Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 22
Kaffíhúsin í Reykjavík fyrir um 30 árum lagið líkt og í Adlon í Bankastræti, sælgæt- issala fyrir framan kaffistofuna. Fyrir innan Hlemm var enn einn Adion, „Adlon við Hlemm“. Þar er enn veitingastofa og hefur borið ýmis nöfn, hét t.d. einu sinni Mamma Rósa en heitir Alex þegar þetta er ritað. Adlon í Bankast.ræti var eins og aðrir stað- ir opinn til hálf tólf en síðar fór afgreiðsl- utíminn að styttast og var smátt og smátt færður fram og var um nokkurt skeið lokað kl. 9 (21). Einnig var farið að hafa sælgæt- issöluna opna stjdtra og var hún síðan af- lögð og plássið lagt undir kaffistofuna. Mun það hafa verið milli 1980 og ’85. Hafði þá kaffistofan skipt um eigendur og hét nú Prikið. Löngum var þétt setinn bekkurinn í Adl- on í Bankastræti, kaffið sérlega gott og má segja að enn sé þar sama kaffið og veit ég ekki til að betra fáist í bænum. A tímum Adlons var það og ódýrara en ann- ars staðar. Þama kom Bjamþór Þórðarson oft og hitti ég hann oftast þar og á Lauga- vegi 28B. Lengi var þarna slæðingur af fólki í kvöldkaffi. Hljómsveitarmenn sem spiluðu á böllum í Ingólfskaffi komu þar til dæmis um helgar. Það var fastur liður hjá mörgum sem fóru í bíó kl. 9 að fara á kaffihús á eftir. Var þá oft svo mikil aðsókn að kaffihúsum á þeim tíma að erfitt gat verið að fá sæti og var þá um að gera að vera fljótur út af bíóinu og á kaffihúsið. Mikill straumur fólks kom þá úr Stjörnubíói og Austurbæjarbíói niður Laugaveginn. Gildaskálinn þótti fínn veitingastaður en nokkuð dýr. Þar var uppfartað eins og á flestum betri veitingastöðum. Aðalsalurinn var til hægri þegar inn var komið og var gengið upp tvær til þijár tröppur. Meðfram veggjum voru básar með háum bökum. Á matartímum var þarna ekki afgreitt kaffi. Undir það síðasta var Gildaskálinn mjög sóttur af hermönnum og kærustum þeirra. Lauk því ævintýri svo að Filippseyingar og Bandaríkjamenn börðust bæði á Gildaská- lanum og í Þórskaffi og tók þá fyrir ferðir þeirra. Viðskipti á Gildaskálanum drógust þá 'saman. Síðast reyndi Friðsteinn að setja upp sjálfsafgreiðslu en það vildi ekki ganga. Húsið, sem Gildaskálinn var í, brann og var Miðbæjarmarkaðurinn reistur á rústum þess. Laugavegur 28 opnaði klukkan átta á morgnana en sjaldan kom ég þar í morgun- kaffi lengi fram eftir. Það var ekki fyrr en síðar, eftir að ég fór að vinna á Klepps- spítala á sjöunda áratugnum. Lengi drakk ég helzt morgunkaffi á Adlon í Banka- stræti ef ég átti frí. Á Laugavegi 28B borðaði Gunnlaugur Scheving listmálari hádegismat og kom oft seint í matinn, ekki fyrr en klukkan að ganga tvö. Gunnlaugur var kunningi Bjarn- þórs og sátu þeir oft saman. Þar kom Þor- steinn Sveinsson byggingaverkamaður, hálfbróðir Zóphóníasar sem bjó í Glóru í Gnúpveijahreppi. Þorsteinn er alinn upp á Meðalfelli í Kjós. Hann átti hesta og var af ýmsum kailaður Hesta-Steini. Hann hafði lengi borðað á Laugaveginum þegar ég loks kynntist honum. Oftast sat ég hjá Bjarnþóri, Ólafi Valdi- marssyni, Sturlu eða Stefáni Thorarensen. Hann var úrsmiður og hafði lært í Þýzkal- andi. Ýmsir sem áður borðuðu í Aðal- stræti 12 fluttu sig á Laugaveg 28B þegar matsalan lokaði. Það mun hafa verið 1970 en síðasta árið var hún við Stórholt. í þess- um hópi voru Sturla, Hannes Guðleifsson, Ólafur Valdimarsson, Jón frá Móbergi o.fl. Á Laugaveginum var sjálfsafgreiðsla og borgað við kassa. Bæði borð og stólar voru föst í gólfi. Voru borð ætluð ýmist tveim eða fjórum og bekkir við þau borð sem voru ætluð flórum. Upphaflega var íssjoppa fyrir