Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Page 16
c / Herdísarvík. Skáldið og rústir bæjarins eins og þær voru 1975. Teikning eftir greinarhöfundinn. I Aundanfömum árum hef- ur sá háttur verið hafð- ur á í Lesbók að kynna þar verk látinna góð- skálda; sum þeirra hafa jafnvel verið kölluð þjóðskáld. Á hraðfleygri öld gleymist fljótt sem liðið er og þess verður vart, að sum okkar beztu skálda frá fyrriparti aldarinnar, séu mjög tekin að fymast og gleymast. Menn grípa að vísu til fleygra hendinga í hátíða- ræðum. en ekki er alveg víst, að þeir sem slá um sig á þennan hátt og segja: „vilji er allt sem þarf“, eða „aðgát skal höfð í nærvem sálar“, viti í hvem þeir eru að vitna. Ekki veitir af því að dusta rykið af ljóða- perlum liðinna tíma og áreiðanlega verður því haldið áfram í Lesbók. í tilefni jólanna þótti við hæfi að velja eitthvað stærra í sniðum en það, sem rúmast í rammanum á blaðsíðu þrjú. Þá varð okkur hugsað til Einars Benediktssonar m.a. og þá ekki sízt í ljósi þess, að Einar er einn af þeim sem tekið er að fenna yfir. Kvæði hans, Eldur, er minna kunnugt ljóðvinum en ýmis önnur, en það ber öll he'ztu einkenni höfundarins; magnað að orðfæri og inn- taki. Kveðskapur Einars er ekki lengur hafð- ur á hraðbergi svo sem áður var. Kannski hefur Einar aldrei orðið veruleg fyrirmynd annarra skálda í þeim mæli, að hann væri stældur. Ekki fremur en Jóhannes Kjarval meðal listmálara. Til þess voru báðir of persónulegir og sérstæðir. „Ég orti aðeins eitt ljóð“, á Einar ein- hvemtíma að hafa sagt og átti þá við Útsæ. Ég skal viðurkenna, að mér fínnst Útsær hrifmesta kvæði Einars. Það hefur yfír sér þennan „monúnentala“ brag, sem maður heimfærir aðeins uppá stórvirki í listinni á borð við sumar'sinfóníur Beetho- vens eða síðustu kvöldmáltíðina eftir Leon- ardo. Annars er fráleitt að bera saman verk ólíkra listgreina og fátt er eins heimskulegt og þegar sagt er, að „tónlist- in er æðst lista“, eða „sönglistin er drottn- ing listanna". Hvemig í ósköpunum á að úrskurða hvort sé betra verk, Njálssaga eða Niflungahringur Wagners? Auðvitað er stórkostlegt að heyra Pavarotti syngja, en syngur hann betur en Halldór Laxness skrifaði? Allir hljóta að sjá, að þetta em fráleitar spurningar. Engin listgrein verður kóngur eða drottning yfír annarri og slíkar staðhæfingar vitna aðeins um ótrúlega þröngsýni. II Einar hefur haft náin kynni af hafinu í öllum sínum myndum, svo margsigldur sem hann var. Ekki er þess getið að hann hafi verið sjóhræddur, en í Útsæ kallar hann hafíð „eyðimörk ógna og dýrðar“ og „veröld af ekka“, sem „bregður stórum svip yfir dálítið hverfi". Fyrir nokkmm ámm vann ég myndröð, sem var þá á sýningu á Kjarvalsstöðum, og ég byggði á hughrifum frá þessu kvæði. Annað en hughrif geta það ekki orðið þegar málari sækir sér hvatningu og yrkisefni í bókmenntaverk eins og þetta. í þeim pælingum lærði ég kvæðið mestanpart .utanað, en núna, sjö áram síðar, sitja tvö erindi eftir af einhverjum ástæðum; kannski vegna þess að þau bera í sér hinar mestu andstæður: Því dagar sólina uppi um unaðsnætur. Þá eldist ei líf við blómsins né hjartans rætur. -Hafkyrrðin mikla leggst yfir látur og hreiður, en lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum. A firðinum varpar öndinni einstöku reyður, og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum. Báruraddir í vogavöggunum þegja. Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi. Tíminn er kyrr. Hann stendur með iogandi ljósi og litast um eftir hveiju, sem vill ekki deyja. Og síðan kveður við annan tón: En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin. Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin. Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra.- Það hriktir í bænum, eins og kippt sé í fjötra. -Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin. Grunnsjórinn beljar um voginn, svo jarðimar nötra. En hafáttin er í húmi og blikum til skipta; hún hleypir skammdegisbrúnum fól undir svefninn. Þá hamastu, tröllið. í himinninn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta. III Fyrir utan Útsæ, hef ég löngum haft mætur á fleiri ljóðum Einars, svo sem Einræðum Starkaðar og Kvöldi í Róm. Ég get samt ekki sagt, að ég hafí verið neinn sérstakur aðdáandi Einars, svo sem mér eldri menn vom margir hvetjir, sem támðust, þegar þeir tóku upp vasapelann með glóðvolgu brennivíninu og höfðu yfír erindi úr Fákum, sem þeim fannst alveg eins að gæti átt við þá sjálfa: Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Margt í kveðskap Einars finnst mér of styrfíð og ekki nægilega ljóðrænt. Og ég hef aldrei getáð skilið hversvegna svo gáfaður höfundur söng með svo einhæfum tón. En hann var ekki einn um það á fyrstu áratugum aldarinnar. Þótt ekki komi það fyrir í kvæði Þorsteins Erlings- sonar, „í Hlíðarendakoti", em ljóðlínur hans æði svipaðar, en um leið em á þeim sterk höfundareinkenni: Við komum hér ennþá sem erum á ferð fyrst enn er ei stakkur þinn skorinn Ljóðamenn heyra undir eins, að þessi hrynjandi er frá Þorsteini. Grímur Thoms- en átti líka tón sem þekkist. Og Stephan G. einnig. Þeir Þorsteinn, Einar og Step- han G. eiga það sameiginlegt að yrkja ljóð, sem ætlað er að bera boðskap og gera gagn. Þeir hafa alveg ákveðna hugmynda: fræði eins og það er nefnt nú á dögum. í nútímanum er sú hugmyndafræði sem ræður ferðinni hjá skáldum afar frábmgð- in þessu. Boðskapur er úrelt þing í bili og í staðinn fyrir að hafa allan heiminn und- ir og jafnvel geiminn og gervallt „guðanna ríki“, yrkja nútímaskáldin um sálarástand og allskonar innhverf fyrirbæri, sem oft er erfitt að átta sig á. Og ljóðlínurnar era margskonar. í kvæði eftir kvæði notar Einar Bene- diktsson samskonar ljóðlínur, samskonar hrynjandi: Sólvín í gullskál, sem miklar og máttkar vom anda. Málið nær hátt, þar sem stónamir sjálfir tala. Volduga ljóshöll, - sem sáir ilmi og yl á andvökugesti norðlægra, dýrðlegra stranda. Þessar ljóðlínur em úr kvæðinu Blá- skógavegur. Fyrir kemur þó, að Einar bregður sér yfir í aðra hrynjandi og þá er eins og yerði léttara undir fæti hjá les- andanum. í þeim flokki undantekninganna er Hvarf séra Odds, magnað kvæði og vinsælt. Menn hafa löngum sagt, að sá einn geti ort slíkt ljóð, sem sé sjálfur hálf sturlaður úr myrkfælni: ... og Sólveig heitin í hverri gátt með höfuðið aftur á baki...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.