævin- týra spratt fram úr penna hans á sjö mínút- um. Höndin ritaði þótt hann ræddi við við- stadda um annað efni. Vitni báru að hann ritaði á málum sem hann ekki kynni, s.s. grísku. Ýmis fleiri kynstur voru bundin við Guðmund svo sem það að hann las bækur eða vísaði til efnis þeirra frá einni línu til annarrar þótt þær væru lokaðar inni í skáp, að sögn þeirra sem til töldust þekkja. Eftir veikindaskeið fyrri hluta árs 1906, sumpart óráðskennt, var Guðmundi Jóns- syni, síðar Kamban, horfin miðilsgáfan. Og ekki er þess getið að hún hafí látið á sér kræla síðar á ævi þessa þjóðkunna höfundar. Jónas Hallgrímsson er skrifaður (eða skrifaði sig) fyrir eftirfarandi sögu 25. mars 1906, þeirri lengstu og bestu í bókinni: í-Jarðhúsum Þarna frammi í dalnum; þar sem sólin skín allan daginn! Þarna þar sem fossinn stiklar niður bergstallana fremst í gljúfrun- um og stráir úðageislunum á kolsvartan hamravegginn, eins og þeir eigi að vekja hann af 4000 ára svefni! Og þarna fyrir neðan hamrana, niðri á jöfnunni þar sem fossinn sendir frá sér smálæki í allar áttir, í hvert lautardrag sem nærri er! Þarna sem þeir hoppa léttir og kátir stein af steini eins og það sé þeirra mesta yndi að stríða stein- unum allan daginn, en ekki nema á daginn, því á nóttunni kyssir hver dropi hvern stein sem verður á vegi hans, því þá sér enginn til! Þarna fremst í gljúfrunum sem fossinn er og þarna neðar í dalnum þar sem ijöllin víkja meir til hliðanna, eins og þau ætli að breiða faðminn á móti sléttunni af þvf að hún er fijáls! Þarna sem skógurinn daglega mænir upp eftir fiallinu og árlega vex upp eftir því — teygir sig upp hlíðarnar og send- ir veikustu hríslurnar á undan svo að ekki sé hundrað í hættunni þó einhver mótspyrna mæti þeim. Þarna sem fjallsvalinn kemur ofan frá brúninni og hvíslar undurlágt svo að enginn heyri nema skógurinn hve víðsýn- ið sé fagurt af fjallsegginni — og við það örvast skógurinn og herðir enn meir á hríslunum. — Þarna sem örninn kemur ofan frá hömrunum, bregður sér sem allra snöggvast niður í skóginn og sest — til að stríða honum — hefur heyrt allt samtalið! Þarna sem döggin vakir þegar blómin sofa — langar til að sofa en má það ekki því að hún á að vaka yfir blómunum — og svo vakir hún! Þarna við fjallsræturnar þar sem smárinn vaknar og sér morguninn bíða dreymandi efst uppi á fjallstindunum — og hann kemur ekki niður í dalinn fyrr en draumarnir rætast! — Þarna sem englarnir vildu helst vera ef þeir vildu nokkurs staðar vera á jarðríki! Þarna sem sólin skín allan daginn, þar búa mennirnir í — jarðhúsum. , Ljósahvoll er eini bústaðurinn í dalnum sem naut í fullum mæli allrar fegurðarinnar þar og útsýnisins. Hann stóð á háum hól í miðjum dalnum. Rétt fyrir neðan túnið rann áin. Hún dró nafn af bænum og hét Ljósa- hvolsá. Langt upp með ánni lágu rennisléttar grundir og þær tóku ekki enda fyrr en uppi í stórum hvammi upp við Ljósadalsfoss. Þaðan rann áin í einlægum bugðum niður dalinn. Það var ekki að furða þó að mönnum þætti gott að koma að Ljósahvoli. Landslag- ið er fegra en víðast hvar annars staðar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.