framan veitingastofuna. Friðsteinn rak veit- ingahúsið í mörg ár og eftir að hann lést af slysförum rak það ekkja hans, Lóa Kristj- ánsdóttir. Þá var farið að halla undan fæti og eftir að sjónvarpið kom fækkaði gestum í kvöldkaffi til mikilla muna. Sjónvarp var sett upp og komu nokkrir sem horfðu á það. Var þá farið að loka fyrr og fyrr og var síðast lokað klukkan 9 (21). Tímarnir voru að breytast, líklega var smátt og smátt minna um að vera á Laugaveginum og við bættist að á staðinn varð nokkur ásókn óreglumanna og ekki nógu hart fram geng- ið í því að halda þeim frá. -Seldi Lóa þá veitingahúsið og varð það þá eitt af þeim stöðum sem hétu Askur og lauk þar með sögu þess í hinni gömlu mynd. Komu þá nýir siðir og með þeim aðrir viðskiptavinir. Fyrir utan Björninn á Njálsgötu og Mokkakaffi held ég að Veitingahúsið á Laugavegi 28B hafi verið síðast af kaffihús- unum í miðbænum og í námunda við hann til að hafa lokað á kvöldin. Þá var tekinn að færast annar blær yfir miðbæinn og gangandi umferð horfin að mestu og mið- bærinn að „deyja“.smátt og smátt. Þá voru flest kaffihúsin í miðbænum búin að leggja upp laupana og tvö af hótelunum búin að loka, Hótel Skjaldbreið fyrr og Hótel Vík síðar. Kaffi Höll og Adlon í Aðalstræti og Isborg og öll kaffihúsin í Hafnarstræti, Brytinn, Hvoll og Kaffisalan í Hafnarstræti 16, og Gildaskálinn brunninn. Uppfartað var í veitingasölum beggja þessara hótela og voru þeir á fyrstu hæð og þurfti að ganga upp nokkuð margar tröppur. Á Hótel Vík var fremri hluti salarins með lausum borðum og stólum og stór ljósmynd af Reykjavík beint á móti dyrunum en salur- inn var í vinkil og var annar hlutinn til hægri innst við vegginn og voru þar sófar með rauðu áklæði úr leðurlíki. Þarna var matur miklu minna brasaður en nú er á slíkum stöðum. í kjallaranum á Lækjargötu 6B var veit- ingastaður sem hét Kjörbarinn. Ekki voru þar borð en fólk borðaði standandi við skenkinn. Matur var þar ódýr. Man ég eftir þessum stað fyrir 1950. Seinna var hann fluttur í næsta hús en Gleraugnasalan Fók- us, sem' var til húsa við hliðina, tók þá plássið. Þarna var mikið matazt við há borð sem fólk stóð við. Seinna hét þessi staður Kokkhúsið og var opinn til kl. 9 (21) á kvöldin. Það hætti 1986 en í staðinn kom Veitingahúsið Bakki. í Hafnarstræti voru þrír veitingastaðir á sjötta áratugnum, HvoII í Hafnarstræti 15, Kaffisalan Hafnarstræti 16 og Brytinn í Hafnarstræti 17. Kaffistofa með sama nafni var í Austurstræti 4, kaffibar í vinkil fjær dyrum. Enn er þar veitingastaður og heitir nú Kabarett en í millitíðinni hefur hann borið ýmis nöfn. Vertinn á Hvoli hét Einar. Þarna var sjálfsafgreiðsla og var seldur matur og kaffi og smurt brauð með miklu áleggi. Þarna kom fólk sem vann í nágrenninu, hafnar- verkamenn, lögregluþjónar og póstmenn. Þarna var tekið upp atriði í kaffihúsinu í kvikmyndinni sem gerð var eftir sögu Ind- riða G. Þorsteinssonar „79 af stöðinni“. Mikið var um að veitingamenn á þeim tíma gæfu útigangsfólki mat og sagði mér gengilbeina á Hvoli að Einar væri með fimmtán manns í fæði, svo gæfi hann mik- ið, en það væri með því skilyrði að þessir „kostgangarar" kæmu aldrei inn á staðinn. Nú hafa svokallaðar meðferðarstofnanir tekið þennan kaleik frá veitingamönnum að einhveiju leyti. Á Brytanum var matbar sem rúmaði nokkurn fjölda því menn sneru bökum sam- an og voru þannig básar fleiri en einn. Matbarinn var innst, nær Tryggvagötunni, en nær Hafnarstrætinu voru borð og lausir stólar. Gengið var upp nokkrar tröppur og svo aftur niður þangað sem barinn var. Allir þekkja