Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 21
Kafflhúsin í Reykj av ík
fyrir um 30 árum
Þegar litið er um það bil
þrjá áratugi aftur í
tímann sýnist næsta
furðulegt hversu mörg
kaffihús gátu þrifizt í
Reykjavík. Þá voru
menn, sumir þeirra
kynlegir kvistir, sem
beinlínis héldu til á
kaffihúsum og stundum
sátu skáldin þar og ortu
eða fóru yfir verk sín.
Kaffihús komu og fóru,
en í seinni tíð hafa þau
aðallega farið og nú er
svo komið, að kvöldkaffi
fær maður aðeins á
einum stað í miðbæ
Reykjavíkur.
Eftir JÓHANN MÁ
GUÐMUNDSSON
sjötta áratugnum og
lengi eftir það voru öll
kaffihús í Reykjavík opin
til hálf tólf á kvöldin.
Sum opnuðu kl. sjö á
morgnana en önnur eitt-
hvað síðar. Ég held að
mesta breytingin á þessu
hafí orðið þegar sjónvarpið kom, þó eitthvað
hafi sum þeirra verið farin að loka fyrr
áður. Ég borðaði þá í Aðalstræti 12, sem
var aðeins matsala og var opin frá hálf tólf
til korter yfir eitt um hádegið og svo frá
sex til hálf átta á kvöldin. Fyrst þegar ég
borðaði þar var þar veitingamaður, Svavar
Kristjánsson, sem seinna var kenndur við
Hábæ, sem var efst á Skólavörðustíg. Hann
var líka lengi þjónn á Röðli og rak fleiri
veitingastaði og kaffihús. Miklu seinna, á
áttunda áratugnum, setti hann upp matsölu
á Laugavegi 42, á annarri eða þriðju hæð.
Hún var með líku sniði og matsalan í Aðal-
stræti 12, hafði áður verið heimilislegur
matur og kalt borð á kvöldin, ásamt heitum
rétti, enda komu þar brátt sömu mennirnir
og áður höfðu verið í Aðalstrætinu.
Eftir að Svavar hætti í Aðalstrætinu varð
þar matselja Guðný Jónsdóttir og rak hún
matsöluna með svipuðu sniði og Svavar
hefði gert. Seldir voru miðar fyrir eina viku,
einn miði fyrir hverja máltíð, en kæmi mað-
ur ekki í matinn átti maður miðann til góða.
Kaffi gátu menn fengið á brúsa ef þeir
vildu. Arið 1956 kostaði vikufæði 250 kr.
eftir því sem ég man bezt. Svavar Krist-
jánsson var tvímælalaust fær í starfi og hið
mesta lipurmenni og snyrtimenni mikið. Oft
held ég að hann hafí lánað mönnum mat
þegar illa stóð á hjá þeim og efast ég um
að þau viðskipti hafi auðgað hann. Fór líka
svo að hann gafst upp á þessum rekstri.
í Aðalstrætinu borðuðu ýmsir listamenn.
Matur var mikill og góður. Jóhannes Geir
sagði einu sinni við mig að það væri óhjá-
kvæmiiegt að þangað söfnuðust allir mestu
matmenn borgarinnar af þeim sem sæktu
matsölur. Held ég að þetta hafi farið í taug-
arnar á Jóhannesi. Matsalurinn var skreytt-
ur vatnslitamyndum og teikningum eftir
hann og tók Svavar þessi listaverk sem
greiðslu fyrir fæðið. Oftast var þríréttað í
hádeginu. Ekki var matseðill en sýnishorn
af réttunum voru undir gleri í skenkinum.
Borð voru dúkuð og gátu fjórir menn setið
við hvert. Þarna borðaði Stefán Hörður
Grímsson, skáld. Ég held að Stefán hafi þá
verið hættur að vinna almenna vinnu.