orðið Hafnarstrætisróni, sem var haft um þá menn sem héldu til á kaffi- húsunum í þeirri götu. Reyndar mun það eiga upptök sín í eldri tíma þegar kaffihús voru þar fleiri en þessi þijú sem ég minnist. Á tímabili var ekkert kaffihús í Hafnar- stræti þar til Hornið opnaði. Um Adlon á Laugavegi 11 hefur mikið verið skrifað og meira en flest eða öll kaffi- hús í Reykjavík. Mun ástæðan sú, að þarna komu einmitt þeir sem seinna hafa fengizt við að skrifa frásagnir af þessu tímabili. Og ýmsir þeirra sem helzt þykja frásagnar verðir. Hinir munu þó fleiri sem komu þar og fóru sögulausir. Seinna var veitingasala endurvakin á þessum stað, hét fyrst Bixið og síðar Greifinn af Monte Christo. Á Þórsgötu 1, þar sem nú er Hótel Óð- insvé, var Miðgarður. Eitthvað held ég að þessi veitingastofa hafí tengzt Sósíalista- flokknum og í þessu húsi voru skrifstofur ýmissa róttækra félaga og komu starfsmenn þeirra þarna mjög svo og blaðamenn og starfsmenn Þjóðviljans og einstaka þing- maður úr röðum sósíalista. Þarna komu skáld og listamenn á vinstri væng, t.d. Þor- steinn Valdimarsson og Jón frá Pálmholti og Jónas Svafár sat þar oft og teiknaði. Þarna var uppfartað og veitingar heldur dýrari en á Laugavegi 28B, en að ýmsu leyti svipaðar. Eftir 1960 keypti Jón Norðdahl staðinn og kallaði hann Oðinstorg. Ekki rak Jón Óðinstorg lengi og eftir það varð þarna Brauðbær. Eftir að Eymundsson byggði í Austur- stræti var opnuð kaffistofa á annarri hæð hússins. Hún var kölluð Kaffi-Tröð en var miklu seinna á ferðinni en önnur kaffihús sem hér hefur verið sagt frá. Kaffi-Tröð var opin í á annan áratug. Var mest sótt af skólafólki og útlendingum búsettum hér en einnig nokkuð af upprennandi stjórn- mála- og athafnamönnum. Áfengisneyzla á þessum kaffihúsum var hverfandi lítil nema á Brytanum í Hafnar- stræti og seinna einnig á Brytanum í Aust- urstræti 4. Það var þegar fór að nálgast lok sjöunda áratugarins. Skömmu síðar breytti kaffistofan um eigendur og nafn og voru þá teknir upp aðrir siðir. Á Laugavegi 64 var kaffihúsið Vöggur. Þetta hús er með turni og var gengið inn á horninu þar sem turninn er. Vöggur mun ekki hafa verið starfræktur lengi eftir 1960. Nokkru neðar, á horni Laugavegar og Klapparstígs var Rauða Myllan. Sjálfsaf- greiðslustaður og borð og fengust oft pönnu- kökur með kaffínu. Þar var snemma farið að hafa lokað á kvöldin. í norðausturenda Austurbæjarbíós var mat- og kaffibar — Austur-Bar — í eigu Axels Magnússonar. Þarna var glymskratti sem laðaði að ungl- inga og eitthvað lítið verið með vín. Þarna kom fólk mikið fyrir og eftir bíósýningar. Matstofa Austurbæjar hafði lengi verið innarlega á Laugavegi. Sjálfsafgreiðslustað- ur með föstum borðum og bekkjum. Hefur líklega verið við lýði fram á níunda áratug- inn. Á kaffihúsin sótti fólk félagsskap og dægrastyttingu svo þau voru þétt setin öll kvöld. Á þessum árum bjuggu líka margir þröngt og ekki var til siðs að karlmenn „mölluðu“ sjálfir heima hjá sér. Kaffi var þá enn þjóðardrykkur; þótti gott að fá jóla- köku með. Kakó fékkst víða ef menn vildu síður kaffi undir svefninn. Nú er aftur al- gengara að einhleypingar hafi aðstöðu til eldunar heima hjá sér og kaffi og jólakaka löngu komið á vonlaust undanhald fyrir kók og Prins Póló, sem fólk kaupir í næstu sjoppu og neytir í bílnum. Þeir sem kaffíhúsin stunduðu gátu kynnzt þar fjölda fólks þó margir héldu sig í af- mörkuðum félagsskap. Líklega hefur verið hægt að rekast þar á kynlega kvisti frekar en annars staðar. Einn af þeim sem borð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.