Matsalan var á annarri hæð og fyrir fram-
an hana smá skrifstofa og ef veizlur voru
í salnum, sem stundum var, og ef farið var
að undirbúa þær snemma borðuðum við að
skrifstofunni og var þá þröngt á þingi. Við
fremsta borðið sátu oftast Finnur, sem var
kallaður Finnur i Hvalnum, og Sigurður
kennari við Verzlunarskólann Guðjónsson,
kallaður Siggi Lehrer vegna stjórnmála-
skoðana sinna. Hann hafði hallazt á sveif
með þýzkum þjóðernisjafnaðarmönnum á
dögum Hitlers og var máske enn á þessum
tíma með slíkar hugmyndir. Sigurður klædd-
ist oftast gráum alfötum með ptjón í flibban-
um og stífpressaður. Alltaf dálítið stífur og
formlegur í framkomu. Finnur átti í Hvaln-
um og hafði á sínum tíma gert tilboð í Stræt-
isvagnana og var talinn ríkur. En Sigurði
þótti hann berast lítt á í klæðaburði og
nýta fötin vel út. Hann átti fínan brúnan
frakka, sem Sigurður sagði að hann notaði
þegar hann færi á aðalfund Hvals hf. en
helst ekki annars. Sigurður kallaði frakkann
hvalafrakkann. Stundum sat ég við þetta
borð og Hafsteinn lögregluþjónn. Þarna
sátu líka stundum Helgi Gunnlaugsson tré-
smiður og Sturla Sæmundsson, sem var um
skeið varaformaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur. Oftast voru þeir við eitthvert
af fremstu borðunum. Sturla er af Barða-
strönd og róttækur kommúnisti. Fleiri tré-
smiðir voru þarna, t.d. Jón Jóhannesson frá
Móbergi í Langadal, hann bjó á Laugavegi
34. Var þá tekinn að eldast og var góður
kunningi minn. Hannes frá Laugastöðum í
Flóa Guðleifsson vann í Völundi við að spón-
leggja hurðir en ók leigubíl á Hreyfli um
helgar. Jón Gíslason, póstfulltrúi og fræði-
maðu’r borðaði þarna um skeið og einnig
Konráð Kristinsson póstmaður, sem hafði
verið giftur systur Sturlu. Eftir að ég fór
að vinna á vöktum á pósthúsinu, sem var
líklega 1959, gat ég ekki komizt í kvöldmat-
inn í Aðalstrætinu þegar ég var á kvöldvakt
)ví vaktin var til klukkan átta en þá var
matartímanum lokið. Fór ég þá að borða
kvöldmat á Veitingahúsinu á Laugavegi 28B
eða í Miðgarði á Þórsgötu 1. Sömu sögu
var að segja ef ég var á morgunvakt að
)á var hádegismaturinn búinn í Aðalstræt-
inu og borðaði ég þá á Laugavegi 28B.
Miðakerfið í Aðalstrætinu gerði þetta mögu-
legt þó það væri kallað fast fæði sem þar
var selt. Magni Guðmundsson hagfræðingur
rak þá Laugaveginn ásamt öðrum manni
sem hét eða var kallaður Brandur. Þarna
var hægt að fá kakó á daginn í kaffitíma
og á kvöldin og kom ég þar oft á kvöldin
og keypti könnu af kakói með ijóma. Allt
var þarna vel útilátið. Þarna voru mikil við-
skipti og oft biðröð út á götu í matartímum.
Líkega hefur Veitingahúsið Laugavegi 28B
verið einna ódýrast af veitingahúsunum í
Reykjavík á þessum tíma, fiskur með súpu
kostaði 11 krónuren kjöt yfirleitt 20 krónur.
Niðri í bænum var fjöldi kaffihúsa og
matsölustaða. Þar vora Hótei Borg, Hótel
Skjaldbreið, Hótel Vík og seinna City hót-
el. Hótel Vík lokaði haustið 1973 og hafði
þá um langt skeið lokað veitingasölunni
klukkan átta á kvöldin. Hótel Skjaldbreið
lokaði nokkram árum fyrr. Kaffi Höll var
í Austurstræti 3, langur mat og kaffibar í
vesturenda að Leðurvöraverzlun Jóns Brynj-
ólfssonar og svo tveir salir uppi og niðri í
steinhúsinu í austurenda. Þarna var gott
að kaupa vöfflur með kaffinu, maður fékk
hálfa vöfflu og mikinn ijóma í stálkari. Var
þetta mikil máltíð. Kaffi Höll var rekin fram
að eða fram yfir 1970. Viðskipti vora mikil
í hádegismat og síðdegiskaffi og einnig í
kvöldmat, ekki sízt á barnum. í salnum
uppi vora veizlur af og til, ekki sízt ferming-
arveislur. Uppfartað var í báðum sölunum
og stúlkurnar sem uppförtuðu vora í dökk-
bláum kjólum og með hvítar svuntur. ísborg
var einnig við Austurstræti, langur kaffi-
og snarlbar. Hressingarskálinn bar þó lengi
höfuð og herðar yfir aðra veitingastaði við
götuna og var alltaf sóttur af breiðum hópi
úr öllum stéttum og á ýmsum aldri.
í Bankastræti voru tvö kaffihús, Banka-
stræti 11 þar sem var nokkuð stór salur
og borð með hvítum dúkum. Þarna var
uppfartað. Þessi staður hefur líklega lokað
á sjöunda áratugnum. Og á horni Banka-
strætis og Ingólfsstrætis var Adlon, einn
af mörgum veitingastöðum með því nafni í
eigu Silla og Valda. Langur kaffibar í boga-
dreginn vinkil og sælgætis- og blaðasala
fyrir framan. Annar Adlon var í Aðalstræti
og gekk í daglegu tali undir nafninu Langi
barinn. Þar héldu sig ýmsir sparibúnir iðju-
leysingjar sem fóru' fínt í að þjóra smáveg-
is. Sjoppa var í Fjalakettinum og voru þar
tvö til þijú borð sem ég held að hafí verið
eitthvað vegna reglna um sölu og veitingar.
Þessi sjoppa hét líka Adlon en ekki var
kaffi selt þar, aðeins gos og sælgæti og svo
blöð og tóbak. Hún var við lýði fram undir
að Fjalakötturinn var rifinn.
Á Laugavegi 11 var kaffihús sem hefur
orðið frægt í sögum og gekk undir nafninu
Laugavegur 11. Reyndar var þetta eitt af
þeim kaffihúsum sem hétu Adlon og skipu-
Sjá næstu síðu
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. OESEMBER 1989 21